Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1979 I é Glæsimennið Howard Hughes 21 árs gamall. beinin sködduðust, þannig að and- lit hans aflagaðist. Þrátt fyrir að hann væri enn myndarlegur á velli var sjálfsálit hans í hálfgerðri rúst. Meginástæðan fyrir einangrun hans var þó ótti hans við að aðrir næðu tökum á honum á sama hátt og hann hafði alla tíð þörf fyrir að knébeygja alla undir eigin vilja. Hann sagði sjálfur að hann hefði aldrei gert nokkurn hlut sem hann ekki langaði til. Hann hafði ýmsa hæfileikamenn í þjónustu sinni og heimtaði skilyrðislausa undirgefni af þeirra hálfu, það varð til þess að honum hélzt yfirleitt ekki lengi á slíkum starfskröftum. Á sama hátt krafðist hann algers eignar- réttar yfir vinkonum sínum og eiginkonum. Hann var sjúklega afbrýðisamur, jafnvel þótt hann hefði meiri áhuga á öðru í kring- um sig en vinkonu sinni þá stund- ina. Þrátt fyrir einangrun og sjúk- lega líkamlega vannæringu var Hughes með á nótunum varðandi rekstur fyrirtækja sinna og var oft afkastamikill. Síðustu árin komu þær stundir að hann virtist fullfær um að inna ýmis verkefni af hendi og virtist hugsun hans skýr. Allt til ársins 1972 hafði hann sjálfur yfirumsjón með auð- hring sínum, sendi skýrslur til fyrirtækja sinna, gaf aðstoðar- mönnunum fyrirskipanir og fylgd- ist náið með því markverðasta í fjölmiðlum. Iviðskiptum þótti Hughes gjarn á að skjóta öllum málum á frest. Hann skrif- aði aldrei undir samning án þess maðurinn sem hafði auð og völd — og fátt annað . . . að hafa þaulhugsað málið. Hann lét ekki þvinga sig til eins eða neins. Sagt var að hann hefði stundum dregið menn þannig á asnaeyrunum að þeir hefðu vart vitað í hvorn fótinn þeir áttu að stíga. Bankastjóri nokkur sagði að Hughes hefði fylgt fjórum megin- reglum í viðskiptum: Að taka aldrei ákvörðun sjálfur. Að láta aðra um ákvarðanatökuna og síð- an annaðhvort hafna henni eða samþykkja hana. Alltaf að slá ákvörðun á frest, hvort sem var hálftími, heill dagur eða vika. Hver veit nema að kringumstæður snerust viðkomandi í hag ef hann aðeins hefði biðlund. Þriðja reglan var að etja saman bæði óvinum og vinum þannig að hann sjálfur næði meiri tökum á þeim. Fjórða reglan var að hver maður hefði sitt verðgildi. Vandamálið væri að finna út hversu mikið. Hughes var óhemju valdamikill bak við tjöldin. Fulltrúar hans greiddu pólitíkusum árlega svo mikið sem 250 þúsund dali. Hug- hes studdi m.a. Hubert Humphrey varaforseta í kosningabaráttu hans 1968 með 50 þúsund dala fjárframlagi. Peningamaskína Hughes til pólitískra fjárframlaga var spilavíti hans í Las Vegas. Þar dró hann að sér mikið Þegar Hughes hitti Somoza fyrrum einræðisherra Nicaragua árið 1971 sagði hann ástæðurnar fyrir einangrun Flugvélaflykkið Spruce Goose sem aldrei flaug nema eina mflu. jötugur að aldri lézt auðkýfingurinn Howard R. Hughes úr hjartaslagi í apríl 1976. Annar eða þriðji auðugasti maður á Vesturlöndum ÍL y varð fyrir dauða sinn svo illa á sig kominn að hann þjáðist af næringarskorti og leit verr út en nokkurt vansvelt „BiafrabarnHann var umtalaður allt sitt líf og ekki síst síðustu árin, þegar hann var hálfgerður huldumaður sem stjórnaði auðhring sínum eins og galdrakarlinn í Oz, scm fólk vissi vart hvort var Iffs eða liðinn og íraun má segja að sögusagnir mörg ár fyrir dauða hans um að Howard Hughes væri dauður væru fyrst kæfðar með dauða hans. Flest