Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 5. ÁGÚST 1979 43 Hin klassíska þrenning í verð- iaunamyndinni COMING HOME, þau Bruce Dern, Jon Voight og Jane Fonda. A man who believed in war. A man who believed in nothing. And a woman who believed inbothofthem. Fyrir fáeinum dögum síðan gengu forráðamenn Tónabíós frá hinum árlegu kvikmynda- innkaupum sínum af dreifi- aðilanum, United Artists, sem þeir hafa umboð fyrir hérlendis. UA sér mikið til fyrir þörfum kvikmyndahúss- ins, en það sem á skortir, kaupa þeir Tónabíósmenn víðsvegar frá. Einkum Dan- mörku, Frakklandi og USA Þennan viðskiptamáta hafa öll kvikmyndahús borgarinn- ar, í stórum dráttum, (dreifi- umboð Regnbogans/ Hafnar- bíós, EMI, er þó breskt), og sú stefna dreifihringjanna að minnka framleiðsluna en auka gæði hennar, kemur því íslenskum kvikmyndahús- gestum einnig til góða hvað snertir fjölbreyttara mynda- val. Samt sem áður er hlutur bandarísku dreifirisanna yf- irgnæfandi og því skiptir árleg heppni þeirra íslensku kvikmyndahúsin ákaflega mikiu máli. Ég segi heppni, því sem kunnugt er þá er kvikmyndaframleiðsla stór- brotnasta fjárhættuspil ver- aldar. Enginn veit um viðtök- ur fjöldans fyrirfram. AJerome Hellman Production AHal Ashby Film Saeenplayby Waldo SaltandRobert C. JoneS StorybyNanCy Dowd DiredorofPhotographyHaskell Wexlet Associate Producer Bruce Gilbert ProduccdbyJeromeHellman DírccicdbyHal Ashby R NCSTRICTED u*on 1 / H( ouiHf s KCRMUTIM rtMII 0« *0UlT CUAMDIAM ■United Artists A Transamerica Company í myndinni, en þar er Diane Keaton að finna, að venju, og Richard Jordan, (vel þekktur hér úr myndaþættinum CAPTAINS AND KINGS), E.G. Marshall, Geraldine Page, Maureen Stapleton og Sam Waterston. Allt úrvals- leikarar. Um myndatöku sér Gordon Willis, að vanda. • GUN MOLL nefnist ítölsk-ættuð gaman+saka- málamynd, sem slæðst hefur inná áhrifasvæði UA. Með aðalhlutverkin fara ekki óþekktari leikarar en Marcello Mastroianni og Sophia Loren. Framleiðand- inn að sjálfsögðu ektamaki Soffíu; Carlo Ponti. Ekki má láta kyntröllið ganga at- vinnulaust! • Kveðjuhljómleikar hinn- ar feykivinsælu hljómsveitar THE BAND voru festir á fiimu af ekki ónýtari kvik- myndatökumönnum en Vilmos Zsigmond, Laszolo Kovacks, Michael Chapman o.fl., og leikstjórnin er í hönd- um Martins Scorsese. Þessir hljómleikar, sem fyrir löngu eru heimskunnir sökum myndarinnar, plötuútgáfu, og þeirrar frábæru stemmning- Væntanlegar myndir í Tónabíói Tónabíó sýnir, líkt og önn- ur kvikmyndahús borgarinn- ar, myndir á aldursskeiðinu hálfs til eins og hálfs árs gamlar, þó með undantekn- ingum. Afkoma UA á þessu tímabili var mjög góð, en það fyrirtæki er einnig í miklu velstandi þessa dagana. Við þekkjum því til velflestra myndanna og þar sem að um talsverðan fjölda er að ræða, verður farið fremur fljótt yfir sögu: • Fyrsta skal fræga telja verk meistara Coppola, APOCALYPSE NOW, en um hana hefur verið fjallað ýtar- Iega hér fyrir skömmu, svo þar við verður engu bætt að sinni. Þó má til gamans geta þess að um þetta leyti er verið að frumsýna þessa um- töluðu mynd, í endanlegri gerð, í New York. Tónabíói gefst kostur á eintaki þegar í haust. • THE LITTLE GIRL WHO LIVES DOWN THE LANE er væntanleg innan tíðar, en þessi þriller er mörgum kunnur, þar sem hann ku víst hafa verið fram- haldssaga í Vikunni. Hún fjallar um þrettán ára, dular- fulla stúlku sem býr ein í