Morgunblaðið - 03.08.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.08.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1979 Minning - Magnús Sig- urðsson frá Miklaholti Fæddur 31. mars 1883 Dáinn 29. júlí 1979 Um áratuga skeið hafa margir séð á göngu vestur á Melum eða vestur í Högum roskinn mann, kvikan á fæti, skarpan í andliti, höfðinglegan á svip og ljúfmann- legan í bragði. Engum, sem ekki vissi deili á, datt í hug, að hér væri aldraður maður á ferð, nú síðustu sex árin maður á tíræðisaldri. Ef til vill verður einhverjum að orði, að hann hafi borið ellina vel. En hæpið er að taka svo til orða. Hann þekkti í rauninni ekki ellina, varð aldrei gamalmenni. Hann lagaði sig að tímanum og hélt reisn sinni til hinztu stundar. Þessi maður var vinur minn Magnús Sigurðsson frá Mikla- holti, sem lézt á Landakotsspítala 29. júlí — 96 ára að aldri. Hann hélt vitsmunum sínum og minni fram í andlátið. Ég þekkti Magnús 28 síðustu árin, sem hann lifði, ekki aðeins á götum úti, heldur á heimili hans, dætrá hans og á heimili okkar hjóna. Sálufélag við hann fannst mér alltaf notalegt. Magnús Sigurðsson fæddist í Stóruþúfu í Miklaholtshreppi 31. marz 1883, sonur hjónanna Guð- ríðar Magnúsdóttur og Sigurðar Kristjánssonar, sem lengst af bjuggu í Syðra-Skógarnesi. Hann kvæntist Ásdísi Sigurðardóttur frá Yztugörðum í Kolbeinsstaða- hreppi 25. nóv. 1909. Ásdís var lærð ljósmóðir með læknishendur auk þess að vera kvenskörungur, mannkostum gædd og góðvild hjartans. Þau Magnús hófu bú- skap í Syðra-Skógarnesi, en flutt- ust að Miklaholti í fardögum 1911. t Miklaholti bjuggu þau 28 ár eða til ársins 1939. Eg er ókunnugur búskap þeirra og lífi þar vestra, en styðst við frásagnir raanna, sem ég tel dómbæra, um það, að Miklaholtsheimilið hafi verið myndarheimili, gestum hafi verið tekið af rausn, meðal annarra kirkjugestum, sem í þann tíð þutu ekki á braut á bílum sínum, um leið og prestur hafði lokið blessun- arorðum, heldur biðu eftir kaffi- sopa. Mér er sagt, að Magnús hafi að eðlisfari ekki verið fenginn fyrir búskap, hugur hans hafi staðið til annars. En hvernig sem því var háttað, munu þau hjón hafa efn- azt allvel á þeirra tíma vísu, og vitanlega hefir húsfreyjan átt þátt í því — ef til vill mikinn. Þetta er engan veginn sagt Magnúsi til hnjóðs. Hann vann jafnframt búskapnum að öðrum málum, átti sæti í hreppsnefnd Miklaholts- hrepps 27 ár og var oddviti hreppsins um tíu ára skeið. Einn sýslumanna Snæfellinga mun hafa sagt, að hann væri tvímæla- laust bezti oddviti sýslunnar. En fjárreiður sveitarfélagsins voru ekki einu áhugamál Magnúsar. Hann hafði yndi af tónlist, lærði á orgel og var organleikari og for- söngvari í Miklaholtskirkju um árabil. Hann var skáldmæltur vel, en auk þess lagasmiður, og hafa nokkur laga hans verið sungin í Ríkisútvarp. Árið 1939 verða þáttaskil í lífi Magnúsar. Hann flyzt til Reykja- víkur. Ég hefi enga trú á því, að það hafi tekið mikið á hann. Hann kunni að laga sig að aðstæðum. Hann var ekki af neinni eðlis- nauðsyn fæddur til þess að eyða ævinni vestur á Snæfellsnesi. Strjálbýlið hélt