Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1979 22 UTGERÐIN Bjarni Bragi Jónsson, kagfrœðingur: Enn um auðlindaskatt Morgunblaðið hefur beðið mig umsagnar um efni blaðauka þess 23. júní sl., en þar var rætt við þrjá fræðimenn um æskilega sókn í fiskstofnana og beitingu auðlindaskatts til að ná því marki. Fræðimenn þessir, Ragn- ar Árnason hagfræðingur, dr. Einar Júlíusson eðlisfræðingur og dr. Þorkell Helgason stærð- fræðingur, hafa allir unnið mik- ið og óeigingjarnt starf að til- raúnum til þess að gefa almenn- um fræðilegum hugmyndum á þessu sviði nánara tölulegt gildi og sannprófa gildi og samræmi forsendna og reikniaðferða, og fluttu þeir erindi um athuganir sínar á ráðstefnu Reiknistofnun- ar Háskólans um reiknilíkön á sviði fiskifræði. Ég hafði ekki ráðrúm til þess að sækja ráð- stefnu þessa, en var starf þess- ara manna allkunnugt af af- spurn og áfangaskýrslum, m.a. í tengslum við fyrra starf mitt sem forstöðumaður áætlana- deildar Framkvæmdastofnunar við að grundvalla fiskiskipaáætl- un o.fl. Var hugtakakerfi og gagnaöflun þá mun skemmra á veg komið, en var þokað áfram í samvinnu, og raunar einnig sam- keppni, stofnana og fræðimanna. Hefur það starf borið ávöxt í fleiri skýrslum og álitsgerðum en fái ég nefnt í þessari umsögn. Hníga þær allar að því, að takmarka beri fiskisókn við verulega lægra mark en nú er gert og eyða þeirri ógnun við lífsafkomu þjóðarinnar og af- stýra þeirri sóun verðmæta, sem í þeirri ofsókn felst. Athuganir þeirra þremenninga virðast standa í eðlilegu og traustu samhengi við fyrri athuganir, og einkum virðast stærðfræðilegar aðferðir þróaðri en áður. For- sendur eru valdar eftir bestu vitneskju og af þeirri breidd, að niðurstöðurnar mega teljast úti- loka handahófskenndar útkomur og styðja hver aðra á heildina litið. fallin að lægja það moldviðri, sem reynt er að þyrla upp kring- um það, út úr hvaða pólitísku sauðahúsi auðlindaskattshug- myndin sé dregin eða upp úr hvaða hugmyndafræðilegum jarðvegi sprottin. Sannast sagna eru fáar hagstjórnarhugmyndir hlutlausari í þessu tilliti, þar sem henni er þröngvað upp á okkur af sjálfu afraksturslög- máli náttúrunnar. Samfélags- hyggjumenn mega vel við una, að viðurkennt sé tilkall samfé- lagsins til arðsins af hinni sam- eiginlegu auðlind. Frjálshyggju- menn verða hins vegar að skilja það, að athafnafrelsi í sjávarút- vegi stenst því aðeins dóm reynslunnar og ásókn ofstjórn- arafla, að komið sé á þeirri skipan, að frelsi og ábyrgð geti haldist í hendur. Valið um rekstrarform og hagstjórnar- hætti er afráðið fyrir þjóðarbúið í meginatriðum í heild sinni og hlýtur sjávarútvegurinn að fylgjast að við það. Athyglisvert er hins vegar, að þeir þremenningarnir reikna sig ekki beinlínis fram til auðlinda- skattsins, fá hann ekki sem reikningslega útkomu dæmisins, heldur er hér um að ræða að- fengna hagfræðilega hugmynd eða hagstjórnarhugmynd, reista á þeim auðlindaskilyrðum og sambandi átaks og afraksturs, sem áður lágu ljóst fyrir í grundvallaratriðum, en þeir ásamt fleirum hafa gert mark- tæka stærðfræðilega grein