Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1979 19 Olíubandalag EBE og Arabaríkja? New York, 10. ágúst. AP. RÍKI Efnahagsbandalags Evr- ópu, EBE, og sex olíuframleiðslu- ríki við Persaflóa hafa að undan- förnu staðið í samningaviðræðum um að koma á nánu sambandi þessara aðila með langtfma olíu- sölusamning f huga, að því er segir f nýútkomnu hefti vikurits- ins Business Week. EBE-ríkin bjóða ýmsa tækni- lega aðstoð, auk þess að þau myndu hugsanlega koma Araba- ríkjunum til aðstoðar ef til hern- aðar kæmi, segir ennfremur í frétt blaðsins. Þessi frétt blaðsins hefur ekki fengist staðfest, hvorki í höfuð- stöðvum EBE í Brussel né hjá olíuframleiðsluríkj unum. Danifínnst drep- inn í Ródesíu Salisbury 9. ág. AP. Reuter. SUNDURSKOTIÐ lík hálfþrí- tugs Dana fannst f kvöld á svæði f austurhluta Zimbabwe Ródes- íu, þar sem skæruliðar hafa verið atkvæðamiklir. í frétt herstjórnarinnar í Sal- isbury sagði að Daninn hefði heitið Dan Pedersen og unnið við landbúnaðarstörf í Chipingahér- aði. Skæruliðar hafi rænt honum þaðan og farið með hann til stöðva sinna ekki ýkja langt frá landamærunum við Mósambik, en þar hafast við flokkar sem lúta Mugabe. Dan Pedersen var hálf þrítug- Veður víða um heim Akureyri 9 skýjaó Amslerdam 18 skúrir AÞena 33 heióskírt Barcelona 26 lóttskýjaó Berlín 18 rigning BrUssel 18 skýjað Chicago 31 rigning Feneyjar 24 skýjaó Frankfurt 20 rigning Genf 22 skýjað Helsinki 18 skýjað Jerúsalem 28 léttskýjað Jóhannesarb. 25 lóttskýjað Kaupmannah. 19 rigning Las Palmas 24 lóttskýjað Lissabon 28 lóttskýjað London 19 léttskýjað Los Angeles 32 heiðskírt Madríd 31 léttskýjað Mallorca 31 lóttskýjað Miami 30 skýjað Mœkva 19 léttskýjað New York 31 heíðskfrt Ósló 17 lóttskýjað Parfa 19 skýjaö Reykjavík 12 skýjað Rio De Janeiro vantar Rómaborg 32 heiöskírt Stokkhólmur 20 skýjað Tel Aviv 29 léttskýjað Vancouver 24 léttskýjað Vfnarborg 24 skýjaö ur Kaupmannahafnarbúi en ekki var vitað hversu lengi hann hefði verið við störf í Ródesíu. Einnig segir í fréttum frá Salisbury að herflokkar Zimb- abwe Ródesíu hafi í morgun gert atlögu úr lofti að Francistown í Na Botswana og hafi komið til loftbardaga við flugvélar frá Botswana. Sjálfsmorðs- sveitir PLO Tel Aviv, 10. ágúst. AP. EZAR Weizman varnarmálaráð- herra ísraels sagði á ríkisstjórnar- fundi í morgun að nú stæðu yfir æfingar PLO skæruliða í Lýbíu með það fyrir augum að fara sjálfs- morðs árásarferðir á litlum flugvél- um inn í ísrael. að því er ísraelska útvarpið sagði í dag. Útvarpið sagði að ísraelsmenn væru þegar farnir að undirbúa ýmsar varnaraðgerðir gegn þessum „ófögnuði" eins og útvarpið nefndi fyrirhugaðar árásarferðir skæruliða. Hermt var í dag að ísraelskir hermenn og hermenn úr röðum hægrimanna í S-Líbanon hefðu í morgun sprengt í loft upp bækistöð skæruliða PLO í námunda við borg- ina Týrus í S-Líbanon. • • Oflug sprenging í miðborg Aþenu Aþenu, 10. ágúst. AP. GEYSILEGA öflug sprengja sprakk í miðborg Aþenu f morgun og olli miklum skemmdum á mann- virkjum, en ekkert manntjón varð. Nokkrir munu þó hafa slasast lítillega að sögn lögreglunnar. Tímasprengjunni hafði verið kom- ið fyrir í aðalstöðvum strætisvagna borgarinnar, en til allrar hamingju var mjög fámennt í stöðinni á þessum tíma. Þegar síðast fréttist höfðu engin samtök eöa einstaklingar lýst þessu sprengjutilræði á hendur sér, en þetta er fyrsta tilræðið i nokkuð langan tíma. Áttatfu þúsund bflar óseldir á