Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1979 Mormónatrúboð á Mandi ÁRIÐ 1820 átti sá atburður sér stað í norðanverðu New York ríki, að fjórtán ára gamall unglingur kraup í bæn í hljóðum skógarlundi og bað Guð leiðsagnar um það, hvaða trúarsöfnuði hann ætti að fylgja. Unglingur þessi var Jósef Smith og var bæn hans heyrð. Tvær himneskar verur birtust honum og önnur þeirra ávarpaði hann, benti á hina veruna og mælti: „Þetta er minn elskaði sonur. Hlustaðu á hann.“ Jósef heyrði þann undarlega boðskap af munni sonarins, að hann ætti ekki að ganga í neinn söfnuð, heldur stuðla að endurreisn hins hreina fagnaðarboð- skapar Jesú Krists á þessum síðari dögum. Tíu árum seinna eða þann 6. apríl 1830 var mormónakirkj- an stofnsett í Bandaríkjunum, en það gerði spámaðurinn Jós- ef Smith, sem áður er getið. Mormóni er orð, sem er í daglegu tali notað um þann sem er í Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, en í þess stað er nú oft notað nafnið Síðari daga heilagur. Þegar kirkjan var stofnsett A þremur árum hafa fjörutíu íslendingar gengið í söfnuðinn kosta ferðir sínar og uppihald á meðan á trúboðinu stendur og þiggja engin laun fyrir vinnu sína, en í flestum tilfell- um fá þeir fjárhagslegan stuðning frá fjölskyldum sín- um. Að sögn Arthurs Hansens gilda ákveðnar reglur um klæðnað og lifnaðarhætti trúboðanna, meðan þeir starfa sem slíkir, og þurfa þeir til Arthur Hansen trúboðsforseti Mormónakirkjunnar á íslandi. Ljósm.: Emilía. árið 1830 voru meðlimir henn- ar sex, en nú telur mormóna- kirkjan á fimmtu milljón með- lima víða um heim. Fjörutíu íslendingar hafa gengiö í söfnuðinn Fyrir um það bil þremur árúm fóru mormónar að reka trúboð á íslandi og hér eru nú starfandi fjórtán trúboðar, sem allir eru bandarískir. Að sögn Arthurs Hansens, sem er trúboðsforseti mormónakirkj- unnar á Islandi, er mormóna- trúboð rekið í öllum löndum heims, sem leyfa trúboð, en sum lönd eru alveg lokuð fyrir slíku, eins og til dæmis aust- antjaldslöndin. í viðtali við blm. Mbl. nú fyrir stuttu sagði Arthur Han- sen, að trúboðið hér á landi hefði gengið nokkuð hægt og ekki hefðu nema fjörutíu manns gengið í kirkjuna enn sem komið er. Vildi hann helst um kenna að trúboðarnir tala ekki íslensku og þar sem þeir störfuðu hér ekki nema tvö ár í senn ættu þeír þess ekki kost að læra málið að neinu gagm. Sagði bann að vonir stæðu til að trúboðið gengi betur um leið og íslendingum fjölgaði í söfnuðinum. Það er mormónakirkjan í Bandaríkjunum, sem stendur að trúboðinu hérlendis, en í Bandaríkjunum eru höfuð- stöðvar mormónakirkjunnar í heiminum. Trúboðarnir sjálfir dæmis að vera snyrtilega klæddir í ljósum skyrtum með bindi og í jakkafötum. Þeir mega ekki fara á dansleiki eða annað slíkt á meðan á trúboði þeirra stendur og sagði Art- hur Hansen, að þessar reglur væru settar til þess að trúboð- arnir gætu verið góðir og frambærilegir fulltrúar kirkj- unnar. Sagði hann að ungum piltum þætti það ef til vill þvingandi að þurfa að vera svona klæddir alla daga, en þeir tækjust sjálfviljugir þetta starf á hendur og kysu frekar að boða fólki fagnaðarerindið, en að sækja dansleiki og klæðast tískufatnaði. Trúboðarnir koma flestir til starfa, þegar þeir eru nítján ára gamlir og sagði Arthur Hansen, að það væri vegna þess að þá væru þeir ekki orðnir fjölskyldufeður og bún- ir að bindast fjölskyldubönd- um. Einnig er nokkuð um það, að fólk á eftirlaunaaldri gerist trúboðar, því þá eru börnin oft orðin uppkomin og farin að heiman og fólkið þá ekki eins bundið fjölskyldunni og þegar börnin eru yngri. Er Arthur Hansen var að því spurður hvernig móttökur mprmónatrúboðið hefði fengið á íslandi Sagði hann að íslend- ingar hefðu sýnt því lítinn áhuga. Þeir hefðu sína þjóð- kirkju og teldu hana alveg