Morgunblaðið - 03.08.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.08.1979, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 176. tbl. 66. árg. FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Þjóðfylkingin í íran skorar á borgara að hundsa kosn- ingarnar Teheran 2. ágúst AP. SANJABI, talsmaður helzta stjórnmálahóps írans, Þjóðfylk- ingarinnar sagði f dag að skorað væri á alla stuðningsmenn flokksins að greiða ekki atkvæði í kosningunum 1 landinu á morg- un, vegna þess hvernig að er staðið og vegna hindrana sem frambjóðendum séu settir sem ekki fylgi í hvívetna Khomeini og hans ósveigjanlegu kennisetn- ingum. Þá skal kosið 73 manna sérfræðingaráð sem á að vinna að endanlegri gerð nýrrar stjórnarskrár landsins. Fleiri pólitískir flokkar hafa sagt að þeir muni hundsa kosningarnar en yfirlýsing Þjóðfylkingarinnar var þó alvarlegasta áfallið veikri stjórn Bazargans, forsætisráð- herra, sem hefur hvatt til að sem flestir neyti kosningaréttar síns. Margir frambjóðendur hafa dregið sig til baka vegna óánægju með undirbúning og framkvæmd kosninganna og mikil spenna rík- ir nú í landinu, ekki hvað sízt í Teheran, að sögn fréttaskýrenda. Khomeini klerkur og hæstráðandi írans hefur skorað á menn að kjósa aðeins þafmenn sem geti með sanni kallazt fulltrúar Isl- ams. Þetta hefur svo vakið áhyggjur meðal ýmissa hópa sem ekki hneigjast að ráði að trúar- setningum Islams né öðrum trúarstefnum, en börðust fyrir því að keisarinn færi frá á sínum tíma. Síðan hefur ekki verið friðsamt með þessum mörgum hópum og erkiklerki og er nú óttast að ágreiningsbál alvarlegt í meira lagi geti blossað upp á ný. Indira fyrir rétt í gær: Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta. og Elísabet drottning á tali í samkvæmi sem haldið var forsvarsmönnum þeirra sendinefnda sem sitja nú samveldisráðstefnuna í Lusaka í Zambiu. Aðalumræðuefni á ráðstefnunni í gær var málefni flóttamanna Suðaustur-Asíu. Niðurfelling kæra skilyrði fyrir stuðningi við Singh? Nýja Delhl 2. áKÚst AP. Reuter INDIRA Gandhi, fyrrverandi forsætisráðhcrra Indlands. kom fyrir sérstakan rétt í dag sem á að fjalla um annað tveggja sérsta>ðra mála á hendur henni um valdníðslu og spillingu. samtima því að Kongrcssflokkur hennar beitir nú Singh forsætisráðherra þeim þrýstingi sem honum er unnt til að mál þessi verði látin niður falla. í báðum tilvikum er hægt að dæma hana í fangelsisvist í sjö ár verði hún fundin sek. Flokksmenn hennar á þingi segja kærurnar falsaðar og til komnar af pólitískum hefndarhug. Mikill fjöldi var samankominn við dómshúsið í þann mund að Indira kom þangað. Létu þúsundir óspart í ljós stuðning við hana og fögnuðu henni ákaft. Kom til átaka við lögreglu og voru ellefu hundruð manns handteknir stutta hrið. Singh forsætisráðherra treystir á stuðning 71 þingmanns Kongress I þegar atkvæðagreiðsla verður um traust á stjórnina í mánaðarlokin og velta stjórnmálasérfræðingar því nú fyrir sér, hvort breytingar verði ákveðnar á stuðningi við stjórnina ef Singh fellst ekki á að láta kærurnar niður falla. Singh forsætisráðherra og stjórn hans varð fyrir því áfalli í dag að Raj Khanna, dómsmálaráðherra landsins, sagði skyndilega af sér. Hann varð þekktur mjög sem baráttumaður eðlilegra