Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 33 Síðustu 1000 metrarnir gífurlega erfiðir í þessari síðustu atlögu er hækkunin um 1000 metrar, og því mæddust menn gífurlega, en beitt var þeirri aðferð að anda mjög djúpt og fá þannig sem allra mest súrefni í lungun. Þetta gekk hægt og sígandi þrátt fyrir að mjög margar hvíldir væru teknar. Á tindinum stóðu svo félagarnir fimm eftir um sex tíma klifur. Fyrsta sinn sem íslenzkur fjall- göngumaður stendur á tindi Mount McKinley, hæsta fjalls Norður-Ameríku, sem er 6194 metra hátt og þetta er að sjálf- sögðu það hæsta sem Arnór hefur klifið um ævina. — Frá tindinum var mjög fögur fjallasýn, því veðrið var eins og það bezt getur orðið. Það mátti sjá tindana frægu Mount Foraker og Mount Hunter. Eftir að teknar höfðu verið nokkr- ar myndir fóru menn að búa sig til niðurferðar aftur. Hún gekk stór- slysalaust, en það lá við að maður sofnaði á leiðinni sagði Arnór þegar hann kom niður, svo syfjað- ur var maður eftir rúman hálfan sólarhring á göngu. Á tindinum var frostið um 30 gráður, en lækkaði þegar neðar dró og var um 20 gráður í tjaldbúðunum. Þegar hópurinn sneri aftur voru allir steinsofandi í tjaldbúðunum og var ameríski vinur okkar orð- inn mjög illa haldinn, nær alveg meðvitundarlaus. Matarlystin var ekki mikil hjá mönnum og var því farið í svefnpoka hið snarasta, eftir erfiðan dag. Hresstust strax á niðurleiðinni Arngrímur og Helgi voru ennþá mjög þjakaðir að morgni, þannig að þeir voru ekkert yfir sig hressir Arnór slappar af eftir uppferðina. með að halda af stað niður. Það var þó ákveðið að reyna og Arn- grímur fór í línu með Ný-Sjálend- ingum sem voru að fara niður eftir að hafa klifið tindinn og síðan færu Arnór og Helgi saman í línu. Niðurferðin gekk mjög hægt fyrir sig enda menn með miklar byrðar og félagarnir ekki upp á það besta. Þegar komið var niður í búðir í um 3800 metra hæð voru strákarnir orðnir það þrekaðir að ákveðið var að tjalda og láta fyrirberast þar um nóttina. Eftir að hafa sofið í rúman hálfan sólarhring í einum dúr dröttuðust menn á fætur og Arn- grímur og Helgi fengu sér í gogg- inn í fyrsta sinn í þrjá daga, en þeir voru farnir að hressast nokk- uð af fjallaveikinni, sem hrjáð hafði þá undangengna daga. Það hafði ekki gengið eins vel hjá vini okkar sem hvað verst varð úti. Hann var sóttur í sjúkraflugvél í um 4400 metra hæð, en þar var hann orðinn gjörsamlega meðvit- undarlaus og þurfti að gefa honum súrefni. Honum var síðan flogið alla leið til Anchorage á sjúkrahús og þurfti að gefa honum stöðugt súrefni. Ferðin niður í aðalbúðir gekk þokkalega fyrir sig enda veður gott. — Er þangað var komið, var gamla matarlystin komin í sitt gamla form aftur. Það var eins og menn hefðu ekki smakkað matarbita í margar vik- ur, slík var græðgin. Matnum var svo auðvitað skolað niður með 5 bjórum sem „indíánakerlingin" svonefnda bauð mönnum upp á. Til skýringar þá er indíánakerl- ingin starfsmaður flugmannanna og fylgist með veðri uppi á jöklin- um. Hún kallar flugmennina upp í gegnum talstöð þegar óhætt er að fljúga. „Það þýðir nefnilega ekkert að taka mark á veðurspánni, McKinley hefur sitt eigið veður- far,“ sagði vinur okkar Cliff Hud- son, sem sveif inn til lendingar aðeins klukkutíma eftir að við komum í búðirnar. Það var því ekki lítil gleði að þurfa ekkert að bíða, því það er algengt að menn þurfi að bíða allt upp í vikutíma eftir flugfari. Það getur verið úrvalsveður allt í kringum fjallið en þokubakki yfir lendingarstaðn- um á jöklinum og þá er bara að bíða. Það var svo aftur tekið til við matinn og bjórinn þegar niður í Talkeetna kom, en þar fengum við inni á Talkeetna Model, þar sem við dvöldum dagana á undan ferðinni, meðan beðið var eftir flugveðri. Daginn eftir var svo farið með lestinni til Anchorage og haldið beint upp á flugvöll til að reyna að fá far, því flugmiðinn var opinn til baka þar sem óvíst var hvenær flogið yrði. Það furðulega gerðist að við fengum bókað far alla leið heim þrátt fyrir öll vandræðin vegna kyrrsetningar DC-10 þotn- anna. Frá Anchorage var flogið með millilendingu í Seattle til Chicago, en þar var ætlunin að hafa smá- stopp til að verzla og þess háttar. Það var svo ánægður hópur sem lenti á Keflavíkurflugvelli eftir mánaðar fjarveru, menn voru búnir að fá sig fullsadda af út- löndum. Að síðustu viljum við koma á framfæri þakklæti til allra þeirra, sem studdu okkur fjárhagslega til að gera það framkvæmanlegt að fara ferðina, en það voru: Morgun- blaðið, Flugleiðir, Skátabúðin, Útilíf og Andri h.f. Arnór og Arngrímur áöur en Arnór lagói í’ann. Sjómannafélag Reykjavíkur: Tekur undir harda gagnrýni á ríkisstjórnina EFTIRFARANDI samþykkt var gerð á aðalfundi Sjómannafélags Reykjavíkur 26. júlí s.l. Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur haldinn þann 26. júlí 1979 tekur undir þá hörðu sam- hljóða gagnrýni sem fram hefur komið á ríkisstjórnina frá sam- tökum launþega að undanförnu. Flest hefur snúist til verri vegar í þróun kjara- og verðlagsmála og verður erlendum oliuhækkunum ekki kennt nema um hluta óða- verðbólgunnar. Hátekjuhópar hafa heimtað i sinn hlut ómældar launahækkanir í skjóli „láglauna- stefnu" stjórnvalda og stöðugt berast hærri kröfur frá hátekju- hópum á sama tíma og verðbólgan eykst hröðum skrefum ekki síst vegna hækkana hvers konar opin- berrar þjónustu. En á sama tíma og ríkisstjórnina vantar festu og stefnu til að berjast gegn þessum verðhækkunum skerðir hún vísi- tölugreiðslur á almennt kaup. Hún hefur breytt ítrekað kjarasamn- ingum fiskimanna með lögum, hefur stofnað til nýs sjóðakerfis og fara nú 24% af aflaverðmæti beint til útgerðanna fram hjá aflaskiptum. Aðalfundur S.R. lýsir því yfir að sjómenn eru reiðubúnir til raun- hæfrar baráttu gegn verðbólgu, en sú barátta verður að felast í öðru en einhliða vísitöluskerðingu og stóraukinni skattheimtu ríkis- stjórnarinnar. Fundurinn varar við stefnu vax- andi launamunar ef ekki liggja að baki forsendur svo sem í afköst- um, vinnuálagi og vinnuaðbúnaði. Fundurinn skorar á stjórnvöld að hefjast þegar handa um sparn- að í opinberum rekstri, beita sér fyrir samningum um nýtt vísitölu- kerfi með þaki á vísitölu hærri launa en berjast gegn öðrum sjálfvirkum hækkunum. Aðalfundur S.R. minnir ríkis- stjórnina og stuðningsflokka hennar á loforð sín um að tryggja kaupmátt almenns launafólks miðað við samningana frá 1977, vaxandi launajöfnuð og fordæm- ingu á afskiptum ríkisstjórnar og Alþingis af kjarasamningum. Þetta vilja sjómenn styðja, kaupmáttur lægri launa verður að hafa algjöran forgangsrétt og síðan verður að stefna að aukn- ingu kaupmáttar alls almennings um leið og unnið verður að félags- legum umbótum. Húseigendafélag Rvíkur gefur út bók: „Um réttarstöðu íbúðareigenda í fjölbýlishúsum,, Húseigendafélag Reykjavíkur hefur gefið út bókina „Um réttar: stöðu ibúðareigenda í fjölbýlis- húsum“ eftir Sigurð H. Guðjðns- son framkvæmdastjóra félagsins og er efni hennar ritgerð Sigurð- ar í sambandi við embættispróf f lögfræði. Aðalfundur Húseigendafélags Reykjavíkur var haldinn 18. júlí sl. í ræðu formanns, Páls S. Pálssonar hrl., kom fram að á síðasta ári leituðu um 400 aðilar til lögfræðings félagsins, og var stærsti málahópurinn ýms ágrein- ingsefni íbúðareigenda í fjölbýlis- húsum. Miklar umræður urðu á fundin- um um nýsamþykkt lög um húsa- leigusamninga og segir í frétt félagsins, að fundarmenn hafi verið á einu máli um að lögin væru mikil réttarbót, bæði fyrir húseig- endur og leigjendur. Formaður Húseigendafélags Reykjavíkur var kjörinn Páll S. Pálsson, hæstaréttarlögmaður. Aðrir í stjórn eru: Alfreð Guðmundsson, forstöðumaður, Guðmundur R. Karlsson, fulltrúi, Lárus Halldórsson, endurskoð- andi, og dr. Páll Sigurðsson dósent. I varastjórn voru kjörnir: Gylfi Thorlacius, hrl., Birgir Þor- valdsson, forstjóri og Sigurður H. Guðjónsson, lögfræðingur. Fram- kvæmdastjóri og lögfræðingur félagsins er Sigurður H. Guðjóns- son. DAGANA 17. JÚNÍ — 26. JÚNÍ Frjálsiþró»asarrbond (slands íþróttamiðstöðinni laugardal 104 Reykjavík NS 0634 Umslögin sem gefin voru út í samhandi við Landshlaup FRÍ á diigunum. Aftan á umslögunum eru átta mismunandi póststimplar. en umslögin voru póststimpluð á hverjum degi landshlaupsins. og við upphaf og lok hlaupsins. Landshlaupsumslög ÍTILEFNI af Landshlaupi FRÍ á dögunum voru gefin út 2.000 frfmerkt umslög með merki hlaupsins. Þessi umslög voru síðan stimpluð við upphaf og lok hiaupsins, svo og dag- lega meðan hlaupið stóð yfir. Það sem eftir er ef þessum umslögum verður til sölu á skrifstofu Frjálsíþróttasam- bands íslands í Iþróttamiðstöð- inni í Laugardal, en skrifstofan er opin virka daga frá 9—17 e : sími þar er 83386. M“ðfy’,x» i mynd er af eino untsiagao"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.