Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. ÁGÚST 1979 af York, gæti tekið við krúnunni á sem auðveldastan hátt. Síðasta tilraun til að fá konung til að víkja frá ákvörðun sinni kom frá fjölskyldu hans. Bræður hans reyndu að tala um fyrir honum og Mary drottning sem var ævareið ásakaði Játvarð son sinn fyrir að taka ekki tillit til annars en eigin tilfinninga. 3. desember flúði Wallis til Frakklands vegna þess að aðsúgur var gerður að heimili hennar í London. 8. desember sendi hún yfirlýsingu frá Cannes á þá leið að hún væri tilbúin til að slíta öllu sambandi við konunginn ef það mætti verða til þess að forða honum og krúnunni frá skaða og óhamingju. 10. desember kom konungs- fjölskyldan saman til kvöldverðar þar sem Játvarður undirritaði afsagnarskjal sitt í viðurvist bræðra sinna. 11. desember flutti hann afsagn- arræðu sína í útvarp, sem lauk með orðunum: „Guð blessi ykkur öll! Guð blessi konunginn!" Um kvöldið hélt hann í ævilanga útlegð til Frakklands. Játvarður VIII. heyrði sögunni til. Erkibiskupinn af Kantarborg flutti erindi í útvarp 13. desember þar sem hann gagnrýndi konung fyrir gerðir hans. Sú ræða bitnaði mest á erkibiskupinum sjálfum. Því ekkert fékk breytt þeirri staðreynd að frátöldum hinum ástsæla Bonnie prins Charlie var enginn prins í brezku sögunni eins ástsæll meðal þjóðar sinnar og Játvarður. Hann og Wallis gengu í heilagt hjónaband í júní 1937. Hertoginn af Windsor lézt í París 20. maí árið 1972. Nokkrum dögum síðar flutti Edward Heath forsætisráðherra Bretlands ræðu í brezka þinginu, þar sem hann sagði m.a.: „Það eru konur og karlar víða um land, í Liverpool og námuhéruðum Wales, sem muna í dag minnast hægláts manns sem kom eitt sinn inn í líf þeirra, jafnvel inn á heimili þeirra á erfiðum árum. . . Hertoginn af Windsor sem prinsinn af Wales og einnig sem konungur ruddi leiðina að nútíma- legra konungdæmi, sem nú er í meira samræmi við tíðarandann en álitið var mögulegt að yrði fyrir fimmtíu árum. . .“ Hertoginn af Windsor í Austur- ríki 1937. INBTR'.JKENT OF A9DICATI0N I, Edward the Sightli, ol' Great 9ritain, Ireland, and the British Do<ninions beyond the Seas, King, Efflperor of India, do herehy declare My irrevocable determination to renounce the Throne for Myself and for My descendants, and My desire that ei'fect should be given to this Instrument of / Abdication immediately. In token whereof 1 have horeunto set My hand this tenth day of December, nineteen hundred and thirty six, in the presence of the witnesses whose signatures are subscribed. SICNED AT PORT 3ELVEDERE IN THE PRESENCE OF Afsagnarskjal Játvarðar VIII. Jv Nú þegar sjónvarpsþættirn- ir „Ástir erfðaprinsins“ hefja göngu sína, rifjast upp ýmis- legt, sem um þessi mál hefur veið sagt og skrifað. Þættirnir eru gerðir eftir metsölubókinni „Edward VIII“ eftir Frances Donaidson, en hertogaynjan reyndi árangurs- laust að stöðva útgáfuna, og gafst upp við málshöfðun vegna mjög slæmrar heilsu. Þó fátt væri nýtt í bókinni og hún innihéldi lftið annað en það, sem þegar hafði birst á prenti, um ástir og afsögn kongungs, seldist bókin gffur- lega, eins og áður segir. Nánustu vinum þeirra hjóna, var mjög misboðið með útkomu bókarinnar, og þykir hlutur Hertogaynjan af Windsor frúarinnar þar gerður allt annar en hann var. I henni eru endursagðar ýmsar sögur, sem um þessi mál spunnust, en höf. bætir þó venjulega við, að engar sannanir séu fyrir því, að þess- ar sögur séu sannar, og reynir með því að taka broddinn úr. Þegar hertogaynjunni var sagt, að gera ætti sjónvarps- þætti um ástir þeirra hjóna sagði hún. „það getur þó enginn haft áhuga á þeim málum lengur". En hún komst í mikið uppnám vegna þessa og reyndi að fá þættina bannaða. Það sýnir sig, að enn þann dag í dag, hefur fólk áhuga fyrir þessari ástarsögu, enda ekki á hverjum degi, sem menn afsala sér konungdómi og samþykkja að lifa í útlegð það sem eftir er æfidaga, til að geta kvænst konunni, sem þeir elska. Winston Churchill sagði eitt sinn: „að ást hertogans á konu sinni væri einhver mesta ást, sem um getur í sögunni", og jafnvel móðir hertogans, Mary drottning, varð