Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐÍÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1979 23 UTGERÐIN auðlindagrundvelli verki þannig ekki beint á gengis- ákvörðun, heldur séu tilefni sérstaks auðlindaskatts, sem ákveðinn sé út frá sérskilyrð- um sjávarútvegs eða hlið- stæðra auðlindaatvinnu- greina. c. Iðnaður og þjónusta starfi á þessum gengisgrunni án mis- mununar með tollvernd eða í öðru hliðstæðu formi nema í tímabundnum undantekning- artilvikum, svo sem vegna utanaðkomandi brenglunar markaðsaðstæðna." Stjórnun í sjávarútvegi Um hið síðara þróunarstig í beitingu auðlindaskatts segir svo: „Eftir að áðurgreind almenn viðmiðun gengisákvörðunar hef- ur verið tekin upp og iðnaður og jafnvel þjónusta eru farin að hafa aukið viðmiðunargildi í reynd, hefur auðlindaskattur á sjávarútveg því sérstaka hlut- verki að gegna að stýra sókn í sjávarútvegi, bæði í heild og i einstökum greinum úthaldsins." „Veigamestu skilin í aðferðum við ákvörðun auðlindaskattsins munu verða, þegar þekkingar- grundvöllur hefur verið lagður til þess að reikna út hagstæð- ustu nýtingu fiskstofnanna og mismun meðalafraksturs og markaafraksturs á því nýtingar- stigi. Reynslugildi fyrri toll- verndar mun þá talið lítilvægt. Þá munu skapast skilyrði til þess að móta stefnu um nýtingu hverrar fisktegundar um sig og jafnvel með breytilegu gjaldi eftir veiðisvæðum. Vísast er þó að lofa ekki mjög flóknu kerfi frá byrjun." „Innan sjávarútvegsins má beita breytilegum auðlindaskatti eftir tegundum afla og veiði- svæðum. Þannig má leggja auka- legt gjald á veiðisvæði með háu hlutfalli uppvaxtarfisks svo og taka upp sérstaka nýtingar- stefnu gagnvart rækju, humri og öðrum tegundum með afmark- aða sókn. Fiskifélag íslands hefur að undanförnu sýnt við- leitni til að afla þekkingar á þessu sviði, og má vísa til þess um nánari vitneskju á þessu sviði." „Hverju sem fram vindur, á sjávarútvegurinn óefað rétt til aðlögunartíma með viðeigandi ráðstöfunum af opinberri hálfu. Uppbygging flota og vinnslu- kerfis hefur að verulegu leyti lotið opinberri forsjá og notið opinberrar fyrirgreiðslu. í þjón- ustu þessa atvinnuvegar hefur gengið mikið af kjarnbeztu og kjarkmestu mönnum þjóðarinn- ar, og er sú atvinna í senn harðsótt og áhættusöm." Menn hafa ótímabærar áhyggjur af því, að of harkalega muni að sjávarútveginum gengið með auðlindaskatti, einkum þó með sölu veiðileyfa, sem fyrir- tæki og byggðarlög myndu missa alveg af. Einmitt vfegna þeirrar áhættu tel ég æskilegra að beita almennu gjaldi heldur en sölu sérstakra veiðileyfa. Álagning auðlindaskatts útilokar engan veginn ráðstafanir í byggðamál- um og ýmsar sérstakar aðlögun- araðgerðir, þ.á m. félagslegar í þágu sjómanna. Meginatriði í því sambandi er að tryggja það almenna þátttökulýðræði í þess- um efnum, sem hefur verið almenn regla á vettvangi sjávar- útvegsins. Mál þetta er nú komið svo langt í almennri umræðu, að tæpast er lengur vansalaust fyrir stjórnmálamenn að láta svo sem þetta séu ekki stjórn- mál. Má því vænta þess, að málið verði innan tíðar tekið til skipu- legrar athugunar á opinberum vettvangi með þátttöku þeirra sérfræðinga og hagsmunaaðila, sem málið varðar mest. Kjartan Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra: Nokkrir þœttir í fisk veiðis tiórnun Það fer ekki á milli mála að skynsamleg fiskveiðistjórn er eitthvert mikilvægasta, en jafn- framt vandasamasta verkefni, sem íslenska j)jóðin stendur frammi fyrir. I henni þarf að fara saman verndun stofnanna gegn ofveiði og langtímahagur