Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. ÁGÚST 1979 Einkennilegt er það, hvernig kyn orða getur sveiflast til og frá, breytist á aldanna rás eða er mismun- andi frá manni til manns, jafnvel í sama byggðarlagi. Tökum til dæmis föl á jörðu. í minni málvitund er þetta orð hvorugkyns, það fölið, og ekki er ráð fyrir öðru gert í þeim orðabókum yfir nú- tímamál, sem mér eru til- tækar. En fyrir nokkru uppgötvaði ég að fjöldi fólks hefur þetta orð í kvenkyni, hún fölin, segir t.d. að hægt sé að rekja sporin í fölinni. Ég kannaði þetta í nokkrum bekkjum, sem ég kenndi, og komst að raun um að menn skiptust að þessu leyti nokkuð jafnt. Þó voru þeir heldur fleiri sem sögðu fölið eins og ég. En viti menn. í fornu máli var orðið föl einnig kvenkyns. Jónas Hallgrímsson kvað: Hóla bítur hörkubál, hrafnar éta gorið, tittlingarnir tína sál; — tarna er Ijóta vorið! Þetta lærði ég ungur, og aldrei hvarflaði annað að mér en gor (hálfmelt fæða í innyflum jórturdýrs) væri einvörðungu hvorugkyns. Eitt sinn hafði nemandi minn þetta orð karlkyns í stíl, gorinn, og ég „leiðrétti" þetta og lét orð falla við hann þess efnis að hann hefði ekki næma máltilfinn- ingu. En hann andmælti og gat sannað mér með óhrekj- andi dæmum að gor var karlkyns í máli margra, að minnsta kosti um norð- austanvert landið. Þetta staðfesti Þórarinn Björnsson skólameistari og ég mátti éta ofan í mig, svo geðslegt sem það ofaníát var. Það er viss- ara að vera varkár og fella ekki dóma fyrr en að vel rannsökuðu máli í bókstaf- legum skilningi. Mörg veit ég orð önnur sem ýmist eru höfð í einu kyni eða öðru, en ekkert dæmi man ég í bili um þríkynja nafnorð annað en mund í merkingunni tími. Menn segja í það mund, í þann mund og um þær mundir, og allt er þetta, að því er ég best veit, talið gott mál og gilt. I sólarljóðum segir: Hörundar hungur tælir hölda oft, hann hefur margur til mikinn; lauga vatn er mér leidaat var eitt allra hluta. Ljóst er af þessu, að hungur er þarna karlkyns, svo sem samsvarandi orð í þýsku er þann dag í dag, og ekki hefur hörund verið hvorugkyns, þegar eignar- fallið er hörundar, mér er næst að halda að það hafi verið kvenkyns. Nú eru þessi orð, hungur og hörund, held ég, alltaf höfð í hvorugkyni. Hörundar hungur mun í Sólarljóðum merkja holdsins lyst eða fýsn, enda mun furmmerking orðsins hörund vera hold. Ef okkur hryllir við einhverju, tökum við stundum svo til orða að okkur renni kalt vatn milli skinns og hörunds. Þröngur er sá vegur og hefði trúlega verið talinn ófær með öllu, ef hörund hefði alltaf haft sömu merkingu ogtíðkastnú: skinn eða húð. í Dagblaðinu 18. júlí s.l. er einn þeirra, sem svarar spurningu dagsins, titlaður vélmenni, líklega að eigin ósk. Meðal annars vegna þessa skrifar mér svo Steinþór P. Árdal í Reykja- vík: „Ég get bara ekki skilið hvaða starfa hann hefur, er hann vélstjóri, bílstjóri, eða hvað starfar maðurinn svo að hann geti borið með heiðri og sóma nafnið „vélmenni"?" Von er að Steinþór spyrji, því að orðið vélmenni mun vera mjög ungt í málinu og mér hefur ekki tekist að finna það í orðabókum. Hins vegar held ég að maðurinn auðkenni sig svo í hálfkær- ingi, en ekki alvöru. Ég held að vélmenni sé tilraun til þess að fá orð sem samsvari robot, en það er komið inn í ensku stytt úr robotnik í tékknesku= þjónn. Af sama uppruna segja bækur þýska orðið Arbeit= vinna og íslenska orðið erfiði. I ensk-íslenskum orðabókum er robot þýtt með gervimaður, en það mun ekki hafa þótt nógu gott og þá hefur einhver, sem ég kann ekki að nefna, búið til orðið vélmenni um þetta fyrir- brigði: mann sem hvorki hugsar né ályktar, heldur puðar áfram sí og æ eins og dauð og sálarlaus vélin, og þykir það að vonum ekki góður kostur. Hlymrekur handan kvað: Þótt hugarkuls greipar mig helspenni og um hjarta mitt ísnapurt élfenni, víst gæti þafl þíðst; hitt er verra sem býðst: að ég hverfist f vanaaljótt vélmenni. Að lokum er aftur