ísambandi við líf þessa sérvitrings og dularfulla manns hefur vakið spurningar. Hann var á yngri árum dáð glæsimenni í tygjum við fegurstu stjörnur Holly- wood. fádæma valdamikill á viðskiptasviðinu og fljótt einn auðugasti einstaklingur Bandaríkjanna, framtaks- samur kvikmyndajöfur, hugrökk flughetja og „ómiss- andi'‘ vopnaframleiðandi. Hann lifði sfðustu áratugi ævi sinnar íeinangrun, þar sem m.a.s. nánustu aðstoðarmenn hans fengu vart að koma nálægt honum. Hann eignaðist ekki börn en var tvíkvæntur. Eignir hans voru metnar á milljarði dollara við lát hans. Hann var lítt syrgður cn dauði hans vakti mikla athygli m.a. vegna þess að hann hafði ekki sézt á almannafæri frá því 1958 og síðasta ljósmyndin, sem náðist af honum, var frá 1952. Lýsingar á því hræi sem hann átti að vera orðinn voru staðfestar af læknum við dauða hans. Hann var ekkert nema skinnið og beinin. vó aðeins fjörutíu kíló, rytjulegt grátt hárið náði niður á axlir og skeggtætlur þöktu neðra andlit hans. Hvers vegna lokaði Hughes sig inni í eigin fangelsi síðustu árin sem hann lifði? Hvort sem var í Las Vegas, London eða Acapulco. Það er spurning sem menn leitast enn við að svara. sinni vera þær að hann hefði viljað vinna að uppfinningum en alls konar fólk hefði ruðst inn og truflað hann. Sagðist hann hafa fyrirskipað aðstoðarmönnum sín- um að hleypa fáum að sér. „Smátt og smátt uppgötvaði ég að ég var aleinn og hitti engan," sagði þessi furðulegi maður hlæjandi og bætti við, „ég hef líkast til gengið of langt." Astæðan fyrir sýklahræðslu Hughes var sú, að árið 1946 lenti hann í flugslysi þar sem lungu hans sködduðust. Eftir það óttað- ist hann stöðugt að fá lungnakvef. Hann var ákaflega feiminn og hafði minnimáttarkennd vegna aukins heyrnarleysis og vegna skaddaðs útlits eftir þrjú flugslys. í hnattferð árið 1938 þurfti Hug- hes að anda að sér súrefni í gegnum álslöngu á flugi yfir Síberíu, kjálkar hana frusu og Hann einangraði sig fyrir öllum utanaðkomandi áhrifum og fimm aðstoð- armenn, þar af fjórir mormóna- trúar, gættu hans. Ástæðan fyrir því að hann valdi mormóna var sú, að hann taldi trú þeirra gera það að verkum, að þeir fyrirlitu ekki eins mannlegan breyzkleika, sem hann þekkti manna bezt. Hótelsvítur þær sem hann hafð- ist við í voru einangraðar með sérlyftum. Hann hafðist við í einu herbergi þar sem svört glugga- tjöld lokuðu dagsbirtuna úti. Hann hafði engan áhuga á hvað tímanum leið, hvort það var nótt eða dagur. Hann eyddi tímanum sitjandi í hörðum stól og fór ekki úr náttfötunum .Þergar hann dvaldist í Desert Inn í Las Vegas var hann m.a.s. einangraður frá aðstoðarmönnum sínum með gler- veggjum til að útiloka að sýklar bærust inn til hans. Fyrirskipanir skráði hann á miða sem hann hélt upp að glerinu þannig að þeir sæju þær. Ein fyrirskipanana hans var svohljóðandi: „Vinsamlegast hafið augun hjá ykkur og passið að ég sofni ekki.“ Stundum féll hann í langan og djúpan svefn og bærði ekki á sér dögum saman. Þess á milli sat hann við lestur. Matarvenjur hans voru furðulegar. Helzt lagði hann sér til munns sætar kökur og eitt sinn gat hann ekki neytt þeirra nema þær væru algerlega fer- hyrndar. Þá fastaði hann stundum dögum saman. Þetta óeðlilega líf bitnaði illa á heilsu hans, sem þegar var slæm fyrir vegna slysa á fyrri árum og of mikils vinnuálags í gegnum tíðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.