honum ekki föst- um. Hann gat engu síður búið í þéttbýli. Hann var fæddur heims- ins maður. Þegar til Reykjavíkur kom, gerðist hann starfsmaður ÁTVR og vann hjá þeirri stofnun fram á áttræðisaldur. En alltaf var honum hlýtt til heimahaganna — honum var Ijóst, að hann átti rætur. Þau Magnús og Ásdís áttu forgöngu um endurreisn kirkju í Miklaholti, sem var forn kirkju- staður. Af kynnum mínum af Magnúsi hefi ég trú á, að ræktar- semi við reisn staðarins og sögu hafi átt mestan þátt í þessu mikla framtaki. Þeim Ásdísi og Magnúsi var sex barna auðið. Af þeim komust fimm á legg. Þau voru þessi: 1. Sigurður, f. 6. júlí 1911, kunnastur sem blaðafulltrúi Loft- leiða, tvíkvæntur. Fyrri kona Anna Guðmundsdóttir hjúkrun- arkona frá Stykkishólmi, síðari kona Dýrleif Ármann. 2. Kristín, f. 1. nóv. 1913, d. 13. sept. 1949, gift Gunnlaugi Jóns- syni vélstjóra frá Hrísey. Þau hjón bjuggu lengst af í Siglufirði. 3. Guðríður, f. 9. júlí 1918, kennari. Hún giftist dr. Róbert A. Ottóssyni, sem lézt fyrir 5 árum. 4. Þórður f. 29. des. 1922, kennari í Reykjavík, tvíkvæntur. Fyrri kona var Hrefna Bjarna- dóttir frá Ólafsvík. Þau skildu. Síðari kona er Sigurlaug Sigur- jónsdóttir úr Reykjavík. 5. Ingibjörg, f. 17. apríl 1929, gift Magnúsi Jónssyni frá Mel, fyrr alþingismanni og fjármála- ráðherra, nú bankastjóra Búnað- arbankans. Þeim Ásdísi og Magnúsi tókst að koma börnum sínum til þroska, svo að þau eru öll nýtir þegnar í íslenzku þjóðfélagi. Á barnabörn- unum kann ég ekki tölu. Rúm 20 síðustu árin, árin, sem ég þekkti Magnús bezt, gegndi hann engu skyldustarfi utan heimilis. Þetta er regla í íslenzku þjóðfélagi. En þetta er líka vanda- mál þeim einstaklingum, sem í rata. Mörgum tekst illa að ákveða til hvers þeir eigi að verja tíman- um, þegar ævistarfið hefir hlaupið frá þeim. Þeir veslast upp úr leiða, sem á rætur í skorti á hugðarefn- um. Þessi vandi var Magnúsi auðleystur, eins og ég kem brátt að. Þau Ásdís og Magnús höfðu að því leyti góða aðstöðu, að þau bjuggu á efri árum í sambýli við dóttur sína, Guðríði, og mann hennar, Róbert A. Ottósson. Þetta er mikið menningarheimili og raunar griðastaður systkina Guð- ríðar og náinna ættmenna og vina. Þar ríkti engin lognmolla, alltaf var eitthvað að gerast. Þar var erfitt að láta sér leiðast. Ásdís lezt 6. júlí 1965 og Róbert 10. marz 1974. Að þeim báðum var mikill sjónarsviptir. Þau Magnús og Guðríður héldu áfram að búa í sambýli fram að láti Magnúsar og báru harm sinn í hljóði. Þó að Magnús hefði, eins og rakið hefir verið, að ýmsu leyti góðar aðstæður á efri árum og heilsan væri betri en almennt gerist um fólk á hans aldri, var það vitanlega um fram allt hans eigin skapgerð, sem réð því, að hann bar sinn háa aldur vel og undi lífinu, þótt árum fjölgaði. Magnús var þannig af guði gerður, að hann gat alltaf fundið sér eitthvað til að gera. Hann var sístarfandi. Ég kann ekki að rekja öll störf hans. En ég veit, að hann lá mikið í ættfræðigrúski og skráði ýmsar frásagnir um menn og atburði. Mest af þessu liggur í handriti, vel og snyrtilega frá gengið, tilbúið til prentunar. Hann var