afskekktu, stóru húsi, og þeir sem umgangast hana hverfa sporlaust... Með aðalhlut- verkið fer Judie Foster, en af öðrum leikurum má nefna Martin Sheen, (BADLANDS, APOCALYPSE NOW), Alexis Smith og Mort Shuman. Leik- stjórn annast Nicolas Gessner. • Öllum þeim sem séð hafa til Robert DeNiro, ber saman um að þar fari einn snjallasti ieikari okkar tíma, og í mynd- inni NEW YORK, NEW YORK, sýnir hann á sér enn eina hlið — all ólíka þeim sem hann hefur áður sýnt — því hér fer hann með hlut- verk jazzsaxófónleikara. Myndin fjallar um kynni og síðar sambúð og skilnað tveggja tónlistarmanna, sem DeNiro og Liza Minelli, leika. Til marks um vandvirkni DeNiros, má geta þess að hann varði fleiri mánuðum til þess að læra á saxófóninn áður en myndatakan hófst! Leikstjórnin er í öruggum höndum Martim Scorsese, en NY, NY, er fyrsta músikmynd þessa unga hæfileikamanns. Og Dorsey-„sándið“ svífur yfir vötnunum ... • Gamall og góður kunn- ingi mun skemmta okkur í fimmta sinn í Tónabíói á næstu mánuðum, semsé Clouseau lögregluforingi, auk hans koma fram tvö önnur vel kunn andlit tengd þessari kvikmyndaseríu, eða þeir Herbert Lom, sem hinn „lún- aði“, fráfarandi lögreglufor- ingi Dreyfussvo og hinn aust- urlenski þjónn Clouseau, sem leikinn er af ekki síðri innlif- un af Burt Kwouk. Þó er það hin frábæri farsaleikur Sell- ers, auk bráðsnjallrar leik- stjórnar Blake Edwards, sem öðru fremur hefur gert þessa seríu svo feykivinsæla. Að maður tali nú ekki um topp- fígúruna — Bleika pardusinn, en í lokin væri ekki úr vegi að skýra frá því að þetta yngsta afreksverk þeirra félaga nefnist REVENGE OF THE PINK PANTHER, og Dyan Cannon, sú hæfileikarika leikkona, gleður augað. • JEREMY nefnist lítil mynd, sem fjallar um nú- tímalegt ástarævintýri tveggja ungmenna í New York borg. Höfundur hand- rits og leikstjóri er kunnur prófessor í kvikmyndagerð við Columbia háskólann í New York, Arthur Barron, en með hlutverk elskendanna fara Robby Benson, kunnur sjónvarpsleikari vestra, og Glynnis O’Cannor, en þetta er hennar fyrsta hlutverk. • Woody Allen er tví- mælalaust einn fremsti leik- stjóri Bandaríkjamanna og myndin INTERIORS er fyrsta dramatíska verk þessa listamanns, sem fram að henni var eingöngu viðriðinn skopmyndir, oft ævisöguleg- ar. INTERIORS er gerð undir sterkum áhrifum annars meistara kvikmyndanna, Ingimar Bergmanns. Woody sjálfur fer ekki með hlutverk THE COUNT OF MONTE CRISTO GOT HIS REVENGE... Now its the TMmamormfiiiKFiuaiuK __ Th* new,groat superpanther. fiPSl TWÍBÍ.ts? Gámaikunnur féiagl verður á ferli f Tónabíó á næstu mánuðum. ar sem á þeim mynduðust, voru einstaklega vel heppnað- ir og þykir myndin ná einkar vel því andrúmslofti sem á þeim skapaðist. Auk þeirra Robbie Robertson og félaga kom fram urmull heims- kunnra vina þeirra, m.a. meistari Bob Dylan — að sjálfsögðu — Neil Young, Neil Diamond, Joni Mitchell, Eric Clapton og Emmylou Harris, svo nokkur nöfn séu nefnd. Myndin verður varla sýnd fyrr en kvikmyndahúsið hefur komið upp nýjum hljómbótatækjum, (sem sagt er að taki Dolby system fram). • VALENTINO nefnist nýjasta mynd hins hálfóða kvikmyndagerðarmanns, Ken Russels. Hún fjallar um goð- sögnina, kvikmyndaleikarann Rudolph Valentino og líf hans, I all-raunsæjum bún- Jane Fonda er þungamiðja myndarinnar, leikur eigin- konu kapteins í herjum Bandaríkjamanna, sem snýr frá styrjöldinni niðurbrotinn maður. En á meðan á