Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1979 3 Eigum að gefa Norð- mönnum nokkra valkosti — segir Matthías Bjarnason „ÓLAFUR Ragnar Grímsson lagði fram tillögu sem er efnis- lega sú sama og tillagan sem ég lagði fram á fundi landhelgis- nefndarinnar 23. júlí,“ sagði Matthías Bjarnason alþingis- maður og fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í landhelgisnefnd. Hann var spurður að því hvað hefði farið fram á fundi nefnd- arinnar í gærmorgun. Hann sagðist vel geta sam- þykkt tillögu Ólafs Ragnars, enda væri hún efnislega hin sama og hans tillaga en uppröð- uninni væri breytt. Hann sagði að aðrir í nefndinni hefðu ekki tekið ákvörðun um þessar tillög- ur, en Benedikt Gröndal utanrík- isráðherra hefði rætt um drög þau sem hann lagði fyrir ríkis- stjórnina. „Mín skoðun er sú, að það sé nauðsynlegt fyrir okkur að birta þessar tillögur almenn- ingi, bæði á íslandi og í Noregi, til þess að sýna fram á að við erum ekki með einhverja eina einstrengingslega leið sem við teljum hina einu réttu“, sagði Matthías Bjarnason. Hann sagði að íslendingar ættu að gefa Norðmönnum nokkra valkosti um það hvernig leysa ætti deiluna. „Þá geta báðar þjóðirnar sannfærst um það, að við viljum halda á þessu máli á þann veg að Norðmenn geti valið einhvern kostinn. Þannig náum við frekar sam- komulagi við Norðmenn", sagði Matthías. Hann sagðist harma hve langur dráttur hefur orðið á því að íslensk stjórnvöld kæmu sér saman um sameiginlegar tillögur til að leggja fyrir Norð- menn. „Ég, eins og aðrir lands- menn, hlýt að leggja á það mikla áherslu að ríkisstjórnin komi sér saman um stefnu og fari síðan Matthías Bjarnason fram á viðræður við Norðmenn. Ég vona að það verði á líkum grundvelli og ég lagði til á fundi landhelgisnefndarinnar 23. júlí sem fulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins,“ sagði Matthías Bjarnason. Þegar f ari fram f ormlegar viðræður við Norðmenn — segir Olafur Jóhannesson „ÉG er ekki búinn að fá skýrslu um fund landhelgis- nefndarinnar í gær svo ég get ekkert sagt um það sem þar fór fram“, sagði Ólafur Jóhannesson, forsætisráð- herra í samtali við Morgun- blaðið í gær. En Ólafur er nú í leyfi á Þingvöllum. „Það er mín skoðun að þegar eigi að fara fram formlegar viðræður við Norðmenn og ég setti það fram á síðasta ríkisstjórnar- fundi. Ég geri ekki ráð fyrir að það verði kallaður saman sérstakur ríkisstjórnarfund- ur vegna þessa máls, en býst við að það verði rætt á næsta fundi ríkisstjórnarinnar á mánudag eða þriðjudag." ólafur Jóhannesson Ekki um ágreining að ræða innan landhelgisnefndarinnar #1 — segir Benedikt Gröndal „Við höfum ekki sagt neitt opinberlega um innihald til- lagna en það er ekki um að ræða neitt sem kalla mætti agreining innan nefndarinnar. Við erum að ræða stöðuna og hugsanlega „taktík“ þegar við- ræður Islendinga og Norð- manna hefjast aftur,“ sagði Benedikt Gröndal, utanríkis- fáðherra. Hann sagði að Ólafur Ragnar Grímsson hefði á fundi land- helgisnefndarinnar í gær lagt fram sínar hugmyndir í þessu efni. „Við höfum því eiginlega þrjár útgáfur til að vinna eftir," sagði Benedikt. Hann var hins vegar ekki fáanlegur til að birta sínar hugmyndir að viðræðu- grundvelli við Norðmenn;" það væri ekki æskilegt stöðu hans vegna.