Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 19 Æskulýðsfélög innan kirkjunnar BLAÐINU hefur borist eftirfar- andi frá Æskulýðsstarfi þjóð- kirkjunnar: Æskulýðsfélög eða hópar eru starfandi innan kirkjunnar á 15—20 stöðum á landinu. Hópar þessir eru misgamlir og ólíkir að stærð. Sumir þeirra starfa á svip- aðan hátt og af sama krafti ár eftir ár, hjá öðrum er meiri sveifla í starfseminni. Æskulýðsfélög kirkjunnar starfa almennt meðal 13—20 ára unglinga. í nokkrum félögum er 12 ára aldurinn með, en hjá öðrum geta menn ekki gerst félagar fyrr en eftir fermingu. Markmið æskulýðsfélaga kirkj- unnar er að hvetja og styðja einstaklingana í því að hafa Jesúm Krist að leiðtoga lífsins og efla kristilegt líf og starf kirkj- unnar. Að þessu markmiði vinna þau með því að hafa helgistundir á samverum sínum, taka þátt í messum og veita ýmsa aðstoð í söfnuði sínum. Félögin haga starfi sínu á ýmsa vegu eftir aðstæðum og áhuga. Af fjölbreyttum verkefnum má nefna: 1) Aðstoð í söfnuði sínum við barnastarf, messur o.fl. 2) Taka þátt í eða standa fyrir heimsóknum á stofnanir, svo sem sjúkrahús og elliheimili. 3) Útbúa jólagjafir, skreytingar eða annað til að gefa öldruðum eða sjúkum. 4) Heimsóknir í önnur æskulýðs- félög. 5) Ferðalög. 6) Blaðaútgáfa. 7) Mót eða námskeið. Auk þess má nefna sameiginleg verkefni margra félaga, svo sem Æskulýðsráð: Þrjár umsóknir um starf fram- kvæmdastjórans ÚTRUNNINN er umsókn- arfrestur um starf fram- kvæmdastjóra Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur. Bárust þrjár umsóknir frá: Ómari Einarssyni fulltrúa hjá Æskulýðsráði, Hilmari Jónssyni bókaverði og Gylfa Kristinssyni sem er formaður Æskulýðssam- bands íslands. Næsti fundur Æskulýðs- ráðs er ráðgerður á föstu- daginn og verða umsóknir lagðar fram þar. ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU m jn \l f.LVSINf. \ simiw i:k. 22480 mót, námskeið, ráðstefnur og fundi. Félögin á Norðurlandi hafa staðið sig best í samstarfi á breiðum grundvelli. Þau hafa með sér sérstakt æskulýðssamband kirkjunnar, ÆSK í Hólastifti, sem stendur m.a. fyrir 2 árlegum mótum, blaðaútgáfu (Æskulýðs- blaðinu) og jólakortaútgáfu. Alls staðar eiga æskulýðsfélög kirkjunnar við einhver vandamál að stríða. í stærri bæjum er samkeppni við aðra félagsstarf- semi, í fámennum þorpum er skortur á eldri árgöngum, sem geta tekið á sig ábyrgð og forystu, og í sveitum eru fjarlægðir til trafala. Af þessu mótast mismun- andi starfsfyrirkomulag. „Æskulýðsstarf Þjóðkirkjunn- ar“ er eins konar tengiliður allra félaganna og veitir aðstoð við fundi, mót og annað eftir óskum og aðstæðum, útvegar efni o.fl. Æskulýðsstarfið hefur einnig staðið fyrir nokkrum námskeiðum fyrir æskulýðsleiðtoga. Gefst þá eldri félögum og öðrum, sem starfa í æskulýðsfélögum innan kirkjunnar eða hafa áhuga á starfinu, tækifæri til að þjálfa sig og kafa dýpra í því, hvað kristilegt æskulýðsstarf er. Æskulýðsstarf Þjóðkirkjunnar hefur yfirlit yfir þá starfsemi sem fer fram og veitir upplýsingar um þáð, hverjum sem kynni að hafa áhuga á að vita meira. Æskulýðsstarf Þjóðkirkj- unnar Biskupsstofu Klapparstíg 27. Frá Æskulýðsráði Húsavíkurkirkju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.