Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 5. ÁGÚST 1979 a ASTARÆVINTYRI Játvarður VIII. varð konungur Bretlands við dauða föður síns Georgs V. 20. janúar árið 1936, fertugur að aldri. Hann ríkti aðeins í tæpt ár, skemur en nokkur annar konungur þessa valdamesta konungsveldis heims um aldaraðir. Játvarður VIII. sagði af sér til að kvænast konunni sem hann elskaði. Dagana fyrir afsögn hans hrikti í stoðum brezka konungsveldisins vegna ástar þessa annars vinsæla konungs á óbreyttri amerískri konu, sem var tvífráskilin. Hann f lutti af sagnarræðu sína í útvarpi sem bergmálaði víða um hinn vestræna heim. Þar sagði Játvarður VIII. við þjóð sína: „Þið yitið ástæðurnar fyrir afsögn minni en ég vil að þið skíljið að með þessari ákvörðun hef ég ekki gleymt þjóð minni né konungdæmi sem ég hef reynt að þjóna í tuttugu og f imm ár, f yrst sem prinsinn af Wales og nú í tæpt ár sem konungur. , En þið verðið að trúa mér þegar ég segi ykkur að ég hefði ekki getað axlað þá ábyrgð eða framfylgt skyldum mínum sem konungur án hjálpar og stuðnings konunnar sem ég elska. Ég vil að þið vitið að þetta er mín persónulega ákvörðun og tekin algerlega af mér sjálfum," Játvarð,ur VIII. hélt að kvbldi þessa dags sem hann flutti ræðu sína, nú sem hertoginft af Windsor til ævilangrar útlegðar í Frakklandi, þar sem hans heittelskaða Wallis Simpson beið hans. Við krúnunni tók bróðir hans, hertoginn af York, Georg VI. sem reyndi allt hvað hann gat til að fá þjóðina til að gleyma undangenpum atburðum, þar sem brezka krúnan hafði leikið á reiðiskjálfi vegna ástarævintýris sem hvorki kirkja né veraldleg yfirvóld í Bretlandi gátu samþykkt. Þetta ástarævintýri gleymdist ekki. Það hef ur oft síðan verið nefnt „ASTARÆVINTYRIALDARINNAR" og kannski ekki að ósekju. Nú þegar sjónvarpið er í þann mund að hefja sýningar á fram- haldsmyndaflokki um Játvarð og Wallis Simpson eru liðin rúm fjörtíu ár frá afsögninni. Það er næstum erfitt að gera sér í hugarlund þá spennu sem ríkti meðal brezku þjóðarinnar rétt áður en Játvarður VIII. tilkynnti ákvörðun sína. Þótt almenningur hafi lítið vitað um ástarsamband hans vegna þagnar fjölmiðla kom tilkynningin eins og reiðarslag fyrir marga þá er stóðu nær konungi. Hvorki brezka pressan né vinir hans og ráðgjafar höfðu raunverulega reiknað með þessari ákvörðun. Hvað þá þjóðin öll sem taldi það næstum óhugsandi að konungur þeirra mundi segja af sér vegna konu. Aldrei áður höfðu slíkir vindar blásið um brezku krúnuna eða framtíð hennar verið jafn óviss, jafnvel ekki þegar Viktoría varð ekkja. Síðustu orð Georgs V. föður Játvarðar voru: „Hvernig vegnar konungdæminu?" Játvarður var alla tíð vinsæll — jafnvel þá daga sem hann til- kynnti ákvörðun sína. Hann var mjög ólíkur föður sínum, sem var táknrænn þjóðhöfðingi brezkrar íhaldssemi — jafnvel í einkalífinu hafði virðuleikinn setið í fyrir- rúmi. En Játvarður hafði aðrar hugmyndir um land sitt og krúnu. Hann vildi ýta undir þá þróun að venjan viki úr fyrirrúmi í brezku þjóðskipulagi. Hann vildi færa samfélagshættina í nútímaiegra form. Ásakaði hann ráðherra sína fyrir að vera gamaldags í hug- myndum og framkvæmdum og fannst þeir sýna hálfvelgju í afstöðu til ýmissa þjóðmála sem hann hafði áhuga á. Ráðherrum Þegar hann fór í heimsókn til Glasgow til að skoða glæsiskipið Queen Mary, gleymdi hann ekki um leið að heimsækja íbúa fá- tækrahverfanna. í heimsókn til Austurríkis móðgaði hann yfir- völd kirkjunnar þar með því að heimsækja Karl Marx Hof. Rétt áður en hann sagði af sér heim- sótti hann námuhéruð í Suður- Wales og olli miklum pólitískum usla með yfirlýsingu sinni um að ástandið væri slíkt að eitthvað yrði að aðhafast strax! Afleiðing- arnar urðu þó aðeins þær að vinsældir hans meðal alþýðu manna jukust að mun. Fáir vissu „Hún var ekki falleg. . a Hver var hún? Konan, sem olli því að konungurinn sagði af sér. Lafði Furness sem var ástfangin af Játvarði rak upp stór augu þegar henni varð ljóst að hann var ástfanginn af Wallis Simpson. Wallis, af öllum!" hrópaði lafðin en hún skrifaði löngu síðar, þegar Wallis og Játvarður voru gengin í hjónaband um hvernig Wallis kom fyrir henni fyrir sjónir þegar samband þeirra Játvarðar var að Wallis á barnsaldri í Baltimore. <^ Játvarður flytur afsagnarræðu sína í útvarpi. hans og fleirum fannst Játvarður of hispurslaus í klæðaburði og framkomu og yfirlýsingar hans of opinskáar á tíðum. Játvarður var ekki mjög póli- tískur frekar en faðir hans sem skipti sér lítt sem ekkert af stjórnmálum. En hann sýndi mik- inn áhuga á velferðarmálum og honum ofbauð eymd, atvinnuleysi og fátækt víða í landinu. Bætt kjör þeirra sem minna máttu sín voru honum mikið kappsmál. Af fjöl- miðlum var hann stundum talinn óöruggur með sig, en ákafur og þrjóskur en í heildina litið heill- andi persónuleiki. Hann var „mað- ur fólksins" og vinsælli en flesth fyrirrennarar hans í heimsókn i Kanada 1927, Georg prins, síðar Georg VI., Stanley Baldwin forsætisráðherra og frú, Játvarður prins af Wales. IV. þó að konungurinn átti við mikla erfiðleika að stríða í einkalífi sínu vegna að því er virtist vonlauss ástasambands síns og að hann var nokkrum mánuðum fyrir afsögn sína búinn að taka þá örlagaríku ákvörðun að segja af sér. Storm- urinn skall á við yfirlýsingu Blunts hiskups af Bradford um óæskilegt ástarsamband konungs við amen'sku konuna, sem meðal aimennings vnr óþekkt. ¦¦&W'**rwm:mm ¦ 'twnn' .:Æ* hefjast: „Hún var ekki falleg. Ekki einu sinni sæt. En framkoma hennar var heillandi og kímnigáf- an skörp. Dökku hárinu var skipt í miðju og augun stór og áberandi voru það mest heillandi við útlit hennar. Hún var ekki eins grönn þá og á síðari árum, þótt ekki væri hægt að segja að hún væri feh. Hendur hennar voru stórn'- og þegar hún talaði hreyfði hún þs"r Hunnalega til að leggja áh» mmmmmmmm^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.