Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 25
25 UTGERÐIN_________________________ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1979 gerðir, sem ráð hafa á veiði- leyfum gera út, er það að segja, að niðurstaðan úr því dæmi yrði nákvæmlega sú sama og ef ríkið veldi útgerðarfyrirtæki og skip til að annast sóknina, en þá leið telur Ragnar ekki í samræmi við þann hugsunarhátt, sem hér ríkir og hann kallar markaðs- hugsunarhátt. Sala veiðileyfa er ógjörleg Sala veiðileyfa er að mínu mati ógjörleg m.v. þá þjóðfélags- uppbyggingu, sem við búum við, og ef svo ólíklega vildi til að til hennar yrði gripið, myndi afleið- ingin verða umbylting byggðar í landinu og eignarréttar, en ef til vill er slík umbylting ekki fjarri þjóðfélagslegum skoðunum Ragnars. Það má skilja orð Ragnars þannig, að hér á landi hafi engar skorður verið settar á umsvif né hagnaðarvon af fiskveiðum, en hið rétta er, að frá því að hagfræðingum hins opinbera tókst að finna núllið í útgerðar- rekstrinum, hafa allar aðgerðir ríkisvaldsins miðast við að halda útgerðinni þar. Hin leiðin, sem Ragnar telur koma til greina við takmörkun á sókn er auðlindaskattur, sem hann kallar skatt á aflamagn. Ekki veit ég hvort hann meinar að skatturinn sé greiddur fyrir- fram sem leyfisgjald fyrir visst aflamagn pr. tímaeiningu eða gjöld hennar líka og þá sérstak- lega nú þegar stærri hluti út- gjalda er í beinni tengslum við gengi en áður. Það er ekki nóg með það að erlendur hluti kostnaðar hækki í þessu hlutfalli, heldur einnig innlendur kostnaður og er þar að verki hin mjög svo viðkvæma vísitala, sem við búum við. Til viðbótar áhrifum á rekstrarliði útgerðarinnar, veldur gengis- breyting og sú verðbólga, sem hana myndar, beinni hlutfalls- legri hækkun á öllum fjárskuld- bindingum útgerðarinnar og er orsakanna að leita í þeim lána- kjörum, sem útgerðin býr við. Það er því misskilningur að ætla, að gengisbreyting valdi verðbólgu. Það er verðbólgan, sem kallar á gengisbreytingu. Útgerðin býr við afarkjör Varðandi þær fullyrðingar, sem fram koma í viðtölunum, að orsökin fyrir umframfjárfest- ingu í útgerð, sé hin hagstæðu lánakjör, þykir mér rétt að greina í fáum orðum frá þeim lánskjörum, sem útgerðin býr við í Fiskveiðasjóði, en sá sjóður er stærsti lánveitandinn, þegar um fjárfestingu í skipum er að ræða. Öll lán sjóðsins eru nú tryggð þannig að 42% af hverju láni eru vísitölubundin og ber þessi hluti lánsins 5.5% vexti. Eftirstöðvar lánsins eða 58% hvort hér er um aþ ræða skatt, sem greiðist eftir á af því, sem aflaðist. Hann lítur að því er virðist fram hjá gæðum fisksins og stærð, en þessi atriði eru mjög ákvarðandi um verðlag á hverri fisktegund. Gengisfelling er ekkert náðarmeðal fyrir útgerðina Þegar líður að lokum viðtals- ins við Ragnar eru eftirfarandi setningar eftir honum hafðar: eru 100% bundnar reiknings- einingu Fiskveiðasjóðs, en þessi reikningseining tekur breytingu í hlutfalli við S.D.R. (special drawing right), þessi hluti láns- ins ber 9% vexti. Það er fróðlegt að skoða hvaða breytingar hafa orðið á framan- greindum lánsviðmiðunum á s.l. árum og bera þá þróun saman við breytingu á gengi Banda- ríkjadollars, en tekjur útgerðar- innar eru að langmestu leyti í beinu hlutfalli við þann gjald- miðil. Dollara- Reiknings- Bygginga- gengi: Fiskv.sjóðs; S.D.R.: vísitala: ’71 100.- 100.- 100.