af nýtingu þeirra. Á því hvernig til tekst byggist afkoma út- gerðar, sjómanna og landverka- fólks og þjóðarinnar allrar. Mistök geta haft geigvænleg efnahagsleg áhrif. Kjarninn í fiskveiðistefnu þarf að vera sá annars vegar, að vernda fiskistofna frá ofnýtingu og eyðingu, og hins vegar, að ná hagkvæmni í veiðum og vinnslu. Jafnframt hljóta byggðasjónar- mið að koma til sögunnar þannig að atvinnuöryggi á hverjum tíma sé ekki teflt í tvísýnu. Við höfum þreifað okkur áfram á sviði fiskveiðistjórnar á undanförnum árum, en eigum margt óiært. Hagkvæmnis- viðhorf hljóta að móta stefnuna í ríkara mæli í framtíðinni. Þær tilraunir, sem gerðar hafa verið til hagkvæmnismats á síðustu árum og birtust nú seinast á ráðstefnu Reiknistofnunar Háskólans, verður að skoða sem frumraun á þessu sviði. Þessar aðferðir eiga eftir að þróast og mótast. Hitt er þó ljóst, að þær styðja þær ábendingar, sem áður hafa komið fram, ekki síst frá fiskifræðingum, um nauðsyn sóknarminnkunnar í mikilvæg- ustu fiskistofna. Þegar við mótum stefnu okkar um nýtingu fiskistofnanna, þá hljótum við að meta þá þekk- ingu, sem fyrir hendi er um lífið í sjónum. Ég held, að engum komi til hugar að sú þekking sé fullkomin, en engu að síður fela þær ábendingar, sem fiskifræðin og fiskifræðingar hafa fram að færa, í sér bestu fáanlegu vitn- eskju um ástand fiskistofnanna og horfur á viðgangi þeirra. Við hljótum að nýta þessa þekkingu til þess að meta efnahagsleg áhrif í bráð og lengd af mismun- andi fiskveiðistefnum. Margvísleg rök hníga að því, að skipulagningu og áætlana- gerð sé beitt við uppbyggingu atvinnuveganna og ríkisvaldið eigi þar drjúgan hlut að. En í sjávarútvegi koma til alveg sér- stakar aðstæður, sem gera allítarlega skipulagningu og heildarstjórn óhjákvæmilega, þar sem margir aðilar nýta í sameiningu takmarkaða auðlind. Veiðar eins aðila hafa því bein áhrif á afla annars og mikil hætta er á því, að aðgerðir, sem eðlilegar eru frá sjónarmiði einstakra skipshafna, skipaeig- enda eða jafnvel byggðarlaga, falli ekki í sama farveg og heildarhagur atvinnugreinar- innar. Hver útgerðaraðili vill sækja sem fastast og ná sem mestu í sinn hlut. Það þjónar hagsmunum hans best. En þegar of margir hugsa þannig, þá verður heildarfjárfestingin og heildartilkostnaður greininni of- viða, þegar um takmarkaða auð- lind er að ræða, og það bitnar á endanum á öllum, sem atvinnu- greinina stunda. Þá er skipu- lagning og heildarstjórn öllum í hag. Því hljótum við að leggjast á eitt að finna sem skynsam- legastar stjórnunarleiðir. Þegar rætt er um skipulagn- ingu fiskveiða detta eflaust flestum i hug aflatakmarkanir. Þetta er næsta eðlilegt, enda er svo komið að takmarka þarf sókn í flesta okkar fiskistofna. Mismunandi leiðir til aflatak- mörkunar hafa mismunandi áhrif á tilkostnað við veiðarnar og það hlýtur að vera allra hagur að farnar séu þær leiðir, sem mest draga úr tilkostnaði. Og sóknartakmarkanir leiða beint til íhugunar á stærð skipastóls- ins. I umræðum um þessi mál má segja, að einum fimm aðferðum hafi mest verið haldið á lofti: 1. Reglur varðandi gerð og fjölda veiðarfæra. Dæmi um þessa aðferð eru t.d. reglur um möskvastærð og hámark netafjölda á vetrar- vertíðinni. 2. Lokun svæða eða veiðibönn á ákveðnum tímabilum. Þessi aðferð er mjög mikið notuð hérlendis og hefur það væntan- lega ekki farið fram hjá neinum. 3. Kvótakerfi í einni eða annarri mynd. Dæmi um það þekkjum við t.d. úr síldveiðum sunnan- og vestanlands undanfarin haust. 4. Sala veiðileyfa eða „auðlindaskattur“. Þessi aðferð er nánast óreynd. 