geymslusvæðum Chrysler vfða um heim. Chrysler er á barmi gjaldþrots Hafa Chrysler bflaverksmiðj- urnar nú runnið sitt skeið? — Þetta er spurning sem brennur á vörum margra. ( vikunni til- kynnti stjórn fyrirtækisins að tap þess fyrstu sex mánuði þessa árs næmi 207 milljónum dollara, eða um 75 milljörðum fslenzkra króna. og ætla mætti að tap þess á árinu færi upp í a.m.k. 500 milljónir dollara. eða um 180 milljarða íslenzkra króna. í kjölfar tilkynningar stjórnar fyrirtækisins um þetta mikla tap skýrði John Riccardo stjórnar- formaður þess frá því, að að fyrirtækið hefði farið fram á eins milljarða dollara lán frá rfkis- stjórninni til að fleyta fyrirtæk- inu yfir erfiðustu hjallana næstu tvö árin. Sérfræðingar telja að grípa verði til aðgerða alveg á næstu grösum eigi fyrirtækið ekki að verða gert upptækt því að á næstu vikum falli lausaskuldir upp á um 500 milljónir dollara i gjalddaga, en fyrirtækið eigi aðeins um 200 milljónir dollara upp í þá upphæð. Að mati sérfræðinga er það einkum þrennt sem hefur þrengt mjög að Chrysler að undanförnu: Hin mikla hækkun á benzíni. í flestum borgun Bandaríkjanna er gallonið af benzíni komið i einn dollar, en var um hálfur fyrir rúmu ári síðan. Þetta hefur valdið því að nýir kaupendur snúa sér að minni og sparneytnari bílum. Chrysler hefur ekki haft undan að framleiða sína smábíla, sem eru Horizon og Omni. Þá hefur fyrir- tækið marga lykilvélarhluti frá Volkswagen, en nú eru Volkswagen ekki aflögufærir lengur, og vegna benzínhækkunarinnar liggur fyrir- tækið nú með um 80 þúsund bíla að verðmæti um 700 milljóna dollara, Tap fyrirtækisins fyrstu sex mánuði árs- ins var 75 milljarðar króna Lausaskuldir þess nema um 180 milljörð- um króna Ilafa beðið ríkið um 360 milljarða lán til að sleppa lifandi eða um 250 milljarfla íslenzkra króna. Fyrirtækið hefur yfir mjög litlu reiðufé að ráða til aö standa straum af kostnaði við hönnun nýrra gerða í samræmi við ráða- gerðir stjórnvalda um að minnka bílana og vélarstærð þeirra. Ef fyrirtækið hefði nægilegt fé handa á milli er talið líklegt að það gæti tekið þátt í hinni hörðu samkeppni „af einverju viti“. Markaðshlut- deild fyrirtækisins hefur á síðustu 12 mánuðum minnkað um 1,3% og er nú komin niður í 11,8%. Að mati sérfræðinga er hvert prósentustig metið á um 700 milljónir dollara eða sem nemur um 250 milljarða íslenzkra króna. Sú yfirlýsta stefna stjórnvalda, að stefnt skuli að smíði öruggari, hreinlegri og sparneytnari bíla hefur komið mjög illa niður á Chrysler. Á meðan aðalkeppinauturinn, Gener- al Motors, framleiðir um 6 milljón- ir bíla á ári og hefur þegar lokið við hönnun nýrri og sparneytnari bíla framleiðir Chrysler aðeins um 1,4 milljónir bíla og á eftir að eyða stórum fjárupphæðum í hönnun nýrra ef þeir ætla ekki að detta upp fyrir. Til þess að mæta kröfum stjórnvalda telja sérfræðingar að GM þurfi að greiða um 340 dollara með hverjum bíl, en Chrysler aftur á móti um 620 dollara. Þrátt fyrir slæma stöðu fyrir- tækisins, nú telja sérfræðingar að John Riccardo hafi unnið hrein kraftaverk á undangengnum árum með því að halda fyrirtækinu á floti. Hann seldi verksmiðjur fyrirtækisins í Tyrklandi til inn- lendra aðila. Fyrirtækið fékk 230 milljónir staðgreiddar fyrir verksmiðjur þess í Evrópu, en þær keyptu Peugeot-Citroen samsteyp- an. Helmingur hlutabréfa Chrysler í Argentínu var seldur innlendum aðilum, Volkswagen yfirtók fram- leiðsluna í Brasilíu og