Morgunblaðið - 03.08.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.08.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulitrúí Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiösla hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Sími83033 Áskriftargjald 3500.00 kr. é ménuöi innanlands. í lausasölu 180 kr. eintakiö. Ad sit ja sár á s vikum jr Iendaðan júnímánuð á liðnu ári vann Alþýðuflokkurinn umtalsverðan sigur í kosningum til Alþingis. Þingmenn flokksins, sem voru 5 fyrir, urðu 14 talsins, eða nær þrefalt fleiri en áður. Aðdragandi þessa kosningasigurs var vel skipulögð kosningabarátta, einkum áróðurslega, þar sem skýlaus fyrirheit voru gefin um lausnir á tilteknum vandamálum þjóðarinnar. Það var einkum þrennt sem höfðaði til þjóðarinnar á loforðalista Alþýðuflokksins: hjöðnun verðbólgu, sem sett var fram sem meginmarkmið; karjasáttmáli, sem átti að tryggja kaupmátt krónunnar og stöðugleika í efnahagsmálum og atvinnulífi; og afnám tekjuskatts af vinnutekjum, en sá skattur hét „launamanna- skattur" í kosningaplöggum kratanna. Þar að auki sagðist Alþýðuflokkurinn ætla að berja niður spillingu í þjóðfélag- inu, en flokkurinn hafði harkalega gagnrýnt framgang ýmissa mála, sem heyrðu undir ráðuneyti dómsmála í fyrri ríkisstjórn. Ekki er úr vegi að skoða lítillega þann árangur, sem hinn nýi þingflokkur Alþýðuflokksins hefur náð á þeim lof- orðaleiðum, sem hann markaði í kosningabaráttunni, eftir um það bil árs stjórnaraðild: • 1 I endaðan feril fyrri vinstristjórnar komst ársvöxtur verðbólgu í 54%, sem þá var íslandsmet. Þessari verðbólgu tókst að ná niður í u.þ.b. 26% á miðju ári 1977, er aftur seig á ógæfuhlið. Verðbólgustig í dag nálgast þetta fyrra íslandsmet, eftir eins árs stjórnaraðild Alþýðuflokksins, og allar líkur eru á því, að dýrtíðarefndir Alþýðuflokksins fari fram úr gamla íslandsmetinu áður en árið 1979 er á enda runnið. • 2. Lítið hefur farið fyrir kjarasáttmála kosningabarátt- unnar. Þvert á móti hefur ríkisvaldið stjórnað kjaramálum með einhliða lagasetningu, sem jafnvel hefur gengið á umsamin verðbótaákvæði launa og svokallaðan verkfallsrétt. Gengislækkanir og skattheimta, sem gengur beint út í verðlag, eins og vörugjald, hafa verið þessari ríkisstjórn a.m.k. jafn ljúf og tiltæk hagstjórnartæki og fyrri ríkisstjórnum, svo ekki sé meira sagt. • 3. Tekjuskattur á launatekjur hefur ekki verið afnuminn. — Þvert á móti hefur tekjuskattsleiðin í fjáröflun ríkissjóðs verið farin í enn ríkara mæli en nokkru sinni fyrr, m.a. með nýjum skattþrepum, og viðaukatekjuskattar verið látnir virka aftur fyrir sig, sem var nýjung, er margir töldu brot á stjórnarskránni. • 4. Og loks er það gagnrýnin á fyrri dómsmálaráðherra, Ólaf Jóhannesson, sem Alþýðuflokkurinn færði um set, í sæti forsætisráðherra; um leið og nýr Framsóknarflokks- formaður var leiddur í sæti dómsmálaráðherra. Já, það verður oft lítið úr þ\ í högginu sem hátt er reitt, segir máltækið. Ekki vantar það að rósariddarar Alþýðuflokksins, hinn nýi og vörpulegi þingflokkur, hefur átt mörg upphlaupin á Alþingi á liðnum vetri, þar sem „sérsjónarmið" hafa verið túlkuð með hávaða og handapati. En lyktirnar hafa alltaf verið þær sömu, að lyppast niður með skott milli fóta og lúta að öllu því sem var harðast gagnrýnt. Alþýðuflokkurinn hefur í raun ekki staðið á neinu, sem hann hefur sett fram, ef undan er skilin ákvörðun sjávarútvegsráðherra um bann við endurnýjun skipa. í því eina máli hafði Alþýðuflokksráð- herra Alþýðubandalagið undir, ef lyktir þess máls eru þá á annað borð fram komnar. Þingflokkur Alþýðuflokksins, sem reið svo rösklega í hlað Alþingis á liðnu hausti — með lúðrablæstri og loforðasöng — situr nú sár á svikum. Sennilega hafa aldrei í þjóðarsögunni jafn margir þingmenn valdið jafn mörgum kjósendum jafn miklum vonþrigðum. En það er lögmál, sem ekki verður umflúið, að ofblásnar blöðrur springa. Eyjólfur Konráð Jónsson: „Umdeilt svæði” Norskir fréttamenn hafa nefnt svæðið milli 200 mílna markanna íslenzku í átt að Jan Mayen og miðlínu „grátt svæði" eða „umdeilt svæði". Því miður hefur við brunnið, að íslenzkir „kollegar“ mínir öpuðu þessa vitleysu eftir. En nú verða menn að gera sér grein fyrir eftirfar- andi: 1. Allt þetta svæði hefur verið innan íslenzkra fiskveiði- takmarka frá því að þau voru færð út í 200 mílur 1975, ómótmælt af Norðmönnum. 2. Frestun framkvæmdar reglu- gerðarákvæðis frá 15. júlí 1975 breytir engu um það, að frá þeim tíma er þetta ís- lenzkt yfirráðasvæði. 