veru hans stendur þar eystra, fell- ir frúin hug til hermanns, sem af völdum sama stríðs hefur lamast fyrir neðan mitti. Hún veitir honum lífs- fyllingu á nýjan leik. Leikstjóri er hinn stórsnjalii Hal Ashby, (THE LAST Atriði úr fyrsta drama Woody Allens, INTERIORS. Keaton að sjálfsögðu í forgrunni. ing. Með titilhlutverkið fer ballettdansarinn heimsfrægi, Rudolph Valentino, en auk hans fara‘ með stór hlutverk leikkonurnar Michelle Philips, (úr Mamas and the Papas), Leslie Caron og Carol Kane. • THE SILENT PARTNER nefnist glæný mynd með Elliot Gould, Christopher Plummer og Susannah York. Myndin er gerð af Kanadískum fram- leiðanda. • EQUUS hið kunna leik- húsverk, sem hér gekk við miklar vinsældir í Iðnó, þarf tæplega að kynna fyrir les- endum, en kvikmyndagerðin er í höndum Sidney Lumet, handritagerð annaðist höf- undurinn, Peter Shaffer sjálfur. Með hlutverk Dr. Martin Dysart fer Richard Burton, en Alan Strang er leikinn af Peter Firth. • Flestir muna hinn ljós- hærða og viðkunnanlega leik- ara úr RICH MAN POOR MAN, Nick Nolte, en í mynd- inni WHO’LL STOP THE RAIN, fer hann með aðal- hlutverkið, ásamt Tuesday Weki, Michael Miriarty og Anthony Zerbe. Hér fer Nolte með hlutverk fyrrverandi hermanns sem gegn betri vitund tekur að sér að smygla þrem kílóum af heróíni til Bandaríkjanna. Aðgerðin mistekst að vissu leyti, en myndin er sögð langt yfir meðallagi, og Nolte sýnir mikil tilþrif. • COMING HOME er ein af umtalaðri myndum síðari ára, og núna í vor var hún skæðasti keppinautur THE DEER HUNTER um megin Oscarsverðlaunin. Þrátt fyrir að THE DEER HUNTER hefði yfirburðina, þá hlutu aðalleikararnir, þau Jane Fonda og Jon Voight, hin eftirsóttu verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki. Myndin er per- sónudrama um Viet-Nam styrjöldina í bakgrunni, (líkt og THE DEER HUNTER). DETAIL, BOUND FOR GLORY, hvar er hún annars, Tónabíósmenn?) • Burt Reynolds er mikið kvennagull, og það sem kannski meira er um vert, aldeilis ágætur gamanleikari, og myndin THE END, sem hann einnig leikstýrir, er einmitt farsi. Hér fer hann með hlutvek manns sem er orðinn ærið þreyttur á lífinu og vill ljúka því af. Með önnur hlutverk fara m.a. Dom DeLoise, Sally Field og Strother Martin. • Burt Reynolds skemmtir okkur einnig í gamanmynd- inni SEMITOUGH, ásamt þeim Kris Kristofferson og Jill Clayburgh. Þetta er gam- ansöm mynd sem fjallar um bandarískar fótboltahetjur og dóttur eiganda liðsins. Myndinni leikstýrir hinn góð- kunni leikstjóri Michael Ritchie. • í myndinni ANOTHER MAN, ANOTHER CHANCE, fjallar hinn kunni franski leikstjóri, Claude Lelouch, um efni sem honum hefur verið lengi hugleikið; lífsbar- áttu frumbyggjanna í Banda- ríkjunum. Nú getum við, vestraunnendur, sem sagt látið okkur vel líka. Myndin er dýrasta og stærsta mynd fransmannsins til þessa, en í aðalhiutverkin hefur hann valið James Caan, Genevieve Bujold og Susan Tyrell. • Tónabíó hefur og fest kaup á tveimur frönskum myndum; L’ANIMAL, með Belmondo og LE CAGE AUX FOLLES með Ugo Tognazzi, gerðri af Eduard Molinaro. • Og það er ágætiega við hæfi að slá botninn í þessa kynningu, með rúmstokks- myndinni SJÓMAÐUR Á RÚMSTOKKNUM, þar sem að hún verður nefnilega síð- asta rúmstokksmyndin sem gerð verður. Fyrirtækið sem hefur framleitt þ*r, Palladim, det danske, er nefnilega farið á hausinn, (aah)...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.