Morgunblaðið - 03.08.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.08.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1979 3 Stjórn Sjómannafélagsins vill nýjan kjaradóm: Kjaradómur brást skyldu sinni STJÓRNARFUNDUR, sem hald- inn var í fyrradag í Sjómannafé- lagi Reykjavíkur „lýsir undrun sinni og vonbrigðum með niður- stöðu kjaradóms, sem skipaður var skv. lögum nr. 70 frá 19. júní 1979,“ að því er segir í fréttatil- kynningu. sem Morgunblaðinu barst f gær frá Sjómannafélag- inu. Segir í tilkynningunni, að stjórn S.R. hafi litið svo á sam- kvæmt hljóðan laganna, „að kjaradómur myndi lyfta ís- Þjófurinn skilaði kirkju- mununum ÞJÓFURINN, sem hafði á brott með sér kirkjumuni úr Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði nýlega, hefur greinilega séð að sér, því stuttu eftir innbrotið skildi hann eftir við kirkju- dyrnar plastpoka með munun- um í. í pokanum var allt, sem saknað var, fimm staup og kanna. lenzkri farmannastétt af því lága kjara- og stöðuplani, sem svo margir, þ. á m. viðsemjendur okkar hafa ætíð talið eðlilegt að sjómenn stæðu á í samanburði við aðrar stéttir af því að þeir væru „bara sjómenn“.“ í fréttatilkynningu Sjómanna- félags Reykjavíkur segir: „Með prósentuhækkun launa, hafa dóm- endur hækkað þá hæstlaunuðu mest, en þann lægstlaunaða, vika- piltinn, minnst eða um aðeins 3%. Niðurstöður kjaradóms þessa atr- iðis eru til mikillar röskunar á launabili milli yfir- og undir- manna á farskipaflotanum. Stjórn S.R. taldi vægi 2. gr. c. liðar bráðabirgðalaganna svo mik- ilvægt, að þótt frjáls samnings- réttur væri úr höndum félagsins tekinn af ríkisstjórn hinnar vinn- andi handar, væri ekki ástæða að svo komnu máli að grípa til mótmælaaðgerða. Með í huga, að kjaradómur treysti sér ekki til að taka til umfjöllunar sérstöðu farmanna að því er varðar langar fjarvistir frá heimili og einangrun á vinnustað, menntun, ábyrgð og verkkunn- áttu, sem starfinu fylgir, lítur stjórn S.R. svo á, að kjaradómur hafi ekki starfað samkvæmt ákv æðum bráðabirgðalaganna og því brugðizt skyldu sinni, sem furðu- legt má telja, þegar haft er í huga jafn hámenntaða menn og kjara- dóm skipuðu. Því skorar stjórn S.R. á hæst- virta ríkisstjórn að kalla nú þegar til nýjan kjaradóm, er taki til og ljúki störfum þeim, er 2. gr. c. liður bráðabirðgalaga frá 19. júní kveður á um. Verði látið hér við sitja af ríkisstjórn án þess að öllum ákvæðum bráðabirgðalaga nr. 70 19. júní 1979 verði fullnægt hefur aðeins verið tjaldað til einnar nætur í deilumáli þessu." C-liður 2. greinar laganna, sem stjórn S.R. vitnar til er svohljóð- andi, en áður er þess getið að kjaradómurinn skuli við ákvörðun kaups, kjara og launakerfis áhafna á farskipum meðal annars hafa hliðsjón af eftirfarandi: „Sérstöðu farmanna að því er varðar langar fjarvistir frá heim- ili og einangrun á vinnustað svo og þeirri menntun, ábyrgð og verk- kunnáttu, sem störf þeirra gera kröfu til.“ Starfsmenn Sjónvarpsins voru í gær að stilla tæki sín á ný eftir sumarleyfi. Ljósm.: Kristinn Sjónvarpid úr sumarleyfi SJÓNVARPIÐ hefur í kvöld útsendingar að afloknum sum- arleyfum starfsfólks. Verður dagskrá kvöldsins með hefð- bundnum hætti en að afloknum fréttum og auglýsingum eru Prúðu ieikararnir á dagskrá, þá verður þáttur er nefnist Frank Sinatra í vinahópi og dagskránni lýkur með loka- þætti myndaflokksins Rannsóknardómarinn. Meðal nýrra erlendra þátta, sem verða á dagskrá sjónvarps- ins á næstu vikum má nefna Ástir erfðaprinsins, sem fjallar um ástasamband Eward og Mrs. Simpson og einnig má nefna nýjan þátt um Dýrlinginn. Á næstunni hefst upptaka á nýju íslensku sjónvarpsleikriti eftir Guðlaug Arason en einnig er fyrirhugað að taka upp innan tíðar ný leikrit eftir Steinunni Sigurðardóttur og Davíð Odds- son. Það er og verður Philips heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3, SÍMI 20455 - SÆTÚNI 8, SÍMI 15655 Segir Tómas og það er mikið til í því. En náttúrufegurð og eðlilega liti sérðu hvergi jafnvel og á skermum Philips litsjónvarpstækja, annars staðar en úti í sjálfri náttúrunni. Þú færð ekki bara Vesturbæinn inn í stofu til þín, heldur alla þá staði, sem sýndir eru í sjónvarpinu, í tærum og ótrúlega eðlilegum litum. Þegar þú kaupir þér litsjónvarpstæki, þá viltu sjá hlutina í réttum litum. Philips litsjónvarpstæki eiga tæpast sinn líka hvað myndgæði snertir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.