Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1979 Flugvélarbjörgunin vió Þjórsá: Krana þarf til að ná vélinni upp BJÖRGUNARAÐGERÐIRNAR við Þjórsá halda enn áfram og hefur gengið á ýmsu undanfarna daga. Búið er að koma lyftipok- um undir vélina, bæði búk og vængi, en upp vill hún ekki. Samkvæmt síðustu fréttum virðist sem svo að vélin sé of þung til að lyftipokarnir geti fært hana upp á yfirborðið. í gær fengu leiðangursmenn léðan 35 tonna krana til að lyfta vélinni. Unnið var að því að koma fyrir sliskjum undir vélinni og í þær átti síðan kraninn að toga og átti þá vélin að lyftast úr djúpinu. Vélin er laus frá árbotninum og hreyfist sé við hana komið og eru leiðangurs- menn vongóðir um að hún náist upp innan tíðar. í ráði er, þegar kraninn lyftir vélinni frá botni, að flytja hana neðan vatnsborðsins nær bakkanum en þar verður reynt að hluta hana stundur og flytja hana með því móti á þurrt. Grundarf jöróur: 200 þús. stolið 1 sundlauginni BROTIST var inn í hús sundlaug- arinnar á Grundarfirði í fyrri- nótt og þaðan stolið um 200 þúsund krónum úr peningakassa sem var þar í læstri skúffu. Öðru var ekki stolið og óverulegar skemmdir voru unnar á húsinu. Er Morgunblaðið hafði samband við Ríkharð Másson, fulltrúa sýslumannsins í Stykkishólmi, síðdegis í gær, sagði hann lög- reglumenn vinna að því að upp- lýsa málið, en enn væri ekki ljóst hver eða hverjir þarna hefðu verið að verki. Innbrotið sagði hann hafa verið framið á tímabilinu klukkan 22.30 í fyrrakvöld og þar til í gærmorgun. Fjármunirnir sagði Ríkharð að væri fé sem hefði komið inn síðustu daga, en ekki hefði verið farið með það í banka daglega eins og venja væri til, þar sem við vinnu í lauginni væri nú afleysingarstúlka í stað fastráðins starfsmanna. Siglufjörður: Bjöm Jónasson ráðinn spari- sjóðsstjóri BJÖRN Jónasson fulltrúi við Sparisjóð Siglufjarðar hefur ver- ið ráðinn sparisjóðsstjóri Spari- sjóðsins frá og með 1. október að telja. Björn hefur starfað við sparisjóðinn um árabil, og var hann eini umsækjandinn um stöð- una úr hópi starfsfólks, en fimm sóttu um stöðuna. Björn Jónas- son er 34 ára gamall, og auk þess sem hann hefur starfað f Spari- sjóðnum hefur hann verið bæjar- fulltrúi f Siglufirði um nokkurra ára skeið. Sparisjóður Siglufjarðar er elsta peningastofnun landsins, en hann var stofnaður fyrir 106 Sparisjóðsins eru nú sex talsins. segir Ásmundur Stefánsson framkvæmdastjóri A.S.Í. L)Ó8in. Mbl. Kristinn GRÆNMETIÐ Á MARKAÐINN. - Þó sumarið hafi verið mjög óhagstætt til garðræktar hérlendis vegna kulda og þurrka er úrval af útiræktuðu grænmeti að aukast í verzlunum þessa dagana. Nokkuð er síðan íslenskt blómkál kom á markaðinn og þessa dagana eru hvítkál og rófur að koma í búðir en nokkur bið verður á að íslenskar gulrætur komi á markaðinn. Ýmsar tegundir af grænmeti svo sem salat, blaðlaukur og grænkál setja einnig sinn svip á verzlanir. Ljósm. Kristinn. Rýrnun kaupmáttar 4,4%: Björn Jónasson verður fimmti maðurinn sem gegnir starfi spari- sjóðsstjóra. Fyrsti sparisjóðs- stjórinn og einn helsti hvata- maðurinn að stofnun hans var Snorri Pálsson. Næstur var séra Bjarni Þorsteinsson tónskáld og sóknarprestur í Siglufirði spari- sjóðsstjóri, og síðan Sigurður Kristjánsson. Af honum tók við núverandi sparisjóðsstjóri, Kjart- an Bjarnason, en hann hefur gegnt starfinu í 18 ár. Hann hefur þó starfað mun lengur við Spari- sjóðinn, því þann 1. maí næstkom- andi á hann 50 ára starfsafmæli þar. Hann lætur nú af störfum að eigin ósk. „ÞAÐ þarf enga sérfræð- inga hjá A.S.Í. til að finna út kaupmáttarskerðingu þá er verður er vísitala framfærslukostnaðar hækkar um 13.57 en launahækkun verður að- eins 9.17. Mismunurinn er óbætt verðhækkun,“ sagði Ásmundur Stefáns- son framkvæmdastjóri A.S.