komið á framfæri uppástungunni, að narkóman, dópisti, eitur- lyfjaneytandi, sá sem er undir áhrifum svokallaðra vímugjafa, verði nefndur Vímill. MV búöin selur Fjölsviöamæla Ampertangir Megger-mæla Bifreiöa-stillimæla o.m.fl. MV búðin Ármúla 26, Reykjavík. Sími 85052. Fótlagaskór frá Pinto Teg.3754 Litur, beige. Nr. 34—37 verö kr. 12.275- nr. 38—42 verö kr. 13.640- Hrágúmmísólar Teg.3685 Litur, Ijósbrúnir. Nr. 35—37 verð kr. 11.950- nr. 38—41 verö kr. 12.950- Leðursólar og hælar — meó gúmmíplötu Domus Medica sími 18519 Enginn bíll jafnast á við framhjóladrifinn Austin Allegro, ef mlðaó er við verðflokk — og jafnvel þótt litið sé á enn hærri verdflokka. Lítið á allan útbúnaðinn — og dæmið sjálf. Vólin: Fjögurra st rokka 70HÖ SAE. Hitastýrö vifta.sem ásjálfvirkan hátt stjórnar hitastigi vélarinnar. Vinnsluhitastig næst mun fyrr. Þetta dregur úr vélarsliti og minnkar bensínnotkun. Geymslurými: Geymslurýmiö er stórt teppalagt og vel lýst, þar á allur farangur fjölskyld- unnar aö komast fyrlr. Stæröln er 265 lítrar. — Sportlegt útlit: Allegro hefur verió reyndur í sérstökum vlnd- göngum og loftmótstaöan er lltil. Hér eru nokkur atrlöl, sem eru aukakostnaóur I öórum bfl- um, en innifallnn I Allegro: Metallic lakk, vínylþak, litaö gler f alla glugga, gúmmilistar á hllöarnar, svartir hllöarspeglar og sport-hjólkoppar. Og svo er auóvitaó búnaöur eins og bakk- Ijós, upphituó afturrúða, vindlakveikjari, o.m.fl. Fjöórun og hjólaupphengjur Framhjóladrif og Hydragas- fjöórun. Fjöórunarbúnaöurinn þarf sáralftið vióhald. Engir höggdeyfar, sem þarf aó skipta um. Hjólin á hvorrl hlló eru aó hluta tengd saman, en sú tæknl eykur öryggi og þægindi. Tvö- falt hemlakerfi veltiröryggi — aflhemlar meó dlskahemlun að framan. Yfirbyggingin: Rúmgóó fyrir fimm farþega. Ofió sætaáklæði, stillanlegt bak á framsætum. Vönduðinnréttingog mælaboró. Teppi ágólfi. Stjómtæki: í Allegro ertann- stangarstýri, sem trygglrörugg- ari stjórn bílsins og næmari til- finningu fyrir veginum. Án þess aó taka hendur af stýrl er hægt aó ná til Ijósarofa, rofa fyrlr rúóuþurrkur, rúóusprautur og stefnuljós. P. STEFÁNSSON HF. StOUMÚLA 33 - SÍMI B31W 83105 i Höfum kaupendur aö eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS 5. ágúst. Kaupgengi pr. kr. 100,- 1968 1 flokkur 3665,89 1968 2. flokkur 3447,12 1969 1. flokkur 256L33 1970 1. flokkur 2348,84 1970 2 flokkur 1695,19 1971 1. flokkur 1586,89 1972 1. flokkur 1383,46 1972 2. flokkur 1183,78 1973 1. flokkur A 892,95 1973 2. flokkur 822,41 1974 1. flokkur 568,64 1975 1. flokkur 464,96 1975 2. flokkur 354,87 1976 1. flokkur 337,05 1976 2. flokkur 273,70 1977 1. flokkur 254,18 1977 2. flokkur 212,92 1978 1. flokkur 173,52 1978 2. flokkur 136,95 1979 1. flokkur 115,81 VEÐSKULDABRÉF Innlausnarverð Seðlabankans Yfir- m.v. 1 ára gengi tímabil frá: 25/1 '79 2.855,21 28,4% 25/2 '79 2.700.42 27,7% 20/2 '79 2.006.26 27,7% 15/9 '78 1.509.83 55,6% 5/2 '79 1.331.38 27,3% 15/9 '78 1.032.28 53,7% 25/1 '79 1.087,25 27,2% 15/9 '78 770.03 53,7% 15/9 '78 586.70 52,2% 25/1 '79 650.72 26,4% Kaupgengi pr. kr. 100.- 83 74 1 66 62 57 1 ár Nafnvextir: 28%% 2 ár Nafnvextir: 28%% 3 ár Nafnvextir: 28%% 4 ár Nafnvextir: 28%% 5 ár Nafnvextir: 28%% •) Miðað er viö auðseljanlega fasteign Tökum ennfremur í umboössölu veöskulda bréf til 1—3 ára meö 12—281/2% nafnvöxt- um. Höfum seljendur að eftirtöldum veröbréfum: VEÐSKULDABRÉF: Sölugengi pr. kr. 100.- 4 ár gjald. 15/5 Nafnvextir: 14% 48.18 (m/v Áfall. vexti) 5 ár gjald 15/5 Nafnvextir: 10% 29.54 (m/v Áfall. vexti) rargjald. 1/6 Nafnvextir: 10% 40.40 (m/v Áfall. vexti) 7 ár gjald. 1/6 Nafnvextir: 13% 27.07 (m/v Áfall. vexti) * HLUTABREF: Ofnasmiðjan HF. Kauptilboð óskast. MÍRKrriAfiMtféUMi ÍAAftM Hft VERÐBRÉFAMARKAÐUR LÆKJARGÖTU 12 R. (Iðnaöarbankahúsinu). Sími 2 05 80. Vegna sumarleyfa, 16/7—13/8, veröur opiö alla virka daga frá kl. 13—16. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.