Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 5
V es tf irðingafj ór ðungur MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1979 5 Minni þorskur, en aukning í öðrum tegundum í júlí FIMMTÍU tonnum minni þorsk- afli barst á land í Vestfirðinga- fjórðungi í júlímánuði, saman- borið við sama mánuð í fyrra. í ár komu 7080 tonn af þorski á land, en 7130 tonn í júlí á síðasta ári. Hins vegar varð veruleg aflaaukning í fjórðungnum f mánuðinum og kom 1750 lestum meiri fiskafli á land í júlí í ár en f fyrra. Aukningin er fyrst og fremst f grálúðu, en 10 stórir lfnubátar voru á grálúðu allan mánuðinn. Togararnir voru í 9—19 daga þorskveiðibanni í júlímánuði og hlutfall þorsks í afla þeirra var allt niður í 43%. Að sögn Jóns Páls Halldórssonar á ísafirði er því greinilegt að aðgerðir stjórnvalda segja verulega til sín í breyttri sókn og eiga enn frekar eftir að koma í ljós í þessum mánuði. Seirawan heimsmeistari Gáfu vatnsnuddtæki víðs vegar um landið „Ilvergi í Evrópu eru seld jafn mörg Grohe-tæki og á íslandi að tiltölu, ef V-Þýzka- land er undanskilið en mark- aðshlutdeild Grohe f þessum tveim löndum er svipuð — um 70%. Við vildum því sýna þakk- læti okkar og koma hingað, hitta viðskiptavini okkar og aðstoða þar sem þöríin er mest með gjöfum til sjúkrastofn- ana,“ sagði Wolfgang Hollm- ann, aðalforstjóri Grohefyrir- tækisins en hann hefur ásamt stofnanda fyrirtækisins, Fri- edrich Grohe, dvalist hér á landi í tæpa viku og afhent vatnsnuddtæki til sjúkrastofn- ana vfðs vegar um landið. Gjöf fyrirtækisins er á bilinu 6—7 milljónir króna. „Okkur fýsti að koma og sjá land og þjóð. Það sem þó gerði útslagið var tvennt — Skaga- menn léku í fyrra gegn v-þýzka liðinu FC Köln í Evrópukeppni meistaraliða. Skagamenn bera auglýsingu Grohe á búningum sínum og þeir stóðu sig frábær- lega gegn þýzku atvinnumönn- unum. Þá hittum við 20 íslend- inga ásamt forstjóra þýzk- íslenzka verzlunarfélagsins, Óm- ari Kristjánssyni á‘ kaupstefn- unni í Frankfurt. Við ákváðum að koma til landsins þegar Ómar stakk upp á því að við gæfum sjúkrastofnunum hér á landi vatnsnuddtæki," sagði Hollmann ennfremur. Grohefyrirtækið er hið stærsta í heiminum á sínu sviði — í framleiðslu blöndunar, hita- stýri- og vatnshreinsitækja. Fyrirtækið hefur aðalstöðvar sínar í borginni Hemer í Westphalen í V-Þýzkalandi. Hjá fyrirtækinu starfa tæplega 3400 manns við framleiðslu tækj- anna, og daglega eru framleidd yfir 30 þúsund tæki. Margeir í 7.-11. sæti Skien. Noregi. frá Guðmundi Sigurjóns- syni stórmeistara: í 13. og sfðustu umferð gerði Margeir Pétursson stutt jafntefli við Tomaszewski frá Póllandi og sömuleiðis gerðu jafntefli Plask- ett og Seirawan og Chernin og Morowich. Og sigurvegari á 18. Heimsmeistaramóti unglinga í skák varð því Yasser Seirawan frá Bandaríkjunum. Nöfn tveggja gjaldhárra ad- ila féllu nidur í YFIRLITI í Morgunblaðinu um hæstu gjaldendur féllu niður tvö nöfn, annars vegar Fálkans hf í Reykjavík, sem greiðir rúmar 90.7 milljónir í skatta og er í 21. sæti og dótturfyrirtækis Fálkans, STÁL hf, sem greiðir samtals 30.9 milljónir í skatta, þannig að fyrir- tækin tvö greiða samtals tæplega 122 milljónir í ár, og hins vegar nafn Harðar Sævaldssonar, tann- læknis í Garðabæ, í skránni yfir skattahæstu einstaklinga á land- inu. Hörður greiðir 15.7 milljónir í skatta á árinu. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Hann er fæddur í Damaskus í Sýrlandi. Móðir hans er ensk en faðirinn sýrlenzkur. Þegar hann var fjögurra ára fluttist hann til Bandaríkjanna. Nýi heimsmeist- arinn er 19 ára námsmaður og býr í Seattle. Þessi hógværi piltur er velþekktur í skákheiminum og margir spáðu honum sigri hér. Hann vann 8 skákir, tapaði einni og gerði 4 jafntefli. Óhætt er að fullyrða að hann sé vel að sigrin- um kominn. Annars varð röð efstu manna þessi: 1. Seirawan 10 vinningar, 2. Chernin 9'/2, 3—6. Nicolic, Plask- ett, Douven, Neculescu 8%, 7.—11. sæti, Margeir Pétursson, Tomasz- ewski, Grospetter, Morowich og Wiedenkeller 8v. Árangur Margeirs er góður, hann vann 6 skákir, tapað: þremur og gerði 4 jafntefli. Með smá- heppni hefði hann hæglega getað komizt hærra. „Ný kynslóð” — leiðrétting þAU mistök urðu í Mbl. í gær í grein Jóhanns Hjálmarssonar, „Ný kynslóð í sænskum skáld- skap“, að niður féllu setningar- hlutar efst í dálki á bls. 17. Rétt er setningin þannig: ... skáld hafa gert er hér dregin upp mynd eins þeirra sem beið ósigur. Dikter kring Sandro della Quercis liv er fyrsti hluti þriggja binda yerks ... Mbl. biður lesendur velvirðingar á þessum mistökúm. Gestamót fyrir V estur-í slendinga á Hótel Sögu SÍÐARI hópur Vestur-íslend- inga, sem heimsækir ísland í sumar, er nú staddur hér á landi. Svo sem venja hefur verið und- anfarin ár, efnir þjóðræknisfé- lagið til gestamóts fyrir Vestur- íslendinga og vini þeirra að Hótel Sögu sunnudaginn 12. ágúst kl. 3 e.h. Þar munu listamennirnir Sigfús Halldórsson og Guðmundur Guð- jónsson skemmta með söng og píanóleik, og Magnús Jóhannsson fer með rímnalög. Allir Vesturlslendingar, sem hér eru staddir svo og heimamenn, eru velkomnir til þessa gestamóts. Herra Grohe skriíar undir gjafabréf til Reykjalunds. ömar Kristjánsson, umboðsmaður Grohe á Islandi. Hollmann, aðalforstjóri Grohe, Alfred Mkinch, sölustjóri Grohe, og Björn Ásmundsson forstjóri Reykjalundar, fylgjast með. ^ Mynd Mb, Emilía Forstjórar Grohe á íslandi: með sjálfskiptingu til af- greiðslu strax. 2 stærðir fá- anlegar A. Heildarþyngd 16.500 kg með 210 hestafla vél. B. Heildarþyngd 13.500 kg með 170 hestafla vél. Ath. Hagstætt dollaragengi. Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavík Simi 38900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.