Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 Ileildarinnlán Búnaðarbankans jukust um 27,4 milljarða 1978 og lausaf járstaðan var jákvæð um 4,3 milljarða Vöxtur og , staða Búnaðarbanka íslands hefur eflst mjög hin síðari ár að því er segir í nýút- kominni ársskýrslu bank- ans fyrir árið 1978. Þar segir að við rekstur bank- ans séu það fyrst og fremst þrír þættir, sem líta beri á, þróun innlána lausafjárstaða og rekstrarafkoma og fullyrt er að ekkert ár hafi verið jafn farsælt í sögu bank- ans eins og síðasta ár. Gildi þar einu á hvern hinna þriggja þátta er litið. Staða bankans meðal viðskipta- manna var sú í árslok, að hann hafði yfir að ráða 23% af innlán- um viðskiptabankanna sjö, og jókst hlutdeild bankans nokkuð á árinu. Reyndist innlánsaukningin hjá viðskiptabönkunum öllum vera um 47,5%, en vöxtur innlána Búnaðarbankans var 51,8%. í útlánamálum átti Búnaðar- bankinn ásamt öðrum peninga- stofnunum aðild að markmiði, sem sett var í upphafi ársins að frumkvæði Seðlabankans. Sakir góðrar lausafjárstöðu bankans var útlánamarkmið hans nokkuð rýmra en annarra banka. Nokkuð vantaði þó á, að unnt yrði að standa við markmið, ekki sízt vegna þess að hin sjálfvirku afurðarlán hækkuðu mun meira en forsendur gerðu ráð fyrir. Engu að síður er hægt að fullyrða, að nokkur árangur hafi náðst í þessum þætti peningamálanna, en útlánaaukning viðskiptabankanna innan þessa markmiðs reyndist um 35%. — Lausafjárstaða Búnaðarbankans var á þessu ári jákvæð um 4,3 milljarða króna og batnaði á árinu um rúmar 1700 milljónir króna. Innlán Heildarinnlán Búnaðarbankans voru 27.405 milljónir króna í árslok 1978, en 18.055 milljónir króna árið áður og höfðu því aukizt um 9.350 milljónir króna eða 51,8%. Árið áður var aukning- in 5.779 milljónir króna eða 47,1%. Sparilán, þ.e. innistæður á almennum sparisjóðsbókum og bundið sparifé, námu um áramót 21.263 milljónum króna á móti 13.891 milljón árið áður. Hér er um að ræða aukningu að upphæð 7.372 milljónir króna eða 53,1% samanborið við 4.530 milljónir króna og 48,4% árið 1977. Sparilánin voru 77,6% af heldarinnlánum, ög hefur hlut- deild þeirra aukist talsvert síðustu árin, eftir að stofnaður var nýr innlánsflokkur, hin svonefndu vaxtaaukalán, sem bundin eru til eins árs í senn. Vaxtaaukainnlán- Tíl atvinnuveganna Til einstaklinga Til opinberra aðila 1978 innlán 27.405 28000 27000 26000 25000 24000 23000 22000 21000 20000 19000 18000 17000 16000 15000 14000 13000 12000 11000 10000 9000 8000 7000 6000 5000 4000 3000 2000 1000 0 in voru í árslok 6,786 miljónir króna og reyndist aukning þeirra 86,9% á móti 86,3% árið áður. Hlutdeild bundinna innlána í heildarinnlánum fór mjög minnk- andi ár frá ári og var komin í 22,9% í árslok 1975, en vaxtaauka- lánin hafa breytt þessu mjög þannig að um síðustu áramót var bundið sparifé orðið 31,7% af heildarinnlánum. Veltiinnlán, sem eru innistæður á ávísana- og hlaupareikningum, námu 6,142 milljónum króna, en 4.164 milljónum króna árið áður. Ársaukning er því 1978 milljónir króna. eð 47,5%. í aðalbankanum og útibúum hans í Reykjavík eru 15.049 milljónir króna, en það eru 54,9% heildarinnlána. Aukning innlána á þessu svæði nam 4.856 milljón- um króna eða 47,6% en 3.434 milljónum króna eða 50.8% árið áður, sem var métár. í útibúum bankans utan Reykjavíkur, sem hafa 45,1% heildarinnlána, varð innlánsaukn- ing meiri en nokkru sinni fyrr. Innlán voru í árslok 12,356 milljónir króna og jukust um 4.4494 milljónir króna eða 57,2%, en 2.345 milljónir króna