Morgunblaðið - 03.08.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.08.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1979 Aðeins einn júlí- mánuður kaldari á öldinni í Reykjavík JÚLÍMÁNUÐUR sl. var óvenju- kaldur um allt land og er þetta þriðji mánuðurinn í röð, þar sem meðalhiti er langt undir meðal- lagi að sögn Veðurstofu íslands. í Reykjavík var meðalhiti 9,°C sem er 1.6°C lægra en í meðalári. Hefur aðeins einn júlfmánuður á þessari öld verið kaldari, en það var 1970, er meðalhiti var 9.5°C. Hlýjast varð þann 24, en þá komst hitinn í 19°C. Á Akureyri var meðalhitinn 8.6°C sem er 2.3°C kaldara en í meðallagi. Er þetta fjórði kaldasti júlí þar síðan um aldamót. Meðalhitinn á Höfn í Hornafirði var aðeins 8.2°C, sem er 2.7°C undir meðallagi. Er það 0.5°C kaldara en þar hefur nokkru sinni mælst áður í júlí. Séu júní og júlí skoðaðir sem heild kemur í ljós, að þessi fyrri hluti sumars er ásamt 1975 sá kaldasti í Reykjavík síðan 1887. Úrkomumagnið í Reykjavík var 48 mm, sem er meðalúrkoma. Mest úrkoma féll þ. 16., en síðustu 11 daga mánaðarins mæ'dist engin úrkoma í Reykjavík. Sólskin þar mældist í 167 klst., sem er 11 stundum færra en venja er til. Á Akureyri var úrkoman aðeins 14 mm, sem er 39% af meðal úrkomu júlímánaðar þar. Sól skein þar í 114 klst. og er það 33 stundum færra en í meðalári. Á Höfn var úrkoman 38 mm, sem er 41% af meðalúrkomu- magni. Heimsmeistaramót unglinga í skák; Margeir vann MARGEIR Pétursson, sem nú teflir á heimsmeistaramóti ungl- inga í Skien í Noregi, vann í gær Motwania frá Skotlandi, fyrrver- andi heimsmeistara sveina í sjöttu umferð mótsins. Skákin var stutt, 29 leikir, og náði Margeir fljótlega mjög öflugu frumkvæði. Margeir, sem stýrði hvftu mönnunum f þessari skák, lék laglega á andstæðing sinn, vann af honum skiptamun og eftir það var staða Skotans von- laus og gafst hann upp stuttu sfðar. Staða efstu manna eftir sjöttu umfeiðina er þannig að efstir eru þeir Chernin frá Sovétríkjunum og Seiravan frá Bandaríkjunum með 5 vinninga, síðan koma Kum- ar frá Indlandi, Negelescu frá Rúmeníu og Barbero frá Argen- tínu, með 4,5 vinninga. Næstir í röðinni eru Margeir, en hann er með 4 vinninga, Hong-Ding frá Kína, og Handoko frá Indónesíu. í síðustu umferð gerðist það helst markvert, að sigri Margeirs frátöldum, að fyrrverandi heims- meistari unglinga, Alexander Jusupov, tapaði fyrir Cusi frá Filippseyjum, en hann hefur ekki verið hátt skrifaður í skákheimin- um hingað til. Þetta er annað tap Sovétmannsins í röð á mótinu. Þrettán umferðir verða tefldar á mótinu. Það er því tæplega hálfnað og getur því margt breyst enn og fleiri óvænt úrslit orðið. Brotist inn hjá Norðurtanganum á ísafírði: Ætluðu á kvennafar — lentu í búrinu ísafirði. 2. ágúst. SÍÐASTLIÐNA nótt var brotist inn hjá Hraðfrystihúsinu Norð- urtanga h.f. á Isafirði og stolið nokkru magni af unnum matvæl- um úr frystigeymslum kjöt- vinnsludeildar fyrirtækisins. Sást til þjófanna. þegar þeir voru að bera matvælin um borð f bát sinn reykvískan, sem lág hér í höfninni. Við rannsókn málsins upplýstist að tveir piltar af bátnum höfðu lent á kendirí um kvöldið. Fréttu þeir á skotspónum að verbúðir væru við eitt frystihúsið á staðn- um. Þegar Bakkus var búinn að telja í þá nógan kjark fóru pilt- arnir að leita verbúðanna. Fundu þeir frystihús, þar sem gardínur og þess slags fínerí sást á efstu hæð. Töldu þeir þar komnar ver- búðirnar og leituðu uppgöngu. Klifruðu upp á fiskikassastæður (tómir kassar), sem stóðu undir húsveggnum og ná upp á þriðju hæð hússins. Þar komust þeir inn um ólæstar dyr, sem notaðar eru til að taka inn fisk og stórar vélasamstæður. Þeir komust fljótlega að raun um að ekkert fólk bjó í húsinu, enda gardínurn- ar á skrifstofum fyrirtækisins. En þar sem þeir voru nú staddir í kjötvinnsludeild fyrirtækisins og orðnir svangir tóku þeir til í kassa ýmislegt góðgæti og höfðu á braut með sér. Það sem þeir voru ekki þegar búnir að borða fannst í búri skipsins og í kössúm undir vegg frystihússins. Engar skemmdir voru unnar á húsi eða búnaði hjá Norðurtanganum, enda voru pilt- arnir í mildum kvennafars- hugleiðingum, en ekki skemmd- arverka, þótt svo illa tækist til að dilkalæri yrðu að duga að þessu