Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1979 11 Spámaðurinn Spámaðurinn Höfundur: Kahlil Gribran Þýðandi: Gunnar Dal Útgefandi: Víkurútgáfan, 1979.. „Ef til er maður eða kona, sem í hjarta sínu viðurkennir ekki, að hér er á ferð lífspeki mikils manns eða söngur sem fæðist í djúpum sálarinnar, hlýtur sá maður eða kona að vera andlega dauð.“ Þetta var sagt í ritdómi í Chicago Post, þegar þetta mikla ljóð kom þar fyrst út. Hér er til þess vitnað sökum þess, að þar var mikið sagt í fáum orðum um þetta verk og stendur það enn í fullu gildi. Það er um SPÁMANN eins og allt það sem vel er skrifað og djúpt hugs- að, að gildi þess eykst með aldri; þvert á móti því sem gildir um grunnt hugsuð ritverk og yfir- borðsleg. Það sem einkum hlýtur að auka ánægju og áhuga hugsandi les- anda er hið mikla mannvit, sem fram kemur í þessu ljóði. Hér gætir mikillar lífsreynslu, sem höfundur hefur búið hinn fegursta búning, þannig að hvort tveggja heillar, efni og form. Hér virðist hafa verið náð vissri fullokomnun, sem hlýtur að vera verðandi ljóð- skáldi merkileg og holl fyrirmynd að ýmsu leyti. Hér haldast í hendur viska og snilld, sem hlýtur að vera eðlilegt takmark listar ljóðskáldsins. Og viskan í þessu forkunnarfagra ljóði er þess eðlis að hún á erindi til allra. Hér er farið viturlegum um orðum um einmitt margt af því, sem hver persóna kynnist fyrr eða síðar í lífinu, en hið sístækkandi skóla- kerfi fræðir okkur þó ekkert um, t.d. ástina, hjónabandið, börnin, sem við eigum eftir að eignast, Bókmenntlr eftir ÆVAR R. KVARAN vinnuna, gleði og sorg. Hvað lærir hann lærðasti maður um þessi undirstöðuatriði mannlegs lífs á áratuga skólagöngu: ekkert. Skólarnir eru sniðnir til þess að framleiða sérfræðinga á öllum mögulegum sviðum, sem standa algjörlega varnarlausir, máttvana og óupplýstir gagnvart því sem hver maður í venjulegu þjóðfélagi hlýtur að mæta. Við erum alls- endis óviðbúin eðlilegum mótbyr í lífinu, þótt við kunnum að hafa ágætustu sérþekkingu á einhverju einstöku sviði. Við gerum okkur ekki grein fyrir því, að það er ekki aðalatriðið hvað hendir okkur í lífinu, heldur hitt hvernig við getum brugðist við því. Þess vegna hlöðumst við streitu og andlegri örvilnan. í þessum efnum getur engin venjuleg skólanenntun hjálpað okkur, því hún er alls ekki sniðin til þess að kenna okkur hverju við má búast í lífinu og enn síður hvernig við eigum að bregðast við því. Er því ekki komin tími til þess að endurskoða þessar dýru stofnanir, svo þær komu hverjum manni að meira raunverulegu gagni í lífinu en þær gera nú? Hámenntaður maður er engu betur settur í lífinu en óbreyttur verkamaður, nema að því leyti að honum eru tryggðar hærri tekjur. En er það nú reynsla okkar, að menntun sé trygging Hfsharn- ingju? Ónei. En uppbygging skóla- kerfisins virðist einmitt byggjast á því að svo sé. Veita milljóna- eignir þér hugarró eða sálarfrið? Ég hygg að reynslan bendi á allt annað. En það er einmitt hugarró og sálarfriður sem okkur er nauð- synlegra að eignast en allt annað. En er nokkuð um það kennt í skólum? Nei, ekki neitt. Og sökum þessa skorts, spretta upp útum allan heim hvers konar stofnanir, sem telja sig hafa þetta til sölu, sem hver einasti maður ætti að geta kynnst í venjulegum skóla sínum, svo hann læri að taka óhjákvæmilegum erfiðleikum lífs- ins, þegar að þeim kemur. Það er einmitt af þessum ástæðum, sem bækur eins og SPÁMAÐURINN eftir hinn vitra Araba Kahlil Gribran eru svo ANTONIO Machado (1875-1939) hefur haft meira gildi fyrir þróun ljóðlistar á Spáni eftir borgarastyrj- öldina en flest önnur spænsk skáld. Machado var „með okkur“ eins og Blas de Otero