Morgunblaðið - 03.08.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.08.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGUST 1979 Grafiskir sýna orlofshús GRAFISKA sveinafélagið hefur reist sér orlofshús í Brekkuskógi í Biskupstungum, svokallaðan þakbústað. Þar á félagið fyrir annan bústað. Hinn nýi bústaður verður til sýnis félagsmönnum og velunnurum félagsins á mánudag eftir hádegi. 120 hross keppa á Vind- heimamelum HESTAMANNAFÉLÖGIN í Skagafirði halda um helgina kappreiðar á Vindheimamelum og mæta þar til keppni um 120 hross en þar af keppa 80 í kappreiðum. Flest öll bestu kappreiðahross landsins mæta þarna til leiks og sagði Sveinn Guðmundsson, formaður stjórnar Vindheimamela, að búist væri við metaregni á kappreiðunum. „Þessir kappar að sunnan koma til þess að setja met og það er bara að sjá hvort norðlensku hrossin standa í þeim.“ sagði Sveinn. Keppnin á Vindheimamelum hefst kl. 14 á laugardag og verður fram haldið á sunnudag kl. 14. Af hrossum, sem þátt taka í kapp- reiðunum má nefna að í 250 metra unghrossahlaupinu mæta Don, Gauti, Secar frá Akureyri, Léttfeti og Leiri, í 350 metra stökkinu mæta meðal annars Glóa, Mæja og Kóngur og í 800 metra stökkinu eru m.a. Þróttur, Reykur, Gustur, Móri og Léttir. í 250 metra skeiðinu mæta m.a. til leiks Fann- ar, Skjóni, Vafi, Trausti og Hrafnhetta og í 150 metra skeið- inu eru meðal keppnishrossa Lyft- ing frá Flugumýri, Alda frá Akur- eyri og Snarfari frá Húsey. Að sögn Sveins Guðmundssonar er búist við fjölmenni á kappreið- arnar en allur aðbúnaður á móts- staðnum hefur að undanförnu verið endurbættur. Ymir seldi í Hull TOGARINN Ymir HF seldi 153,4 tonn af fiski í Hull í gærmorgun og fékk fyrir aflann 37 milljónir króna, meöalverð 241 króna hvert kíló. Gæði fisksins voru léleg. Þá seldi Gullfaxi SH 24,7 tonn í Fleetwood í gær fyrir 8,5 milljónir, meðal- verð 345 krónur hvert kíló. AUGLYSINGATEIKNISTOFA MYNDAMÓTA Aóalstræti 6 sími 25810 i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.