Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. ÁGÚST 1979 Elglnmaður minn, faöir, tengdafaöir og afi, VALDIMAR A. VALDIMARSSON, Furugeröi 1, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, miövíkudaginn 8. ágúst kl. 13.30 e.h. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag íslands. Agústa Valdimaradóttir, Jóna Valdimaradóttir, Valgeröur Valdimarsdóttir, Asgeir Valdimarsson, Gísli Valdimarsson, Valdimar A. Valdimarsson, Kristín Valdimarsdóttir, Aöalsteinn Valdimarsson, Anna Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Steindór Guómundsson, Gunnar Snorrason, Albert Magnússon, Sigríöur Péls. Elsa Þórólfsdóttir, Hrefna Pribish, Þórarinn Guömundsson, Sigrún Höskuldsdóttir, t Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir, SKAFTI STEFÁNSSON, frá Nöf, sem andaöist 27. júlí s.l. verður jarösunginn frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 7. ágúst kl. 13.30. Helga Jónsdóttir, Jón Skaftason, Hólmfríóur Gestsdóttir, Stefén Skaftason, Maj Skaftason, Gunnlaugur Skaftason, Vigdís Jónsdóttir, Jóhanna Skaftadóttir, Björn Gunnarsson. t Móöir mín, HÓLMFRÍDUR JÓNASDÓTTIR, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni 7. ágúst kl. 10.30 árdegis. Brynjólfur Brynjólfsson. t Hjartkær eiginmaöur minn og faöir okkar, SIGURJÓN MAGNÚSSON, framkvæmdastjóri, Erluhólum 3, veröur jarösunginn fró Dómkirkjunni, þriöjudaginn 7. ágúst kl. 3. Sigrún Björnsdóttir og börnin. t Útför móður minnar, SVÖVU BLÖNDAL, Lynghaga 1, fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 8. ágúst kl. 10.30. Ingólfur Blöndal. t Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför, ÞÓRARINS GUÐMUNDSSONAR, Fljótsbakka, Eiöaþinghé. Matthea Einarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Faöir okkar og tengdafaöir, EYJÓLFUR J. EYFELLS, listmélari, lést í Borgarspítalanum föstudaginn 3. ágúst. Börn og tengdabörn. In memoriam: Hólmfríður Jónasdótir Fædd 30. júní 1905 Dáin 30. júlí 1979 Innan til við Hverfisgötuna, þar sem einu sinni hét „við Vatns- þróna" stendur enn alveg sérstakt og sérstætt hús, sem eldra fólkið nefnir „Gasstöðina" í Reykjavík. Þarna var áningarstaður við borgarhliðið, ef svo mætti að orði komast, fyrir lestamenn og ferða- fólk, meðan hesturinn, „þarfasti þjónninn", var bæði farartæki og flutningstæki þjóðarinnar. Það fékk því margur þyrstur svölun og þreyttur hvíld „við Vatnsþróna", meðan ennþá voru þarna streymandi lindir og græn- ar grundir. Segja mætti, að nafnið „við Vatnsþróna" minni á austurlenzk ævintýri og helgisagnir. Og eitt hið fátæklegasta í hugsun og á strengjum daglegs máls í borginni væri, ef svo færi, að þetta spak- lega heiti fortíðar, sem varpar ljósi eilífðar yfir liðnar aldir hyrfi fyrir heitinu „Hlemmur", þótt gott sé í sjálfu sér á viðeigandi stað. En það var „Gasstöðin" og fyrstu, kannski einu, íbúar þessa sérstæða og fallega húss á horninu „við Vatnsþróna" sem ég ætlaði að segja hér nokkur orð um. Hún er nefnilega ekki síður merkilegur áfangastaður á lestaferð fjöl- mennri við götu kynslóðanna í þessari borg. Þaðan voru kveiktir á sínum tíma nýir eldar á heimilum borg- arbúa