Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. ÁGÚST 1979 31 r Attræðisafmæli: Björg Sigurrós J óhannesdóttir Þann 6. ágúst 1899 fæddist stúlkubarn á Höllustöðum í Langadal. Hún var skírð fallegum íslenzkum nöfnum, Björg Sigur- rós. Á mesta annatíma ársins á íslenzkum sveitabæ var hún í heiminn borin. Mér finnst það táknrænt fyrir líf þessarar vin- konu minnar. Störf hennar, eins og sumarsins, hafa verið óslitin önn, unnin í trúmennsku, gleði og samvizku- semi. Foreldrar hennar voru Elísabet Þorleifsdóttir og Jóhannes Hall- dórsson. Ung fór Björg í fóstur til Halldórs afa síns, bónda að Mó- bergi í Langadal og ráðskonu hans Þorbjargar Magnúsdóttur. Naut hún þar ástar og ágætrar um- hyggju öll bernskuárin. Foreldrar Bjargar eignuðust 9 börn, 3 stúlk- ur og 6 drengi. Af þeim eru nú 7 á lífi, heiðurs- og sæmdarfólk, kyn- slóð sinni til sóma og fyrirmynd- ar. Á fyrstu áratugum þessarar aldar voru engin barnaskólar í sveitum landsins. Lögskipað var þó að börn lærðu að lesa og skrifa. Heimilin önnuðust það starf. Far- kennarar voru ráðnir 2—4 mánuði vetur hvern til frekari kennslu- starfa. Beztu heimili sveitanna voru valin til að annast skóla- starfið. Börnin gengu á þessa staði. Björg gekk daglega frá Móbergi að Geitaskarði. Þessi leið er klukkutíma gangur,- Ötul og ánægð naut hún ásamt öðrum börnum í sveitinni, þessarar fræðslu, þó oft væri erfitt að ganga í snjó og misjöfnum veðrum fram og til baka. Ung fór Björg til Reykjavíkur og lærði þar fatasaum og hann- yrðir. Að loknu námi kenndi hún á Blönduósi á vegum kvenfélaga- sambands Norðurlands. Um margra ára bil sótti hún lista- verka- og handavinnusýningar. Hún hafði næmt auga fyrir allri fegurð. Síðan miðlaði hún nem- endum sínum og öðrum af brunni smekkvísi og fegurðar. Haustið 1940 urðu tímamót í lífi Bjargar. Þá var starfandi hús- mæðraskóli að Staðarfelli á Fells- strönd. Honum stjórnaði þá Ingi- björg Jóhannsdóttir frá Löngu- mýri í Skagafirði. Til skólans réðist Björg sem hanndavinnu- kennari. Þetta varð hamingja beggja þessara ágætu kvenna. Leiðir þeirra hafa síðan legið saman í nærfellt 40 ár. Gamalt máltæki segir: „Maður- inn hugsar, en Guð ræður". Sam- band Bjargar og Ingibjargar og samvinna, hafa verið þrungin kærleika og órjúfandi böndum skilnings og fórnfýsi. Ingibjörg flutti skólann frá Staðarfelli til föðurleifðar sinnar að Löngumýri í Skagafirði. Björg fluttist þangað líka. Þar störfuðu þær áfram við að fræða og leið- beina ungum stúlkum meðan heilsa þeirra leyfði. Björg skildi nemendur sína, lét ekkert tækifæri ónotað til að móta og þroska til góðs meðfædda hæfileika þeirra. Ungu stúlkurnar í skólanum eignuðust vináttu hennar, leituðu til hennar bæði á gleði- og erfiðleikastundum. Hún skildi þær, gladdist með þeim glöðu og hughreysti hinar, sem þess þurftu. Barngóð var Björg með afbrigðum. Húsmæðraskól- arnir kenna það, sem verðandi húsmóðir og móðir þarf að kunna. Á hverju vori, við skólaslit, var handavinna nemenda Bjargar sýnd. Einnig vefnaður. Sýningin var frábær. Margir fagrir og vel unnir munir, fatnaður, prjón og margvíslegar hannyrðir. Það var ótrúlegt, hvað stúlkurnar höfðu unnið yfir veturinn með öðru námi og störfum. Guð sendi Björgu Sigurrós út í leik lífsins gædda mörgum dýrmætum kostum. Nemendur hennar og fjölmargir aðrir, sem hafa átt því láni að fagna að kynnast henni persónu- Þórarinn Vilhjálms- son 75 ára á morgun Á morgun hefur móðurafi minn, Þórarinn Vilhjálmsson, lifað í þrjá aldarfjórðunga. Hann er af þeirri kynslóð, sem hefur lifað tímana tvenna hér á landi, við mikla fátækt í upphafi aldar og síðar við velmegun. Við unga fólkið, sem erum að vaxa upp í dag, eigum kynslóð hans allt að þakka, það, sem við njótum góðs af í dag. Hún hefur eytt mörgum ævidögum sínum, starfsþreki og orku í þágu afkomenda sinna, sem seint eða aldrei verður þakkað til fulls. Þórarinn