Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 21 búa til dýrtíðina44 Engin offramleiðsla á Suðurlandi Helgi Bjarnason, verkfræðingur á Selfossi, sagðist vilja taka undir þau orð fyrri ræðumanna hversu landbúnaðurinn væri margslung- inn og mikilvægur fyrir Suður- land. Afkoma landbúnaðarins snerti alla afkomu manna, hvort sem þeir byggju í sveitum eða í þjónustubæjum. Helgi sagðist ekki vera í nokkrum vafa um að þegar áhrif landbúnaðarins út um landsbyggðina væru athuguð þá væru þau mun meiri en menn héldu nú. Helgi sagði Steinþór Gestsson réttilega hafa minnst á það að engin byggðastefna hefði verið mótuð hér á landi og það að engin opinber byggðastefna væri til hér á landi gerði það að verkum fð mun erfiðara væri að taka á málum eins og landbúnaðarmál- um. Ekki hefði verið gerð nein áætl- un um þróun byggðar í landinu. Raunar hefðu slíkar áætlanir um landbúnað verið gerðar hér áður og minnti Helgi á Inn-Djúpsáætl- un, sem átt hefði að færa ísfirð- Helgi Bjarnason ingum meiri mjólk, en hún hefði mistekist algjörlega. Lán voru veitt til bæja í Inn-Djúpinu en þessi lán hefðu menn notað ein- faldlega til að byggja fjárhús og hlöður, þannig að enginn aukning var þar til að leysa mjólkurvanda- málið. Helgi sagði að frómt frá sagt væri engin offramleiðsla á Suður- landi. Innvegið mjólkurmagn til Mjólkurbús Flóamanna væri svip- , að og í fyrra nema hvað það hefði minnkað nokkuð síðustu mánuði. Með stórauknum niðurskurði í haust og heyskorti í vetur, stefndi í mjólkurskort í Reykjavík, en það yrði trúlega leyst með því að flytja mjólk að norðan. Sagði Helgi að stefnt væri í hreina fásinnu, ef þessir flutningar að norðan ykjust í einhverjum verulegu mæli. Því miður hefðu landbúnaðarsvæði á Suðurlandi næst þéttbýli viljað fara í eyði og veruleg fólksfækkun væri í dreifbýlissveitarfélögum næst þéttbýli. Nefndi Helgi í þessu sambandi Gaulverjabæjar- hrepp og Ölfusið. Samþykkt hefði verið að leita til landbúnaðaráætl- unarnefndar um endurskipulagn- ingu landbúnaðar í Ölfusinu, en nefndin hefði hafnað því og bent á að þetta svæði væri prýðilegt til hrossaræktar. Sagði Helgi að við slíkar einhliða ákvarðanir varð- andi gjöfulustu landbúnaðarhéruð landsins yrði ekki unað. Helgi sagðist vilja taka undir með Geir Hallgrímssyni varðandi það að athuga þyrfti nánar fjár- festingu og uppbyggingu vinnslu- búa í landbúnaði. Sérstaklega sagðist Helgi hafa kynnt sér þetta varðandi mjólkuriðnaðinn og þar væri þessi uppbygging mjög handahófskennd. Þessa dagana væru sunnlenskir bændur að byggja upp vinnslubú á Akureyri fyrir hátt í 2 milljarða króna. Byggð hefði verið vinnslustöð í Grundarfirði fyrir fé sunnlenskra bænda, sem nú væri aflagt. Þessi uppbygging væri^-kkert einkamál bænda á þeim svæðum, sem þess- ar stöðvar væru, þegar fjárfest- ingarféð kæmi frá sunnlenskum bændum. Vantaði margt úr tillögum sjömannanefndar í frumvarp ráðherra Jón Ólafsson bóndi Eystra— Geldingaholti sagði að staðan í landbúnaðinum væri nú orðin allt önnur en hún hefði verið um þetta leyti í fyrra og þær tillögur, sem þá hefðu kannski verið góðar væru kannski ómögulegar nú. Ekki sagðist hann ætla að ræða þær tillögur, sem hann hefði staðið að í