Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 41 fclk f fréttum + Frægasti nautabani Spánar, E1 Cordobes, sem fyrir sjö árum kvaddi þessa vinsælu íþrótt Spánverja, þá á hátindi frægðar sinnar og gerðist svínabóndi, er snúinn aftur í nautahringinn. — Á fyrstu sýningu sinni í ferðamannabænum Benidorm, að viðstöddum 9000 áhorfendum, hafði hann sýnt að lengi lifir ígömlum glæðum. — Af list og mikilli snilld hins færasta nautabána, hafði hann hrifið áhorfendur, er hann lagði að velli hvert nautið á fætur öðru, alls sex gripi. — E1 Cordobes, sem nú er orðinn 43ja ára að aldri, sagði blaðamönnum svo frá að hann hefði verið orðinn þreyttur á svínaræktinni. Því er heldur ekki að leyna, að sú spenna sem ríkir í nautahringnum hefur mikið aðdráttarafl á mig, bætti hann við. — E1 Cordobes hefur þegar lofað að taka þátt í 75 nautaötum í heimalandi sínu. Skaut svani + í franska bænum Evreux, sem er um 70 mflur fyrir vestan París, hefur 23ja ára gamall maður verið dæmdur í fangelsi fyrir að skjóta svani. Þetta gerðist fyrir nokkrum vikum. Svana- hjón með unga sína voru á sundi á á einni þar við bæinn, er maðurinn, Valere Picard að nafni, skaut þau með skamm- byssu. Hann neitaði fyrir réttinum að gefa skýringu á þessari furðulegu hegð- un sinni, en hann var handtekinn skömmu eftir og hafði sýnt lögreglunni mótþróa. — En lögreglan varð svo að taka manninn undir sinn verndarvæng, því öskureiðir bæjarbúar hugðust koma fram hefnd- um fyrir svanadrápið. Auk refsingar, þriggja mánaða fangelsis, var manninum gert að greiða rúmlega 100.000 kr. í sekt. Svanina hafði vinabær í Bretlandi sent hinum franska bæ og fbúum hans að gjöf. + Læknar við Bellevue-sjúkrahúsið í New York, eru bjartsýnir á, að flókin skurðaðgerð þeirra, á hægri handleggþessarar ungu stúlku muni bera árangur og hún nái sér að fullu. Hún hafði í troðningi á brautarstöð í borginni fallið fram á teina farþegalest- ar sem brunaði yfir handlegg hennar og tók hann af. — Hún sagði ljósmyndara AP-fréttastofunnar, sem tók þessa mynd af stúlkunni á sjúkrahúsinu, að enn væri hún að mestu tilfinningalatjs í handleggnum. Læknar gæfu sérþógóðar vonir um að handleggurinn myndi verða nokkurn veginn jafngóður. Hópferð veröur farin á hestum aö Ragnheiðarstöðum um Verzlunarmannahelgina. Lagt verður af stað frá Geithálsi kl. 7 á föstudags- kvöld og fariö að Kolviðarhóli. Þeir, sem ekki ná svo snemma, geta hitt hópinn aö Kolviöarhóli á föstu- dagskvöldið. Á laugardagsmorgun verður lagt af staö kl. 11 og farið að RagnheiðarstöðLm um daginn. Á sunnudaginn veröur jöröin okkar skoöuö. Þeir, sem óska að skilja hesta sína eftir að Ragnheiöar- stööum, fá bílfar til Reykjavíkur. Tekiö veröur á móti farangri í félagsheimili Fáks á föstudag kl. 14—16. Framreiddur veröur matur á laugardagskvöld og sunnudag. Fáksfélagar fjölmenniö í feröina. Fararstjóri veröur Guömundur Ólafsson formaöur. Hestamannafélagið Fákur. JMtogtmltfftfetfe óskar eftir biaðburðarfólki Austurbær: □ Hraunteigur □ Hverfisgata frá □ Hrísateigur 63—125 □ Hrisateigur □ Úthlíð □ Óðinsgata □ Háaleitisbraut 14—60. Vesturbær: JfD Grenimelur Uppl. í síma 35408 • Mest seldi tjaldvagn á íslandi. • Svefnpláss fyrir 5—8. • 3 m3 geymslurými fyrir farangur. (Allur viðlegubúnaður fyrir 4—5 manna fjölskyldu). • Trausfur og öruggur undirvagn. ísl. hönnun. • Tekur aöeins 15 sek. aö tjalda, engar súlustillingar eða vandræöi. Allt tilb. um leið og opnaö er. KOMIÐ — SKOÐIÐ — SANNFÆRIST. SJÓN ER SÖGU RÍKARI. KMi Wl ■ mm Bolholti 4, Reykjavík, MmmM m jjf símí 91-21945 EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.