Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 Morgunblaðið til atlögu við Mount McKinley, hæsta fjall Norður-Ameríku, 6194 metra hátt, með íslenzkum fjall- göngumönnum grein Grein: Sighvatur Blöndahl Myndir: Arngrímur Blöndahl „Mikil og fögur fjallasýn af tindinum í 30 stiga frosti“ Aðeins ein dagleiö var nú eftir á tindinn, Mount McKinley, hæsta tind Norður-Ameríku, 6194 metra háan. Við félagarnir í íslenzka Alpaklúbbnum vorum sem sagt komnir upp í sjöundu búðir í rúmlega 5200 metra hæð á fjall- inu, en fjórði félaginn hafði snúið við neðar vegna meiðsla. — Þegar Arnór leit út þennan morgun var sæmilegt veðurútlit, aðeins um 10 stiga frost, hafði farið í 25 stig um nóttina, og sólin náði að brjótast gegnum skýin á köflum. En það var ekki blessað veðrið sem átti eftir að hamla ferð okkar. Á þessari stundu voru bæði Arn- grímur og Helgi farnir að finna verulega fyrir einkennum hinnar alræmdu fjallaveiki, sem lýsir sér þannig að vökvi safnast inn á lungu, eða jafnvel heila manna og þeir eiga erfitt með andardrátt og eru oft með slæman höfuðverk. I versta falli missa menn hreinlega meðvitund og týna lífinu ef þeim er ekki komið niður og undir læknishendur. Arngrímur og Helgi voru sem sagt orðnir veikir og því ljóst að þeir myndu ekki sigra McKinley að þessu sinni, það var nú bara spurningin um að þeir hresstust nægilega mikið til að komast aftur niður hjálparlaust, en það er bæði dýrt og mikið Tveir urðu hinni alræmdu fjalla- veiki að hráð og lágu illa haldnir í tjaldbúðum undir tindinum fyrirtæki að fá þyrlu upp á fjall til að ná í menn. Lágu fyrir vegna hæðarveikinnar Það var því ákveðið að halda kyrru fyrir þennan daginn og sjá hvernig þeim reiddi af. Þeir félag- arnir tveir héldu að mestu leyti fyrir í svefnpokunum og höfðu enga lyst á neinu matarkyns, en Arnór var við góða heilsu og tók hraustlega til matar síns. Þegar það lá ljóst fyrir að Arnór yrði sá eini úr hópnum sem gæti lagt til atlögu við tindinn ákvað hann að hafa samband við ameríska leiðangurinn sem var okkur sam- ferða þarna og fá að vera í línu og samfloti með þeim þegar þeir færu. Þeim þótti það alveg sjálf- sagt og var ákveðið að öllu óbreyttu að reynt yrði daginn eftir, þ.e.a.s. fimmtudaginn 21. júní s.l. Ástandið hjá vinum okkar var heJHur ekki nægilega gott, einn þe ra var orðinn verulega slappur og annar til „vissi" mjög vel af hæðinni. Það var því farið eldsnemma að sofa að kvöldi, því að ákveðið hafði verið að leggja af stað klukkan fjögur að morgni ef veður leyfði. Klukkan hálffjögur kom fyrir- liði Ameríkananna og vakti Arnór, og sagði honum að veður- útlit væri mjög gott, heiðskírt og um 25 stiga frost og til að kóróna það var algert logn á þessari stundu. Vinur okkar sem var hálf illa haldinn daginn áður var nú orðinn fárveikur og mátti sig hvergi hræra. Það var því ákveðið að Arngrímur og Helgi myndu fylgjast með honum eftir mætti meðan hinir gerðu lokaatlöguna. — Það var því lagt upp í öndvegis- veðri og menn mjög bjartsýnir á árangur. Ekki hafði hópurinn verið lengi á ferðinni þegar einn var orðinn mjög slappur og ákvað að snúa við aftur niður í tjaldbúð- ir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.