sjömannanefndinni, en það mætti þó ekki dæma þær eftir því frum- varpi, sem landbúnaðarráðherra hefði lagt fram á Alþingi. í frum- varp ráðherrans hefði vantað æði margt, sem nefndin hefði iagt til. Nefndi Jón sem dæmi um þetta að nefndin hefði talið rétt að bændur fengju fullt verð fyrir afurðirnar á meðan þeir væru að reyna að breyta til og minnka framleiðsl- Jón Ólafsson una og að minnsta kosti upp í þær birgðir, sem þá væru til. Þetta hefði ekki verið með hjá ráðherr- anum. Farið hefði verið fram á aukna aðstoð við bætta heyverk- un, sem væri eitt stærsta mál landbúnaðarins nú. Til þess hefði þurft að byggja heygeymslu en svar ríkisstjórnarinnar hefði verið nýbyggingargjald á landbúnaðinn sem aðra atvinnuvegi. Jón sagðist vilja vara við því að minnka framleiðsluna of mikið. Upplýst hefði verið á Búnaðar- þingi í vetur að af hverri vetrar- fóðraðri kind kæmi í gjaldeyri um 18 þúsund krónur og það þyrfti því að íhuga hvort það borgaði sig ekki fyrir þjóðfélagið að viðhalda landbúnaðinum. Mikil nauðsyn væri einnig á að halda byggð í landinu og þyrfti að auka ýmsa starfsemi í sveitum til að skapa ný atvinnutækifæri. Hefði í því efni verið bent á aukinn ferðamanna- straum og þjónustu við ferða- menn. Ekki sagðist Jón hafa verið hrifinn af útgöngu þingmanna Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í vor en þetta hefði þó verið blásið meira út af mörgum en efni stæðu til. Hann sagðist ekki skilja hvað hefði verið hættulegt við að sam- þykkja tillögu sjálfstæðismanna fyrr í vetur. Jón sagðist vænta þess að þetta mál yrði leyst því árið yrði bændum fjárhagsleg erfitt og þá ekki síst vegna mikilla skatta. Forsætisráðherra hefði getað frestað að slíta þinginu Eggert Haukdal, alþingismaður á Bergþórshvoli sagði að í umræð- um um landbúnaðarmálin ein- blíndu menn gjarnan á ákveðin punkt eins og þennan atburð í maí en menn gleymdu að horfa yfir allt sviðið. Hvað hefði gerst áður og hvernig staðið hefði verið að landbúnaðarmálunum frá því að þessi stjórn hefði verið mynduð. Sjálfstæðismenn hefðu við af- greiðslu fyrra Framleiðsluráðs- lagafrumvarpsins fyrr um vetur- inn lagt áherzlu á að tekið yrði á birgðavandanum og honum deilt á báða aðila. Engar undirtektir hefðu fengist hjá stjórnarliðinu varðandi þetta mál, þrátt fyrir að þá væri nægur tími til að leysa það, ef ríkisstjórnarliðið hefði haft nokkurn vilja og manndóm til þess. Eggert sagðist vilja vekja at- hygli á því að tillagan um 3,5 milljarða ábyrgðarheimildina hefði stöðvast á hjásetu tveggja alþýðubandalagsþingmanna. Það hefði ekki verið Sjálfstæðisflokk- urinn, sem felldi það mál. Við afgreiðslu sei.nni tillögunnar um 3 milljarðana hefði vantað í deild- ina tvo þingmenn Framsóknar- flokksins, Pál Pétursson og Einar Ágústsson, auk Pálma Jónssonar, sem hefði samþykkt þetta. „Ég óskaði eftir því við forseta neðri deildar að hann setti fund kl. 9 daginn eftir. Þá mátti reyna á Eggert Haukdal hvort þessir menn gætu verið tiltækir. Forsætisráðherra er úr Framsóknarflokknum og landbún- aðarráðherra úr sama flokki. For- sætisráðherra hefði getað frestað því að slita þinginu um einn dag. Áhuginn var ekki meiri til að leysa málið," sagði Eggert. Eggert