3. Nýja löggjöfin, sem m.a. tek- ur til efnahagslögsögu, er ótvíræð í þessu efni. Allt tal um einhverja lagalega óvissu er út í bláinn. 4. „Grátt svæði" þýðir sameig- inleg yfirráð eða sameiginleg, samningsbundin hagnýting. Slíkt fyrirkomulag telja ís- lendingar að eigi að vera á Jan Mayen svæðinu, utan 200 mflnanna okkar annars vegar og 12 mílna landhelgi við Jan Mayen hins vegar. Það er þetta svæði, sem á að vera „grátt svæði" og að því hnigu umræðurnar í Ráðherrabú- staðnum, sem höfðu í raun leitt til samkomualgs, þegar óvænt sveifla varð í liði norsku samningamannanna. 5. „Umdeilt" er það svæði, sem rétt stjórnavöld deila um. í Ráðherrabústaðnum var að vísu drepið á miðlínu, en Benedikt Gröndal, utanríkis- ráðherra, snéri þá umræðu þegar í stað niður með ágæt- um. Miðlína var síðan ekki nefnd og rækilega undirstrik- að í þeim drögum, sem sam- komulag var orðið um, að það tæki einungis til svæðisins utan 200 mílnanna. Um það svæði snérust deilurnar, það er því „hið umdeilda svæði". Annars er sá dráttur, sem orðinn er á samningaviðræðum íslendinga og Norðmanna, allt frá því að þingsályktun um þær var flutt fyrst mála á síðasta Alþingi og til þessa dags, báðum þjóðunum til vansæmdar og hef- ur nú leitt til ástands, sem óviðunandi er og ófyrirgefanlegt með öllu. Nú getur hver dagur skipt sköpum í lífi þessara frænd- og vinaþjóða. Látum þá ekki líða marga enn. Semjum strax á sanngirnisgrundvelli og kunn gerum samkomulagið á fundi Hafréttarráðstefnunnar. Þaö væri fordæmi, sem athygli vekti, og til eftirbreytni. Eyjólfur Konráð Jónsson. Uppbygging vega á hafíssvæðunum norðaustanlands Ákveðið hefur verið að verja 600 milljónum króna til vegagerðar á hafíssvæðunum norðaustanlands, eins og áður hefur verið skýrt frá í Morgunblaðinu. Skal verja þessu fé til að gera vegi þannig úr garði að þeir geti nýst betur en nú er til flutninga þegar ís lokar höfnum á vetrum og á vorin. Það var hafísnefnd sem átti frumkvæðið að því að þessum fjárhæðum verður varið til vegagerðar nú í sumar og haust, en Framkvæmdastofnun rfkisins hefur verið falið að útvega féð. Morgunblaðið sneri sér í gær til þeirra Lárusar Jónssonar alþingismanns, sem sæti á f haffsnefndinni, og Sverris Hermannssonar framkvæmdastjóra Framkvæmdastofnunarinnar og spurðist fyrir um þessi mál, og hvenær þess væri að vænta að framkvæmdir geti hafist. Fénu verdi varid í upp- byggingu vega frá Kópa- skeri til Vopnaf jaróar —segir Lárus Jónsson „ÞETTA mál er þannig til komið, að við gerðum um þetta tillögur f nefndinni, og einnig höfðum við f huga ákveðnar leiðir f sambandi við fjáröflun“ sagði Lárus. „Viðreisnarsjóður Evrópu hefur lánað til uppbyggingar f strjálbýli, eink- um hvað varðar uppbyggingar samgöngumála, og vorum við með f huga að leita eftir fé úr sjóðnum. Einnig hefur verið nefnt að reyna sfðar meir að fá fé úr Norræna byggðarsjóðnum. Viðreisnarsjóður Evrópu hefur lánað okkur undanfarin ár, svo sem til Vestfjarðaáætl- unar á sínum tíma, og til Norðurlandsáætlunar í atvinnu- málum og samgöngumálum, og einnig til Austfjarðaáætlunar. Þá hefur hann einnig lánað til Hríseyjarferju og til vegagerðar á Efra-Jökuldal á Austfjörðum. Þessar hugmyndir að fjár- öflun hafa verið samþykktar í ríkisstjórninni. Ætlunin er að nota féð þannig, að 400 milljónir króna verða notaðar hér í Norðurlandskjördæmi eystra, og þá fyrst og fremst í Sléttuveginn frá Kópaskeri til Raufarhafnar. Það er lang stærsti áfanginn sem eftir er hér í þessu kjör- dæmi. Þetta var þannig orðað í okkar tillögum, að sérstaklega yrði aflað fjár til vegagerðar frá Kópaskeri að Vopnafirði. 200 „SAMÞYKKT hefur verið að útvegaður verði 600 milljónir króna til vegaframkvæmda á Norðausturlandi“, sagði Sverr- ir Hermannsson. Áform eru um að 400 milljónir króna af þessu fé verði varið til framkvæmda í Norður-Þingeyjarsýslu og 200 milljónum sunnan Brekkuheiði milljónir af þessu fé yrðu þá notaðar í Brekknaheiði suður yfir frá Þórshöfn í Skeggja- staðahrepp og þá leið til Vopna- fjarðar," sagði Lárus að lokum, en hann var staddur á Akureyri er blaðamaður Morgunblaðsins náði tali af honum í gærkvöldi. í Múlasýslu, Bakkafirði og Vopnafirði. Samgönguráðherra skrifaði okkur bréf, þar sem hann óskaði eftir því að við gerðum gangskör að því að útvega þessa fjármuni, og höfum við tjáð honum að við getum það. Framkvæmdir eiga að geta hafist fljótlega segir Sverrir Hermannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.