“ Benedikt var spurður hvort hann teldi að íslendingar ættu að hefja viðræður við Norðmenn og hvað það væri sem kæmi í veg fyrir að slíkar viðræður færu fram. Benedikt sagði að þetta væri eitt af þeim málum sem væru til umræðu í landhelgis- nefndinni og að hann, Ragnar Arnalds og Ólafur Jóhannesson hefðu verið í símasambandi í gær og rætt þessi mál. „Eg er þeirrar skoðunar að það sé ekkert annað að gera en að hefja viðræður aftur, en það er ekki komin niðurstaða um það ennþá“, sagði Benedikt. Hann sagði, þegar hann var spurður hvort hann teldi að samkomulag gæti orðið í nefnd- inni, að öllum væri ljóst hver væru megin áhuga- og hags- munamál Islands í þessu máli. Það sem væri til umræðu með þessari tillögusmíð í landhelgis- nefndinni væri nánast það hvernig bæri að halda á málum, þegar viðræður hæfust. „Ég mun Benedikt Gröndal gefa skýrslu til ríkisstjórnarinn- ar um þetta og hún ákveður síðan endanlega stefnuna og hverjir skuli skipa sendinefnd- ina“, sagði Benedikt Gröndal að Jokum. Kjartan á að krefjast þess að Norðmenn hætti veiðunum — segir Olafur Ragnar Grímsson „Ég lagði fram sérstaka tillögu á fundi landhelgisnefndar í gær að höfðu samráði við ráðherra Alþýðubandalagsins og formann flokksins. Tillagan er flutt f framhaldi af tillögu Matthíasar Bjarnasonar og felur f sér þrjú höfuð efnisatriði. í fyrsta lagi að formlegar við- ræður hefjist nú þegar með sér- takri viðræðunefnd allra þing- lokka, en þessum óformlegu sím- tölum og einkaviðræðum á flokks- fundum erlendis verði hætt nú þegar. í öðru lagi að megin krafa Islendinga verði sameiginleg fisk- veiðilögsaga íslendinga og Norð- manna á Jan Mayen-svæðinu. Og jafn réttur beggja til að nýta öll auðæfi hafs og hafsbotns á Jan Mayen svæðinu. I þriðja lagi að þjóðirnar komi sér saman um sameiginlegar fiskverndunarað- gerðir sem útiloki veiðar annarra þjóða. Sérstök íslensk-norsk fisk- veiðinefnd starfi fyrir Jan Mayen svæðið og íslenska landhelgisgæsl- an hafi heimild til þess að fylgjast með veiðum allra skipa á svæðinu". sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fulltrúi Álþýðubandalagsins í landheigisnefndinni. „Þegar ég hafði flutt mína til- lögu lýsti Matthías Bjarnason sig efnislega samþykkan henni með tilvísun til sinna fyrri hugmynda. Þar með var kominn efnisleg samstaða fulltrúa Alþýðubanda- lags og Sjálfstæðisflokks um þá á hvaða grundvelli viðræður við Norðmenn ættu að fara frarn", sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði að fulltrúar Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins hefðu ekki ver- ið reiöubúnir til þess að taka afstöðu til tillögu Ólafs en lofað að taka hana fyrir í flokkum sínum sem fyrst. „Við Matthías Bjarnason lögðum báðir áherslu á að það yrði að taka skjótar ákvarðanir í þessu máli og fjarvistir einstaklinga utanbæjar mættu ekki koma í veg fyrir það“, sagði Ólafur Ragnar. „Þá var á fundinum í gær rætt um þessa hótun Norðmanna að veiða meira en 90 þúsund tonn. Þeir fóru að beita henni eftir að ljóst varð að Sovétmenn ætluðu ekki að veiða neitt á svæðinu. En norskir ráð- herrar hafa sagt það við Benedikt Gröndal í símtölum að þeir geti ekkert stöðvað flotann. í framhaldi af því geri ég þá kröfu til KJartans Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra að hann krefjist þess nú þegar fyrir hönd tslendinga