Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 5. ÁGÚST 1979 39 fclk í fréttum k. María Markan og Elín Þarna eru tvær kunnar óperusöngkonur að ganga út úr Bessastaðakirkju fyrir skömmu en þar talaði biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, fyrir vestur- íslenzka gesti og heimamenn. Þær leiðast þarna fremst á myndinni söngvararnir María Markan og Elín Sigurvinsdóttir. Jón Ásgeirsson í óperu- og ballettstuði Jón Ásgeirsson tónskáld er nú að vinna að tveimur meiriháttar tónverkum. Annað er ný ópera þar sem söguþráðurinn er sóttur í Möttuls sögu í I. hefti Riddarasagnanna, en Möttuls saga er að öllum líkindum frönsk að uppruna, en hefur verið norræn- uð um 1250. í stuttu máli lýsir sagan með hvaða hætti konur eru ótrúar mönnum sínum. Textahöfundur í gerð óperunnar er Friðrik Guðni Þórleifsson söng- kennari. Yfirleitt eru 16—32 taktar í venjulegum lögum en þessi ópera um Möttuls sögu verður um 4000 taktar og var Jón búinn með 2203 þegar síðast fréttist. Þá er Jón Ásgeirsson að semja tónverk fyrir ballett og reiknar hann einnig með að ljúka því í haust, en þveikjan að þessum ballett er þjóðsagan Gilitrutt, btrátta hins góáa og illa. Jón þjóð- hagstofu- stjóri til Washington? JÓN Sigurðtwon þjóöhagstofu- stjóri er nefndur sem væntanlegur fulltrúi Norðurlanda f stjórn Al- þjóða Kjaldeyriaajóðsins f Wash- ington á ncesta ári, en hann mun hafa hug á starfinu. íslendlngar eiga þá rétt á aftalfulltrúa f stjórn sjóðsins í tvö ár. en nú eiga þeir varafulltrúa f stjórn sjóðsins og er það Gfsli Blöndal. Hlns vegar þykir lfkiegt að Gfsli hafi einnig augastað á aðaifuiitrúastarfinu f stjórn sjóðsins, en hver það verður „veit nú enginn' eins og segir í kvæðinu. Lék fótbolta fótbrotinn ÞAÐ vantar aðeins fótboltann og KR-merkið á myndina til þess að gera hana eðlilegri, því þarna eru á ferðinni tveir kunnir fótboltakappar úr KR, þeir Guðmundur Jóhannsson og Guðjón Hilmarsson, sem er á haekjum þarna. Hann fót- brotnaði fyrir skömmu í leik en Iét sig ekki muna um það að leika fótbrotinn leikinn á enda. Það gekk þó ekki til lengdar eins og sjá má. Þeir félagar eru fremur þungir á brúnina þarna, enda að hverfa af vettvangi eftir leik KR og Vals í Kópavogi í vikunni þar sem Valsmenn sigruðu 1 —0. Sker skilti á hús Eyjamanna Þessi glæsilegu húsaskilti hefur Sveinn Ólafsson myndskeri skorið út í tré, en þau fara öll til Vestmannaeyja á gamalgróin hús þar. Flest hús í Vestmanna- eyjum bera nöfn og er þar ákaflega fjölbreytt nafnaval. Undanfarin ár hefur það færst mjög í vöxt að Eyjamenn láti setja nöfnin á húsin og þykir það setja skemmtilegan og sérstæð- an svip á bæinn, enda hefur sá stíll, sem rutt hefur sér til rúms í þessum efnum, ekki tíðkast í öðrum bæjum jarðarinnar. Þá hefur það einnig aukizt í Eyjum að ný hús hafa verið skírð bæði með nýjum nöfnum og gömlum, t.d. nöfnum á húsum sem hurfu í eldgosinu. Á myndinni stendur Sveinn hjá nokkrum skiltanna sem fóru til Eyja fyrir þjóð- hátíðina. Byssulegur r a bryggjunni ÞÓTT hann sé svona byssulegur við bryggjupollann þá er honum annað tamara en stjórna lyfting- um á stykkishólmskum bryggju- pollum. Maðurinn er nefnilega flugmaður og heitir Sölvi Axels- son. Hann starfar hjá Arnarflugi í flugi víða erlendis, en þegar hann kemur á heimaslóð þá bregður hann sér gjarnan á flugvél af minni gerðinni út á land og hann yar einmitt í slfkri ferð þegar myndinni var smellt af honum. Skoðanasamfestingur verkfræðiráðherranna SAGT er af þeim, sem vel þekkja til í ríkisstjórnarsambúðinni, að verkfræðingarnir Steingrímur Hermannsson framsóknarráð- herra og Kjartan Jóhannsson krataráðherra séu jábræður um æði margt og undrun vekur skoðanasamfestingur þeirra, en segja má að þeir séu einu ráðherrarnir í þessari ríkis- stjórn sem hafi náð saman og skilji í rauninni hvor annan. Er talið að sameiginlegur bak- grunnur menntunar þeirra ráði hér úrslitum þótt þeir geri sér ugglaust grein fyrir því, að skólabókalærdómurinn leysir ekki allan vanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.