að viðurkenna,: að ást þeirra væri enginn venju- leg ást“. Hertogaynjan af Windsor er nú orðin 82 ára gömul og farin að heilsu. Hún býr enn í húsinu þeirra í Bois de Boulogne í útjaðri Parísar. í húsinu eru 25 herbergi, og þar er allt með sömu ummerkjum og þegar hertoginn lifði, föt hans hanga enn í skápum og pípurnar eru í „statifi" á borðinu. Frúin er oft sárþjáð, og er hjúkrað dag og nótt, af tryggu starfsliði, sem búið er að vera hjá henni í fjölda mörg ár. Tryggir vinir heimsækja hana og sitja hjá henni, þegar heilsan leyfir. Suzanne Blum, sem er góð vinkona hertogaynjunnar, og hefur verið lögfræðingur henn- ar í meira en 30 ár, segir að mynd sú, sem dregin er upp af hertogaynjunni í sjónvarps- þáttunum og bókinni, sé að sínum dómi, og fleiri náinna vina, alröng. Þeir viti, að hún sóttist aldrei eftir því að verða drottning, né gerði sér vonir um slíkt. Þessir vinir vita, að hún þrábað konung um að afsala sér ekki arfleifð sinni, enda vissi hún sem var, að sér yrði um kennt. Það eina, sem vinunum finnst vera hægt að álasa henni fyrir, er að hún skyldi fara að þeim ráðum, að fara til Parísar á þessum örlagaríka tíma, skilja konung eftir einan og láta hann taka sínar ákvarðanir. Þeir telja að hún ein hefði getað fengið hann til að sitja áfram. Þegar fjölskylda konungs þrábað hann um, að hætta við Wallis Simpson endurtók hann í sífellu; „það eina, sem gildir er hamingja okkar“. Þau eru talin hafa verið ákaf- lega hamingjusöm þessi 35 ár sem þau voru í hjónabandi. Sambúðin einkenndist af gagn- kvæmri ást og virðingu, þau voru ákaflega góðir vinir. Wallis Simpson var kominn nálægt fertugu þegar konungurinn og hún kynntust, hún var tvígift og seinna hjónaband hennar í molum. Maður hennar, Ernest Simpson, átti sér hjákonu, sem hann síðar kvæntist. Édvard VIII varð sem bergnuminn af þessari konu, hún var svo allt öðruvísi og ólík öllum hinum. Hún var bandarísk og ekki alin upp við sömu óttablöndnu virðinguna fyrir konungbornu fólki og Bretar, heldur umgekkst hann eins og jafningja. Hún var hreinskilin, hlýleg og kát, og kom konunginum í kynni við annað fólk, en hann var vanur að umgangast, fólk, sem ekki var á höttunum eftir metorðum eða að hafa annað gagn af kunningsskapnum, heldur voru aðeins vinir, og honum leið vel í návist þeirra. Um Wallis Simp- son sagði konungurinn,: „hún er eina konan, sem ég hef kynnst, sem ég skil og skilur mig“. Þau voru þó ólík að því leyti, að hann var lítið fyrir selskapslífið og það, sem því fylgir, en kaus heldur útilíf golf, veiðar og garðyrkju, en lét eftir henni að fara í, og halda veislur. Honum sárnaði oft skrifin um konu sína, og furðaði sig á að fólki, sem ekkert þekkti hana gerði henni upp orð og athafnir sem ekki höfðu við rök að styðjast. Um það sagði hertogaynjan einu sinni: „það er von að konungsfjölskyldunni sé ekki um mig gefið, jafnvel þó þau trúi ekki nema þriðjungi þess, sem um mig er sagt“. En maðurinn, sem fórnaði fyrir hana konungsríki mat hana mikils og bað þess síðustu árin, að fá að kveðja þennan heim á undan henni því hann gæti ekki afborið að lifa án hennar. Ýmis bréf, viðvíkjandi afsögn konungs, eru komin í hendur sagnfræðinga og munu koma fyrir almenningssjónir fyrr en ætlað var. Upphaflega mun hafa verið ákveðið að þessi bréf yrðu ekki birt fyrr en að her- togaynjunni látinni, en hún mun hafa skift um skoðun eftir útkomu fyrrnefndrar bókar, þar sem aðeins þykir koma fram ein hlið á málinu. Uppstokkun í viðtali við Karl Hauksson VIÐTAL Morgunblaðsins við Karl Hauksson um veru hans í Ananda Marga hefur stokkast upp við frágang blaðsins í gær. Eftir formála á það að byrja í neðstu greinarskilum í fjórða dálki: „Karl sagði...“ Og við greinarskilin Meinlætalíf að halda áfram í upphafi fyrsta dálks: „á Ítalíu hætti ég við að fara til Ind- lands...“ Leiðréttimí á listdómi ÞÁ FÉLL niður eitt orð í mynd- listardómi í blaðinu í gær, sem gjörbreytti merkingu greinarinn- ar. Niðurlagið á að vera svohljóð- andi: Dregið saman í hnotskurn er Septem-sýningin listviðburður, sem fæstir hafa efni á að láta fram hjá sér fara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.