að Bolle sjávarútvegs- ráðherra Noregs ákveði strax loka- dag loðnuveiða Norðmanna í næstu viku. Það er sú aðferð sem Norðmenn geta beitt á eðlilegan hátt til þess að stöðva veiðarnar alveg eins og þegar þeir ákváðu upphafsdaginn. Ætla má að nú um helgina verði þeir búnir að veiða um 70 þúsund tonn þannig, að þeir Ólafur Ragnar Grímsson verða í kringum 90 þúsund tonna markið upp úr miðri næstu viku. Ef Bolle og Norðmenn vilja sýna íslendingum sanngirni og ekki níðast á þeim og halda áfram að beita hótunum, þá eiga þeir að tilkynna norska flotanum nú þeg- ar, að veiðunum ljúki um miðja næsta viku. Það væri aðgerð sem sýndi samkomulagsvilja Norð- manna gagnvart íslendingum", sagði Ólafur Ragnar Grímsson að lokum. Sjóprófum vegna áreksturs Sól- bergs og Harald- ar lokið SJÓPRÓFUM vegna áreksturs togaranna Sólbergs frá Ólafs- firði og Haraldar Böðvarssonar frá Akranesi, þar sem þeir voru að veiðum úti fyrir Norðurlandi á þriðjudag, er nú lokið. Sólbergið kom inn til ólafsfjarðar og fóru sjópróf fram á Ólafsfirði sl. miðvikudag en Haraldur fór til Akraness og voru sjópróf haldin þar í gær. Skipverjar á Sólbergi báru við sjóprófin, að sögn Barða Þór- hallssonar, bæjarfógeta á Ólafs- firði, að þeir hefðu verið að toga á eftir Haraldi Böðvarssyni og séð skrúfufarið, en skyggni var slæmt vegna þoku eða rúmlega 30 metr- ar. Sólbergið stöðvaði og varð þá nokkur breyting á stefnu skipsins. Þegar búið er að ná halinu inn bakkaði togarinn örstutt meðan verið var að koma aflanum niður en stöðvaðist þessu næst aftur. Skipverjarnir á Sólberginu höfðu haft samband við Harald og var fjarðlægðin milli þeirra þá 0,25 sjómílur. Skipverjar á Sólberginu báru að þeir hefðu verið stopp, þegar Haraldur kom skyndilega út úr þokunni og settu skipverjar á Sólberginu þá á fulla ferð áfram en það nægði ekki til að forða árekstri. Lenti Haraldur aftarlega á bakborðssíðu Sólbergs hjá gálgapalli. Skipstjórinn á Haraldi Böðv- arssyni var einn í brúnni, þegar áreksturinn varð og bar hann við sjópróf, að sögn Hermanns G. Jónssonar, aðalfulltrúa bæjarfóg- etans á Akranesi, að Sólbergið hefði bakkað inn í þeirra sigling- arlínu. Bar skipstjórinn að hann hefði áður verið búinn að sjá Sólbergið en það hefði þá verið að hífa. Þeir á Haraldi hefðu verið að toga, þegar þeir voru allt í einu komnir að Sólberginu. Var þá sett á fulla ferð afturábak en það dugði ekki til og skipin rákust á. Veitt lausn vegna aldurs DÓMS- OG kirkjumálaráðherra hefur veitt Friðgeiri Grímssyni, öryggismálastjóra, lausn frá starfi fyrir aldurs sakir frá 31. desember 1979 að telja. Slysið í Banda- ríkjunum: Nafn mannins MAÐURINN, sem lézt af slysförum í Bandaríkjun- um á fimmtudag í fyrri viku hét Gísli Jóhann Yngvason og var fæddur 30. september 1947. Gísli hafði um nokkurt skeið starfað á krabbabáti, sem gerður var út frá Alaska, en bróðir hans var einnig við störf þarna úti. Var Gísli að fara frá móður- skipinu á litlum bát inn á höfnina í bænum Unalaska. Þegar hann var kominn inn á innri höfnina mun hann hafa fallið útbyrðis. Sjón- arvottar sáu hvar Gísli var á sundi við bátinn en bátur- inn mun hafa rekist á hann og var ekki búið að finna líkið um miðja þessa viku þrátt fyrir leit. Gísli lætur eftir sig eig- inkonu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.