Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1979 ROY MEDVEDEV Sjaldgæft hefur verið að heyra raddir frá Sovét- ríkjunum þar sem fjallað hefur verið opinskátt og hispurslaust um Salt II. Fram hefur komið, að innan Bandaríkjanna er samningurinn gagnrýndur og margir þar í landi eru sannfærðir um að Sovétmenn muni hagnast langtum meira á staðfestingu Salt II. Grein Roy Medvedevs, hins kunna sovézka sagnfræð- ings, er þar af leiðandi athyglisvert innlegg í þessar umræður og í öðrum tón en heyrzt hefur, þar sem það er skoðun hans, að Bandaríkjamenn fái ekki í annan tima tækifæri til að gera jafn hagstæðan samning. Á árunum 1960—1967 var það algengt, ef útlit var fyrir að efna- hagsáætlanir myndu ekki standast, að „friðar-útbúnaður" (eins og t.d. varahlutir í dráttarvélar) fengist framleiddur í vopnaverksmiðjum. Jafnvel átti það sér stað, að her- fylki stæðu í byggingu íbúðar- blokka fyrir almenning í Moskvu og öðrum borgum landsins. Nú er andstæðan öllu algengari, þ.e. að hlutir í hergagnaframleiðsluna séu pantaðir hjá framleiðsluaðilum annarra gagna en harnaðartóla. Annaö SALT-samkomulag yrði ekki hagstæðara fyrir Bandaríkjamenn Margar greinar birtast þessa dagana í sovéskum dagblöðum um andstæðinga SALT II samkomu- lagsins í Öldungadeild Bandaríkja- þings og tilraunir þeirra til að koma í veg fyrir að það verði staðfest. En sú spurning er varla borin upp, hvort samkomulagið eigi sér andstæðinga innan Sovétríkj- anna, — staðfestingin í Moskvu verður auðvitað aðeins formsatriði. Sú staðreynd er ekki eins augljós að áður en sáttmálinn var lagður fram til undirritunar, var mikið um efni hans deilt þar á bak við tjöldin. Munurinn er sá, að í Bandaríkjunum fara umræðurnar um samkomulagið fram eftir að forsetinn hefur undirritað það en í Rússlandi fyrir undirritunina (þó að efni slíkra umræðna sé sjaldan gert opinbert). Mótstöðumenn detente innan sovésku flokksforystunnar hafa að sjálfsögðu látið skoðanir sínar í ljós. Ástæðan fyrir því, að Pyotr Shelest var vikið úr æðstaráðinu árið 1972 og Alexandr Shelepin árið 1975, var ágreiningur um stjórnmálastefnu Leonids Brezh- nevs. Gagnrýnendur SALT II í æðsta ráðinu, eins og það er skipað í dag, virðast meðal annarra vera Mikhail Suslov og Ivan Grishin. Svo virðist jafnframt að varnar- málaráðherranum, Dmitry Ustin- ov, og yfirmanni KGB, Yuri And- ropov, hafi tekist að seinka nokkuð þeim umræðum, sem fram fóru þegar SALT-sáttmálinn var á und- irbúningsstigi, með því að leggja óteljandi smáatriði undir úrskurð sérfræðinga. Það er ekki ljóst hvort Andrei Gromyko utanríkisráð- herra hafi tekið þátt í þessum tilraunum þeirra til þess að hafa áhrif á gang mála. En hann átti einnig nokkurn þátt í því, að umræðurnar drógust á langinn undir ýmsu yfirskyni og hann gæti fyrirfram hafað íhugað þá yfirlýs- ingu sem hann gaf nýlega um að Sovétríkin myndu hafna öllum breytingartillögum af hálfu Öld- ungadeildarinnar. Hann er of gamall í hettunni til þess að hægt sé að ætla, að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því, að samkomulagið mundi valda deilum í bandaríska þinginu og að mögu- leiki væri á því að óbreytt yrði það ekki staðfest. Það er eðlilegt að sú spurning vakni, hvort að það, að staðfesting samkomulagsins færi út um þúfur, kæmi ekki ákveðinni valdaklíku í Moskvu til góða, — sérstaklega þegar líkur eru á að breytingar verði á stjórnarforystunni á næst- unni. Sérfræðingar telja að tengsl séu á milli ákveðinna atburða og þeirra tilrauna sem gerðar hafa verið til þess að trufla viðræður um SALT. Handtökur þekktra andófs- manna á árinu 1977, þegar heim- sókn Cyrus Vance utanríkisráð- herra til Moskvu stóð fyrir dyrum, þóttu grunsamlegar (en SALT- sendiför Vance var fyrirfram dæmd vegna yfirlýsinga Carters forseta um mannréttindamál). Og eftir að réttarhöldunum yfir Orlov, Grinsburg og Shsharansky hafði nokkrum sinnum verið frestað á árinu 1978 voru þau haldin á sama tíma og Vance og Gromyko rædd- ust við í