Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 13 GM hækkar Talsmaður General Motors tilkynnti í s.l. viku að fyrirtækið myndi hækka verð bifreiða sinna um að meðaltali 0,9% um þessi mánaðamót. Mest verður hækkunin á minni sparneytnari bílum, en minnst á stóru bílunum. Þessi ráðstöfun er gerð til þess að reyna að freista þess að beina fólki á hina stærri og ill seljanlegri bíla. Sem dæmi um þessa hækkun má nefna að hinn nýi Chevrolet Citiation mun hækka um 152 dollara til neytenda, en hækkunin á stærri gerðum verður aðeins í kringum 30 dollara. ORKUSPARNAÐUR Vestur-Þjóðverjar hyggjast á næstu fimm árum eyða sem nemur 1 milljarði marka, eða um 197 milljörðum íslenzkra króna, til smíði sérstakra vagna undir flutningabíla, sem hægt er að tengja við járnbrautalestirnar og spara þannig eldsneyti bílanna. Telja þeir að við þetta sparist a.m.k. helmingur í kostnaði og svo auðvitað hin illfáanlega olía. Dýrt drottíns orðið Verðlag á brcskum hótelum og veitingahúsum hefur hækk- að gífurlega mikið á síðustu tveimur árum, að því er breska ferðamálaráðuneytið tilkynnti nýverið. Er nú komið svo mál- um að mun dýrara er að búa á breskum hótelum heldur en á sambærilegum í New York, París, Amsterdam eða Bonn og sama er uppi á teningnum ef verðlag veitingahúsa cr athug- að. Sem dæmi um þennan óheyri- lega kostnað má nefna að það kostar 73 sterlingspund, eða sem nemur um 60 þúsund krónum, að búa á tveggja manna herbergi með morgunverði á Hilton-hóteli í London, sem er um tvöfalt meiri upphæð heldur en borga þarf bæði í New York og París. Hækkun á aðeins einu og hálfu ári nemur um 40%. Sérstaklega gengur Banda- ríkjamönnum illa að lifa af sama gjaldeyrisskammti og áður, en skýringin á því er auðvitað sú að sterlingspundið hefur hækkað um rúmlega 20% á tólf mánuð- um. „Minna tap“ Heldur bjartara útlit er hjá ríkisreknu stálsam- steypunni í Svíþjóö á þessu ári heldur en síðasta ári sem var það fyrsta undir ríkisforsjá. Fyrirtækinu var komið á fót í ársbyrjun 1978 þegar flest einkafyrir- tækin hótuðu því að leggja upp laupana ef þau yrðu ekki styrkt. Samkvæmt nýútkominni skýrslu um stöðu fyrir- tækisins er búist við því að tap fyrirtækisins á þessu ári verði „aðeins“ 670 milljónir sænskra króna á móti 850 milljónum sænskra króna á s.l. ári. ifinciriDTi VltldlVlr 11 VIÐSKIPTI - EFNAIIAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Auövitaö getur Bang & Olufsen framleitt tæki eins og allir hinir, en þá hefur þú ekki þennan valkost, sem er Beosystem 2400. ER ÞAÐ? Bæöi magnarinn og plötuspilarinn eru fjarstýröir. Verð: 1.018.500 Stuöhelgiii tfyrjaríSfcudíó Fullt af frábærum ferðafatnaði — og Partner buxur í öllum litum og stærðum. Þeim líður betur um verslunarmanna- helgina sem líta við hjá okkur. Það erstuðí LAUGAVEGI27 / SÍMI1 44 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.