orti um hann og túlkaði þá hug nýrrar kynslóðar í andstöðu við Francostjórnina. Ann- að skáid. Miguel Hernández. gerði eftir stri'ðskynslóðin að dýrlingi sínum. enda lést hann í fangelsi 1942 eftir að hafa barist með lýðveldissinnum. Blas de Otero, kannski svipmesta skáld Spánar á undanförnum áratug- um, er nú látinn 63 ára að aldri. Hann átti lengi við heilsuleysi að stríða og kemur andlát hans ekki á óvart. Ljóð hans sættu ritskoðun á Spáni, en voru gefin út í Frakklandi, Argentínu og á Kúbu og sum voru á hvers manns vörum. Nokkur þeirra söng Paco Ibánez inn á hljómplötu. Þeir sem kynntust Blas de Otero bera honum vitni sem hljóðlátum og litt málgefnum manni. I ljóði lýsti hann sér sem „mjög alvörugefnum" manni sem talaði ekki, svaraði ekki þegar á hann væri yrt, en hefði samt ekki beðið ósigur. Á það lagði hann áherslu. Síðustu ljóðabók sína kallaði hann Ljóð með nafni, en í henni voru ný ljóð og önnur sem ekki höfðu áður verið gefin út á Sspáni. Þessi ljóð komu út hjá Alianza Editorial og Aflaguara í Madríd, titill á frummál- inu Poesía con nombres. Blas de Otero var Baski, fæddur í Bilbao. Af sömu slóðum kemur einn- ig Gabriel Celaya. Þessi skáld eru ólík þótt andstaðan við Franco- stjórnina sameinaði þau. Celaya er eins konar spænskur Neruda, yrkir löng og mælsk ljóð og er mjög afkastamikill. Otero var hnitmiðaðri í skáldskap sínum, sum ljóð hans örstutt og án allra málalenginga. Meðal þekktari bóka hans er Eg bið mikill fengur. Slíka bók ætti að fara nákvæmlega í gegnum í hverjum skólá og íhuga hvernig mætti færa sér í nyt visku hennar. Með valdlegri yfirferð slíkra góð- bókmennta mætti i senn glæða áhuga nemenda á fagurri list og þörfum vitsmunum. Ég vil leyfa mér í þessu sam- bandi að benda á tvær aðrar bækur, sem ég skora á skólamenn að láta kynna í skólum sínum, ef þeir eru mér að einhverju leyti sammála um það, sem hér hefur verið haldið fram, en það er í fvrsta lagi bókin HVER ER SINNAR GÆFU SMIÐUR, sem Almenna bókafélagið gaf út í frábærri þýðingu drs. Brodda Jóhannessonar 1955, og bók Rósarkrossmanna ÞÉR VEITIST INNSÝN í þýðingu Sveins Ólafs- sonar, sem ég hef áður gert að umtalsefni í bókmenntaþætti Morgunblaðsins. Þessar bækur eiga það sameiginlegt, að af þeim má læra svo margt um það, hvern- ig bregðast ber viðýmis konar Bókmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Blas de Otero um friðinn og orðið. Af Antonio Machado lærði hann að tjá sig á einföldu máli og draumurínn um mótlæti í lífinu, en það er einmit það, sem við þurfum að læra, en er svo lítið kennt um. Epiktet, sem var uppi á ríkis- stjórnarárum Nerós, skrifaði ekki bækur, en orð hans og hugsanir hafa engu að síður varðveist, eins og dr. Broddi bendir á á stórfróð- legum eftirmála í þeirri ágætu bók HVER ER SINNAR GÆFU SMIÐUR. Þá get ég ekki lokið máli mínu um þetta efni án þess að minna á sögu eftir íslenzkan höfund, sem skólastjórar ættu að láta góðan lesara lesa upp sem oftast fyrir alla nemendur sína, en það er sagan FERÐIN SEM ALDREI VAR FARIN eftir dr. Sigurð Nordal heitinn. Þetta er ein stór. kostlegasta dæmisaga um gildi mannlífsins sem íslenskur höfundur hefur skrifað. Það eru slíkar hugsanir sem geta haft þau áhrif að menn skrifist út úr skólum landsins betri menn og göfugri, ef þeir gefa þessu gaum. Skáldið, heimspekingurinn og listamaðurinn Kahlil Gibran kvaddi þennan heim árið 1931 og hafði þá ekki náð fimmtugsaldri. Hann fæddist í landi spámann- anna, Líbanon. Þeir sem lesið hafa ritverk þessa skálds á arabísku telja hann mesta skáld þessarar aldar. Ég vil svo að lokum þakka Gunnari Dal, skáldi, fyrir hina ágætu þýðingu sína á SPÁMANNINUM eftir