Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. ÁGÚST 1979 r „Hvað ungur nemur, gamall temur“ „ Viðskiptavinirnir stundum kröfuharðir” Spjallað við Illuga Eysteinsson, ungan og efnilegan sölumann Illugi Eysteinsson viÖ afgreiðslu störf. Illugi Eysteinsson byrjaði í vor að afgreiða í versluninni Vegamót, en þótt hann sé nokkuð hár í loftinu, er hann ekki nema fjórtán ára. Sagðist Illugi hafa unnið áður sem sendill, en kynni ágætlega við sig í afgreiðslunni. „Þetta er prýðisvinna á meðan viðskiptavinirnir eru ekki of kröfuharðir. Sumir gera sér enga grein fyrir því að ég er óvanur og heimta og heimta. Eg reyni þó að gera mitt besta, enda fæ ég ágætiskaup," sagði Illugi. Aðspurður sagðist Illugi vel geta hugsað sér að verða kaup- maður, því honum hefði verið hrósað fyrir að vera góður sölu- maður og það þætti víst kostur í kaupmannastétt. „Annars er ég frekar að hugsa um að gerast einhvers konar fræðingur. Það gæti til dæmis vel komið til greina hjá mér að lesa jarðfræði eða annað í þá áttina, því öll útistörf eiga vel við mig,“ sagði Illugi um leið og hann gaut augunum út um gluggann þar sem sólin skein. Sagði Illugi að mjög erfitt væri fyrir stráka á hans aldri að fá vinnu við sitt hæfi og eina leiðin væri að leita fyrst til ættingja og vina. „Ef það gengur ekki, þá verður að sætta sig við unglingavinnuna, en eiginlega er ég of gamall til þess að fara í unglingavinnuna, því kaupið er svo lélegt að það mundi engan veginn nægja mér í vetur,“ sagði Illugi og virðist nú orðinn órólegur, því það er mikið að gera og frammi bíður full búð af viðskiptavinum. Góðir sölu- menn láta slíkt sjaldan fram hjá sér fara og við viljum því ógjarnan tefja Illuga lengur. „Það varmeira prang að ígamla daga ” Spjallað við Sveinbjörn íFatabiíðinni „Það var meira prangað í gamla daga," sagði Sveinbjörn í Fatabúðinni, er við litum inn til hans í vikunni. Dótturdóttir hans, Svava Mathiesen, sagðist vel geta hugsað sér að gerast búðarkona, en hún hjálpar nú afa sfnum f búðinni. Gœti vel hugsað mér að verða búðarkona ” — Rætt við Svövu Mathiesen, sem hjálpar afa sinum íFatabúðinni „Það eina sem okkur býðst er unglingavinnan, eða þá að gæta barna og er það ágætt út af fyrir sig,“ sagði Svava. „Mér finnst þó miklu skemmti- legra að vera í búðinni," bætti hún við um leið og hún sneri sér að næsta viðskiptavini og spurði hvort hún gæti aðstoðað. Viðskiptavinurinn hélt nú það, og setti það alls ekki fyrir sig að afgreiðsludaman var ekkert sér- lega há i loftinu. Svava stóð líka með sóma og svaraði fyrirspurn- um viðskiptavinarins á fagmann- legan hátt um leið og hún sýndi honum marglit tvinnakefli. Svava Mathiesen, þrettán ára lagleg hnáta, hjálpar afa sínum í fatabúðinni þessa dagana og sagðist hún kunna ágætlega við sig á bak við búðarborðið. „Mér finnst mjög gaman að afgreiða fólk og gæti vel hugsað mér að verða búðarkona," sagði Svava er við spurðum hana um starfið. „Ég er þó bara rétt að byrja' á þessu og hjálpa af svona af og til, þegar ég hef tíma.“ Sagði Svava að mjög erfitt væri fyrir stelpur á hennar aldri að fá vinnu því ekki væri mikið framboð af vinnu við þeirra hæfi. „Ég er þó þeirrar skoðunar að það taki fjögur ár að verða góður verslunarmaður. Það er líka mjög erfitt að afgreiða í vefnaðarvöru- verslun og ég tel það varla kvennmannsverk, því bera þarf þunga stranga á milli og koma þeim fyrir uppi í hillum og annað slíkt, sem hver sem er ræður ekki við.“ Margar verslanir hafa sett svip sinn á Reykjavíkurborg undanfar- in ár og áratugi og er Fatabúðin ein þeirra. Sagði Sveinbjörn Árna- son að bráðum væri liðin tuttugu ár frá því hann tók til starfa í Fatabúðinni, en áður hefði hann starfað í fjörtíu ár í Haraldarbúð, sem eldri borgarbúar munu sjálf- sagt eftir úr Áusturstræti. Sveinbjörn hefur því samtals starfað við verslunarstörf í um það bil sextíu ár og sagði hann að á þeim tíma hefði margt breyst. í gamla daga var allt afgreitt yfir búðarborðið, en í dag færist það stöðugt í vöxt að fólk afgreiði sig sjálft í verslununum. Þegar ég byrjaði sem afgreiðslumaður mátti ekki víkja frá viðskiptavin- inum fyrr en hann hafði lokið erindi sínu, og þótt maðurinn við hliðina væri að spyrja um eitthvað mátti ég ekki svara honum, nema með leyfi þess, sem ég var að afgreiða þá stundina. Nú er þetta allt orðið mun frjálsara." Sveinbjörn sagði ennfremur að vöruvalið í verslunum hefði aukist mjög mikið frá því hann mundi fyrst eftir sér og eins allur aðbúnaður. „Fólkið sem verslar hefur ekki eins mikla vöruþekkingu og áður, sem er kannski eðlilegt, þar sem vöruúrvalið hefur aukist svo mik- ið. Áður fyrr var einungis hægt að velja á milli þrenns konar efna, silki, ullar og bómullar, en á síðari árum hafa margs konar gerviefni bæst við. Það var líka miklu meira prangað í gamla daga, því fólk hafði mun minna af peningum og þurfti að velta fyrir sér hverri krónu. Unga fólkið í dag hefur svo mikil fjárráð að það kaupir bara hlutinn, ef hann lítur vel út, en engu máli skiptir hvort hann sé handónýtur." Sagði Sveinbjörn, að hann væri mjög ánægður eftirá að hafa farið út í verslunarstörf, en í rauninni hefði tilviljun ein ráðið því. „Maður reynir bara að gera sitt besta í því starfi sem maður tekur sér fyrir hendur hverju sinni og þá gengur þetta allt saman," sagði Sveinbjörn um leið og hann hag- ræddi nokkrum skrautlegum efn- isströngum. TnrrrrrrrT t ~ r. ar. ir m Skri, Til leigu við Upplýsingar ii! ! B-1 KlSiisiii fstofuhúsnæði Hlemmtorg ■ veittar á skrifstofum okkar. Allt á sama Stað Laugavegi 118-Símar 22240 og 15700 EGILL VILHJÁLMSSON HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.