Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 Veðurfar: Nú er loksins komið sumar hér eftir kalt og leiðinlegt vor eins og annars staðar á landinu. Spretta virðist ætla að verða allgóð, svo segja má að betur hafi farið en á horfðist á tíma- bili. Byrjað er að slá á nokkrum bæjum á Barðaströnd. Sólskinið er óspart notað hér eins og annars staðar og má sjá fáklætt fólk hvar sem skjól er að fá, sleikja sólskinið. Aflabrögð: Verið er að landa 120 tonnum af góðum þorski úr stuttogaran- um Guðmundi í Tungu eftir 5—6 daga veiðiför. Hefur togarinn aflað ágætlega að undanförnu. Bátar sem eru á grálúðu fyrir norðan land hafa einnig aflað dável. Afli skakbáta hefur verið ágætur þegar á sjó hefur gefið allt að 2—3 tonn eftir sólar- hringinn 2 menn. ' s Mjög miklar byggingafram- kvæmdir á Patreksfirði Byggingarframkvæmdir: Mjög miklar byggingar- framkvæmdir standa hér yfir og eru fyrirhugaðar á næstunni. Byggir hf. er að ljúka smíði heilsuverndarstöðvarinnar sem er stór og mikil bygging. Með tilkomu hennar skapast hér mjög góð aðstaða fyrir lækna staðarins og sérfræðinga sem koma hér um stundar sakir. Sjúkrarými eykst ekki, en með þessari góðu aðstöðu vonum við að ungir læknar vilji starfa hér eitthvað lengur en nokkra mán- uði eða í hæsta lagi 1—2 ár eins og átt hefur sér stað undanfarin 15 ár. Byggir hf. er einnig að hefja byggingu 8 raðhúsa á eigin vegum, sem verða tilbúin snemma á næsta ári. Húsin verða seld fokheld, en fullfrá- gengin að utan. Þetta verða 2 hús, 4 í hverri lengju. Byggir hf. er einnig að hefja smíði á grunni viðbyggingar við Grunnskóla Patreksfjarðar. Forstöðumenn og aðaleigend- ur Byggis hf. eru Björn Gíslason og Sigurður Jóhannsson, bygg- ingameistarar. Iðnverk hf. á Patreksfirði er að byggja spennivirki að Mjólká í Arnarfirði. Er þetta tveggja ára verk og á að verða tilbúið þegar byggðalínan kemst í gagn- ið haustið 1980. 8 fbúða raðhús er f smfðum á vegum Patrekshrepps, verið er að steypa upp húsið. Það er byggingarfyrirtækið Hof hf. í Hafnarfirði, sem annast þessa framkvæmd. Dagvistunarheimili: Boðin hefur verið út bygging dagvist- unarheimilis á vegum Patreks- hrepps 3 tilboð bárust frá eftir- töldum aðilum: Byggi hf. Pat- reksfirði, Iðnverki hf. Patreks- firði og Hofi hf. Hafnarfirði. 8 einbýlishús á mismunandi byggingarstigi eru í smíðum á vegum einstaklinga. Atvinna: Atvinna er næg á Patreksfirði við vinnslu sjávarafla, bygging- arframkvæmdir og fl. Mér er sagt að sl. 10 ár hafi aldrei komist neinn starfskrafur hér á atvinnuleysisskrá. Sundlaugin: Sundlaug Patreksfjarðar, sem nokkuð er komin til ára sinna og í upphafi stóð á vatnsbakkanum, en stendur nú á hafnarbakkan- um, hefur verið verulega endur- bætt. Var hún opnuð nú í sumar eftir þessar endurbætur og hafa sundnámskeið staðið yfir að undanförnu. Einnig er laugin vel sótt af almenningi, einkum þó konum. Skemmtanir og félagslíf: Félagslíf er nú alltaf með minna móti að sumrinu til, en þeim mun meira hefur verið af alls kyns sumargestum með leiksýningar og skemmtanir. Sjómannadagurinn var að þessu sinni mjög vel heppnaður. Nokkrir ungir menn stóðu að framkvæmd hans að þessu sinni og var samfelld dagskrá svo að segja allan daginn. Dagskráin hófst með hópsiglingu minni báta og var Andrés Karlsson að sjálfsögðu í fararbroddi á bát sínum með harmonikuspilara í stafni (Svavar Guðbjartsson frá Lambavatni). Mikið var sungið á Farsæl og komust færri það að en vildu. Skemmtun unga fólksins: í tilefni barnaárs efndu nokkrar dugnaðarkonur hér til barna- og unglingaskemmtunar, sem þótti með miklum ágætum. Fyrst var inniskemmtun í fé- lagsheimilinu, þá diskótek unga fólksins og að lokum útivarðeld- ur með tilheyrandi söng og gleði. Þökk sé þeim fyrir framtak- semina. íþróttamót: Vestur-Barðstrendingar hyggjast endurvekja hin frægu íþróttamót, sem haldin voru síðsumars í Tálknafirði ár hvert. Nú í sumar er fyrirhugað íþróttamót í Tálknafirði helgina eftir Verslunarmannahelgina. Keppt verður í frjálsum íþrótt- um, sundi og knattspyrnu. Páll. 17. júní á Long Island ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGURINN frumkvæði nokkurra einstakl- 17. júní var haldinn hátíðlegur í 'n8a> sen) s>g saman og New York í Bandarfkjunum hringdu til allra Islendinga sem eins og víða annars staðar vitað var um á þessum slóðum. erlendis, þar sem margir ís- Voru það einkum þau Eygló iendingar eru búsettir. Að Guðmundsdóttir, Guðmundur þessu sinni var dagsins minnst Sigurðsson og Magnea Guð- á samkomu á Long Island, og mundsdóttir sem önnuðust sóttu hana milli 40 og 50 undirbúninginn, með góðri að- manns, flest íslendingar búsett- stoð fjölda annarra. ir í New York og nágrenni, og Farið var í leiki, bæði fyrir einnig gestir frá íslandi og börn og fullorðna, og margt gert bandarískir vinir og fjölskyldu- ser tö gamans. Þá.komu í heim- mcðlimir. sókn þeir Sigurður Sumarliða- son kokkur hjá Loftleiðum, sem Að þessu sinni treystist Is- spilaði á gítar, og Gunnar Sig- lendingafélagið í New York ekki tryggsson lögregluþjónn sem lék til að gangast fyrir hátíðahöld- á harmonikku við góðar undir- unum, og voru þau því haldin að tektir viðstaddra. íslendingarnir í New York sem komu saman á Long Island þann 17. júnf síðastliðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.