Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. ÁGÚST 1979 Þá var líf og fjör í Vatnsmýrinni Þú skrifar með vinstri hendinni í Dagblaðið og hægri hendinni í Morgunblaðið, sagði Finnbogi landsbókavörður Guðmundsson og brosti góðlátlega er ég hitti hann í anddyri Safnahússins, því fagra Fróðskaparsetri nú í vikunni. Svo kryddaði hann mál sitt með sögu af Jóni Stefánssyni, þjóðkunnum fræðimanni er sat langa ævi á breskum söfnum. Jón hafði boðið skáldi til kaffidrykkju en svo sem kunnugt er þykja Bretar engir snillingar í kaffilögun. Þessvegna sagði líka Albert Engström, sænski teiknarinn og rithöfundur- inn: Nú veit ég hversyegna Bretar kjósa að drekka te. Ég smakkaði kaffið þeirra. En Jóni Stefánssyni varð ekki skotaskuld úr því að finna notalegan veitingastað í Lundúnaborg, er jafnframt hafði úrvalskaffi á boðstólum. Enda sagði skáldið að loknum þriðja bollanum: Nú gæti ég samið rit- gerð með annarri hendinni og ljóð með hinni. Nú situr greinarhöfundur og sveitist blóðinu í kapp við tímann því svartlistarmenn dagblaðanna og matmæður þeirra, blaðamenn þurfa að samfagna verzlunarfólki á komandi helgi. Á borðinu við hlið ritvélarinnar liggur teikning Halldórs Péturssonar, hins snjalla gamanmyndasmiðs, er féll frá á manndómsaldri, harmdauði öllum er kynntust. Halldór er öllum minnisstæður, ekki aðeins þeim er höfðu af honum persónuleg kynni. Fjöldi mynda hans hefir yljað áhorfendum um áratuga skeið. Næmt skopskyn, vermt af mannúð og menningu. Arfgengir listhæfi- leikar, hvert sem litið er til ætta þeirra er að Halldóri stóðu. Eigun við að nefna forföður hans, séra Hjalta Þorsteinsson, prest í Vatnsfirði, þann er skar út og smíðaði predikunarstólinn góða, er stendur sem höfuðprýði í kirkjumunadeild Þjóðminjasafns- ins, ásamt fjölda mannamynda í anddyri sama safns. Sökum tíma- skorts og þrengsla í blaðinu látum við staðar numið þar. Síðar gefst væntanlega tæki- færi til að ræða framlag ætt- menna Halldórs til allra list- greina. En áður en við víkjum tali að öðru er við hæfi að minnast ekkju Halldórs Péturssonar, frú Fjólu Sigmundsdóttur. Með ein- stakri alúð og samviskusemi varð- veitir hún þúsundir mynda er Halldór lét eftir sig. Af næmleik og natni fer hún mjúkum höndum um verk þau er Halldór skildi eftir. Æviverk þöguls iðjumanns er gladdi samtíð sína af háttvísi. Myndir Halldórs eru mikill fjár- sjóður. Þegar þannig er tekið til orða er ekki mælt á peningamæli- kvarða, heldur minja og minninga. Fáein strik dráttlistarmanns segja oft meiri sögu en þykkir safnfræðidoðrantar. Snilld hins ósagða svífur yfir vötnum og ofar málaiengingum og mælgi. Það vissi líka Albert Engström og kaus því oft að tjá hugsanir sínar í myndum. Þó gat hann ekki stillt sig um að spyrja íslenskan bónda er fylgdi honum á Heklutind, er hann þáði tóbakskorn úr bauk hans: Er ég ekki fyrsti og eini maðurinn sem hefi tekið í nefið á Heklutindi? Nei, sagði bóndinn. Ótalin eru þau skipti sem ég hefi snússað mig hér á Heklu. En þú ert áreiðanlega fyrsti útlendingur- inn. Víkjum þá að mynd Halldórs er hér birtist. Hún sýnir forystu- menn frjálsrar verzlunar á íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.