sagði að ríkisstjórmn hefði ekkert samband viljað hafa við sjálfstæðismenn um landbún- aðarmálin í vetur og framkoma þeirra hefði ekki verið skemmti- leg, og þegar þeir slógu á okkar útréttu hönd var ekki óeðlilegt, sagði Eggert, að eitt og annað kæmi upp á. Það hefði verið hægt að leysa þessi mál, ef nokkur vilji hefði verið fyrir því hjá ríkis- stjórnarliðinu og það er sama með landbúnaðarmálin eins og öll önnu mál hjá þessari ríkisstjórn eins og allir þekkja, allt í brotum, sagði Eggert að lokum. Verðum að hugsa um hina hliðina, hver á að horga Geir Hallgrímsson sagðist vilja þakka þær gagnlegu umræður, sem tekist hefðu um landbúnaðar- mál á þessum fundi. Vegna orða Böðvars Pálssonar um að vantað hefði 1300 milljónir króna í út- flutningsuppbætur í tíð fyrrver- andi ríkisstjórnar sagði Geir að Framleiðsluráð landbúnaðarins hefði sett á verðjöfnunargjald áður en ljóst var hvort þessa frádráttar hefði verið þörf. Síðar hefði komið í ljós að frádráttarins hvað mjólkurafurð- irnar snerti í fyrra hefði ekki verið þörf og sér væri sagt að t.d. Mjólkurbú Flóamanna hefði greitt 13 aura umfram grundvallarverð á mjólkurlítrann. Geir sagði að 10% útflutnings- bótaábyrgðin væri til þess ætluð að bændur gætu innan þeirra marka ráðið við sín vandamál sjálfir. Svo sterkar og stórar sveiflur gætu hins vegar átt sér stað á svo skömmum tíma að réttlætanlegt geti verið að samfé- lagið kæmi þar til hjálpar til viðbótar við þessari almennu ábyrgð. í höfuðatriðum yrði þó að ætlast til þess að hver stétt þjóðfélagsins bæri ábyrgð á sjálfri sér og hefði meðal annars aðhald af markaðsaðstæðum. Við 'erum það lítið samfélag að við getum ekki ábyrgst öllum allt á hverju sem gengur, sagði Geir, og sagðist vera sammála Ingileifi á Sveinavatni um að það væru ekki bændur, sem hefðu búið til dýrtíðina en það væri einmitt þessi tilhneiging hjá vinstri flokk- unum, Alþýðuflokki, Alþýðu- bandalagi og Framsóknarflokki, að ætla að gera allt fyrir alla sem er höfuðverðbólguvaldurinn í þjóðfélaginu. Vitanlega væri auðveldast að samþykkja að auka útflutnings- bæturnar en við verðum að hugsa um hina hliðina, hver á að borga. Það geta, sagði Geir, komið upp mál annarra stétta og þær geta ætlast til að eitthvað sérstakt sé Geir Hallgrímsson gert fyrir þær. Það gæti verið eðlilegt eins og að hlaupa undir bagga með bændum að þessu sinni. Sú afstaða Sjálfstæðis- flokksins að líta á báðar hliðar málsins, bæði hagsmuni þeirra sem hefðu beinan hagnað af slík- um sérstökum aðgerðum og hinna, sem ættu að borga reikninginn, hefði skapað flokknum traust hjá bændum og öllum landsmönnum. Orð Helga í Hólum um orsakir framleiðsluaukningarinnar hjá bændum og sölutregðu nú hefðu átt við rök að styðjast. Geir sagðist sérstaklega vilja vekja athygli á þeim orðum nokk- urra fundarmanna að bændur þyrftu á þessu ári að borga mikla skatta samfara minni tekjum og hækkandi kostnaði í ár. Auðvitað þyrfti rekstrargrundvöllur land- búnaðarins og skattaálögur á þann rekstur að verða slíkar að bændur geti sjálfir sem mest tekið á sig þær sveiflur, sem verða í afkomu búreksturs frá einu ári til annars, hvort sem það væri af völdum árferðis eða sölutregðu. Geir sagði að ef til vill væri þetta ekki hægt að fullu og þá þyrfti að horfast í augu við það að skýra fyrir öðrum landsmönnum að um væri að ræða ákveðna tryggingu bændum til handa, ekki bara í þágu þeirra heldur til að tryggja búvörur handa öllum landsmönn- um. „Á þeim grundvelli hlýtur útflutningsbótaábyrgðin að byggj- ast. Að það séu hvoru tveggja hagsmunir bænda og allra lands- manna og við verðum að endur- skoða viðmiðun útflutnings- ábyrgðarinnar svo að tilgangir hennar sé náð.