afi, eins og við barna- börnin köllum hann, er fæddur 6. ágúst 1904 í Keflavík og voru foreldrar hans Vilhjálmur Bjarnason sjómaður og Guðný Magnúsdóttir. Afi var einn ellefu systkina, en aðeins fimm eru eftir á lífi. í þá daga, þegar hann var að alast upp, tíðkaðist það að hugur ungra manna leitaði snemma á sjóinn. Afi byrjaði sjómannsferil sinn á síldarbátunum, en 18 ára gamall réð hann sig á togarann Ránina, var þar í skamman tíma og fór svo á Otur. Haustið 1924 stóð afa til boða hásetastaða á gufuskipinu Vest- mannaeyja-Þór, sem þá var björg- unarskip, en gætti jafnframt land- helginnar að hluta til. Þáði hann plássið og var það upphafið að 15 ára sjómennsku í þágu Landhelg- isgæslunnar. Tveimur árum síðar, þá tuttugu og tveggja ára að aldri, kvæntist hann fyrri konu sinni, Guðmundu Gísladóttur frá ísafirði. Ári síðar klipptu örlögin á hamingju þeirra og dó kona hans af barnsburði ásamt eina barni þeirra. Ekkju- maður varð því afi talsvert ungur. Sama ár réðst hann á varðskipið Oðin sem háseti og skytta. Hann fór til Noregs ásamt fleirum að sækja skipið nýtt úr smðum og tók skyttupróf á fallbyssuna á sigling- unni heim til íslands. Afi varð með fyrstu mönnum á íslandi, til að taka sh'kt próf og var fyrsti Islendingurinn, sem tók við fall- byssunni á Óðni, eftir að danskur maður hafði verið á henni um nokkurn tíma. Fallbyssu þessa þurfti oft að nota í baráttunni við landhelgisbrjótana og þurfti afi óspart að skjóta fyrir framan þau skip, sem neituðu að stöðva. Árið 1930 kvæntist Þórarinn afi seinni konu sinni, ömmu minni, Guðrúnu Georgsdóttur. Þau eign- uðust sjö börn og ólu upp einn fósturson, en síðar eftir lát hennar gekk afi öðrum dóttursyni sínum í föður stað. Eftir níu ára þjónustu á Óðni flutti hann sig í varðskipið Ægi og var þar í fjögur ár, en þá hætti hann allri sjómennsku til að geta verið nær fjölskyldu sinni, því lítið var um frí á þessum skipum vegna mikilla anna. í Slippnum í Reykjavík vann hann í ein 30 ár við ýmiss konar störf. Eftir að hann lauk þar störfum, var hann kosinn heiðursfélagi í Starfsmannafélagi Slippsins. Margt hefur hann afi afrekað á sinni ævi, sem er í frásögur færandi. Meðal annars tók hann á móti elsta uppeldissyni sínum í fæðingu og sú reynsla hans varð til þess að nokkrum árum síðar tók hann einnig á móti öðru barnabarni sínu, og þá var það ég sem skreið í heiminn. Hefði afa ekki notið við í því tilviki, er hætt við að ég hefði aldrei notið þess að sjá sólina rísa upp og setjast. Þessi fæðingarhjálp hans var að- eins framkvæmd í neyð vegna aðstæðna. Atburður þessi gerir tengsl okkar afa sterkari fyrir bragðið, þar sem ég á honum lífgjöf mína að þakka. Eftir lát ömmu minnar hélt afi heimili með elstu dóttur sinni og uppeldissyni og hafa þau reynst honum ákaflega vel. Árið 1974 fluttist hann á Sjómannaheimilið Hrafnistu í Reykjavík og dvelur hann þar enn i hópi gamalla sjómanna, sem allir hafa átt sömu starfsævi, átt í sama stríði við stórsjó og storma og hvergi gefið eftir, þjóðinni til farsældar, en mikillar fórnfýsi. Þórarinn, afi minn, er ávallt reiðubúinn að miðla hverjum manni fróðleik um kaup og kjör sjómanna hér fyrr á árum, sem vill hlusta. Hann kann frá mörgu skemmtilegu að segja, og þykir mér gaman að hlusta á frásagnir hans. Iðulega situr hann við her- bergisgluggann sinn og horfir út á spegilsslétt Sundið og leitar hugur hans þá gjarnan aftur í tímann, þegar hann var ungur og stæltur og tók á við öfl hafsins. Hann fylgist af athygli með öllum skipa- ferðum og sýnir það hve sjó- mannsblóðið er ennþá ríkt í æðum hans. Þórarinn afi á 47 afkomendur. Á þessum merku tímamótum í lífi hans vil ég færa honum okkar hjartanlegustu afmæliskveðjur og megi góður Guð blessa hann um ókomin ár. E.I. lega, eiga vináttu hennar, hafa notið glaðværðar hennar og tryggðar. Við erum innilega þakk- lát fyrir það, sem