Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. ÁGÚST 1979 þar sem vinir voru kvaddir áður en lagt var af stað til Belfast. Skömmu eftir miðnætti var lagt af stað í niðamyrkri og slæmri veðurspá. Ákveðið hafði verið að fara til Belfast, en þar sem vindur var N-V 6 þ.e.a.s. beint á móti, var stefnan sett á Dublin. Eftir átta tíma siglingu með lélegum gang, rifnaði vinnufokkan og þar sem stórfokkan var of stór fyrir þenn- an vind til að beita uppí, var stefnu enn breytt og sett á Holy- head í Wales. Komumst við þang- að kl. 13.30, 18. júlí. Eftir að skipstjórinn hafði gert við seglið var beðið eftir hagstæðri veðurspá til að fara til Dublin, sem er aðeins í 50 mílna fjarlægð, þvert yfir írska hafið. Eftir tveggja sólarhringa bið eftir hagstæðum byr, gáfumst við upp og lögðum af stað áleiðis til Dublin í norðvestan spá, 6—7 vindstigum. Erfitt er að lýsa sjólaginu á þessum slóðum og eru straumar allt upp í þrjá hnúta, en engu að síður gekk ferðin slysalaust og komum við til skútuhafnarinnar í Howth, sem er rétt hjá Dublin kl. 5 að morgni 21. júlí. Irar lofa bjórverksmiðju til íslands Strax næsta dag var farið á stúfana að finna vini okkar í Bárður, Gunnar og Elías eru hér við stjórn í Crinan Canal. í pistlinum kemur fram að náttúrufegurð er mikil á þessum slóðum. Eftir að komið var gegnum Crinan var lagt af stað til TROON, þar sem mastrið skyldi sett upp og fimmti áhafnarmeðlimurinn kæmi um borð. Til TROON kom- um við kl. 22, 11. júlí og var tilhlökkunin mikil að fá upp mast- ur og reiða, til að geta haldið ferðinni áfram undir fullum segl- um. innfæddra, sem kunnu vel að meta hina einstöku sönggleði íslend- inganna. írlandshafið reyndist erfitt yfirferðar Daginn eftir, 17. júlí, var ákveð- ið að leggja af stað fljótlega eftir hádegi og fóru Gunni og Bári að kaupa kost, áhöfnin beið og beið. Birtust kauðar loks kl. 18, all- hressir, í faðmi skoskra vina með fullan poka af nýrri síld, sem elduð var á íslenzka vísu, og enn dreif af áhafnir úr nærliggjandi skútum. Um kvöldið fjölmenntu sömu áhafnir upp á skútuklúbb, Kristín og Ásthildur eru hér við stýrisvölinn á Irlandshafi. Irlandshafið reyndist erfitt og gerðu þau tvær atiögur áður en tókst að ná áfangastað. Bonny frá ísafirði er þessa dagana á leið til suður- strandar Englands, eða lögð af stað þaðan til Frakk- lands. Blaðinu hefur borist eftirfarandi fréttapistill frá áhöfninni: „Eítir athyglisvert strandhögg í Stornaway var lagt af stað kl. 18.00 áleiðis til Troon. Framan af var leiðindabræla, en birti til með sólskini og blíðu. Þegar komið var hálfa leið gegnum Sound of Mull var skroppið inn á torkennilegan túristastað (sem enginn man nafnið á) til að afla vista. Þaðan var' haldið í sól og sumaryl og komið til Crinan Canal kl. 10 að kvöldi 10. júlí. Crinan Canal er 200 ára gamall skipaskurður, sem byggður var til þess að sleppa við hinn illskeytta höfða Mull of Kirtyre á leið til Clyde-fjarðar. Skipaskurðurinn, sem samanstendur af 16 hliðum er geysifallegur, þar sem ýmist er siglt um grasi vaxna dali eða skógi vaxnar hlíðar. Bonny á ný undir seglum þöndum óhætt að segja að íbúar þessarar gróðursælu og fallegu eyju hafi tekið okkur vel. Vorum við varla lögst að bryggju, þegar okkur var boðið að gerast meðlimir í sigl- ingaklúbb staðarins. Mikið var um að vera um þær mundir, þar sem hin árlega „folkboats" stóð yfir og er hún haldin til skiptis af hinum ýmsu þjóðarbrotum Bretlands. Þegar keppnin var afstaðin var haldið mikið hóf, keppendunum til heiðurs og var okkur boðið sér- staklega til hófsins. Þegar veizlan var yfirstaðin, leist okkur ekki á að hætta við svo búið, þannig að við fórum um borð í Bonny og kyrjuðum íslenzk þjóðlög af mikl- um móð. Fljótlega dreif að áhafnir úr nærliggjandi skútum og voru það einkum Skotar og írar, auk Snemma næsta morgun biðu menn frá Westerly-verksmiðjun- um með mastur tilbúið á hafnar- bakkanum og tók stutta stund að setja það upp. Eftir tveggja sólar- hringa viðdvöl í TROON var lagt af stað seglum þöndum áleiðist til hinna gömlu víkingabyggða á Mön. Að kvöldi næsta dags var lagst að bryggju í Port Erin, þar sem hvílst var næturlangt. Snemma næsta morgun var haldið til Port St. Mary, sem er miðstöð sportsiglinga á eyjunni og er stutt frá höfuðstaðnum Douglas. Er Fréttapistill frá Bonny: Irlandshaf reyndist erfiðara viðureignar en Atlantshafið Chevrolet Malibu Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykiavik Simi 38900 Það má lengi gera góóan bíl betri og nú hefur Chevrolet leikiðþað einu sinni enn f sparaksturskeppni B.Í.K.R. í maí s.l. mældist Malibu eyða 12.16 litrum af bensini á 100 kilómetrum. Þetta er athygl- isverð útkoma nú á tímum síhækkandi bensínverðs. 12.16 lítrar á hundraðið En það er fleira sem gerir Chevrolet Malibu eftirsóknarverðan. Tæknilegur búnaður, aksturseiginleikar, rými og ytri glæsileiki ásamt góðri endingu og lágum viðhaldskostnaði eru þeir kostir sem íslenskir bílakaupendur láta í vaxandi mæli ráða vali sínu. Næst velur þú Malibu, eins og hundruðir ánægðra Malibueigenda hafa gert á undan þér. Til afgreiðslu strax. Sýningarbílar. AUQLVSINOASTOFA SAMBANDSINS ÍMQ El Camino Malibu Classic 2 dr. Malibu Classic Estate Malibu Classic 4 dr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.