Morgunblaðið - 03.08.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.08.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1979 25 fclk í fréttum + Svisslendingur að naíni Mario Capol, sem rekur einkadýragarð í bænum Bad Ragaz heldur hér á fjórum ljónsungum, sem fæddust í dýragarði hans fyrir skömmu. Ljónynjan er hin rólegasta á myndinni með eiganda sínum. Hún hefur gotið f jórum sinnum áður. Þessir „fjórburar“ eiga allir að fara til V-Þýzka- lands og verða þeir látnir í „opnan“ dýragarð þar í landi. + Þessi glaðlegi maður er örugg- lega ekki þannig á svipinn um þessar mundir. Nú situr hann á bak við fangelsisgrindur í fang- elsi í hafnarborginni Gdansk í Póllandi. en þar var hann dæmd- ur í þriggja ára fangelsi fyrir að reka þar njósnir. Hann var hand- tekinn í janúarmánuði síðastl. Maðurinn sem heitir Sylvester Pucek og er danskur ríkisborg- ari frá því á árinu 1970. — Hann hafði verið í hópi pólskra íþrótta- manna, er komu á sýningarferð til Danmerkur. Þar bað Pucek um hæli sem pólitískur flótta- maður. Hann hefur síðan oft farið til Póliands til að heim- sækja ættingja sína og hann var einmitt í slíkri heimsókn er pólska lögreglan handtók hann. Dönsk yfirvöld reyndu að skerast í leikinn, en þau fengu engu áorkað. Á næstu vikum mun málið verða tekið fyrir á æðra dómstigi. en Pucek áfrýjaði undirréttardóminum. + Fyrir skömmu heimsótti Karl Bretaprins „The Highlands“ — Hálöndin í Skotlandi. Ferðaðist hann þar um í þrjá daga og kom þá við á ýmsum bæjum bænda þar í sveit. — Þótti sjálfsagt að prinsinn tæki til hendi, svona í sumarönnunum. Á þessum bæ hafði hann t.d. tekið þátt í rúningunni, er stóð yfir. Voru honum fengnar rafmagns- klippur. Hér mm má sjá hvar prinsinn bograr yfir einni Há- landa-rollu, er hann sópaði af henni reifinu. — Ekki var þess getið, hvort Karl prins hefði þótt liðtækur rún- ingsmaður, eða ekki. + í ráði er að gera enn nýja kvikmynd um hinn ósigrandi og vopnfima Zorro. — Það er enginn annar en kvikmyndaleikarinn og sjarmörinn George Hamilton, sem fara mun með hlutverk kappans í þeirri kvikmynd, en hana á að taka suður í Mexiko. — Það er þegar búið að sauma búninginn og hér á myndinni má sjá hinn glaðbeitta Hamilton í fullum Zorro-galla með rauða rós milli tannanna. Kvikmyndirn mun verða í heldur léttum dúr. Kvikmyndaleikarinn gerir í því nú að beina gömlu hroll- vekju-kvikmyndunum í nýjan efnisfarveg léttleika og jafnvel er lögð áherzla á glaumgosalega framkomu söguhetjunnar. • Mest seldi tjaldvagn á íslandi. • Svefnpláss fyrir 5—8. • 3 m3 geymslurými fyrir farangur. (Allur viðlegubúnaður fyrir 4—5 manna fjölskyldu). • Traustur og öruggur undirvagn. ísl. hönnun. • Tekur aðeins 15 sek. að tjalda, engar súlustillingar eða vandræði. Allt tilb. um leiö og opnað er. KOMIÐ — SKOOIÐ — SANNFÆRIST. SJÓN ER SÖGU RÍKARI. M Bolholti 4, Reykjavík, sími 91-21945 Nýja línan í matar- og kaffistellum frá Thomas er Holiday. Holiday er sérlega létt og meófærilegt og þess vegna á allan hátt notadrjugt við hvers kyns heimilishald. Leikandi létt og hrífandi, þannig er Holiday alveg eins og sumarfríið á aö vera. Svo vió minnumst á veðrið, — nei veröið, þá er þaó sér- lega hagstætt. Komið og skoðið Holiday.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.