eins góða og hvað annað. Engir prestar á launum En að hvaða leyti er mor- mónakirkjan frábrugðin Þjóð- kirkjunni? Að sögn Arthurs Hansens eru allir meðlimir mormónakirkjunnar mjög virkir þátttakendur í öllu kirkjustarfinu og hver hefur sitt hlutverk í söfnuðinum, og engir prestar eru þar á laun- um. Trúarlega er aðalmunurinn sá að mormónar trúa á áfram- haldandi opinberanir frá Guði, því Jesús hafði sagt við freist- arann að maðurinn lifði ekki af brauði einu saman, heldur sérhverju orði sem fram geng- ur af guðs munni. Mormónar trúa því að Drottinn haldi áfram að tala til mannanna barna í gegnum spámenn sína og postula, eins og hann gerði til forna. Jesús hefur því spá- Að sögn Arthurs er mikið gert fyrir unga fólkið, sem starfar innan mormónakirkj- unnar og er mikið líf innan ungmennafélags kirkjunnar. Haldnar eru heilbrigðar skemmtanir og góðar lexíur um allt sem snertir mannlegt líf og hvernig heimfæra má kenningar Krists og tileinka sér þær í daglegu lífi. Ungling- arnir halda vikulega fundi og á sumrin er mikið um útivist og útileiki alls konar. Allt starfið á meðal unglinganna miðast að því að þroska þá andlega, líkamlega og félags- lega og stjórna unglingarnir sjálfir öllu sínu starfi. Er Arthur Hansen var spurður um aldursdreifingu innan safnaðarins sagði hann, að mest væri þar um ungt fólk, en þó væri þar fólk á öllum aldri. Ástæðan fyrir því að „Við erum svo sannarlega kristin.“ Á myndinni frá vinstri eru Þorsteinn Jónsson, forseti Reykjavíkurdeiidar Mormónakirkjunnar á íslandi, Sveinbjörg Guðmundsdóttir, sem vinnur við þýðingar fyrir Mormónakirkjuna á fslandi, og Arthur Hansen. fæddist væri það blessað og því gefið nafn. Þegar barnið verður átta ára gamalt er það skírt inn í kirkjuna og fermt um leið og þá meðtekur það gjöf heilags anda með handa- yfirlagningu. Tólf ára geta piltar orðið djáknar og fá þá viss embætti innan kirkjunn- ar. Þá mega þeir til dæmis útdeila sakramentinu. Fjórtán ára geta piltarnir orðið kenn- arar. Hver einasti meðlimur kirkjunnar er heimsóttur einu sinni í mánuði og sjá ungu kennararnir oft um þær heim- sóknir og fara þá í mörgum tilfellum með sér eldri mönn- um. Ef veikindi eða erfiðleikar eru á heimilinu er biskup eða greinarforseti látinn vita og kirkjan kemur tii hjálpar. A þennan hátt fær unga fólkið tækifæri til að starfa að mál- efnum kirkjunnar og er slíkt „Ég var lengi ákaflega efins og ætlaði mér ekki að gleypa við einu né neinu,“ sagði Sveinbjörg Jónsdóttir. en hún gekk í söfnuð- inn fyrir þremur árum. mann á jörðinni í dag, en það er yfirmaður mormónakirkj- unnar og er hann búsettur í Bandaríkjunum. í mormónakirkjunni geta allir fengið opinberanir fyrir sig og geta jafnframt fengið svör við bænum sínum. Kirkj- an setur mjög strangar reglur varðandi siðgæði, heiðarleika og annað, en mönnum er þó ekki vísað úr kirkjunni, nema um mjög alvarleg brot sé að ræða. unga fólkið kemur mest í söfnuðinn er sennilega sú, að sögn Arthurs Hansens, að Mormónakirkjan gefur þeim aukið tækifæri til að vera virkir þátttakendur og það fær sín ákveðnu embætti eða hlut- verk í kirkjustarfinu. Börn skírð og fermd átta árs Um kirkjustarfið sagði Arthur Hansen, að þegar barn mjög mikilvægt að sögn Arthurs. Þegar piltarnir verða sextán ára geta þeir orðið prestar og fá þá leyfi til að helga sakra- mentið og stjórna fundum og samkomum ef með þarf. Átján ára hljóta þeir æðra prests- dæmið, en í því felst að þá geta þeir verið kallaðir í hvaða embætti sem er innan kirkj- unnar, eftir dugnaði þeirra og hæfileikum. Nítján ára geta Mikið er lagt upp úr heilbrigðum skemmtunum fyrir unga fólkið. Þessar myndir eru frá einni slíkri, en fyrst var borðað saman, en á eftir stigin nokkur dansspor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.