mannrétt- inda á undanþagutímabilinu i stjórnartíð Gandhi. Hann var eini ráðherrann í stjórninni sem var óflokksbundinn og er þetta sagður verulegur hnekkir fyrir Singh. Að öðru leyti bendir ýmislegt til þess að aðstandendur stjórnarinnar séu bjartsýnir á að hún nái nægilegu trausti á þinginu og meðal annars hafa samskipti þeirra Singh og Jagivans Ram, eins helzta keppi- nauts hans um forsætisráðherra- embættið, batnað og hafa þeir náð samkomulagi um sameiginlegan varaforseta, Hidaytullah fyrrver- andi forseta Hæstaréttar. Sagði Ram þetta samkomulag góða byrjun. Singh sagði í dag að hann myndi sækja ráðstefnu hlutlausra ríkja í byrjun september í Havana. Forstjóri bandarísks rannsóknarfyrirtækis: „Tel mögulegt að olía og gas finnistvið strendur Islands” Reiðubúinn að leggja verulega fjármuni í rannsóknir en fékk neitun „ÉG IIELD AÐ mögulcikar séu á því að finna olíu og gas við íslandsstrcndur. og olli svar iðnaðarráðuneytisins við beiðni fyrirtækisins um hergmálsrannsóknir á hafsva'ðinu við ísland mér því sárum vonbrigðum. í svari sínu tilkynnti ráðuneytisstjórinn að engin leyfi hefðu verið veitt til rannsókna á hafinu við ísland og yrðu slík leyfi ekki veitt um sinn. Með þessu svari hefur hurðinni raunveruiega verið skellt á okkur og cinnig er gefið til kynna að íslcnzk stjórnvöld kjósi að aðhafast ekkert í málinu. heldur halda áfram að kaupa olíu af öðrum. meðan hugsanlega væri hægt aö hafa tekjur af olíusölu. „Þannig mælti Jack J. Grynberg forseti bandariska fyrirtækisins Jack Grynberg and Associates í samtali við Mbl. í gær. Fyrirtækið, sem leitað hefur og fundið olíu í Bandarikjunum og víðar. hefur sýnt mikinn áhuga á oliuleit við fslandsstrendur, en fyrirtækinu hefur nú borizt neikvætt svar íslenzkra stjórnvalda við umsókn þess um rannsóknir sem sagðar voru nauðsynlegar áður en tekið yrði til við tilraunaboranir. Grynberg, sem sjálfur er jarð- eðlisfræðingur, sagðist hafa komið til Islands fyrir sex árum og hitt þá að máli þáverandi forsætisráð- herra og fuiltrúa Orkustofnunar. Hann hefði þá lýst þeirri skoðun sinni að á víðfeðmu svæði við strendur landsins væri að finna setlagasvæði sem rétt væri að athuga gaumgæfilega með tilliti til olíu- og gasvinnslu. Hann hefði haldið uppi bréfaskriftum í nokkur ár en ekkert hefði komið út úr þeim. „Með tilliti til þess ástands sem verið hefur í orkumálum, héldum við að Islendingar hefðu áhuga á að rannsaka til hlítar þá mögu- leika á olíuvinnslu er felast kynnu á hafsvæðinu við landið. Við vorum tilbúnir tii að koma og framkvæma nauðsynlegar bergmálsrannsóknir, sem nauðsynlegar eru áður en farið er út í tilraunaboranir. Hér hefði í fyrstu atrennu orðið um mikla fjárfestingu að ræða, er Islendingar hefðu notið góðs af, og ef athuganirnar hefðu orðið já- kvæðar hefði fjárfestingin vita- skuld orðið margfalt meiri. Nauðsynlegt er að framkvæma bergmálsrannsóknirnar til að finna út hvort heppilegar setlaga- myndanir séu fyrir hendi. Engum dettur í hug að gera tilraunaboran- ir fyrr en að þeim rannsóknum loknum. Og sem stendur hafa engar gaumgæfilegar rannsóknir verið gerðar.