Morgunblaðið - 03.08.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.08.1979, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1979 Aðalfundur Hunda- vinafélagsins: Fræðslustarf efst á baugi AÐALFUNDUR Hundavinafé- iags íslands var haldinn nýlega. Fráfarandi formaður, Jakob Jónasson læknir minntist látinna félaga og stuðningsmanna, þeirra Óla Páls Kristjánssonar, sir Dingel Wood og Mark Wat- son. Vottuðu fundarmenn þeim virðingu sína með því að rísa úr sætum. Ný stjórn var kosin og hefur skipt með sér verkum. I stjórninni eiga sæti Páll Eiríksson formaður, Guðjón V. Guðmundsson varafor- maður, Gunnar Már Pétursson gjaldkeri, Sólveig Theodórsdóttir ritari, Hlín Brynjólfsdóttir með- stjórnandi. í varastjórn voru kjör- in Guðrún Guðjohnsen og Gunnar Erlendsson, formaður fræðslu- nefndar var kjörinn Mogens Thaa- gaard. Ákveðið var á aðalfundinum að auka til muna fræðslustarfsemi félagsins. Hundavinafélagið hyggst efla til muna fræðslustarf sitt. Telja félagsmenn, að lítil þekking valdi því oft að tilveruréttur hunda og þarfir þeirra eru oft fyrir borð bornar. Skjárinn kl. 20.40: „Prúðu leikararnir” Sjónvarpið hefur göngu sína í kvöld eftir mánaöarsumarfrí. Prúöu leikararnir verða á dagskránni að venju og skemmta sjónvarpsáhorfendum með glensi og gamni. Gestur þeirra í þættinum verður leikarinn James Coco og verður honum trúlega vel tekið og þá líklega sérstaklega vel af Svínku, en hún er kunn fyrir ódrepandi áhuga á hinu gagnstæða kyni og ku engin „dýrategund“ vera óhult fyrir henni. Skjárinn kl. 21.05: „Frank Sinatra og félagar” Frank Sinatra og vinir hans munu skemmta sjónvarpsáhorf- endum í kvöld með söng og hljóðfæraslætti. Sjónvarpið sýnir í kvöld skemmtiþátt þar sem fram koma ýmsir þekktir skemmtikraftar með Frank Sinatra í broddi fylkingar. Meðal þeirra sem fram koma í þættin- um eru Dean Martin, Tony Bennett, Natalie Cole, Leslie Uggams, Lor- etta Lynn, Robert Merrill og Nelson Riddle, en hljómsveit hans mun einnig flytja gömul, vin- sæl lög. Frank karlinn verður að sjálfsögðu í fararbroddi og syngur sig inn í hjörtu áhorfenda. Mun hann syngja gömul og alkunn lög frá þeim tíma sem hann var upp á sitt besta og eru meðal þeirra „Chicago“, „My sweet lady“, „The Lady is a Tramp“ o.fl. Skemmti- þáttur þessi, sem er ný- legur, ætti að vera smá tilbreyting frá rokkinu og ættu allir að geta haft af honum nokkurt gaman. Utvarp Reykjavfk FÖSTUDkGUR 3. ágúst MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (úrdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Edda Sigurðardóttir heldur áfram að lesa „Söguna af Palla rófulausa“ eftir Gösta Knutsson í þýðingu Einars M. Jónssonar (4). 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Tónleikar. 11.00 Morguntónleikar: Verk eftir Brahms og Schubert Háskólakórinn í Leipzig syngur sex lög eftir Brahms. Söngstjóri: Fredrich Rabensclag / Clifford Curzon leikur. Píanósónötu í B-dúr op. posth. eftir Schubert Smetana-kvartettinn leikur Kvartett nr. 12 í c-moll eftir Schubert. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Þriðji árbakkinn“ eftir Joao Guimaraes Rosa. Sigurður Jón ólafsson les eigin þýðingu. SIÐDEGIÐ 15.00 Miðdegistónleikar Hljómsveit Tónlistarskólans í París leikur Pólóvetsíu- dansa úr óperunni „ígor fursta“ eftir Alexander Boródín; Constanín Silvestri stj. / Jessye Norman syngur Wesendonk-söngva eftir Richard Wagner; Sinfóníu- hljómsveit Lundúna leikur. Stiórnandi: Colin Davis. 15.40 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.30 Popphorn: Dóra Jónsdóttir kynnir. 17.20 Litli barnatfminn Stjórnandinn Sigríður Eyþórsdóttir, segir frá Finn- landi og les tvö finnsk ævintýr. Einnig leikin finnsk tónlist. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.40 Orgelsónata nr. 1 f Es-dúr eftir Bach Marie Claire Alain leikur. 20.00 Púkk Sigrún Valbergsdóttir og Karl Ágúst Úlfsson stjórna þætti fyrir unglinga. 20.40 Er gamli miðbærinn í Reykjavík að lifna við aftur? Ólafur Geirsson stjórnar dagskrárþætti. 21.10 Píanótónlist Alicia De Larrocha leikur þætti úr „Íberíu“, svítu eftir Isaac Albeniz. 21.40 Á förnum vegi í Rangár- þingi Jón R. Hjálmarsson ræðir öðru sinni við Valdimar Jóns- son, Álfhólum í Vestur-Landeyjum. 22.05 Kvöldsagan: „Grand Babylon hótelið“ eftir Arnold Bennett Þorsteinn Hannesson les þýð- ingu sfna (19). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Eplamauk Létt spjall Jónasar Jónasson- ar og lög á milli. 23.35 Fréttir. Dagskrálok. cOSTUDKGUR 3. ágúst. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Prúðuleikararnir. Gest- ur í þessum þætti er leikar- inn James Coco. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.05 Frank Sinatra í vina- hópi. Frank Sinatra, Dean Martin, Tony Bennett, Natalie Cole, Leslie Ugg- ams, Loretta Lynn, Robert Merrill, Nelson Riddle og hljómsvcit hans flytja göm- ul vinsæl lög. 21.55 Rannsóknardómarinn. Lokaþáttur. Frá sjónarhóli vitnis. Þýðandi Ragna Ragnars. 23.30 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.