sinni. - Úlfar. HEIMSMEISTARINN SNÝR HEIM - Nýbakaður heimsmeist- ari í frjálsum íþróttum f öldungaflokki. Valbjörn Þorláksson, kom h 'm sfðdegis f gær eftir frækilega keppnisferð til Vestur-Þýzkalands, þar sem hann setti þrjú heimsmet öldunga. Var Valbirni fagnað með blómum. Með honum á myndinni er fararstjórinn Úifar Teitsson. Ljósm. Mbl. Emilía. Tvö umferða- slys á Akureyri Akureyri, 2. ágúst. FJÓRTÁN ára drengur á reið- hjóli varð fyrir fólksbfl á Skarðs- hlíð um kí. 21.50 í gærkvöldi. Bæði drengurinn og bfllinn voru á leið suður götuna er slysið varð. Drengurinn meiddist mikið, eink- um á höfði og var fyrst lagður inn á sjúkrahúsið á Akureyri en síðar í gærkvöldi fluttur með flugvél til Reykjavíkur. Fólksbíll með þremur farþegum auk ökumanns valt út af þjóðveg- inum norðan Akureyrar, nánar tiltekið hjá vegamótunum að Blómsturvöllum, um kl. 2 í nótt. Allir sem í bílnum voru hlutu einhver meiðsli en þó ekki bein- brot. Ökumaður mun hafa verið lítt reyndur og misst vald á bílnum á beinum og sléttum vegi. Bíllinn er ónýtur. _ Sverrir Kolmunnaveiðin glæðist heldur „ÞETTA hefur verið óskaplega lftið en það er smá lffsvottur núna,“ sagði Sigurbergur Hauks- son, skipstjóri á nótaskipinu Jóni Kjartanssyni, er Mbl. ræddi við hann í gær og spurði frétta af kolmunnaveiðinni fyrir austan land. Kolmunnaveiðin hefur gengið erfiðlega hjá skipunum og nefndi Sigurbergur, sem lýsandi dæmi um ástandið, að á tímabil- inu 20. júní til 10. ágúst í fyrra hefðu þeir á Jóni Kjartanssyni fengið um 6000 tonn af kolmunna en nú væri heildarkolmunnaveiði allra skipanna, sem hefðu verið á veiðum úti fyrir Austurlandi, orðin um 6000 tonn. Sagði Sigur- bergur þá á Jóni Kjartanssyni hafa byrjað veiðarnar f endaðan júnf og vera komna með milli 1300 og 1400 tonn af kolmunna. Kolmunnaveiðiskipin sigldu öll til hafnar á miðvikudag nema Óli Óskars frá Reykjavík, sem var úti og fann kolmunna og fóru þá Jón Kjartansson, Grindvíkingur og Eldborgin á miðin, aem eru á Héraðsflóadýpi, en Akranesskipin Víkingur og Bjarni Óskarsson sigldu heim til Akraness með engan afla. Sagði Sigurbergur að skipin væru nú að fá nokkurn kolmunna þessa stundina. Sigurbergur sagði að það gæfi auga leið að þessi kolmunnaútgerð gengi ekki upp því það væri ekkert borgað fyrir fiskinn og þegar ekki væri þeim mun meiri veiði, þýddi lítið að standa í þessu. Sagði Sigurbergur að sjálfsagt færi að styttast í því að skipin fjögur yrðu áfram á kolmunnaveiðunum og þá yrði væntanlega farið til loðnu- veiða. JónL. vann — Guðlaug efst JÓN L. Árnason vann Röval í 8. umferð Norðurlandsmótsins í skák í gær og er hann nú í öðru sæti á mótinu með 7 vinninga eftir 8 skákir. í fyrsta sæti er Niklasson frá Svíþjóð með 71/2 vinning. Guðlaug Þorsteinsdóttir vann í gær Palantó frá Finnlandi og er Guðlaug nú með 6 vinninga úr 7 skákum. Guðlaug er í efsta sæti í kvennaflokki á mótinu og er með vinning fram yfir næsta í sínum flokki. í dag verða tefldar biðskákir en á morgun, laug- ardag, verður 9. og síðasta umferð mótsins tefld. © INNLENT N orðurlandamót unglinga í bridge: Tveir sigrar, eitt tap Frá Jakobi R. Möller í Gautaborg NORÐURLANDAMÓT unglinga í bridge hófst sl. miðvikudag með þátttöku 9 liða, tveimur frá hverju Norðurlandanna nema íslandi, sem sendi eitt lið til keppninnar. Islenzka liðið sat yfir í fyrstu umferðinni og fékk 12 stig. I annarri umferð var spilað gegn Svíum, eldra liðinu, og tap- aðist leikurinn 7—13. í þriðju umferð var spilað gegn Norð- mönnum, yngra liðinu, og vannst leikurinn 14—6. Þá vann íslenzka sveitin Dani, eldra liðið, í fjórðu umferð með sömu tölu, 14—6. Eldri liðin hafa raðað sér í efstu sætin í mótinu og er staðan þessi eftir 4 umferðir: Noregur 67, Svíþjóð 52, ísland 47, Danmörk 43 og Finnland 36. Norska liðið, eldri flokkurinn, er með feiknasterkt lið en það er sama liðið og kom á Norðurlands- mótið í Reykjavík á dögunum. Má telja fullvíst að þeir vinni mótið og hafa þeir nú þegar 15 stiga forskot. Aðstaða fyrir keppendur er ágæt en reynt að halda kostnaði í lágmarki svo íburður er ekki mikill. Norskt loðnuveiðiskip að veiðum um 40 mílur austan við 200 mílna fiskveiðimörk íslendinga í gær, — Ljósm.: H. Hallvarðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.