afburðaritfær, kunni móður- mál sitt flestum betur, skipulagði efnið af gerhygli og lagði sig fram um, að allt væri satt og rétt, sem hann ritaði. Og dómgreindin var einn ríkasti þáttur í eðli hans. Hennar gætti í ritverkum hans, orðræðum og öllu dagfari. Vand- virkni hans og gagnrýni á sjálfan sig hafa að líkindum valdið því, hve fátt birtist eftir hann. En fleira hafði Magnús fyrir stafni. Hann var tónelskur og lék á orgel til hinztu stundar sér til ánægju, sótti tónleika og samdi lög, eins og áður getur. Þó að Magnús væri ekki hvers manns viðhlæjandi, naut hann mjög samvista við fólk. Hann var höfðingi í lund og lét sér ekki nægja að þiggja annarra boð. Hann hélt vinum sínum veizlur fram á síðustu stund, og var þá ekkert til sparað. Auðvitað naut hann við þetta aðstoðar dætra sinna og sonardætra, ekki sízt Þorgerðar Sigurðardóttur. Það var alltaf tilhlökkunarefni að eiga von á boði til Magnúsar, enda var húsbóndinn hrókur alls fagnaðar, veitull og skemmtilegur í viðræð- um. Hann var samkvæmismaður, sem kunni að halda veizlur, setja á þær frjálslegan svip, svo að allir fóru glaðir og reifir af fundi hans. Um hann mátti segja, sem stendur í Hávamálum: Mildir fræknir menn bazt lifa; sjaldan 8Út ala. Að lokum vil ég senda ástvinum Magnúsar heitins samúðarkveðjur okkar hjóna. Minningin um hann mun lengi lifa í hugum okkar. Halldór Halldórsson. Magnús Sigurðsson, vinur minn, fyrrverandi oddviti í Miklaholti er látinn. Hann var mikill mann- kostamaður. Heilsteyptur per- sónuleiki sem vildi öllum vel, sem til hans þekktu hinn hollráðasti vinur. Það sem einkenndi Magnús, var auk góðvildar, skarpar sálar- gáfur, mikil listhneigð og fræði- mannshæfileikar. Hann var af merku fólki kom- inn, sem gegndi forustuhlutverk- um í sveit sinni. Sjálfur tók hann við þeim arfi og var oddviti í sveit sinni og organleikari við sóknar- kirkju sína um áratugaskeið, auk þess sem kona hans Ásdís heitin Sigurðardóttir var ljósmóðir sveitarinnar. Hann gegndi þessum störfum með hinum mesta sóma. Er hann fluttist til Reykjavíkur 1939 og hóf að starfa hjá Áfengis- verzlun ríkisins, hélt hann áfram að þroska með sér listræna hæfi- leika sína og samdi fjölda söng- laga oftast við eigin ljóð, en Magnús var ágætlega skáldmælt- ur og liggur eftir hann fjöldi ljóða, sem hann orti allt til hins síðasta. Þá má ekki gleyma þeim þætti, þar sem við Magnús áttum mest sam2an að sælda, það var fræði- mannsáhugi hans. Magnús hafði mikla unun af ættfræði og sat löngum stundum á Þjóðskjala- safninu og sótti þangað ekki að- eins fróðleik um sína eigin ætt, heldur safnaði miklum fróðleik um sveitunga sína og samferða- menn og vann mjög vel úr öllum heimildum. Hann skrifaði ágæta æviþætti um ættingja sína og vini. Hafði hann nýlokið viðað skrifa um foreldra sína, einnig ljósmæð- ur í ætt sinni og konu sinnar. Magnús var höfðingi heim að sækja og naut sín þá vel fróðleikur hans og minningar um forna hætti, enda var hann skarpgreind- ur og stálminnugur. Magnús var mjög ern fram til hins síðasta og var áhugi hans ávallt mikill á öllu því sem gerðist kringum hann