og 42,5% árið áður. I Heildarútlán bankans námu 24,755 milljónum króna í árslok, en 16.311 milljónum króna árið áður, þannig að útlánaaukning á liðnu ári nam 8.444 milljónum króna eða 51,8%. Tilsvarandi aukningartölur fyrir árið 1977 voru 5.047 milljónir króna eða 44,8%. í heildartölu útlána eru meðtalin öll endurseld lán í Seðla- banka íslands, sem að langmestu leyti eru afurðalán landbúnaðar- ins, svo og skuldabréfakaup bank- ans af Framkvæmdasjóði, sem nema 5% af innlánsaukningu árs- ins. Þegar afurðalán og skuldabréf vegna Framkvæmdasjóðs eru dregin frá heildarútlánum, standa eftir hin svonefndu sjálfráðu út- Ián, en það eru þau útlán, sem bankinn sjálfur hefur fullt ákvörðunarvald yfir. Voru þessi útlán 13.231 milljón króna um áramót, en 8.956 milljónir næstu áramót á undan, svo að aukning varð 4.275 milljónir eða 47,7% samanborið við 38,1% árið á undan. Af þessu sést, að tals- verður munum er á aukningu heildarútlána annars vegar og hinna sjálfráðu útlána hins vegar. Hér er um að ræða þróun, sem átt hefur sér stað síðustu árin. Ástæðan er hinn geysilegi vöxtur afurðalána, en þau hafa sexfaldazt á síðustu fimm árum, á sama tíma og önnur útlánafa þrefaldazt. Þau voru 9.847 milljónir króna í árslok, og reyndist aukning þeirra liðlega 60% á árinu. Afurðalánin eru orðin langstærsti útlánaflokkur- inn, en hlutur þeirra er um 40% af heildarútlánum. Búnaðarbankinn lánar visst hlutfall til viðbótar endurseldum afurðalánum í Seðlabanka. Námu viðbótarlánin 2.156 milljónum króna og höfðu aukizt um 917 milljónir eða 74%. Stafar þessi mikla aukning af því, að Seðla- bankinn minnkaði hlutfall sitt við veitingu afurðalána, en viðskipta- bankarnir urðu því að taka á sig aukna hlutdeild, til þess að heildarlánveiting minnkaði ekki. Útlán bankans til atvinnuveg- anna voru í árslok 18.800 milljónir króna 2.733 milljónir til opinberra aðila og 3.222 milljónir til einstaklinga. í fyrst nefnda flokknum er hlutur landbúnaðar- ins langstærstur eða 10.106 milljónir. Lánveitingar til annarra atvinnuvega dreifast verulega, því að til iðnaðar og byggingarstarfsemi námu útlán 3.045 milljónum, verzlunar 2.895, sjávarútvegs 1.444 milljónum og samgangna ferðamála og ýmiss konar þjónustustarfsemi 1.267 milljónum. Olíuinnflytjendur innan þrigggja ára? Sovétmenn munu á næsta ári draga nokkuð úr olíu- framleiðslu sinni og innan þriggja ára munu þeir hefja innflutning á olíu, að því er haft er eftir bandaríska þing- manninum Les Aspin, sem sagðist byggja þessa fullyrð- ingu sfna á rannsóknum CIA. Leyniþjónustu Bandaríkj- anna, á undangengnum ár- um. Þingmaðurinn sagði að sama yrði uppi á teningnum hjá öðrum Austur-Evrópuríkj- urn og á árinu 1982 mætti búast við því að ríkin myndu flytja inn a.m.k. 700 þúsund tunnur af olíu á dag... Þá sagði þingmaðurinn að þessi rannsókn CIA benti sterklega til þess að olíufram- leiðsla Sovétmanna myndi minnka um að minnsta kosti þriðjung á næstu sex arum. — Sovétmenn framleiða nú um 11,5 milljónir tunna á dag að sögn Aspin, en árið 1985 verði framleiðslan jafnvel komin niður í 8 milljónir tunna á dag. Velgengni hjá BMW Vestur-þýzka bílafyrirtækið BMW á mikilli velgengni að fagna um þessar mundir, söluaukning hefur orðið umtalsverð milli ára allt frá árinu 1975 og á nýafstöðn- um aðalfundi fyrirtækisins var tilkynnt að um 20% söluaukningu væri að ræða fyrstu sex mánuði þessa árs. Á síðasta ári jókst sala fyrir- tækisins um 36% og árið þar á undan um alls 32%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.