Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 48
EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU \i i.n siní. \ slMIW KK: 22480 EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁER ÞAÐÍ ^0^011X88^01^ \l M.\ "INt. \ slMIW KK: 22480 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1979 Olíuf élögin hætta olíu- sölu ef tir f östudaginn ef ný olí uverðsákvörð- un liggur ekki fyrir OlJlIFÉLÖGIN hafa ritað ríki.sstjórninni bréf og tilkynnt að þau muni rkki afdrciða olíu eftir næstkomandi föstudaj?. nema þá ligjfi fyrir ný verðákvörðun. sem skapi ítrundvöll fyrir olíusölu. Önundur Asgeirsson, forstjóri Olíuverzlunar Islands hf.. staðfesti í samtali við Mbl. í gærkvöldi, að oh'ufélöRÍn hefðu sent ríkisstjórninni þetta bréf síðastliðinn fimmtudaK. Verðlagsnefnd samþykkti á fundi sínum í gaer hækkun á gasolíuverði í 155,40 krónur lítrinn, sem er tæplega 51%. Nefndin samþykkti heimild til verðlagsstjóra til að gefa út nýtt verð í samræmi við ákvörðun ríkis- stjórnarinnar, en ríkisstjórnin kem- ur saman til aukafundar í dag vegna ojíuverðsvandans. „Við getum ekki haldið áfram að selja olíuna svona eins og nú er,“ sagði Önundur Ásgeirsson í samtal- inu við Mbl. í gærkvöldi. „Það verður að skapa einhvern grundvöll fyrir olíusöluna, þannig að við söfnum ekki bara skuldum, sem við síðan berum ábyrgð á.“ Framsókn styður tillögur Kjartans Alþ.bl. á móti ÞINGFLOKKUR Framsóknar flokksins samþykkti á fundi si'num í gær heimild til ráðherra flokksins að bera fram í ríkisstjórninni málamiðlunartillögu vegna olíu- verðsvandans. þar sem m.a. væri gert ráð fyrir að gasdoliulitrinn hækkaði nú í 137 krónur cn 1. október n.k. komi full hækkun hans til framkvæmda. „Við teljum að hreinlegast og eðlilegast sé að ákveða hækkun olíugjalds með bráðabirgðalögum eins og sjávar- útvegsráðherra hefur lagt til og teljum að það þurfi að tvöfalda eða úr 7% í 14%,“ sagði Steingrímur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins. Á fundi þingflokks Alþýðubanda- lagsins í gær var samþykkt að flokkurinn stæði ekki að útgáfu bráðabirgðalaga um hækkun olíu- gjalds, heldur yrði látið á það reyna hvort aðilar fiskverðsákvörðunar gætu ekki samið um hvernig þeir brygðust við olíuverðshækkunum nú. Innan ríkisstjórnarinnar er orðin samstaða um að gasolíulítrinn hækki í 137 krónur en það sem umfram er til að rett kostnaðarverð, 155,40 kr., náist, verci brúað með 2 til 3 milljarða króna lántöku. Ólafur Ragnar Grímsson formað- ur framkvæmdastjórnar Alþýðu- bandalagsins sagði flokk sinn telja hækkun olíugjalds í 13 til 14% hæpna, þar sem þær aðstæður gætu skapast að útgerðin fengi meiri tekjur af olíugjaldinu heldur en næmi olíukostnaði togara útgerðar- innar. Olíugjaldið væri reiknað af aflaverðmæti en ekki olíukostnaði og i þeim tilvikum, sem togararnir brenndu svartolíu og stutt væri á miðin, gæti þessi aðstaða skapast. FLAUC 15 METRA — f Húsavíkurrallinu um si'ðustu helgi ók einn keppnisbflanna á fullri ferð fram af háum vegarkanti í Aðaldal og flaug tæpa 15 metra í loftinu. Fjölmargir áhorfendur fylgdust skefldir með flugferðinni en til allrar hamingju urðu engin slys á mönnum en bfllinn er talinn ónýtur. Sjá nánar um þetta sögulega bflarall á bls. 26. Ljósm.: Mbl. Abbi. Stjórn Fiskveióasjóðs: Synjaði beiðnum um lán til togarakaupanna STJÓRN Fiskveiðisjóðs ís- lands samþykkti í gær á fundi sínum að hafna beiðnum um lán til kaupa á tveimur togurum til landsins, á grundvelli nýrrar reglugerðar fyrir Fiskveiðasjóð sem gefin var út í gær. Fyrir fundin- um lágu beiðnir frá Haraidi Böðvarssyni og Co. og Sfldar- og fiskimjöls- verksmiðjunni á Akranesi annars vegar, og frá Sfldarvinnslunni á Nes- kaupsstað hins vegar. Atkvæði í stjórn Fisk- veiðisjóðs féllu þannig, að fimm greiddu atkvæði gegn því að lánatökurnar yrðu leyfðar, einn var því með- mæltur, og einn sat hjá. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér voru það þeir Davíð Ólafsson, Óskar Vigfússon, Helgi Bergs, Einar Ingvarsson og Ármann Jakobsson sem greiddu atkvæði með tillögu formanns (Davíðs Ólafs- sonar) um að hafna lán- tökubeiðni á grundvelli þeirrar reglugerðarbreyt- ingar sem gerð var. Atkvæði gegn mun hafa greitt Björn Guðmundsson en Árni Benediktsson sat hjá. Maðurinn frá Neskaupstað segi sig úr ríkisstjórninni segir Jóhann K. Sigurðsson framkvæmdastjóri Sfldarvinnslunnar á Neskaupstað „ÉG ER afskaplega óánægður með þessa niðurstöðu, ok ég vona að Kjartan Jóhannsson fari sem aílra fyrst úr sæti sjávarútvegsráðherra, og vildi frekar hafa þar Matthías Bjarnason eða Lúðvík Jóseps- son,“ sagði Jóhann K. Sigurðs- son framkvæmdastjóri útgerð- ar Sfldarvinnslunnar á Nes- kaupstað í samtali við Morgun- blaðið er hann var spurður álits á ákvörðun stjórnar Fiskveiða- sjóðs í gær. Þá sagði hann einnig að maður frá Neskaupstað, sem sæti í ríkisstjórninni ætti skilyrðis- laust að fara úr henni. Sjávarút- vegsráðherra þar réði allt of miklu, en hann væri maður sem hefði fína og góða menntun en enga þekkingu á því hvernig ætti að reka þjóðfélagið. Jóhann sagði að menn yrðu að taka þessu, en einkennilegt væri að banna að selja úr landi gömul skip, og tækju menn um allt land væntanlega eftir þessari af- greiðslu. Greinilegt væri að meirihluti stjórnar Fiskveiða- sjóðs óttaðist ráðherrann og færi eftir orðum hans. Jóhann sagðist hins vegar efast um lögmæti þessarar reglugerðar, og alla vega væri það víst að þessir menn hefðu verið annarr- ar skoðunar fyrir viku síðan. Sagði hann það aldrei geta geng- ið að pína menn til að fara í nýsmíði sem ekki væri unnt að standa undir, og banna að selja gömul skip. Sagðist Jóhann reikna með að nú væru allar ráðagerðir Norðfirðinga um kaup á nýju skipi úr sögunni, menn dyttu ekki niður á að selja skip, og hefði verið reynt að selja skipið nú í tvö og hálft ár áður en tilboð fékkst. Sagðist hann vera þeirrar skoðunar að ríkis- stjórnin ætti nú að fara frá, enda gæti hún ekki stjórnað sjávarútvegsmálunum, og fyrir hönd þess atvinnuvegar óskaði hann þess að Kjartan Jóhanns- son færi frá sem fyrst. Sjö ára drengur beið bana SJÖ ára drengur beið bana er hann varð undir vörubifreið á Vesturlandsvegi, skammt vestan við Nesti, klukkan 14.18 í gærdag. Ekki er unnt að birta nafn drengs- ins að svo stöddu. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar var drengurinn á leið suður yfir Vesturlandsveg fótgangandi og leiddi hann hjól sitt. Varð hann undir 10 hjóla vörubifreið, sem var á hægri akrein og ók í austurátt. Mun hann hafa látizt samstundis. Litli drengurinn var í hjólreiðatúr með félögum sínum þegar þetta hörmulega slys varð. Stjórnandi vörubifreiðarinnar reyndi að afstýra slysinu en tókst ekki. Missti hann við það vald á bifreiðinni sem fór út af veginum og ók á ljósastaur. Þetta er fjórða banaslysið í um- ferðinni hér á landi á örfáum dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.