Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1979 17 ( heimsókn í Washington árið 1947 Við móttöku viður- kenningar Roosevelts fyrir fiugafrek 1937. Með Jean Harlow sem lék aðalhlutverkið í mynd hans „Hell's Angels“. Hann var einnig í nánum kynnum við aðrar stjörnur t.d. Kathe- rine Hepburn, övu Gardner, Ginger Rogers, Lönu Turn- er, Oliviu de Havilland og Jane Russel svo nokkrar séu nefndar. Hann vildi alger- lega ráða yfir öllum sfnum vinkonum. Um borð í „Spurce Goose“ í höfninni í Los Angeles 1947. Sfðari eiginkona Hughes, Jean Peters. Þau voru gift í fimmtán ár. Eftir skilnaðinn fékk hún 50 þúsund dali árlega. Hún hefur aldrei fengist til að segja orð um hjónaband sitt og Hughes og þykir mörgum það dularfuiit. Með Övu Gardner árið 1946. Uann lét sjá sig með stórstirn- um og kynbombum á almanna- færi en eyddi engum tíma með þeim í einkalífi sínu. Hann leitaði að vinkonum sfnum í biöðum og ef hann rakst á andlit eða barm sem honum líkaði sendi hann mepn á vett- vang til að taka ljósmyndir af stúlkunum til að athuga nánar hvort hann hefði cnn áhuga á þeim. Lfk Hughes flutt á brott frá sjúkrahúsi f Houston, Texas. Þannig lýsir teiknari Hughes sfðasta æviárið. fé til einkaafnota sem skattayfir- völd gátu ekki komist yfir. Árið 1970 hélt hann eftir einni milljón dala og það sama ár sendi hann Nixon 100 þúsund dali í hundrað dollara seðlum og uppi hafa verið vangaveltur um að- með Water- gate-innbrotinu hafi átt að finna út hversu mikið flokksnefnd demókrata hafi vitað um þessa leynilegu peningagjöf Hughes. Sá grunur hefur ekki verið staðfest- ur. Samt er ekki hægt að rekja velgengni fyrirtækja Hughes til sérstakra tengsla hans við stjórn- sýsluna í Washington. Hughes var hins vegar æstur í að halda tengsl- um við bandarísku leyniþjónust- una, CIA, sem hann áleit að gæti hjálpað sér að bægja frá öðrum stjórnstofnunum sem væru að hnýsast í skattamál hans og við- skiptabrask. Haft er eftir fulltrúa varnamálaráðuneytisins að hags- munir flugfélags Hughes og CIA hafi verið samtvinnaðir. Þegar einn forráðamanna CIA frétti lát Hughes varð honum að orði að þar sem þjóðarhagsmunir hefðu verið annars vegar hefði enginn maður þekkt betur sinn vitjunartíma en Hughes. Bæði í stjórnartíð Johnsons og Nixons var Hughes tekinn vettl- ingatökum og það var ekki fyrr en 1971 sem gerð var rannsókn á fyrirtækjum hans. Hvernig hófst ferill þessa auðkýfings? „Eins og am- eríska goðsögnin í Texas— útgáfu", segja gárungarnir. Jarð- vegurinn sem hann er sprottinn úr færði honum auð, hæfileika og metnað í vöggugjöf. Faðir hans, „Howard stóri“, fann upp fyrsta olíurenniborinn sem gat borað í gegnum kletta, en hann dó þegar „Howard litli" eins og hann var þá kallaður til aðgreiningar var 18 ára. Sá litli fékk þó samþykkt fyrir rétti í Texas að hann væri fjárráða, keypti ættingja sína út úr fjölskyldufyrirtækinu og varð einn eigandi. Þegar fyrirtækið tók að skila nægilegum arði til þess að How- ard færi að leita velgengni á öðrum sviðum hélt hann til Holly- wood þar sem hann fór að þreifa fyrir sér í kvikmyndaframleiðslu'. Svo vel gekk honum á þeim vett- vangi sem öðrum að tveimur árum síðar hlaut hann Oscarsverðlaun fyrir þögla kvikmynd sem hann hafði framleitt. Um líkt leyti var hann byrjaður að einbeita sér að margra ára áhugamáli sínu, flugi, og árið 1939 flaug hann umhverfis jörðina á mettíma, 91 klst. og 14 mín. I síðari heimsstyrjöldinni sá hann um smíði risastórrar flug- vélar, 200 tonna, sem nefnd var „Spruce Goose“ sem