“ Aðspurður sagði Grynberg að sér væri ljóst að fyrirtækið West- ern Geophysics (WG) hefði unnið að rannsóknum við íslandsstrend- ur. Hann sagði að WG hefði þó ekki unnið þá nákvæmnisvinnu sem tilskilin væri til að segja nokkuð um hvort olíu væri hugsan- lega að finna við ísland eða ekki. Er Grynberg var spurður að því hvort hann hefði skýrslu WG undir höndum sagði hann: „Skýrsl- an er um kortlagningu botnsvæða og slík kortlagning er ekki full- nægjandi." Er Grynberg var spurður um svæði það sem hann hugðist kanna skilyrði til olíuleitar á kvaðst hann ekki geta farið nákvæmlega út í hugmyndir fyrirtækisins. Það hefði haft mikinn áhuga á nauð- synlegum rannsóknum og síðar olíu- og gasleit. „Við vorum reiðu- búnir til að bjóða íslendingum mjög hagstæða samninga, en nú virðist sem hurðinni hafi verið skellt á okkur,“ sagði Grynberg að lokum. Cossiga reynir stjórnar- myndun Rómaborx 2. ágúst AP FRANCESCO Cossiga, fyrrver- andi innanríkisráðherra á Ítalíu, nefur verið falið að gera tilraun til að mynda ríkisstjórn. Hann er úr flokki kristilega demókrata og vakti mjög á sér athygli, þegar Aldo Moro var rænt, því að hann lagðist þá eindregið gegn öllum hugmyndum um að gengið yrði til samninga við ræningjana. Cossiga er fjórði stjórnmálamað- urinn sem Pertini forseti felur að reyna að mynda rfkisstjórn. Stjórnarkreppan nú er sú lengsta frá stríðslokum, og hefur staðið í sjö mánuði. Það kom nokkuð á óvart að Pertini skyldi leita til Cossiga og verður verkefni hans að sætta stríðandi öfl innan kristilegra demókrata og Sósíalistaflokksins ekki auðvelt. Cossiga og Berling- uer formaður kommúnistaflokk- sins eru náskyldir. Hann hefur verið félagi í Kristilega demókrat- aflokknum síðan í stríðslok og setið á þingi í rúm tuttugu ár. Stjómarmyndxm- arviðræðurhafn- ar í Færeyjum Wrshöfn. Færeyjum. 2. ágúst. Einkaskeyti til Mbl. TILRAUNIR eru hafnar til að mynda nýja landsstjórn í Færeyj- um eftir að samsteypustjórn Sós- ialdemókrata, Repúblikana og Fóikafiokksins hefur farið út um þúfur vegna ágreinings milli Sós- ialdemókrata og Fólkaflokksins. Það eru fulltrúar Repúblikana sem hafa kallað fulltrúa Sósial- demókrata. Heimastjórnarflokks- ins. og Framfara- og Sjómann- flokksins til viðra>ðna um mál- ið, en þessir fulltrúar hafa sam- tals 18 af 32 fulltrúum á Lögþing- inu. Er stefnt að því að ný sam- steypustjórn komist á laggirnar í þessari viku, en útlit sýnist ekki fyrir að það takist. Formaður Framfara- og sjó- mannaflokksins, Adolf Hansen, segir að hann líti á þessa fundi sem könnunarviðræður og að flokkurinn hefji ekki samstarf fyrir sunnudag þegar landsfundur jiefur verið kvaddur saman. Baskar hætta sprengingum Madríd, 2. ágúst. AP. Reuter. SKÆRULIÐAR Baska (Eta) til- kynntu í dag að hætt yrði þegar þeirri sprengjuherferð sem samtök- in hafa staðið fyrir í ferðamanna- bæjum á Spáni síðustu vikur. Jafnframt var lögreglu tilkynnt hvar væri að finna þrjár sprengjur sem enn væru ósprungnar. A blaðamannafundi í bænum Bayonne handan landamæra Frakk- lands lýstu samtökin hryggð sinni vegna falls fimm óbreyttra í sprengjuherferð í Madríd í síðustu viku, en þá særðust að auki 95 manns. „Við ætlum okkur ekki að fara með hernað á hendur Spánverj- um. Við viljum hins vegar mynda við þá bandalag gegn spánska ríkinu og fámennisstjórninni," sagði í tilkynn- ingu Eta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.