5. Takmörkun á fjölda veiði- skipa Rækjuveiðar hérlendis eru að vissu leyti háðar þessum tak- mörkunum. Kjartan Jóhannsson Fyrst töldu aðferðirnar þrjár hafa allar sitt gildi til verndar fiskistofnum, en þær eru gagns- lausar til að minnka tilkostnað við fiskveiðar og geta jafnvel haft þveröfug áhrif. Varðandi sölu veiðileyfa erljóst, að hún er ýmsum annmörkum háð, m.a. vegna þess hve tæpt fiskveiðarnar standa. Síðast talda aðferðin, eða tak- markaður aðgangur að fiski- miðunum, gerir ráð fyrir því, að fjöldi og stærð veiðískipa tak- markist af því, sem er hag- kvæmast fyrir heildina. Þessi aðferð er líka erfið í fram- kvæmd. Hitt er ljóst, að á sama tíma og takmarka verður sókn- ina, er ekki rétti tíminn til þess að bæta við fiskiskipastólinn. Það mun gera stjórnun veiðanna enn torsóttari og hver viðbót rýrir afkomu þeirra sem fyrir eru. Ekki hefur skort á umræðu um stærð íslenska fiskiskipa- stólsins. Stjórnvöld hafa reynt að sporna við vexti hans undan- farin ár en hvernig hefur það tekist: Ég hirði ekki um að telja frekar upp þau rök, sem sýna það, að fiskveiðifloti okkar er of stór og menn geta sjálfir flett því upp hvort hann hefur stækk- að eða minnkað undanfarin ár. En það hefur verið mér alveg ljóst, að nýrra og róttækari aðferða verður að leita til að snúa þessari uggvænlegu þróun við. Þar sem takmarkanir undan- farinna ára hafa hvorki dugað til að sporna við ofvexti fiski- skipastólsins né ofveiði vissra fiskistofna, hefur verið gripið til ýmissa mun strangari ráðstaf- ana á þessu ári varðandi þorsk- veiðar og innflutning fiskiskipa. Svo að ég stikli á stóru í þeim efnum, þáskal fyrst telja 70 daga þorskveiðibann á togarana yfir sumarmánuðina, sem talið var leggja atvinnulíf á Vestfjörðum og Norðurlandi í rúst. Þá var vetrarvertíð á Suður- og Vestur- landi stöðvuð, en það var kölluð rýtingsstunga í bak Suðurnesja- manna eftir bestu aflabrögð þar í áraraðir. Og nú síðast þegar gripið er til þess ráðs að loka Fiskveiðasjóði fyrir innflutningi skipa, þá kalla ýmsir það dæmi- gerða valdníðslu og lögleysu. Þeir eins og aðrir ættu að hug- leiða hvert áframhald fyrri stefnu leiðir. Það er fjarri mér að halda því fram, að það sem gert hefur verið sé nægilegt eða það eina rétta í þessum efnum. Én menn verða að meta það hverju sinni, hvaða aðgerðum er hægt að ná fram án þess að valda of mikilli röskun. Það er mjög mikilvægt að þeir sem í sjávarútvegi starfa, geri sér ljósa grein fyrir þeim grund- vallaratriðum, sem gilda varð- andi greinina í heild og leggi að sér við að móta lífvænlega stefnu, sem sé í senn verndandi fyrir ofveidda stofna og skili jafnframt hámarksafrakstri fyrir atvinnuveginn. Annars má búast við að greinin lendi í svipuðum ógöngum og land- búnaðurinn, nema hvað í sjávar- útveginum yrði það offjárfesting og of mikill tilkostnaður við minnkandi tekjur og þverrandi fiskistofna, sem sligaði atvinnu- greinina. Frægur stjórnmálamaður sagði einu sinni: „Það er til- gangslaust að vernda fiskinn, en ganga af fólkinu dauðu." Þetta eru vissulega orð að sönnu. Ég sagði í upphafi að skynsamleg nýting fiskimiðanna væri mikil- vægasta verkefni okkar i bráð og lengd. Við megum heldur ekki gleyma því til hvers við erum að nýta fiskimiðin skynsamlega. Það er aukaatriði hvort þessi eða hin kenningin er rétt eða ekki. Við ætlum að nýta fiskimiðin skynsamlega til þess að íslend- ingum geti liðið vel í þessu landi og til þess að við megum búa við vaxandi hagsæld í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.