Genf. Réttarhöldin höfðu þau áhrif, að Carter forseti neydd- ist til þess að taka efnahagslegar og stjórnmálalega ákvarðanir, sem gerðu það að verkum að fjöldi manna óttaðist að SALT II væri í hættu. Það, sem raunverulega gerðist, var að afskipti Bandaríkja- manna af innanríkismálefnum Sovétmanna veittu Sovétmönnum enn sterkari aðstöðu í SALT- umræðunum. Bandaríkjamenn lögðu meira kapp á að samn- ingur yrði gerður Það voru Bandaríkjamenn, sem sýndu meiri óþolinmæði með að samningur kæmist á með þjóðun- um. Það var aðeins á síðara stigi sem Sovétmenn stigu skref í átt til aukins frjálsræðis (skipti á póli- tískum föngum, breytingin á af- stöðu þeirra til brottflutnings Gyð- inga úr landi) í þeim augljósa tilgangi að milda andrúmsloftið í bandaríska þinginu. Sáttmálinn eins og hann var undirritaður í Vínarborg er mála- miðlun milli stuðningsmanna hans og andstæðinga innan stjórnarað- alsins í Ráðstjórnarríkjunum eftir sem áður og ef hann hlýtur ekki staðfestingu getur það þýtt meiri- háttar afall fyrir helstu stuðn- ingsmenn stjórnarstefnu Brezhn- evs jafnt sem stjórnmálalegt og hernaðarlegt áfall fyrir ríkisstjórn Bandaríkjanna. Ef samanburður er i fljótu bragði gerður á þróun hernaðarmáttar Bandaríkjamanna og Sovétmanna (bæði að magni og gæðum) á tímabilinu frá 1970 til 1979 verður niðurstaðan sú, að nú er jafnræði með þeim vegna hraðr- ar aukningar hernaðarmáttar þeirra síðarnefndu og að ástæða sé til þess að ætla, að á árunum 1980—1982 vegi geta Sovétmanna þyngra á vogarskálunum. Þegar þær umræður, sem orðið hafa um SALT II í Bandaríkjunum, eru rannsakaðar ofan í kjölinn, virðist sem vopnakaupendur (m.a. ríkisstjórnin seú „með“ samkomu- laginu og að vopnaseljendur séu „á móti“ því. Það er erfiðara að setja dæmið upp hvað varðar afstöðu manna í Rússlandi. Herinn og iðnaðurinn, sem honum er tengdur, hafa augljóslega verið mótfallnir takmörkunum í vopnaframleiðslu á meðan efnahagssérfræðingar og allir þeir sem efla vilja aðrar framleiðslugreinar en vopnafram- leiðslu, t.d. framleiðslu neyzluvara og jarðrækt, hafa verið hlynntir takmörkunum. Vopnaframleiðslan bitnar í auknum mæli á efnahag Sovétríkjanna Framleiðslan á nýtízku hernað- artólum hefur í auknum mæli komið niður á efnahag Sovét- manna. Það hefur orðið á breyting frá því sem var fyrir 10—15 árum, þegar vopnaframleiðslufyrirtækin lögðu sitt af mörkum til neyzlu- vöruframleiðslu. Fjármagns- eða tækniskortur hafa valdið því, að neyzluvöru- framleiðslan í landinu er langt á eftir áætlun (svo ekki sé minnst á þörfina), eða fimm til sex árum á eftir. Iðnlærða menn skortir, fram- leiðsluaukning neyzluvara hefur minnkað á skömmum tíma og framleiðsla landbúnaðarvara hefur staðnað, en sú stöðnun hefur valdið erfiðleikum með tilliti til vaxandi fólksfjölgunar í borgum landsins. Af þessu leiðir, að þeir, sem ábyrg- ir eru fyrir þessum greinum efna- hagslífsins, jafnt sem flokksforyst- an (sem ekkert varðar um innan- ríkismálefni) hafa mikilla hags- muna að gæta að því er varðar lækkun hernaðarútgjalda og bætta stöðu efnahagslífsins. Skyldu orsakir m.a. raktar til atburða fyrri tíðar En herinn og framleiðslugreinar hans eiga sér sterka málsvara í æðsta ráðinu. Þá má ekki gleyma því, að mikill hluti Ráðstjórnar- ríkjanna var hersetinn á árunum 1941—1945 og frelsið kostaði mikl- ar fórnir og fjármuni. Þá var sú ákvörðun tekin af hernum að að- eins yfirburðir á sviði hernaðar gætu tryggt öryggi landsmanna til frambúðar. Aðrar orsakir fyrir stjórnmála- legum áhrifum hersins eru hreins- anirnar miklu í stjórnartíð Stalíns á árunum 1937— 1938. Næstum níu Myndin er tekin í bandaríska sendiráðinu í Vínarborg er sendinefndir Bandaríkjanna og Sovétríkjanna héldu þar fund til undirbúnings undirritunni. Fyrir miðju, hægra og vinstra megin borðsins, eru þeir Carter, Bandarfkjaforseti, og Brezhnev, forseti Sovétrfkjanna. £>kipzt á skjölum — Carter og Brezhnev með Salt II.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.