Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. ÁGÚST 1979 25 Menningin getur verið dálítiö strembin — þ.e. þegar hún þarf að færast frá talfærunum yfir á fram- kvæmdastigiö. — Loftaröu þessu, Pétur? var eitt sinn spurt af gefnu tilefni. Sú spurning vaknaöi í hugarranni sl. sunnudag, er Gáruhöfundur heim- sótti menningarsetriö í Skálholti, laöaöur þangaö af hljómleikum Helgu Ingólfsdóttur, sem boöaó var aö léki þá á sembal í kirkjunni. Aö njóta listfiutnings svo frábærs lista- manns í andrúmsiofti Skálholts- kirkju, undir áhrifum listaverkanna þar, freistaöi þennan fagra sumar- dag. Og gönguferö meðfram Hvítá gæti á eftir kórónaö daginn. Aö vísu missti undirrituö fyrir aulaskap af hljómleikunum, sem var aó Ijúka í þann mund sem ekið var í hlaö. Úr svip hljómleikagesta á tröppunum mátti þó glöggt sjá, aö rótt haföi verið til getiö um áhrifamátt list- flutningsins. Og þaö hvatti til aö reyna aftur næsta sunnudag. Hvaö um þaö. Vel mátti njóta, þótt tónleikar Helgu væru búnir, enda tók ungur maöur til viö aö leika á orgeiiö og kirkjan og lista- verkin — steindu gluggarnir eftír Geröi og mosaikmyndin yfir altarinu eftir Nínu — standa ætíö fyrir sínu og vekja hughrif. Alltaf hefur mér þótt svoiítiö dapurlegt, þegar komiö er í Skál- holt, hve lítiö viö eigum af menningarverðmætum fyrri tíma á staðnum, sem þó ber einna hæst í menningarsögu þjóðarinnar. Gamli predikunarstóllinn og altariö er allt og sumt, sem í kirkjunni tengist fortíöinni — fyrir utan Pál blessaöan biskup, sem hvílir í kjailaranum, þaö best ég veit. Hann hvíldi þar a.m.k. rótt og ónáöaöi engan nóttina fyrir vígslu kirkjunn- ar, þegar hinn gróöhjartaöi kirkju- vöröur lokaöi okkur tvær kaldar konur af Morgunblaóinu inni hjá honum og lofaði okkur að sofa uppi í turnherbergi, þegar blés um tjaldiö okkar. En úr þessari minja- fátækt hefur veriö reynt aö bæta myndarlega með listaverkum í nút- ímanum. En þarna uröu þessar menningarhugleiöingar fyrir meiri háttar áfalli. Tvair af steindu gluggunum skaddaöirl! Höföu sýni- lega veriö brotnir innan frá með talsveröu höggi, því blýsamsetning- in, svo og stoðir, höföu látiö sig. Og ekki f sama högginu, því annar brotni glugginn er hægra megin í anddyri, en hinn vinstra megin eftir aö inn í kirkjuna sjálfa er komið. Yfir hefur veriö skellt mynstruöum plastplötum. Þaö hefur sjálfsagt veriö nauðsynlegt til hlífðar, þegar óhappiö geröist. Enda handhægt — samskonar plast mátti sjá í gluggum á efri hæö í aöalhúsinu, þegar fram hjá var gengiö. Mér haföi raunar veriö sagt í fyrrasumar, aö þessi listaverk heföu verið brotin veturinn áður. Þegar Fritz Oidtman, sem fram- leiddi gluggana meö listakonunni Gerði, var hér síöla sumars, spuröi ég hann því hvort hann hefði verið beöitir> um aö gera við gluggana í Skálholti. Hann kvaö svo ekki vera. Og við slógum þvi föstu í samein- ingu, aö þá hlyti þetta aö vera einhver vitleysa. Óhugsandi væri aö ekki væri brugöiö skjótt við að bæta slík listaverk, ef óhapp hefði oröió. Enda auövelt, þar sem teikn- ingar eru til, auk glugganna, og sá sem verkiö vann með Geröi til staöar. Og raunar er slíkt alls staöar gert. Verkstæöi Oidtmans er raunar alltaf meö viðgerðir, jafnvel aö reyna að bæta fyrir viögeröir í steindum gluggum í miöaldarkirkjum með nýrri tækni. — Þetta fólk þarf ekki leikhús heldur tugthús. Eithvaö á þá leiö varö nobelsskáldinu aö oröi af ööru tilefni. Og nú, þegar þarna blasti viö, aö þessi þjóö getur ekki einu sinni haldiö viö dýrmætum lista- verkum, sem henni eru gefin af útlendingum — tveir danskir heiöursmenn gáfu gluggana — þá flaug gegn um hugann eltthvaö álíka. Þessi þjóö á líklega ekki skilin listaverk, heldur henta henni einhver önnur tegund af verkjum! Ég segi þjóöin, því þarna í Skálholti krystallast menning þjóöarinnar, í umsjá fulltrúa hennar sem hæst ber, bæöi í