fyrir. Þessi reikningsiega staðfesting er aftur á móti öflugur stuðning- ur við hreina hagfræðilega rök- leiðslu og vitnisburður um mátt hennar til þess að takast á við vandann. Þó má segja, að Þor- kell komist næst beinni reikn- ingslegri niðurstöðu um auð- lindaskatt með áætlun sinni um skuggaverð fisks í sjó. Bjarni Bragi Jónsson anna. Öll áhrif veiðanna á stærð fiskstofna, árgangasamsetningu og skiptingu á misstóran veiði- flota koma hér fram í fallandi meðalafla á sóknareiningu eða skip. Því fylgir miklum mun örar fallandi aflaauki á heildina litið vegna síðasta skips, sem við bætist hverju sinni. Gert er ráð fyrir, að kostnaður haldist ó- breyttur á sóknareiningu, að meðtöldu sanngjörnu þjóðfélags- legu mati á vinnuframlagi sjó- manna. Kjörsókn verður við markið A. Fram að því hefur aflaauki hvers nýs skips numið meiru en kostnaði og myndazt hefur auð- lindaarður, táknaður með þrí- hyrningnum innan aflaaukalín- unnar og ofan kostnaðarlínunn- ar. Umfram það mark verður aflaaukinn hins vegar æ minni en kostnaður á einingu, unz jafnvægisstöðu er náð við B, og er þá allur auðlindaarðurinn glataður í tap á sóknarauka. Sóknaraukinn milli A og B er í vaxandi mæli óhagkvæmur, þar til ekkert hefst upp í kostnað af síðustu einingunni. Raunar má fullt eins gera ráð fyrir, að síðustu sóknareiningarnar valdi beinlínis rýrnun afla til lengdar, en þá er jafnvægisstaðan ekki stöðug til langs tíma litið. Ráðið til lausnar þessu mis- ræmi milli einkahags útgerðar- táknar andvirði auðlindaskatts- ins og er jafn áður greindum auðlindaarði við forsendur dæm- isins. En að sjálfsögðu er eðlileg- ur fjármagnsarður útgerðarinn- ar innifalinn í kostnaðarhugtak- inu. í hagkerfi, sem er svo á valdi sjávarútvegsins sem þjóðarbú- skapur okkar, hefur auðlinda- skatturinn tvær víddir, svo sem Einar Júlíusson víkur að. Hin fyrri spannar samanburð við aðra meginatvinnuvegi, iðnað, þ.á m. fullvinnslu sjávarafurða, flutninga- og ferðamannaþjón- usta o.fl., en hin síðari ristir dýpra í stjórnun sjálfs sjávarút- vegsins og getur að nokkru kom- ið í stað beinnar íhlutunar í þá grein með boðum og bönnum hins opinbera. Ritgerð mín fjall- aði aðallega um hið fyrra, þ.e. meginsamhengi atvinnuþróunar og efnahagsmála, en vék þó nokkuð að síðara þróunarstigi með nánari stjórnun í sjávarút- vegi að hlutverki. Almennt þjóðhagslegt samhengi Auðlindaskattur á fyrra stig- inu getur komið mjög vægilega niður á sjávarútvegi, en hefur þó veruleg áhrif til lengdar með því að veita iðnaði og þjónustu Tollakerfi Auðlinda skattskerfi GENGI ‘GENGI Nauðsyn auðlindaska tts Allir ljúka þremenningarnir upp einum munni um nauðsyn og réttmæti auðlindaskatts til þess að skakka hinn ójafna leik öflugrar nútímatækni gegn við- kvæmum lífsgrundvelli náttúr- unnar. Þetta gera þeir opnum augum fyrir því, að valið stendur milli auðlindaskatts sem stýri- tækis frjálsrar athafnasemi annars vegar eða vaxandi stjórn- unarafskipta, svo sem veiði- banns, lokunar veiðisvæða, skömmtunar kvóta eða jafnvel fullrar ríkisþjóðnýtingar hins vegar. Val Ragnars er reist á því, að „við