Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 í þverhníptum sjávarbjörgum er hún sá bjargfuglinn sem neðst býr í bjarginu, oft aðeins steinsnar frá yfirborði sjávar og þegar Ægir kon- ungur byrstir sig á varptímanum þá löðrar hann byggð hennar. Það er ritan sem um er að ræða og einnig er algengt að hún taki ból í berg- skorum sjávarhella. Hvar sem ritan er þá lífgar hún upp á umhverfið með sínum stílhreina lit og fín- gerða fasi. Hún er svokallaður haffugl á stærð við stormmáv og auðþekktust á svörtum vængbrodd- um og svartleitum fótum og einlitu, gulu nefi. Hún er grá á baki en að öðru leyti drifhvít og augu hennar eru mjög sérkennileg, því þau virka eins og dimmir djúpir hellar inn í hvítan grunninn. Rit- an erjöfnum höndum við strendur og á út- RITAN lætur brimið löðra byggð sína hafinu, en í björgum verpir hún í mjög þéttum byggðum. Rit- an er hljóðlátur fugl og fim á flugi, enda leitar hún sér venju- lega ætis á flugi á yfirborði sjávar. Eng- inn íslenzku bjarg- fuglanna þarf eins litla „Ióð“ í berginu fyrir sig og sína og þar er oft stórkost- legt að fylgjast með ritunni í búskapnum á tæpasta vaði, því oft þarf hún hrein- lega að setja sig í sérstakar stellingar til þess að tolla á „sinni jörð“. Hún er líflegur bjargfugl og mikið á hreyfingu, enda er það helzt í bjargbúskapnum sem hún lætur í sér heyra og þá er það hávært „kittí-úakk“ og svo stígandi „kaka-úík. “ Á.j. Ljósmyndir: Sigurgeir Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.