hún hefur miðlað okkur af auðlegð anda síns. Haustið 1967 fluttu þær Ingi- björg og Björg til Reykjavíkur og hafa síðan búið að Reynimel 22. Þar hafa þær búið sér heimili í ellinni. Fegurð og smekkvísi má þar hvarvetna líta. Augað sér, en andinn skynjar áhrifin, sem þar ríkja. Oft er gestkvæmt hjá þeim. Á móti öilum er tekið með brosi á vör og orðum, sem verma og þegar kvatt er, fylgja áhrif samtals, sem bæði getur verið alvarlegs eðlis og glaðvært, aldrei annað en gott og ógleymanlegt. Guð hefur falið Björgu og Ingi- björgu mörg „pund“ til að ávaxta. I ófullkomnum dómum mínum virðist mér, þegar ég hugsa til þeirra mörgu og gæfuríku starfs- ára, að þær hafi skilað ævistarfi sínu með prýði. Ellin sækir að þeim. í heitri og einlægri trú á þann eina sem öllu ræður, bíða þær glaðar og öruggar eftir því kalli, sem enginn fær umflúið. Guð leggur aldrei þyngri byrðar á trúarbörn sín, en þær sem hann gefur þeim andlegt þrek til að bera. Ég þakka þessum elskulegu vinkonum mínum fjölmargar og ógleymanlegar samverustundir, sem allar hafa verið mér til blessunar. „í trú og trausti á Guð skal okkar styrkur vera“. Sesselja Konráðsdóttir Sigtryggur Jörunds- son Isafirði sjötugur Sigtryggur Jörundsson, Silfur- götu 8, Isafirði, verður 70 ára 5. ágúst. Hann er fæddur á Flateyri en flutti með foreldrum sínum, Sigríði Arnadóttur frá Aðalvík og Jörundi Ebeneserssyni frá Grunnavík, að Áifadal á Ingjaldssandi 5 ára gamall, þar sem hann bjó til 1930 að hann flutti til Isafjarðar, þar sem hann hefur búið síðan. 1934 kvongaðist hann Hjálmfríði Guðmundsdóttur og eiga þau hjónin því 45 ára hjúskaparafmæli 1. desember n.k. Hjálmfríður er dóttir hjónanna Guðmundar Jónssonar pósts og Önnu Jónsdóttur, en þau eru bæði ættuð úr Breiðafirði. Hún er fædd í Súgandafirði 19. ágúst 1914, svo hún verður 65 ára 19. ágúst n.k. Sigtryggur og Hjálmfríður eign- uðust 12 börn og eru 10 þeirra á lífi. Þessi duglegu hjón hafa af eljusemi og kostgæfni komið til manns stórum og mannvænlegum barnahópi, þrátt fyrir takmörkuð efni. Víst er að ísfirðingar senda þeim hugheilar hamingjuóskir á þessum tímamótum í lífi þeirra. Úlfar. Fóstrur telja mjókk- un Safamýrarinnar auka slysahœttuna „ÉG SÉ ekki annað en þetta valdi aukinni slysahættu en sjálfsagt hefur tilgangurinn með þessu átt að vera annar. Annað er lfka að mér finnst að það hefði mátt ræða við okkur, sem her störfum, áður en farið var út í þessar framkvæmdir,“ sagði Elsa Theodorsdóttir, for- stöðukona á leikskólanum Álftaborg við Safamýri. Að und- anförnu hefur Safamýrin verið mjókkuð. þannig að nú er ekki unnt að leggja bifreiðum nema við heimreiðar húsa í götunni. Umferð er áfram leyfð í báðar áttir um Safamýrina. Elsa sagði að hrein vandræði sköpuðust þegar foreldrar væru að sækja börn og koma með þau á leikskólann, því þeir þyrftu að leggja bifreiðum sínum langt frá og helst væri að finna bílastæði inni í húsagötum. Foreldrarnir yrðu að ganga langar vegalengd- ir með börnin að og frá bílum sínum og það ylli aukinni slysa- hættu. Við leikskólann sjalfan yrði einnig umferðarhnútur en gatan væri það þröng að lítið mætti útaf bera svo ekki yrðu þarna árekstrar og hættulegt væri að vera með börn þarna innan um bílana. „Ég er ekki sátt við þetta og við höfum þegar haft samband við okkar yfirmenn og beðið þá að óska eftir skýringum á því hvað ráði þessari breytingu. Ef tilgangurinn hefur verið að draga úr slysahættu hér í göt- unni, þá held ég að þeir hefðu átt að haga þessum aðgerðum með öðrum hætti,“ sagði Elsa. SAFAMÝRIN MJÓKKUÐ — Að undanförnu hefur verið unnið að því að mjókka Safamýrina og má á myndinni sjá hvar búið er að steypa kantstein út á götuna en eftir er að fylla upp innan kantsteinana. Á myndinni má sjá foreldra sækja börn sín á leikskólana Álftaborg. Ljósm.: Mbl. Ól. K.Mag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.