Morgunblaðið - 03.08.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.08.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1979 Stórglæsilegt úrval af gólfmottum og veggteppum. Indversk og kínversk handgerð teppi. Einnig mottur frá m. a. Afghanistan, Persíu, Tékkóslóvakíu, Belgiu, Búlgariu, Spáni og Bandaríkjunum. Muniö hina þægilegu kaupsamninga Teppadeild Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 slmi 10 600 SLATTUVELAR Það er leikur einn að slá grasflötinn með Norlett i Nú fyrirliggjandi margargerðir á hagstæðum verðum. VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK tP Þl AKiI.YSIR l.M ALI.T LA.M) ÞEGAR ÞL Al’G- LYSIR I MORGLNBLADLNL Ragnar Bjami Stein- gríntsson — Minning Fæddur 27. september 1959. Dáinn 29. júlí 1979. Kveðja frá systkinum. Við eigum erfitt með að sætta okkur við það, að Ragnar bróðir okkar sé horfinn — að hann sé ekki lengur hjá okkur. Treganum og sorginni verður ekki lýst með orðum af vörum okkar. Ragnar, þessi sólargeisli, mannvinur og hvers manns hugljúfi — einlægur í öllum sínum orðum og gerðum. Hláturinn hans heyrist ekki leng- ur en ómar þó í hjörtum okkar. Það er ekki öllum gefið að eiga hreint hjarta og ljúfa sál. Við munum líka eftir góðvild hans og hjálpfýsi þegar eitthvað bjátaði á og kunnum honum innilegar þakk- ir. Aldrei fór Ragnar fram á neitt í stað greiða sinna. Honum nægði einn lítill koss á kinnina. Allar bernskuminningarnar — að leika okkur — tuskast óg rífast — tala saman, allt var þetta hluti af því að vera systkini, þroskast, stækka og lifa. Við munum eftir ódrepandi dugnaði Ragnars og elju við leik og starf. Hve hann unni lífinu, náttúrunni og Drottni. Trú hans á guð var hans styrkur. Á vegum hans hafði hann kosið að ganga frá barnæsku. Fáir hafa haft jafn hreina og fagra trú. Við sem erum eftir, hugsum um margt og tilfinningar okkar eru tregablandnar. Hvers vegna þurfti hann að fara núna? Hann sem var svo ungur og lét alltaf gott af sér leiða. Ymsar ámóta vangaveltur móta líf okkar þessa dagana. Við elskum Ragnar og minningu hans. Hann verður alltaf sami stóri, fallegi Raggi sem allir höfðu dálæti á. Við biðjum bróður okkar guðs blessunar og náðar. Hvíli hann í friði. Við sjáumst þó síðar verði. Hans systkini, fris, Randver, Lára, Margrét og Rafnar. Það dimmdi yfir svip okkar allra er við fréttum að elskulegur vinur okkar, Raggi, væri dáinn. Raggi sem var í blóma lífsins aðeins nítján ára gamall og þráði að geta lifað með okkur hinum. En við ráðum því ekki sjálf hvað við lifum lengi, því ræður skapari okkar einn. Við vitum að núna líður Ragga vel, hann sefur, en verra eiga þeir sem eftir eru. Svona yndislegum dreng eins og hann var, getur enginn gleymt en tíminn græðir öll sár. Flest okkar krakkanna kynnt- umst Ragga á Hlíðardalsskóla. Við urðum svo lánsöm að eignast hann fyrir vin og skólabróður. Alltaf var hann svo hress og kátur, ljómaði af lífsgleði og kátínu. Alltaf var hann með í öllu sprelli og gamni á skólanum, en ef að vildi til að hann var ekki með, þá vantaði mikið. Raggi var sann- arlega vinur vina sinna og honum var hægt að treysta. Raggi var trúaður drengur. Hlíðardalsskóli er starfræktur af sjöunda dags Aðventistum og þar fór Raggi að íhuga alvarlega Guðs málefni. Hann sótti ávallt sam- komur og drakk í sig hvert orð. Hann las mikið í biblíunni sinni og vissi margt úr henni. Okkar góði skólastjóri, Björgvin Snorra- son, kenndi bæði honum og okkur margt, og honum viljum við þakka hjartanlega fyrir það. Okkur kenndi hann að elska Guð og virða hans reglur. Við erum öll ánægð yfir því að Guð fékk að opna hjarta Ragnars og taka sér þar bólfestu áður en hann dó. Við trúum því að við mætumst öll aftur hjá Guði, þegar Jesús kemur til að sækja sín börn, þá munu þeir sem í gröfunum eru og dáið hafa í trú á Guð fyrstir upp rísa og síðan munum við sem eftir lifum verða hrifnir upp ásamt þeim til fundar við drottinn og lifa saman um alla eilífð. Þetta eru fátæklegar línur, en Minning: Etín Margrét Magnús dóttir ísafirði Fædd. 9. júní 1909 Dáin 7. júní 1979 Föðursystir mín hún Ella, er fallin frá, lát hennar kom mér mjög á óvart. Að vísu leið alltaf nokkuð langur tími milli þess að ég sá hana, en í huga mínum hefur hún alltaf verið hin sama, ljúf, fríð og ungleg. Heimilið á Sólgötu 1 á ísafirði, þar sem hún bjó síðustu árin ásamt systkinum sínum, Sigrúnu og Jónasi, stóð okkur systkina- börnunum alltaf opið, og segja má að oft hafi það verið okkar annað heimili, þannig hefur það verið svo lengi sem ég man. Ég minnist þess er amma og afi. Helga Tómasdóttir og Magnús Olafsson, ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta iagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera véiritaðar og með góðu línubili. voru á lífi og réðu húsum, þá var oft margt um manninn í „Sólgöt- unni“. Síðar, er þau voru fallin frá og Lára dóttir þeirra tók við hússtjórn, hélst sami andinn í húsinu. Og er Lára dó 1959 tók Elín við daglegu amstri húsfreyju. Hún var hárgreiðslukona, og hafði rekið hárgreiðslustofu á Isafirði um þriggja áratuga skeið. Þrátt fyrir langvarandi fjarveru frá ísafirði hefur það komið af sjalfu sér að halda nokkru sambandi við systkinin i „Sólgötunni". Alltaf er gist á heimili þeirra þegar við, fjölskyldan, komum vestur, og ávallt er þar sama hlýja viðmótið að finna. Ella Magg var að mörgu sérstök. Það var ekki hávaðinn í þessari konu né fyrirgangur. Og hver hefði trúað því að hún ætti eftir tvo daga í sjötugt. Hún var ljós yfirlitum, bjart yfir henni og ákaflega brosmild. Barngóð með afbrigðum, enda búin að taka þátt í uppeldi þeirra margra, þó ekkert ætti hún sjálf. Mér fannst alltaf eitthvert sólskin í andlitinu henn- ar. Hún vra svo snyrtileg og hélt sér svo vel að hún hefði getað verið 20—30 árum yngri. Lömun- arveiki fór að vísu illa með hana árið 1949, en með hjálp góðra manna, m.a. Sigrúnar systur hennar og lækna úti í Danmörku, komst hún svo vel frá sjúkdómn- um, að aldrei varð sjáanlegt síðar, að hún hefði lamast. Aldrei minnist ég þess að Ella

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.