og var unun að hlýða á skoðanir hans á mönnum og málefnum og var ekki annað að heyra, en þar væri maður á bezta aldri, enda kom andlát hans mér á óvart. Við sem minnumst Magnúsar eigum þar kærkomnar minningar um mikinn mann, sem ávallt skildi eftir sig gleði og ánægju hvar sem hann var eða kom. Sigurgeir Þorgrímsson Fyrir tæpum aldarfjórðungi átti ég því láni að fagna að eignast að einlægum vini Magnús Sigurðsson frá Miklaholti. Þrátt fyrir breytta hjúskaparstétt mína, sem að öðru jöfnu hefði átt að fækka vinafund- um, varð því öfugt farið. Þó að rúm 52 ár skildu okkur að gat engan rennt grun í, sem á samræður okkar hlustaði, hvor væri yngri að árum. Heilsteyptari mann hef ég ekki þekkt og hollráður var hann svo af bar. Hann grundaði vel hugsanir sínar og framsetning slík að fáir voru til andmæla. Minni hans var með eindæmum og held ég helst að hann hafi munað ævi sína alla, í smáu sem stóru, fram á síðasta dag. Fyrir rúmum áratug fór honum að daprast sjónin, svo að hann sá ekki lengur á bók og greindi vart birtu frá skugga. Á þeim árum las ég gjarnan fyrir hann og þá helst afmælis- og minningagreinar, því hann var með ættfróðari mönnum. Þetta var harla einkennilegur lestur. Upplesari þagði oft lang- tímum saman á meðan hann hélt heilu fyrirlestrana um fólkið, sem greint var frá. Um ættir og upp- runa, lífsferil og endalok. Hefði mátt skrifa heilu bókakaflana upp eftir Magnúsi á þeim stundum. Hann tók þá ákvörðun að láta skera upp á sér augun og bjóst hann við, sem aðrir, að það myndi mistakast. En mikil var gleðin á öðrum degi spítalalegunnar, þegar hann ávarpaði undirritaðan, með bros á vör, þessum orðum: „Og ég sem hélt að þú værir miklu fal- legri". Nú var ekki til setunnar boðið í lífi Magnúsar. Hann festi kaup á sinni fyrstu ritvél, þó kominn væri hátt á níræðisaldur og var tekið til við að vélrita upp allar handskrif- uðu ættartölurnar, ásamt tæki- færisljóðum, sem hann hafði ort í gegnum tíðina og mörg dýrt kveð- in. Ótalin eru hlaup hans á þessum árum á milli heimilis og Lands- bókasafns, því það sem á prent fór átti að vera rétt. Þeir sem sáu til ferða hans töldu hann áratugum yngri. Ritvélakost endurnýjaði hann 92ja ára að aldri og mætti hver Verzlunarskólanemi vera fulisæmdur af frágangi hans, enda var snyrtimennsku hans viðbrugð- ið. Sem dæmi um það keypti hann ásamt ritvélinni ný gólfteppi, húsgögn og listaverk eftir færustu málara í íbúð sína. Allt var þetta gert með hugarfari tvítugs ung- mennis. Það eina sem minnti á gamla tíma voru fjölskyldumyndir og gamla orgelið, sem hann lék á sér og öðrum til ánægju. Auk þess að vera hagyrðingur samdi hann lög sem hafa verið flutt oftar en einu sinni í útvarp. I sumar fór ég til útlanda og bað Magnús mig að koma tveim dög- um áður í kaffisopa, en þeir gátu einatt tekið tímanna tvenna. Þar var slegið, eins og svo oft, á létta strengi sem ívaf með alvarlegri málefnum. Þá var ákveðið að gantast smávegis við vini og kunn- ingja og tengja það jólum, en ég náði rétt til að taka í hönd hans á banasænginni, sjá hann brosa og heyra hann af veikum mætti bjóða mig