Í. í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gærkvöldi er hann var spurður álits á útreikn- ingum um vísitölu fram- færslukostnaðar sem birt- ir hafa verið. Ásmundur sagði enn fremur að það væri aug- ljóst mál, að þegar ekki væri bættur nema hluti vísitöluhækkunarinnar, þá birtist það í rýrnun kaup- máttar. „Sú rýrnun sem þarna verður, skiptist eðl- islægt í tvo hluta. Annars vegar í frádráttarliði sem eiga rætur að rekja til olíustyrks, frádráttur vegna viðskiptakjararýrn- unar, og þess sem geymt var frá því síðast. Hinn hlutinn er svo til kominn vegna búvörufrádráttar upp á tæplega 1%, og síðan frádrátturinn sem á rætur að rekja til áfengis og tóbaks sem tekið var inn í. Samtals verða þessir liðir að þeim mismun sem er á milli launahækkunar- innar, 9.17% og vísitölu framfærslukostnaðar sem hækkað hefur um 13.57%.“ Sagði Ásmundur að lok- um, að þessi mismunun ætti að verulegu leyti ræt- ur sínar að rekja til þeirra breytinga sem gerðar voru á vísitölukerfinu síðastlið- ið haust. Hefði ekki komið til þeirra væri nánast um að ræða samsvörun á milli launa og hækkunar á framfærsluvísitölunni. Dr. Gylfi hafnaöi sendiherra- starfinu DR. GYLFA Þ. Gíslasyni próíess- or var nýlega boðin staða sendi- herra íslands í Kaupmannahöfn af Benedikt Gröndal utanríkis- ráðherra, en Gyifi hafnaði boð- inu. Þetta kom fram í samtali sem Morgunblaðið átti við Bene- dikt Gröndal í gær. Benedikt sagði, að hann hefði boðið dr. Gylfa sendiherrastöðuna þar sem það starf losnar um næstu áramót þegar Agnar Klem- ens Jónsson hættir fyrir aldur sakir. „Gylfi sagði það gamla ákvörðun sína að taka ekki slíkum störfum," sagði Benedikt og bætti því við, að svar Gylfa hefði valdið sér vonbrigðum; „þar sem ég tel að Gylfi sé manna hæfastur til að gegna þessu starfi, enda hefur hann reynslu og þekkingu um norræn málefni umfram flesta aðra“. Má rekja til breytinga á vísitölukerfinu sl. haust Reykjavík: Ekki vatns- skortur þrátt fyrir þurrka — ÞRÁTT fyrir mjög litla úrkomu í vetur sem leið og reyndar fram eftir sumri geri ég ráð fyrir að vatnsskortur ætti ekki að þurfa að verða í Reykjavík á næsta vetri, sagði Hólmsteinn Sigurðsson skrifstofustjóri Vatnsveitu Reykjavíkur í samtali við Mbl. Sagði Hólmsteinn að staðan í borholunum væri sæmileg, úr þeim væri dælt vatni þegar á þyrfti að halda, en ráðgert væri að koma holunum í notk- un að fullu á næsta ári. Sagði Hólmsteinn að þrátt fyrir að úrkoma það sem af væri sumr- inu væri um þriðjungi minni en í meðalári myndi ekki koma til skorts, ekki sízt ef notkunin væri skynsamleg og kvaðst hann vonast til að hægt yrði að anna vatnsþörf þrátt fyrir þessa þurrka. Hólmarar byrjaðir skelfiskveiðar að nýju að loknu banni Stykkishólmi 9. áKÚst. VEÐUR hefir verið hið ákjósan- legasta hér um slóðir að undan- förnu. Heyskapur hefur gengið vel, góð hey og vel hirt og gróska í búnaði. Skelfiskveiðar eru hafnar fyrir tveim dögum hér í Stykkis- hólmi og eru þær stundaðar alla daga nema föstudaga og laugar- daga, en þær hafa um langt skeið legið niðri vegna banns. Fréttaritari Fljúga með ferskan kola frá Egilsstöðum til Grimsby © INNLENT Björn Jónasson FLUGVÉL frá flugfélaginu Is- cargo flaug til Grimsby í fyrra- dag með ferskan kola á markað þar í borg, og er þetta fyrst tilraun til að selja íslenskan kola ferskan á Bretlandsmarkaði. FJogið var frá Egilsstöðum á DC-6 flugvél félagsins, og tók flugið um fjórar klukkustundir, en kolafarmurinn f þessari fyrstu ferð var átta tonn. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk í gær hjá íscargo líkaði kolinn vel, og var hann þegar flakaður og settur á markað er vélin kom til Grimsby. Gæði fisksins verða þó nánar könnuð áður en ákveðið verður um framhald þessara flutninga. Kol- inn var veiddur af Austfjarðabát- um, og það voru útvegsmenn á Austfjörðum sem fluttu hann út, en kaupandi í Grimsby er Fylkir Ltd. Að sögn taismanna íscargo get- ur DC-6 flugvélin tekið allt að 12.5 tonnum af kola í hverri ferð, en þar sem lögð var megináhersla á að hafa aflann sem ferskastan í þessari fyrstu ferð var ekki beðið eftir því að fullfermi veiddist í flugvélina. Kolinn var hafður í kössum á leiðinni og ís notaður til kælingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.