Gribran og Víkurútgáfunni fyrir þessa þriðju útgáfu þessarar merkilegu bókar, sem Kristján Jóhannsson hefur gætt fegurð með titilblaði og útliti yfirleitt. UM slíkar bókmenntir vil ég segja með skáldinu: mættum við fá meira að heyra. nýjan Spán var þeim báðum áleitinn. Ljóð Blas de Oteros eru rödd útlægs skálds sem gleymdi aldrei harmleik borgarastyrj aldari nnar. Blas de Otero orti í fyrstu sonnett- ur og ljóðagerð hans var um tíma nokkuð mótuð af hefðbundnum við- horfum til skáldskapar. Hann var kaþólskt skáld og trúarleg efni voru honum alltaf hugleikin. Þetta breytt- ist með þeirri félagslegu sannfær- ingu sem helstu verk hans lýsa. En eigi að kalla hann pólitískt skáld sem óhætt er að gera verður að hafa í huga að listræn afstaða skáldsins mótaði félagslegan boðskap þess. Ljóð hans urðu aldrei nakinn póli- tískur áróður. Þeir sem vilja breyta heiminum með skáldskap sínum geta mikið af honum lært. Vonina um mannlegra samfélag túlkaði hann í ljóðum sem eru fagur og eftirminni- legur skáldskapur. Meðan skáld eins og Vincente Aleixandre ortu um Spán og ástand Francotímans á margræðu súrreal- ísku myndmáli ávarpaði Blas de Otero þjóð sína úr fjarska á máii sem allir skildu. Hann gat til dæmis með því að lýsa í fáum orðum örlögum Antonio Machados sem endaði ævi sína í frönsku þorpi nálægt spænsku landamærunum á flótta undan Falangistum sagt það sem máli skipti um hug sinn: „Hljóður og leyndardómsfullur/ gekk hann í lið með fólkinu." „Hvers leitar þú skáld í sólarlag- inu?“ orti Machado í einu af mörgum ljóðum sínum um spænskt landslag. Líkt og honum auðnaðist Blas de Otero að gæða náttúrumyndir sínar því innra lífi sem er einkenni góðs skáldskapar. Aðeins fá ljóð eru til eftir Blas de Otero í íslenskum þýðingum. Mörg ljóða hans hafa verið þýdd á frönsku og hann er einnig vel kunnur í Svíþjóð af þýðingum þeirra Arturs Lundkvists og Lasse Söderbergs. Páll P. Pálsson manna. Þannig er upplifunin þau áhrif sem bergmála í hug- djúpi hvers einstaklings, en verkið sjálft aðeins áreitni, sem öðlast gildi vegna fyrri reynslu hlustandans. Það er því næstum ómögulegt, án þess beinlínis að hlustanda sé sagt fyrir hvað og hvernig eiga að skilja tiltekin atriði, að túlka orð eða athafnir í tónum. Öðru máli gegnir um stemmningar, sem þó eru mjög margbreytilegar og mistúlkaðar hjá fólki. Hvað um það, Stúlkan Sumartónleik- ar í Skálholti Á ÞRIÐJU sumartónleikunum í Skálholti fluttu Manuela Wiesl- er og Helga Ingólfsdóttir tvær sónötur eftir Mattheson, Cantus I eftir Hovland, h-moll flautu- sónötuna eftir Bach og frum- fluttu skemmtilegt og leikandi verk eftir Pál P. Pálsson, er hann nefnir eftir ljóði Þorsteins Valdimarssonar, Stúlkan og vindurinn. Ljóðið er leikandi orðaleikur um „heitan. stinnan Jónsmessuvindinn af jöklum innan. Það er erfitt að túlka ljóð í tónum, bæði vegna þess að áorkan ljóða leitar samspils við margofna gerð hvers einstak- lings og hljóðið sjálft er merk- ingarlaust, en fær tákngildi í tengslum við margslungið atferli og vindurinn eftir Pál P. Pálsson er skemmtilegt og leikandi verk. Það er líkt og að bera í bakka- fullan lækinn að ræða um leik og túlkun Manuelu Wiesler ðg Helgu Ingólfsdóttur á þessum viðfangsefnum. Þeim brást ekki bogalistin að þessu sinni, sér- staklega mætti þó geta frábærs leiks þeirra í h-moll skáldverki Bachs. Um næstu helgi mun Manuela Wiesler standa ein í eldlínunni og m.a. frumflytja verk eftir Leif Þórarinsson. Tönllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Draumur- inn um nýj- an Spán Bang & Olufsen NÝ KOMIÐ AFTUR. Verö: 289.800.- V BÚÐIN 29800 Skipholti19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.