þegar kolaeldurinn og mó lóðin viku fyrir þessu fyrsta höf- uðtæki nýrrar aldar, tækni og lífsþæginda. En segja má, að þetta upphaf sé nú svo nátengt hverjum einstakl- ingi og hverju heimili, að rjúfi nokkur þann straum eða slíti þá strengi, sitjum við öll í myrkri og kulda dauðans, síðan rafmagnið tók við af gasinu. Við Vatnsþróna spratt því upp lífs og ljósalind, sem ber með sér birtu og yl á hvers manns brautir. Nútíð og framtíð má gjarnan hugleiða, og hér er því merkilegt og sögulegt hús við hliðina á „Hverfissteini" lögreglunnar. Og fyrstu húsráðendur þar hétu Hólmfríður Jónasdóttir og Bryn- jólfur Sigurðsson. Ég veit ekki til að aðrir hafi átt þar heimili eða ráðið þar húsum, þar til nú að „Hlemmstjórinn" á þar aðsetur með strætisvagna- miða. Og þetta voru að ýmsu leyti merkileg hjón og ógleymanlegar manneskjur þeim, sem urðu sam- ferða, þótt ekki væri nema nokk- urn spöl. Saga þeirra og þessara merku móta á krossgötum kyn- slóðanna, sem þarna urðu til, verður vafalaust annars staðar skráð af annálariturum söguþjóð- arinnar. En hér skal aðeins örfáum orðum á þetta minnt í tilefni þess, að Hólmfríður er kvödd í hinzta sinni. Það muna hana margir hinna eldri, en mjög fáir hinna yngri borgarbúa. Hún gerði ekki víðreist hinn síðasta áfangann. Var orðin fótsár af ævileið, sem oft var þyrnum stráð. Sú ferðasaga verð- ur aldrei sögð né lesin niður í kjölinn. Brynjólfur var þekktari á mín- um slóðum. Sonur sr. Sigurðar Jenssonar, prófasts í Flatey á Breiðafirði. En það er ein þekktasta ætt landsins, þar eð Jens afi Brynjólfs var bróðir Jóns Sigurðssonar, forseta. Og í þessu sambandi má þó teljast mest til minningar, að Brynjólfur var einn hinn fyrsti Islendinga, sem nam stafróf og leyndardóma tæknialdarinnar. Einmitt sem slíkur fulltrúi hins nýja tíma, nam hann land við Vatnsþróna á vegum kynslóðanna í Reykjavík og átti „Gasstöðina" að heimili og starfssviði. Og hann hafði næstum gleymt í áhuga náms og fræða að gifta sig og stofna heimili unz hann var seztur að í Gasstöðinni. Þar kom þó, að hann kynntist ungri blómarós að norðan, raunar útskrifaðri hár- greiðslukonu úr Kóngsins Kaup- mannahöfn, en sú iðn var ung á íslandi þá. Það var Hólmfríður. Hún var fædd og uppalin á Akur- eyri. Af þekktum ættum kaup- sýslumanna og höfðingja við Eyjafjörð. Hún var 16 árum yngri en hann, sem var aðeins betra, „ung og falleg þá“, eins og hún orðaði það stundum síðar, með sérstöku brosi. Þau settust svo að í „Gasstöð- inni“, sem varð nú um skeið upphaf og áframhald arinelda í hverju húsi. En þarna ríkti líka risna og gestrisni mörgum til handa. Hann var höfðingi í lund og hún ráðsett og myndarleg húsfreyja, sem kunni vel að stjórna fólki á sínu heimili til að skapa myndarskap og góða umgengni. Þau voru mjög ólík hjón að allri gerð, en samt tókst þeim að setja svip á bæinn saman, hvoru á sinn hátt. Hann uppi á skrifstofu sinni, með útsýn yfir umhverfið og til fjallanna í vestri, henni í stofum og eldhúsi, þar sem frændum, vinum og farendum var búið borð og sæti. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, JÚLÍU SIGURÐARDÓTTUR, fré Dvergasteini, Vestmannnaeyjum. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, JÓNÍNU BJARNADÓTTUR, Hvassaleití 18. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Ágúst Björnsson. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, SVAVARS SIGURÐSSONAR, Kambsvegi 1. Erla Valdimarsdóttir, Valdimar Svavarsson, Dorothea Gunnarsdóttir, Hjördís Svavarsdóttir. Skúli Sigurösson, Siguröur Svavarsson, og barnabörn. Og árin liðu. Þau eignuðust tvo sonu, Sigurð og Brynjólf, efnis- drengi og fallega unga menn, sem nutu sín þá vel, ekki sízt sem gestir í Garðastræti hjá ömmu og frænku, sem áttu um þá bjartar framtíðarvonir. En svo syrti að. Leið fjölskyldunnar lá burt úr „Gasstöðinni". Nýir eldar fram- haldandi tækni og heiðra linda urðu kveiktir. Sorgir og beizkir harmar byrgðu sýn. Eldri sonurinn lézt með sorglegum hætti. Hinn missti heilsu og starfsþrek. Húsfaðirinn leit ekki glaðan dag og þá rúmlega sjötugur. Hólmfríður varð því nær ein á ferð, með skerta heilsu og dvín- andi krafta. En hún gafst ekki upp. Trú hennar á lífið og barátt- an gegn dauðanum var sterkasti þáttur í öllu hennar eðli og gerð, unz yfir lauk. Hún var því að vissu leyti alltaf „við Vatnsþróna", þá uppsprettu svölunar og hvíldar, sem sungið er um og kveðið í helgum fræðum, lindir, sem streyma jafnvel um dimman dauðans dal. Þær heita vonarlindir og trúar- uppsprettur. Hún ræddi þær ekk- ert. En hlustaði heilluð á hjal þeirra og nið. Það hjal birtist henni bezt í röddum óg orðum vina hennar í símanum oft fyrir luktum dyrum. Hún mátti teljast einbúi og einfari hina síðustu tvo áratugi. En þó var samt svo hin síðustu ár, að sonurinn góði, þótt sjúkur væri, gat heimsótt mömmu, hjálp- að, hresst og líknað á hverjum degi, með því almætti elskunnar sem opinberast í veikleikanum og brosum barnsins. Svo ætti ekki að gieyma lækni hennar eða læknum, sem aldrei áttu svo annríkt, að ekki væri hlýtt kalli hennar og hringingu og komið. Og ein gat hún þannig dvalið heima unz yfir lauk, utan hinna „fínu spítala" samtíðarinnar, þar sem hún hafði dvalið og þekkti vel til og „hafði oft hoppað inn“, eins og hún orðaði það. Hólmfríður Jónasdóttir var ein- stæð og ógleymanleg. Einu sinni „ung og falleg" á Hafnarslóð. Þá birtu varðveitti hún í sjaldgæfum brosum til hinztu stundar. Hún var alltaf reiðubúin að kenna mér og okkur margt í viðskiptum og verzlunarháttum. Þar var hún fædd til starfa. Líkt og hún ætti spádómsgáfu um verðlag og verzlunarhag, sparsöm, nýtin, nægjusöm og reglusöm. En hún gat verið svartsýn, beizk, og svaraköld. En samt sönn fyrir- mynd á þeim vegum og í þeim dyggðum, sem íslendingar eru að gleyma sér til heilla. Eg trúi því og vona það, að hún skilji sinn ábata á skiptum þeim, sem verða í höfn á friðarlandi við lífsins fjöll. Ég sakna raddar góðs vinar úr símanum mínum til margra ára. Bið frændum hennar, bróður og tengdafólki, vinum og sérstaklega einkasyni hennar í gleði og hörm- um og bið henni unaðar „við Vatnsþró“ svölunar og hvíldar á grænum grundum Guðs. Útför hennar fer fram á þriðju- daginn kemur 7. ágúst, frá Dóm- kirkjunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.