velkominn heim. Þegar ég hraðaði mér út af sjúkrahúsinu kom upp í huga minn, eitt af því sem bar á góma á síðasta kaffifundi okkar. Ósk sem var einlæg eins og allt sem frá honum kom: „Ég vona að ég eigi aldrei eftir að verða gamalmenni." Honum varð að ósk sinni. Sverrir Garðarsson. Þegar góðir menn falla frá, verður jafnan skarð fyrir skildi og því tilfinnanlegra, sem hinn látni hefur verið betri og ástsælli mað- ur og í nánari tengslum við þá, sem eftir lifa. Þessu líkar voru hugsanir mín- ar, þegar mér var tilkynnt andlát Magnúsar Sigurðssonar frá Mikla- holti, en við þann stað var hann jafnan kenndur. Andláthans kom mér mjög á óvænt, þótt undarlegt megi heita, þar eð hann var kominn fjóra mánuði á nítugasta og sjöunda aldursárið. Munu sjálf- sagt margir telja það fjarstæðu- kennt að láta sér bregða við andlátsfregn manns, sem svo var kominn fast fram á grafarbakk- ann, að hver dagurinn gat orðið hans síðasti. En Magnús var ólík- ur flestum öðrum, sem ég hef kynnzt um mína daga. Hann var lífsglaðari en flestir aðrir og naut þess að mega lifa, hlakkaði jafnan til morgundagsins og hefði aldrei getað sagt, að nú dæi hann saddur lífdaga eins og mörgum er tamt að segja. Hann var að vísu orðinn aldrað- ur, en hann var lifandi maður með lífslöngun og jarðlífshungur fram í andlátið. Þó hraus honum ekki hugur við að kveðja þetta líf. Hann var ekki í neinum vafa um áframhald lífsins eftir þetta. Að því mundi koma fyrr eða síðar og þá var að taka því, sem verða skyldi. Þótt hann væri orðinn gamall að árum, var hann engu að síður ungur í anda. Hann hélt öllu sínu, bæði andlegum og líkamlegum ferskleika eða svo gott sem, allt fram að því, er hann lézt að kvöldi þess 29. júlí s.l. Nokkrum vikum fyrir andlát hans, var ég gestur hans og átti með honum langa kvöldstund. Skemmtum við okkur við að rifja upp gamlar minningar frá liðnum dögum. Og svo endaði þetta eftir- minnilega kvöld, að hann fylgdi mér heim ásamt frú Guðríði, sem alla tíð hefur búið undir sama þaki og hann, nema eitt einasta ár. Það var siðasta skiptið, sem við sáumst og sakna ég þess mjög, því að vinátta okkar var bæði góð og löng, hvorki meira né minna en 45 ár. Ég mun aldrei gleyma, hversu mér fannst til um, er ég kom að Miklaholti í fyrsta sinn og hitti hjónin þar. Það var eins og stund- um er sagt, ást við fyrstu kynni eða vinátta, sem fór vaxandi með + Hjartans þakkir tii allra, sem auösýndu okkur samúö og vinarhug viö fráfall og minningarathöfn, Stefóns Árnasonar, Þinghólsbraut 61, Kópavogi. María Sveinsdóttir, Þórólfur Jónsson og systkini hins látna. + Þökkum innilega auðsýnda samúö og vináttu við andlát og útför móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU SIGURGEIRSDÓTTUR, Hamrahlíö 31. Ólafur Geirsson, Páll Geirsson, Erla Geirsdóttir, Björn Bjarnason, Adda Geirsdóttir, Benedikt Sígvaldason, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar og tengdamóöur, MARÍU JÓHANNSDÓTTUR, Heiöavegi 24, Vestmannaeyjum. Trausti Jakobsson, Jessy Friöriksdóttir, Jóhann Ævar Jakobsson, Sólveig Pálsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.