átti að geta flutt heilar hersveitir á vígvellina. Smíði þeirrar vélar lauk þó ekki fyrr en eftir stríð. Rannsóknar- nefnd á vegum öldungadeildar Bandaríkjaþings hóf athuganir á því hvort Hughes hefði þegið opinbert fé til framkvæmdarinnar eða hvbrt um mútur hefði verið að ræða. Hughes hótaði að yfirgefa Bandaríkin ef vélin færi ekki í loftið. Hann flaug henni sjálfur í nóvember 1947 en aðeins eina mílu og í lítilli hæð. Síðan hefur risa- vélin verið kyrrsett á Landasandi í Kaliforníu. jr Arið 1948 lenti Hughes í áðurnefndu flugslysi og eftir það kom hann vart fyrir almenningssjónir. Við lát hans voru eignir hans metnar á milljarða dollara. Þessi valda- mikli auðkýfingur dó í einangrun og var lítt syrgður. Það ríkti mínútuþögn í spilavíti hans í Las Vegas og að henni lokinni fóru rúlletturnar aftur í gang og ten- ingunum var kastað. Gestir biðu í andakt eftir gróða eða tapi... Alveg eins og Howard Robard Hughes allt sitt líf. Maðurinn sem hafði auð og völd svo mikil að engin mannleg sála átti aðgang að honum. Haraldur Bessason Haraldur Bessason rádinn ritstjóri Lögbergs- Heimskringlu HARALDUR Bessason prófessor við íslenskudeild Háskólans í Manitóba hefur verið ráðinn rit- stjóri blaðsins Lögbergs-Heims- kringlu. sem gefið er út í Kan- ada. Tekur hann við því starfi 1. október n.k. en núverandi rit- stjóri blaðsins, Jón Ásgeirsson, mun starfa við blaðið til 1. nóvember og aðstoða hinn nýja ritstjóra fyrsta mánuðinn. Jón Ásgeirsson hefur verið ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu frá í marz 1977 og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að hann vissi ekki hvað tæki við hjá sér í haust. „Ætli ég komi ekki heim, þó ég hafi ekkert endan- lega ákveðið um það.“ sagði Jón, en áður en hann hélt utan var hann íþróttafréttamaður Ríkisút- varpsins og sagðist Jón halda því starfi, því hann hefði fengið leyfi frá störfum til að gegna ritstjórastarfinu. Jón Ásgeirsson sagði að það hefði verið stefnan að ráða sem ritstjóra Lögbergs-Heimskringlu mann búsettan í Kanada, þó sá kostur hefði verið valinn 1976 að ráða Fríðu Björnsson frá íslandi til starfsins og hann seinna. í vor hefði starfið verið auglýst og hefðu þau Helgi Pétursson, Guð- brandur Gíslason, Guðrún Jör- undsdóttir og Ingibjörg Mc’Killop sótt um starfið ásamt Haraldi Bessasyni. Sjálfur sagðist Jón ekki hafa sótt um starfið. Haraldur Bessason er fæddur árið 1931 og lauk cand. mag. prófi í íslenskum fræðum við Háskóla Islands 1956 og tók það sama ár við starfi prófessors við Háskóla Manitobafylkis í Winnipeg. Prófessorsstarfinu hefur hann gegnt síðan en einnig hefur hann starfað mikið að félagsmálum Vestur-íslendinga. Haraldur mun gegna áfram prófessorsembættinu en með honum að ritstjórn Lög- bergs-Heimskringlu mun starfa kona hans Ásgerður Haralds. Heimir Hannesson, formaður nefndar, sem starfar á vegum utanríkisráðuneytisins íslenska að málefnum Vestur-íslendinga, sagði í gær að mikill áhugi væri fyrir því vestra og hjá nefndinni að Jón Ásgeirsson yrði ráðinn til að vinna að sérstökum verkefnum bæði í þágu Lögbergs-Héims- kringlu og ýmsum störfum, sem íslensku nefndinni væri ætlað að sinna svo sem á sviði menningar- mála, landkynningar og viðskipta. Sérstaklega væri áhugi fyrir að ráða Jón til að sinna útbreiðslu blaðsins og til að treysta fjárhags- grundvöll þess. Um þetta hefðu þó engar ákvarðanir verið teknar enn enda óljóst hvaða fé íslenska nefndin hefði til ráðstöfunar á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.