Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 35 75 ára: Ólafur Sveinsson loftskeytamaður Einn af mínum gömlu góðu æskufélögum austan úr Vík, Olaf- ur Jón Sveinsson, loftskeytamað- ur, er 75 ára í dag (2. ág.). Ég næ því miður ekki til hans til þess að óska honum til hamingju með þessi tímamót, því þótt hann sé kominn nokkuð yfir lögaldur embættismanna, situr hann nú sem fastast við loftskeytatækin á einum af fossum Eimskipafélags- ins, árvakur og skyldurækinn eins og hann hefur alltaf verið í þau um 40 ár síðan hann hóf starf sem loftskeytamaður. Ólafur er fæddur í Vík í Mýrdal 2. ág. 1904 og voru foréldrar hans þau hjónin Sveinn Þorláksson, skósm. og lengi símstöðvarstjóri í Vík, og Eyrún Guðmundsdóttir. Voru þau bæði Skaftfellingar í ættir fram. Settust þau hjón að í Vík um síðustu aldamót, en þá var VEITT LAUSN FRÁ STARFI Á FUNDI ríkisráðs í Reykjavík í gær féllst forseti Islands á tillögu utanríkisráðherra um að veita Gunnari G. Schram, lausn frá starfi deildarstjóra í utanríksiþjónustu íslands skv. eigin ósk og á tillögu landbúnaðarráðherra um að veita Gísla Brynjólfssyni lausn frá emb- ætti deildarstjóra í landbúnaðar- ráðuneytinu. Þá féllst forseti Islands á tillögu menntamálaráðherra um að skipa Stefán Má Stefánsson prófessor í lagadeild Háskóla Is- lands frá 1. ágúst 1979 að telja. Staðfestir voru ýmsir úrskurðir, sem gefnir höfðu verið út utan ríksráðsfundar. Víkurkauptún óðum að byggjast. Þegar sími var lagður austur 1914 varð Sveinn símstjóri í Vík og gengdi því starfi til dauðadags 1963. Það er í minnum haft þar eystra, hve lipur og þægilegur símstjóri Sveinn Þorláksson var, og hve gestrisin og hjálpsöm þau hjónin voru bæði og í öllu hinir mætustu borgarar. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum í Vík í stórum systkinahópi, en alls voru þau systkinin 15, og eru 11 þeirra á lífi. öðrum þræði dvaldi hann á æskuárum sínum austur á Síðu og í Landbroti hjá frændfólki sínu þar. Eftir að hafa gengið í unglinga- skólann í Vík fór hann í Loftskeytaskólann í Reykjavík og hóf störf sem loftskeytamaður 1939 og hefur unnið við þessi störf nú í 40 ár. Fyrst var hann lengi loftskeyta- maður til sjós, en síðar í landi við loftskeytastöðina á Melunum. Það er mála sannast, að hann hefur rækt þessi störf sín af frábærri trúmennsku og skyldurækni, enda reglusamur og ábyggilegur í hví- vetna. Starf loftskeytamannsins getur oft verið mikið trúnaðar- og ábyrgðarstarf, og oft getur reynt mikið á árvekni hans og æðru- leysi. Eftir að Ólafur J. Sveinsson var kominn yfir lögaldur embættis- manna, var honum ekki um það að sitja auðum höndum og var mjög eftirsóttur loftskeytamaður, þegar starfsbræður hans þurftu að taka sér frí um langan eða skamman tíma. Ólafur hefur víða farið og þegar m m JfloriyimMniTifo símanúmer RITSTJÓRN 0G SKR1FST0FUR: 10100 i AUGLÝSINGAR: 22480 AFGREIÐSLA: 83033 # *» m i I hann hefur átt tómstundir í er- lendum höfnum hefur hann notað tímann vel til þess að skoða og kynnast ýmsum þeim menningar- verðmætum, sem oft vilja fara fram hjá mörgum. Ég minnist Ólafs (Óla Sveins) sem alveg sérstaklega góðs æsku- félaga og leikbróður austan úr Vík. Við gengum þar saman í unglingaskólann hjá okkar ágæta kennara Þorsteini Friðrikssyni, og enn er mér minnisstætt, þegar við vorum að glíma við fyrstu lexíurn- ar í enskunni, en áhugi okkar óx brátt, þegar við komumst að raun um, að á þessu töframáli gátum yið sagt nokkur orð við erienda strandmenn, sem áttu leið um Víkurkauptún í þá daga, þótt ekki væri nú orðaforðinn fjölskrúðugur í fyrstu. En minnisstæðast er mér,hve Óli Sveins var góður félagi, alltaf jafn glaður og skapgóður og drengilegur í öllum leik. Ég minn- ist þess ekki, að hann hafi nokkru sinni verið í vondu skapi og því síður illyrtur eða hrekkjóttur. Ólafur J. Sveinsson hefur verið farsæll í starfi og hamingjumaður í einkalífi sínu. Hann er kvæntur ágætri konu, Sigurbjörgu Stein- dórsdóttur úr Reykjavík, og eiga þau tvö börn, sem hafa orðið þeim gleði, Steindór Ingiberg og Maríu, og nú snýst hugur afa og ömmu mest um barnabörnin, eins og vera ber, og ekki síður er Ólafi annt um að halda sem bestu sambandi við systkini sín og fjölskyldur þeirra, og meðan for- eldrar þeirra lifðu kepptust syst- kinin við að rétta þeim hjálpar- hönd. Enginn myndi ætla, að Ólafur Sveinsson væri að verða 75 ára, svo vel ber hann aldurinn. Þegar maður hittir hann á förnum vegi er hann brosandi og lífsglaður eins og þegar við vorum að leik á sandinum í Vík fyrir rúmum 60 árum. Um leið og ég sendi honum og fjölskyldu hans hlýjar kveðjur og árnaðaróskir á þessum tímamót- um í ævi hans, vil ég láta það álit mitt í ljós, að víst væri þjóð vor betur á vegi stödd í dag, ef allir þegnar hennar væru almennt eins skylduræknir, iðjusamir og traustir ráðdeildarmenn, eins og Ólafur J. Sveinsson loftskeyta- maður. óskar J. Þorláksson. Framleiðnin minnkar í USA Washinjíton. 30. júlí — Routor. FRAMLEIÐNI í Bandarikjunum minnkaði á öðrum ársfjórðungi 1979 meira en nokkurn tíma á fimm ára timahili á undan. að þvi' er vinnumálastofnunin handa- ríska tilkynnti. Að sögn stofnunarinnar var framleiðni í Bandaríkjunum 0.8% minni en á sama tímabili í fyrra. Verðbólga í Bandaríkjunum er nú á milli 13 og 14%. Hinn nýi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, William Miller, hvatti til aukinnar framleiðni í baráttunni jvið verð- bólguna. Bretar vilja skýringar frá Sovétmönnum London. 30. júlí — Routor. BRETAR skoruðu á Sovét- menn um að skýra ástæður fyrir því að fréttaritara Fin- ancial Times í Moskvu. David Satter. var aðeins veitt sex vikna dvalarleyfi í Sovétríkj- unum. Blað hans heldur því fram, að Sovétmenn leggi Satter í ein- elti. Brezka utanríkisráðuneyt- ið sagði að mál þetta kynni að hafa áhrif á samskipti Sovét- ríkjanna og Bretlands. SLATTUVELAR Það er leikur einn að slá grasflötinn með INÍórlett Nú fyrirliggjandi margar gerði á hagstæðum verðum. Lágmúla 5, sími 81 555, Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.