byggjum fyrst og fremst þjóðfélag okkar upp á markaðs- kerfinu". Einar er heils hugar í þessu efni: „Burtséð frá þjóðnýt- ingu, sem ég tel óæskilega, er auðlindaskattur eina leiðin". Þorkell byggir val sitt á sann- girnisástæðum, en hefur ljóslega í huga hina almennu viðmiðun markaðskerfisins og reynsluna af því, hve örðugt veitist að úthluta knöppum gæðum rétt- látlega með skömmtun. Þessi samstillta afstaða höf- unda með mismunandi pólitísk- ar skoðanir ætti að vera til þess Hagræn grundvallarrök Hugmynd mín um auðlinda- skatt er fram komin á árunum 1961—62 sem viðbrögð við óhóf- legri bjartsýni um getu okkar til að tengjast efnahagsbandalög- um, en hefur þróast frá því í samhengi við fyllri lögsögu yfir fiskimiðum okkar og brýna nauðsyn á stjórnun fiskveiðanna í samræmi við þjóðhagsleg og þjóðféiagsleg viðhorf. Hugmynd- in er sprottin beint af afrakst- urslögmálum hagfræðinnar, enda komst ég fljótlega að því, að hún hafði verið fyrr á ferð- inni erlendis, og þá einkum frá hendi danska hagfræðingsins Jens Warming þegar árið 1911 og aftur 1931. Fulla grein fyrir hugmyndum mínum gerði ég í erindi á ársþingi Félags ís- lenskra iðnrekenda og síðan á móti norrænna hagfræðinga 1975, og birtist það í Fjármála- tíðindum 3. hefti 1975. Má vísa til þess þeim, er áhuga hafa á að kynna sér efnið til nokkurrar hlítar. Eru þar reifuð grundvall- arrök fyrir auðlindaskatti og ræddar hinar ýmsu hgrænu verkanir og hagstjórnarvanda- mál. Grundvallarrökin má setja fram í eftirfarandi skýringar- mynd, þar sem fiskisókn, í stöðl- uðum skipaeiningum, er mæld út eftir lárétta ásnum, en aflatekj- ur og kostnaður á hverja slíka einingu eftir lóðrétta ásnum. Heildartekjur og -kostnaður eru þannig sýnd með flatarmáli reit- aðila og þjóðhagslegrar hag- kvæmni er að leggja á auðlinda- skatt, er nemur muninum milli meðalafla og aflaauka við kjör- sókn, þ.e. frá K til S á lóðrétta ásnum. Ferningurinn, sem við það myndast ofan kostnaðarlínu, þróunartækifæri við hlið sjávar- útvegsins. Þannig getur hann komið fram sem almennari út- færsla þess takmarkaða auð- lindaskatts, sem í tollvernd hef- ur falizt. Þetta kemur fram á meðfylgjandi skýringarmynd um „hlutlausa" breytingu tolla- kerfis í auðlindaskattskerfi. Genginu er þá breytt til þess að ná yfir tollana yfirfærða í bein- an auðlindaskatt, en í stað þröngrar tollverndar á innlend- um markaði koma almenn og frjáls rekstrarskilyrði jafnt til útflutnings sem á heimamark- aði, í þjónustu jafnt sem iðnaði. Þannig er auðlindaskatturinn eitt veigamesta grundvallarskil- yrðið fyrir allri þróun þjóðarbú- skaparins og veitir færi á að framfleyta hér mun stærri þjóð en ella án kjaraskerðingar. Um þetta segir nánar í ritgerð minni: „Meginatriði þess auðlinda- skattkerfis, sem hér er rætt um að beita, eru eftirfarándi: a. Gengisákvörðun gjaldmiðils- ins tekur mið af almennum samkeppnisskilyrðum at- vinnuveganna bæði í útflutn- ingi og gagnvart innflutningi. b. Sérstök framleiðslu- og við- skiptakjör sjávarútvegsins eða annarra atvinnugreina á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.