Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 48
á ritstjórn og skrifstofu: 10100 JtUrgunbtabib iSími á afgreiðslu: 83033 JW*rjjtinbln&ib SUNNUDAGUR 5. ÁGÚST 1979 V erslunarmannahelgin: Umferð með minna móti ÞÆR upplýsingar fengust hjá Umferðarráði í gær, að svo virtist sem færri hefðu lagt upp í ferð um þessa helgi en oft áður. Reykja- víkurlögreglan taldi bíla á leið úr borginni kl. 22:10 á föstudag og fóru þá 123 bílar um Vesturlandsveg en 87 um Suðurlandsveg á tíu minútna tímabili. Það mun oft hafa verið meira um þessa helgi áður. Um- ferðin út úr bæjum lands- ins virðist hafa verið með minna móti um þessa helgi í ár, að minnsta kosti farið hægt af stað. Mikill fjöldi fólks er á þjóðhá- tíðinni í Vestmannaeyjum, sem að öllum líkindum er fjölmennasta útisamkoman á landinu um þessa helgi. Flugáætlun Flugleiða gekk mjög vel í gær og fyrradag og margar aukaferðir voru farnar. Þá hcfur Herjólfur flutt töluverðan fjölda á þjóðhátíðina. Að sögn lögreglunnar í Eyjum hefur allt gengið þar vel fyrir sig þrátt fyrir að ölvun hafi verið þar nokkur. Af öðrum stöðum er það að frétta að fjölmenni er á Laugarvatni, Galtalæk og í Þórsmörk. Erfitt er að segja til um fjöldann. Veðurstofan spáir mildu og góðu veðri, en þar sem vegir eru víðast hvar harðir og rykugir er ástæða til að hvetja menn til þess að aka með ljósin á og gæta ítrustu varkárni í umferðinni. kemur næst út miðviku- daginn 8. ágúst. Minka- veiðar” í Ólafsvík Ólafsvfk 3. áxÚKt 1979 NÚ EB að færast ró yfir at- vinnulífið hér í bili. Talsvert mikil vinna hefur verið við fiskvinnslu og fieira, enda hafa gæftir verið mjög góðar. Bátarn- ir kúra værðarlega við bryggj- urnar og bi'ða þess að verða ræstir á ný eftir veiðibannið. í gær kom fjörkippur í hluta þorpsins þegar minkur sást spássera milli húsa í sólskininu. Einhverjir tóku sig til og króuðu dýrið af, en aðrir vildu nútíma- legri aðferðir við að fjarlægja óboðinn gest og kölluðu á lögregl- una. Fljótlega komu tveir lögreglumenn á vettvang og tóku ráðin. Var minkurinn hrakinn úr fylgsni sínu og út á bersvæði. Nákvæmlega tíu metra mátti hann hlaupa og skyldi dauður áður en fimmtán voru að baki. Áætlunin stóð og eftir fyrsta skot hneigði minkurinn sig fyrir of- jarli sínum Adolfi Steinssyni lögreglumann sem þarna skaut dýrið að sið enskra sportveiði- manna. ,, , . — Helgi Mikið f jölmcnni er á þjóðhátíð í Eyjum um helgina og líf og fjör eins og ætíð. Ljósm. Mbl.: SÍRuriceir Óvíst hvenær haldið verdur áfram byggingu Þjódarbókhlödunnar Góð grasspretta síðustu dagana „GRASSPRETTA sfðustu daga hefur verið mjög góð og þessir dagar hafa lyft brúninni á mönn- um þó útlitið sé víða alls ekki gott. Ég hcf þá trú að verði tíð góð í ágúst ætti heyfengur að geta orðið í meðallagi,* sagði Óttar Geirsson, ráðunautur hjá Búnaðarfélagi ís- lands er Mbl. ræddi við hann í gær um heyskaparhorfur. Óttar sagði að víðast hvar væru bændur byrjaðir að slá en það væri helst á Vestfjörðum og á Norð- Austurlandi, sem menn héldu enn að sér höndum með slátt en það væru þó varla tök á að bíða mikið lengur, því tíðarfar í september væri oft risjótt og í mörgum tilvikum notuðu bændur túnin til beitar fyrir fénað á haustin. Al- mennt væri grasspretta 3 til 4 vikum seinni en í meðalári en Óttar tók fram að þar sem hann hefði séð til, virtist grænfóður lítið vera sprottið og því óvíst hvort það yrði bændum til búdrýginda í haust. Á Suðurlandi sagði Óttar að bændur hefðu margir byrjað slátt fyrir nokkru en heldur hægt á sér vegna dræmrar grassprettu en ástandið hefði skánað mjög síðustu daga eftir að hlýnaði. Á Vestur- landi hefur spretta verið frekar léleg. í Eyjafirði telja bændur að spretta sé í meðallagi en í Norður- Þingeyjarsýslu, Bakkafirði og Vopnafirði hefði spretta verið hæg. Óttar sagði að á Austurlandi væru bændut^ fyrir austan Vaðlaheiði lítið byrjaðir að slá vegna lítillar sprettu og óþurrka en menn telja að heyfengur