“ sagði Geir. íhugunarvert er, sagði Geir, að hugleiða orð Helga Bjarnasonar um uppbyggingu vinnslustöðva, þegar sagt væri til viðbótar að mjólkurskortur væri á Vestfjörð- um og talið jafnvel að á Austfjörð- um skorti 30% á nægilegt mjólk- urframboð. Spurningin væri hvort ekki hefði verið fylgt of mikilli útjöfnunarstefnu, þannig að hver rekstareining og hvert hérað eða hver landshluti hefði ekki fengið að njóta sín, sem skyldi og aðlaga sig að þeirri framleiðslu, sem hæfði þeim landshluta og lands- gæðum þar best og nálægt við markaði. Vitnaði Geir í þeim efnum í ræðu Jóns Guðbrandsson- ar. Ákveðin jöfnun ætti rétt á sér en spurningin væri hvort við hefðum ekki sett of mikið í einn og sama pottinn og þetta væri mál, sem þyrfti að íhuga vel. Geir sagðist vera sammála fyrri ræðumönnum um að vandinn kynni að breytast vegna veðurs og gróðurfars en við mættum ekki hætta að íhuga þær ráðstafanir og það kerfi, sem við vildum hafa til að koma í veg fyrir offramleiðslu og stýra framleiðslunni í landbún- aðinum, þótt offramleiðslan hverfi nú um einhvern tíma og jafnvel verði einhver skortur á landbún- aðarvörum. Þennan tíma þyrfti að nota til að koma á heilbrigðri stjórn framleiðslunnar, sem verði Steinþór Gestsson með þeim hætti að hver einstakur bóndi finni það sem sinn hag að gera það sem kemur öðrum að notum. Byggðaáætlanirnar algjörlega máttlausar Steinþór Gestsson sagðist gefa afar lítið fyrir þær byggðaáætlan- ir, sem gerðar hefðu verið til þessa. Þær hefðu ekki verið illa unnar heldur hefðu ekki verið teknar ákvarðanir á grundvelli þeirra upplýsinga sem fyrir lægju. Annar væri enn alvarlegra og gerði þær algjörlega máttlausar en það væri að enginn tæki ábyrgð á þessum áætlunum. Það væri stofnun, sem gerði þær en þær væru ekki lagðar fyrir Alþingi, þannig að fjármálavaldið í land- inu tæki ekki afstöðu til þeirra. Á meðan það væri ekki gert sagði Steinþór að þessar áætlanir væru einskis nýtar. Það væri kannski of mikið sagt að áætlun eins og Inn-Djúpsáætl- un sé einskis nýt, en rétt væri að þar hefði verið byggt mikið af fjárhúsum. Það hefði þó ekki verið það sem ísfirðinga skorti heldur mjólk og fyrir það hefði hún ekki þjónað tilgangi sínum. Steinþór sagði að eitt meginverkefnið til þess að átta sig á því hvernig ætti að nýta landið og hvernig byggð- inni ætti að haga væri að þessar byggðaáætlanir væru gerðar og tekin væri afstaða til þeirra. Að síðustu þakkaði Steinþór fundarmönnum komuna og gagn- legar umræður og sagði að það væri einmitt slík hreinskilni rök- ræða um landbúnaðarmál, sem væri forsenda þess að fundin yrði rétt stefna bæði fjárhagslega og félagslega fyrir hinar dreifðu byggðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.