- '12 99.73 107.95 118.73 ’73 102.35 121.65 147.37 ’74 113.96 136.65 216.67 '75 175.36 212.28 322.40 ’76 207.64 261,18 403.70 '11 226.89 264.12 514.95 ’78 309.86 386.80 763.20 17/7 ’79 398.70 516.03 1.148.10 „Ef það verður sveifla niður á við, þá kemst atvinnuvegurinn í þrot, og er honum þá bjargað vegna mikilvægis síns með gengisfellingu. Það það veldur aftur á móti verðbólgu. Vegna gengisfellingarinnar batnar hagur útgerðarinnar, hún fer að fjárfesta á nýjan leik, þá fer hagur hennar aftur versn- andi efnahagslega séð.“ Þarna er enn á ný komin sú reginfirra, að gengisfelling sé eitthvert náðarmeðal fyrir út- veginn. Það kann að vera rétt, að tekjur útgerðarinnar hækki, þegar til lengri tíma lítur í samræmi við gengi, sen það gera Útskýringar: Taflan sýnir hlutfallslega breytingu á tímabilinu ’71—’79. a) Dollaragengi hefur 3.99 faldast. b) S.D.R hefur 5.16 faldast. c) B-vísitala hefur 11.5 faldast. Framangreind tafla sýnir að mínu mati betur en mörg orð, hvílík afarkjör útgerðin býr við og hvernig fjárskuldbinding ar hafa verið slitnar úr tengslum við þann gjaldmiðil, sem er að mörgu leyti ákvarðandi um tekj- ur hennar á hverjum tíma. (Fyrirsögn og millifyrir- sagnir eru Morgunblaðs- ins). Vilhjálmur Egilsson, hagfrœðingur: Fiskveiðar eru reknar með Bakkabrœðrafurirkomulagi Höfuðrökin með auðlinda- skatti eru þau, að fiskveiðarnar eru stundaðar með miklu meiri fyrirhöfn en komast má af með. Útreikningar sérfræðinga gefa til kynna að sama magn af fiski sé hagkvæmt að veiða með helm- ingi minni sókn. Gera má ráð fyrir að við þá útreikninga hafi einhverjar einfaldandi forsendur verið lagðar til grundvallar en í aðal- atriðum verður að trúa því að útreikningarnir gefi rétta mynd af ástandinu, sérstaklega hvað varðar bolfisk og síld. Væru tekin upp sömu vinnubrögð í ððrum atvinnu- greinum þýddi það t.d. að allir iðnrekendur myndu fjölga um helming til að tvöfalda fjölda bygginga, véla og starfsfólks en framleiða samt sama magn af vörum eða þjónustu. Fiskveiðarnar eru þannig í heild sinni reknar með hálfgerðu Bakkabræðrafyrirkomulagi, þótt einstakir útgerðarmenn geti verið sérlega snjallir við að ná endum saman. Frá sjónarhóli sjómanna þýðir þetta nánast að stytta má vinnu- tíma þeirra um allt að helming með því að auka frí þeirra án þess, að nokkur þeirra missi vinnuna og samt sparaðist allt að helmingi fjármagns, fjár- magnskostnaðar og annarra rekstrarútgjalda miðað við veiðarnar í heild. Og þess vegna gætu sjómenn fengið enn meira. Legði ríkið á auðlindaskatt að því marki, að sóknin minnkaði um helming, tæki það sjálft til sín hagnaðinn af minnkaðri sókn en skipum og sjómönnum fækkaði um helming og væru Vilhjálmur Egilsson þeir sem eftir yrðu samt jafnt settir og þeir eru nú hvað afkomu varðar. Þeir sem tapa á auðlindaskatti eru þess vegna þeir sjómenn og útgerðarmenn, sem þyrftu að Ieita sér að annarri vinnu aukv þess að fólk í fiskvinnslu á þeim stöðum, sem óhagkvæmt er að gera út frá, yrði mjög líklega að hverfa að öðrum störfum. Eigi ekki að koma atvinnuleysi í kjölfar álagningar auðlinda- skattsins verður að vera eftir- spurn eftir vinnuafli þess fólks sem missir vinnuna. (Eftirspurn eftir vinnuafli til fiskvinnslu myndi hins vegar aukast á hag- kvæmari útgerðarsiöðum.) Virðist því vera nokkuð aug- ljóst að tekjum ríkisins af auð- lindaskatti yrði alla vega fyrst í stað að verja til aðstoðar þeim, sem verða fyrir áföllum við tilkomu hans. Er þá fyrst og fremst um að ræða að styrkja og lána til arðbærra fyrirtækja í öðrum atvinnugreinum. Jafnframt verður að opna Fiskveiðasjóð á þann hátt, að útgerðaraðilar, sem hafa greitt í sjóðinn, fái að taka lán úr honum