gæti orðið í meðallagi á Héraði ef tíðarfar í ágústmánuði verður gott. Hins vegar sagði Óttar að í Austur-Skaftafellssýslu væri vel sprottið og heyskaparhorfur góðar. SÍÐUSTU MISSERIN hefur lítið miðað framkvæmdum við bygg- ingu Þjóðarbókhlöðunnar. Var fyrir rúmu ári síðan lokið við að steypa undirstöðurnar og hefur ekki verið haldið áfram fram- kvæmdum eftir að því verki var lokið, en fyrsta skóflustungan var tekin af þáverandi menntamála- ráðherra, Vilhjálmi Hjálmarssyni, 28. janúar 1978. Þorvaldur Þorvaldsson annar af arkitektum hússins sagði í samtali við Mbl. að á þessu ári hefði átt að veita 300 milljónum króna til bygg- ingarinnar samkvæmt lánsfjáráætl- un, auk nokkurs fjármagns er til væri, en ekki væri enn búið að bjóða út áframhaldandi framkvæmdir og því hefði ekki verið unnið við bygginguna á þessu ári. Skúli Guðmundsson forstöðumað- ur framkvæmdadeildar Innkaupa- stofnunar ríkisins, tjáði Mbl. að öll útboðsgögn til næsta áfanga verks- ins, að steypa upp húsið, væru nú þegar tilbúin og gæti verktaki þess vegna hafið framkvæmdir 56 vikum eftir að útboð hefði verið auglýst. Hins vegar kvað Skúli fjármála- ráðuneytið enn ekki hafa ákveðið hvort eða hvenær auglýsa ætti útboð og því væri ekki hægt að segja til um hvenær framkvæmdum yrði haldið áfram. Grunnur þjóðarbókhlöðunnar.en beðið er leyfis fjármálaráðuneytis um að auglýsa megi útboð og hefja framkvæmdir. Ægi og Tý breytt fyrir svartolíu á næstunni FYRIRHUGAÐ er að breyta vélum varðskipanna Ægis og Týs á næst- unni þannig, að þær brenni svart- olíu í stað gasoh'u. Að sögn Ólafs W. Stefánssonar í dómsmálaráðu- neytinu er verið að vinna að grein- argerð um ýmsar breytingar í rekstri Landhelgisgæzlunnar og f henni er gert ráð fyrir, að varðskip- unum verði breytt fyrir svartolíu. Fyrst yrði Ægi og Tý breytt, en hinum skipunum væntanlega síðar ef reynslan gefur tilefni til þess. Að sögn Ólafs er verið að reikna út hversu mikinn sparnað þessi breyt- ing hefði í för með sér. Fyrir nokkrum árum var mikið rætt um að breyta varðskipunum, en þá hætt við þá fyrirætlun þar sem varðskipin væru ekki keyrð á sama hátt og önnur skip. — Verðlagsbreytingar hafa orðið það örar í seinni tíð og kostnaðurinn aukist þannig að þetta hagræði vegur með öðrum hætti en áður var, sagði Ólafur W. Stefáns- son. Þá hafði Morgunblaðið samband við Þröst Sigtryggsson skipherra hjá Landhelgisgæzlunni og spurði hann um viðhorf starfsmanna Gæzlunnar ti! þessara breytinga. Sagði Þröstur, að ef ljóst væri að svartolían hefði sparnað í för með sér þá væri hann fylgjandi breytingunum. — Hins vegar eru vélar varðskipanna yfir- leitt keyrðar með 50% álagi og það er talið of lítið álag fyrir svartolíun- otkun. Álagið þegar keyrt er á svartolíu má alls ekki fara niður fyrir 60% þar sem vélarnar yrðu þá of kaldar og það þýðir því fleiri lítra á klukkustund. Með aukinni elds- neytisnotkun er spurningin hversu stórkostlegur sparnaðurinn yrði. — Vafamálið í mínum huga er það, hvort svartolían gefur raunver- ulegan sparnað, aukið viðhald, auk- na orku, kostnað við breytingar og fleira þarf að taka inn í þessa útreikninga, sagði Þröstur Sig- tryggsson. Kál og róf- ur á markað- inn eftir helgi FLESTAR tegundir af úti- ræktuðu grænmeti koma á markaðinn í Reykjavík í næstu viku. Að sögn Sölufé- lags garðyrkjumanna má gera ráð fyrir að framboð á hvítkáli verði þegar nóg í næstu viku og einnig koma þá á markaðinn gulrófur og blómkál. Nokkur bið verður hins vegar á að íslenskar gulrætur komi á markaðinn og talið að það verði vart fyrr en eftir hálfan mánuð til þrjár vikur. Þá er blað- laukur að koma á markað og fleiri tegundir af úti- ræktuðu grænmeti koma senn á markað. Grænmeti hefur sprottið nokkur vel þar sem það er ræktað í volgu landi, einkum í upp- sveitum Árnessýslu, en úr- komuleysi síðustu vikur hefur gert garðyrkjubænd- um erfitt fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.