kirkjulegu og veraldlegu vafstri — biskupsins yfir íslandi og húsameistara ríkisins. Og í hlaövarpanum skóli, sem hefur menningarkynningu sérstaklega á stefnuskrá sinni. Ofáar menningar- predikanir hafa skv. frásögnum í blöðum — endurkastast frá brotn- um steindu listaverkunum — síöan (Deir voru mölvaöir — á hátíðum, stefnum eöa hvaö þær samkomur allar heita. Það er víst eftir á aö hyggja ekki undarlegt þótt lítiö sé til varðveitt af dýrgripum fyrri alda á íslandi — og sú tíö líklega ekki liðin að þeir fari forgörðum. En hvaö skyldi hafa komiö fyrir gluggana? spyrja menn sjálfsagt. Eóa ætli engin láti sig þaö neinu varöa? Ég gekk út í skólahúsiö til aö fá keypt kaffi, sem þar var selt eftir tónleikana (og fara á snyrting- una, sem reyndist læst), og spuröi heimakonuna, er þar stóö fyrir beina. Hún þekkti sýnilega máliö, en vildi ekki segja mér þaö. Sagöi aöeins að óhapp heföi komiö fyrir. Svo ég hefi enn ekki aöra skýringu en fylgdi sögunni í fyrra, þeirri sem ég ekki trúöi þá, að þarna heföu skólapiltar í Skálholtsskóla komiö viö sögu. Ekki veit ég sönnur ó því, enda ótrúlegt aö skólinn heföi þá ekki séö til þess að snarlega yröi bætt fyrir slík spjöll í skóla, sem hefur uppi menningarviöleitni. Enda haft fyrir satt, aö fordæmi sé virkasta kennsluaöferöin. Og varla hægt að ætlast til aö nemar hafi góöa siöi, ef slíkt er ekki fyrir þeim haft. Óhöpp geta alltaf orðiö, en þau vara ekki í tvö ár óviljandi. Líklega loftum við ekki vel menningunni ennþá, ekki einu sinni þar sem viö tölum mest um hana. Eða eins og Ásgeir heitinn Hjartar- son, leiklistargagnrýnandi, oröaöi það einhvern tíma um frammistööu leikara á sviöinu: Var þung byröi lögö á hans ungu herðar, enda fékk hann ekki viö neitt ráöiö. Menningin — sem í oröabók Blöndals er samsömuö dönsku oröunum dannelse - kultur - civilisation, er víst full þung byrði á íslenskar heröar. næstu 10—20 árum, er allnokkur. Hvar og hvern veg þessi mann- aflsaukning kemur inn í mynd íslenzks þjóðarbúskapar skal hér ekki fullyrt, en benda má á líkur. Stærð fiskstofna og afrakstrar- geta gróðurmoldar setur sjávarút- vegi og landbúnaði nýtingarmörk, sem ekki má yfir fara, ef vel á að vera og hyggindi fá að ráða ferð. Afsetningarmöguleikar búvöru koma og inn í þetta dæmi. Tækni- væðing í þessum atvinnugreinum, sem enn á sér stað og ekki sér fyrir andann á, veldur þvi, að hægt verður að ná þessum nýting- armörkum með æ minna vinnu- afli. Það er því ekki hægt að gera ráð fyrir því að þessar hefðbundnu höfuðstoðir íslenzks þjóðarbú- skapar taki við nema litlum hluta þess viðbótarvinnuafls, sem þjóð- inni bætist fram að aldamótum. Iðnaður, m.a. iðnaður úr hráefn- um hinna hefðbundnu atvinnu- vega, ýmsum jarðefnum, með og ásamt innfluttum hráefnum, verð- ur að taka við bróðurpartinum af þessu viðbótarvinnuafli. Auðlindir jarðvarma og fallvatna (innlendir orkugjafar) auðveida okkur þessa iðnaðarleið inn í næstu framtíð, til að tryggja atvinnuöryggi vaxandi þjóðar og sambærileg lífskjör við næstu nágranna. Þessi iðnþróun þarf m.a. að spanna framleiðslu íslenzks eldsneytis með rafgrein- ingu, þar sem mórinn okkar kem- ur við sögu, og þarf þegar að hefja af fullum krafti könnunar- og undirbúningsstörf með það mark- mið í huga. — Öll stefnumótun gagnvart iðnaði þarf og að taka mið af þessu þýðingarmikla hlut- verki íslenzks iðnaðar á næstu áratugum. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Meðalævi lengist í byrjun þessarar aldar, sem kemst inn á næst siðasta áratug- inn svo að segja handan við næsta húshorn, var meðalævi íslenzkra karla um 45 ár og kvenna 52 ár. Breyttir þjóðlífshættir, aðbúnað- ur, húsakostur, vinnuskilyrði og síðast en ekki sízt heilbrigðisþjón- usta, hafa lengt þessa meðalævi verulega, þann veg, að meðalævi íslendinga er lengri en flestra annarra. Meðalævi karla er nú um eða yfir 72 ár og kvenna 77 til 78 ár. Þessi jákvæða ævilenging bindur þjóðinni margháttaðar skuldbindingar um aðbúnað fólks á efri árum, eftir langan starfsdag þess í þágu samfélagsins. Margt hefur verið vel gert í þessu efni, en fjölmargt bíður framkvæmda. Mjög stórt vandamál er, að sjúkrastofnana er tilfinnanlega vant í sambandi við öldrunarsjúk- dóma. í raun er þessi vöntun mjög íþyngandi fyrir mikinn fjölda heimila og blettur á velm^gunar- samfélaginu íslenzka. Betur þarf og að huga að starfsnýtingu þeirra öldnu heiðursmanna og kvenna, sem enn eiga vinnuvilja og getu, en hefur verið skákað til hliðar af takamrkaðri tillitssemi hinna yngri í þjóðfélaginu. Við megum gjarnan minnast þess að það er gleggsti mælikvarði á menningu þjóðar, hvern veg hún býr að hinum öldruðu í samfélaginu. Þéttbýli — strjálbýli Um aldamótin 1800 bjó þjóðin, eins og hún lagði sig, í sveitum. Þá voru í landi 47.240 manns, þar af 46.760 í strjálbýli en aðeins 480 í þéttbýli. Svo stór var hlutur land- búnaðar í framfæri þjóðarinnar á þeirri tíð — frá landnámi og fram á þá tíð. Um aldamótin 1900 voru íslendingar um 78.500. Þar af voru í strjálbýli 57.400 en 21.000 í þéttbýli, þ.e. ekki þriðjungur heildarinnar. 1950 hefur dæmið heldur betur snúizt við. Þá eru 110.500 manns í þéttbýli en aðeins 31.000 í strjálbýli. 1976 eru þétt- býlisbúar komnir upp í 194.000 manns en strjálbýlisfólk niður í 27.000. Það býr sum sé helmingi færra fólk í strjálbýli á íslandi í dag en var um aldamótin siðustu, þó þjóðinni hafi fjölgað úr tæp- lega 80.000 manns í yfir 220.000. En hlutur landbúnaðar í verð- mætasköpun hefur margfaldast þrátt fyrir fólksfækkunina. Svo er fyrir að þakka tækni nútímans og framtaki islenzka bóndans, sem efnahagslega og menningarlega heldur velli sem einn af helztu burðarásum samfélagsins. Þessi búsetuþróun er hliðstæð því sem gerzt hefur víða um lönd og hefur stuðst við eðlilega fram- vindu atvinnuhátta okkar. Engu að síður má hún ekki ganga öllu lengra í þessa áttina. Framtíðar- atvinnuöryggi í Iandinu og fram- tíðarlífskjör vaxandi þjóðar, til jafns við það sem bezt þekkist í veröldinni byggist á því að nýta tiltækar auðlindir í öllum lands- hlutum sem og auðlindir sjávar umhverfis strandlengjuna alla. Til þess að það megi takast þarf að halda landinu öllu í byggð; lifa í landinu öllu. Um leið og við þurfum að fullnýta auðlindir okk- ar, að hyggilegum nýtingarmörk- um, þurfum við að lifa í sátt við landið — við umhverfi okkar — og auka en ekki rýra þann höfuðstól. sem forsjónin hefur fært okkur upp í hendur af daglegu brauði. Landið kallar Þéttbýlisfólk þarf að ferðast um landið, byggðir og öræfi, til þess að öðlast lifandi tengsl við það, náttúru þess, líf, liti og hljóma. Þörfin fyrir að hverfa aftur til sveitarinnar, sambúðar við land og dýr, býr í okkur öllum. Hesta- mennska er ein leið að þessu marki. Sumarbústaður önnur. Jafnvel kartöflugarður, þar sem þéttbýlisbúinn sér afurðir verða til, svo að segja í höndum sér, veitir fullnægju af þessu tagi. Landið kallar á okkur öll og við svörum þessu kalli í einhverri mynd, eða förum á mis við mikil- vægan þátt þess að lifa lífinu lifandi. Þjóðinni hefur fjölgað og búseta í landinu breytzt. I síbreytileikan- um eru þó nokkur atriði, sem standa óhögguð og höfða til okkar sem einstaklinga og þjóðar á sama hátt og ætíð áður: landið, tungan og sagan. Þau binda okkur þjóðar- böndum, ásamt annarri menning- arlegri arfleifð, þar á meðal við- horfum til lýðræðis, þingræðis og borgaralegra þegnréttinda. Fram- andi alræðisstefnur, skrýddar skrautyrðum, falla illa að íslenzku þjóðareðii. Mestu máli skiptir að lslendingar standi saman sem þjóð, stétt með stétt, að úrlausn vandamála og sköpun betri lífs- kjara, fegurra og heilbrigðara mannlífs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.