til annarra framkvæmda en í sjávarútvegi. Þá yrðu auð- veldaðir flutningar fjármagns úr fiskveiðum yfir í aðrar atvinnu- greinar. Þannig verður að segja, að auðlindaskattur er alls ekki svo fráleit hugmynd, séu nauðsyn- legar hliðarráðstafanir gerðar og ekki hefur að mínu viti verið bent á aðra betri leið til að koma því til leiðar, að fiskurinn verði veiddur með eins lítilli fyrirhöfn og unnt er. Prófessor Olafur Björnsson, hagfrœðingur: Auðlindaskattur Greinar þær er birtust í aukablaði Morgunblaðsins „Út- gerðin“ þann 23. júní síðastlið- inn eru að mínum dómi mjög athyglisverðar. Tiilögur um það hve langt skuli ganga í því að vernda fiskistofnana og hversu því skuli hagað, hljóta hins vegar að byggjast mjög á þeim líffræðilegu forsendum sem til grundvallar liggja. Það verður verkefni fiskifræðinga að finna hinar raunhæfu for- sendur í þessu efni og er slíkt utan míns þekkingarsviðs. Ég vil aðeins segja það, að hér verður að treysta niðurstöðum fiskifræðinga. Þó að þeir séu ekki óskeikulir fremur en aðrir sérfræðingar, þá verður spurn- ingin sú: Hverjir geta hér vitað betur? Fórnir — og ávöxtur þeirra En þegar meta á hverjar fórnir sé rétt að færa til þess að byggja fiskstofnana upp má ekki eingöngu reikna í þorskseiðum, heldur verður einnig að reikna í peningum eða öllu heldur í lífskjörum. Hverju er rétt að fórna í ár til þess að tryggja betri afkomu næsta ár? Skoðan- ir fiskifræðinga virðast almennt þær að ef reiknað er á föstu verði sjávarafurða, þá sé arð- semi verndunar fiskistofna mjög mikil, og skal það út af fyrir sig ekki véfengt. En því eru nú einu sinni takmörk sett hve miklar fórnir almenningur telur sig geta fært í þágu framtíðarinnar jafnvel þótt líkur seú á því að fórnin beri ríkulegan ávöxt síð- Markaðsöflun beitt til að takmarka sóknina ar. Afstaða einstaklings í þessu efni hlýtur að ákvarðast af huglægu mati. Mælikvarði á sóknina Eitt af grundvallarskilyrðum skynsamlegra ráðstafana til verndar fiskistofnunum hlýtur að vera það að fá sem réttastan mælikvarða á sóknina. Stærð skipastólsins sem gerður er út á veiðar er þar ekki einhlítur mælikvarði eins og mér fannst Kristján Ragnarsson formaður Ólafur Björnsson LÍÚ benda réttilega á í útvarps- umræðum á dögunum. Mig brestur þó tæknilega þekkingu til að gera hér ákveðnar tillögur. Markaðsöflun beitt til að takmarka sóknina Hugmyndir þær um auðlinda- skatt sem ræddar hafa verið nokkur undanfarin ár hér á landi finnast mér athyglisverð- ar. Fyrir um það bil 60 árum setti danskur prófessor í hag- fræði, Jens Warming að nafni, fram þá kenningu að mikil hætta væri á ofnýtingu fiski- miða þar sem enginn hafði eignarhald á þeim með rétti til þess að takmarka nýtingu þeirra. Öðru máli gegndi um auðlindir á landi. Þessi kenning liggur að baki hugmyndinni um auðlindaskatt. Auðvitað er hægt að takmarka sóknina með beinum bönnum og kvótum. Auðlindaskattur þýðir aftur á móti að markaðsöflunum er beitt til þess að takmarka sóknina. Getan og viljinn til þess að greiða auðlindaskatt ræður því þá hverjir stunda veiðarnar. Deilan um réttmæti auðlinda- skattsins er því skyld deilunni um það hvort takmarka skuli innflutning með innflutnings- leyfum eða með því að skrá rétt gengi en láta síðan framboð og eftirspurn ráða. Hitt er svo annað mál að ýmsir tæknilegir örðugleikar eru á framkvæmd auðlindaskatts. Skal sú hlið malsins ekki rædd hér, en mín skoðun er, að þessir örðugleikar ættu ekki að vera óyfirstíganlegir. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.