Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 5. ÁGÚST 1979 „Hvað ungur nemur, gamall temur“ Spjallaö viö unga og aldna viö verslunarstörf í Reykjavík Þaö þarf víst ekki aö minna marga á aö um þessa helgi er verslunarmannahelgin, því aö auglýsingar fjölmiölanna undanfarna daga hafa án efa séö um þaö. Á síöustu árum hafa átt sér staö miklar breytingar í verslunarháttum landsmanna, því „kaupmaöurinn á horninu“, eins og hann er oft kallaöur, viröist í auknum mæli vera aö víkja fyrir stórverslununum. Sem betur fer eru þeir þó ekki allir horfnir og í tilefni af verslunarmannahelginni þótti blm. Mbl. vel viö hæfi aö spjalla viö nokkra þeirra. Til gamans ræddum viö einnig viö ungt fólk, sem viö fundum viö afgreiöslustörf í nokkr- um verslunum. Allir vita þó aö þaö er unga fólkiö, sem erfa mun landiö og hver veit nema þarna kunni aö leynast dugandi kaupmenn framtíöarinnar. í flestum tilfellum var þaö svo aö unga fólkiö var aö hjálpa til í búöinni hjá mömmu og pabba, eöa jafnvel ömmu og afa, sagðist þaö vera aö vinna sér inn pening fyrir veturinn, en mjög erfitt væri fyrir krakka á þess aldri aö fá sumarvinnu. Einnig sögöu þau aö gott væri aö kynnast verslunarstörf- um, því vissulega mætti margt gott af þeim eldri læra. Þar sannast því máltækið „hvaö ungur nemur, gamall temur“. Vidtöl: Aðalheiður Karlsdóttir Ljósm.: Ól. K.M. og Kristinn r Gunnar Jóhannsson virtist svo sannarlega kunna réttu handtökin við afgreiðsluna, þótt hann sé ungur að árum. Hér sést hann hagræða ferskjukassa. yyBeira en að Rœtt við Gunnar Gunnar Jóhannsson heitir 15 ára fjörlegur strákur, sem vinnur hjá pabba sínum í versluninni Þrótti. Sagði hann að þetta væri þriðja sumarið, sem hann væri þarna í búðinni, en sér þætti þessi vinna hundleiðinleg. „Ég geri þetta bara til að vinna mér inn pening, en ég held þó að það sé jafnvel betra að tína ánamaðka. Allavega græði ég meira á því. En það er bara hægt að tína maðkana þegar það rignir, svo mín vegna mætti rigna allt sumarið." Ekki vorum við nú viss um að allir landsmenn væru sammála „Mestgaman að afgreiða miðaldra fólk ” Spjallað viðSiggu í biðskýlinu við Bústaðaveg „Hvað ætlarðu að fá?“ var það fyrsta sem hún Sigga í biðskýlinu við Bústaðaveg sagði er við litum inn til hennar í vikunni. Sigga, eða Hrefna Sigríður Sverrisdóttir eins og hún heitir fullu nafni, er níu ára brúneygð og fjörleg hnáta og hefur hún afgreitt í biðskýlinu frá því hún var sjö ára og gefur fullorðnu afgreiðslufólki ekkert eftir. Hún er eldsnögg að finna til það sem viðskiptavinurinn biður um og leggur saman og gefur til baka eins og ekkert sé. Vakti þetta furðu blaðamanns og ákvað hann því að spjalla svolítið nánar við Siggu. „Amma mín á sjoppuna og ég byrjaði að hjálpa henni þegar ég var sjö ára. Smátt og smátt fór ég að læra á þetta allt saman og gat farið að vera ein. Nú vinn ég á morgnana þegar ég get og finnst þetta alveg ágæt vinna," sagði Sigga um leið og hún raðaöi nokkrum glerjum í kassa, því hún var ekkert á því að iáta blaða- menn trufla sig. „Oftast er nú ekkert mikið að gera, þó er mikið verslað á föstu- dögum og sunnudögum. Skemmti- legast finnst mér að afgreiða miðaldra fólk, en ég veit eiginlega ekki af hverju, það er bara skemmtilegast," sagði Sigga hlæj- andi. Er við spurðum Siggu hvort það væri ekkert erfitt að leggja saman þegar fólk keypti mikið kvað hún blátt nei við. Einnig sagði hún að það væri enginn vandi að gefa til baka þegar einu sinni væri búið að læra á þetta alit saman, því það kæmi allt með æfingunni. En Sigga er líka kjarnorkukona og fékk níu í reikningi í skólanum, svo það hjálpar kannski. Sagði Sigga að fólki þætti oft skrýtið að hún væri svona lítil að afgreiða og spurði stundum hvort ekki væri einhver fullorðinn nál- ægt. „Já, ég gæti vel hugsað mér að verða búðarkona, þegar ég verð stór,“ sagði Sigga með áherslu er við lögðum fyrir hana þá spurn- ingu. „Allavega finnst mér mjög gaman að afgreiða og langar eklkert til að hætta í sjoppunni." Peningakassinn hjá honum Magnúsi í öldunni á lítið skylt við nútíma rafmagnspeningakassa. „Kappsmálið var að verða „Ég byrjaði að vinna við versl- unarstörf þegar ég var strákur á fermingaraldri," sagði Magnús Kr. Guðmundsson í versluninni Öld- unni á Öldugötunni, en margir vesturbæingar kannast án efa við þá verslun, því nú eru um tuttugu ár síðan Magnús byrjaði að versla þar á horninu. „Ég man eftir því þegar ég var að sendast út um allan bæ á sendisveinahjólinu, með olíubrúsa á stýrinu hjá mér og hveitipoka á brettinu framan á,“ sagði Magnús er við litum inn til hans í vikunni. Aðspurður sagði Magnús að margt hefði breyst í verslunar- háttum landsmanna, frá því hann fór fyrst að starfa við verslun. „í gamla daga voru rólegheitin og viðskiptavinirnir höfðu tíma til að spjalla við mann. Þá var allt vigtað upp úr skúffum, eftir ósk- um viðskiptavinanna, en nú er allt pakkað og það eina sem gera þarf er að raða innpökkuðum vörum upp í hillurnar, þar sem þær eru geymdar, þangað til þær eru keyptar. Gömlu skúffurnar eru hérna ennþá og þótt þær séu ekki notaðar á sama hátt og áður, minna þær á gamla tíð,“ sagði Magnús um leið og hann opnaði nokkrar skúffur, sem augljóslega gegndu nú öðru hlutverki, en þær höfðu upphaflega verið smíðaðar til. Er við spurðum Magnús álits á stórverslununum, sem nú eiga auknum vinsældum að fagna, þagði hann um stund og horfði hugsandi fram fyrir sig. Er hann tók til máls á ný, sagðist hann vel geta viðurkennt að sér þætti mjög gaman að koma inn í slíkar verslanir, því þar væri svo margt að skoða og til þess þyrfti mikinn tíma. „Hér er fólk alltaf að flýta sér. Það hendist inn og kaupir einn og einn hlut eftir hendinni, en fer síðan þegar það hefur tíma í stóru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.