verksmiðj- urnar í Venesúela voru sendar aðalkeppinautnum GM. Og nú stendur fyrir dyrum að loka einni verksmiðju fyrirtækisins í Banda- ríkjunum. A,ð mati sérfróðra manna er líklegt að Carter muni reyna með einhverjum hætti að koma til móts við þarfir Chrysler og er í því sambandi aðallega talað um skattaívilnanir, en ekki beinan fjárstuðning eins og farið er fram á. Þetta mun þó ekki ganga átakalaust fyrir sig því að nokkur andstaða er við málið á þingi. Carter mun hins vegar leggja ofurkapp á að fá þessu framgengt því hann hefur engan áhuga á að fá 250 þúsund atvinnulausa „fyrr- verandi" starfsmenn Chrysler út á göturnar aðeins ári áður en for- setakosningar fara fram í landinu. í siðustu fréttum er svo haft eftir William Miller, fjármálaráðherra, að stjórnin muni veita fyrirtækinu næga aðstoð til þess, að það geti haldið áfram út árið. Þetta gerðist Mótmælend- um stuggað úr sendiráði Mexikó, 10. ÚKÚNt. AP. UM eitt hundrað sérþjálfaðir lög- reglumenn rýmdu í dag svissneska sendiráðið hér, sem hefur verið á valdi manna, sem hafa mótmælt pólitískum handtökum mexí- kanskra yfirvalda. Alls voru 27 mótmælendur handteknir og verða leiddir fyrir dóm innan tíðar. Þegar lögreglan eftir viku tíma loks lagði til atlögu við sendiráðið var henni ekki veitt nein mótspyrna enda kom í ljós að mótmælendur voru vopnlausir með öllu. 1978: Enn á ný brjótast út bardagar í Beirut milli hersveita Sýrlendinga og kristinna hægri manna þrátt fyrir vopnahlé. 1977: Moshe Dayan segir að ísraelar séu bjartsýnir á að geta að minnsta kosti náð friðar- samningum við Egypta, Jórdani og Líbani. 1976: Sautján svertingjar eru drepnir og fimmtíu særðir í kynþáttaóeirðum í útborgum Höfðaborgar í Suður-Afríku. 1970: Willy Brandt, kanzlari Vestur-Þýzkalands, kemur til Moskvu til að undirrita vináttu- og samstarfssamning við Sovét- ríkin. 1964: Chile slftur stjórnmála- sambandi'við Kúbu og eru þá aðeins eftir í Suður-Ameríku þrjú ríki sem viðurkenna Kastró-stjórnina á þeim tíma, Mexico, Bólivía og Uruguay. 1954: Formlegur friðarsamning- úr í Indókína skal binda enda á sjö ára bardaga milli hersveita Frakka og Víetminh. 1952: Hussein konungur Jórdaníu. 1941: Churchill forsætisráð- herra Breta og Roosevelt Banda- ríkjaforseti hittast um borð í herskipi á Atlantshafi. 1937: Bakr Sidqi, einræðisherra íraks, myrtur. 1936: Sveitir þjóðernissinna Chaing Kai Sheks koma inn í Kanton í Kfna. 1935: Stormsveitir nazista skipuleggja fjöldamótmæli geegn Gyðingum í Þýzkalandi. 1929: íran og írak undirrita vináttusamning. 1900: Viktor Emanúel verður konungur Ítalíu. Afmæli: Angus Wilson, brezkur höfundur, Lloyd Nolan, banda- rískur leikari. Andlát: Andrew Carnegie, iðn- rekandi og mannvinur, 1919. Innlent: d. Jón Steingrímsson prófastur 1791 — Þingvallafund- ur 1852 — Dómur í hrossarekstr- armáli Öxndæla og Skagfirðinga 1871 — d. Brynjólfur Oddsson bókbindari 1887 — Linuveiðar- inn „örninn” talinn af 1936 — Baden-Powell til íslands 1938 — „Frekjan" kemur til Vestmanna- eyja frá Danmörku 1940 — Skömmtun hefst 1947 — íslandi boðið í Evrópuráðið 1949 — 11 farast í eldsvoða á Norðfirði 1949 — Tfunda íslandsmet Guð- mundar Hermannssonar á árinu (17,83) 1967 — Austurstræti gert að göngugötu 1973. Orð dagsins: Vilt þú að menn tali vel um þig? Gæt þess þá að tala aldrei vel um sjálfan þig. — Pascal, franskur vísindamaður og heimspekingur 1623—1662.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.