Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 28
UTGERÐIN MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR H. ÁGÚST 1979 28 Jón Páll Halldórsson, framkvœmdastjóri: „ Upp með dalina, niður með fjöllin Morgunblaðið gaf fyrir nokkru út sérstakan áttblöðung, sem bar yfirskriftina „Útgerð". Eru þar birt viðtöl við þrjá fyrirlesara á ráðstefnu þeirri, sem Reikni- stofa Raunvísindastofnunar Há- skóla Islands efndi til fyrir skömmu um reiknilíkön á sviði fiskifræði, þar sem reynt er að meta samspil afla og sóknar, stofnstærðir o.fl. Jafnframt eru settar fram mjög ákveðnar skoð- anir um nýtingu fiskistofnanna við landið — líffræðilega og efnahagslega — og markmið og leiðir í þeim efnum. Ósjálfrátt datt mér í hug saga Jóns Trausta um Bessa gamla, þegar ég hafði lesið viðtölin þrjú. „Við höfum farið vitlaust að alla okkar vesölu æfi“ sagði Bessi gamli, og hann kunni ráð: „Upp með dalina, niður með fjöllin! Allt rígskorðað og reglubundið og háð almennings óskeikulum vilja og valdi. Burt með allt, sem vakið getur öfundina meðal mannanna! Allt slíkt á að banna — banna með lögum — bannlög- um!“ Þeir þremenningar eru örlítið hógværari en Bessi gamli, en dylst þó ekki fremur en honum, að við höfum farið vitlaust að og tala um „núverandi fiskveiði- stefnu annars vegar og skynsamlega fiskveiðistefnu hins vegar" eða „æskilega fiskveiðistefnu fyrir þjóðfélagið" (Ieturbr. mín). Allir þrír komast þeir að sömu niðurstöðu, að „sóknin í þorskstofninn og reyndar flesta aðra botnfiska- stofna sé verulega meiri en æskilegt er út frá þjóðhagslegu sjónarmiði." Spurningin er að- eins, hve ört eigi að minnka sóknina og til þess sjá þeir allir eina og sömu leiðina, að taka upp auðlindaskatt á útgerðina eða sölu veiðileyfa. Ég er sammála þeim þre- menningum um nauðsyn þess, að leitað sé allra ráða til þess að gera fiskveiðar og fiskvinnslu sem arðsamastar, en hugmyndir þeirra varða áreiðanlega ekki veginn að því marki. Því miður virðast mér hugmyndir þeirra fyrst og fremst vera tilraun til að renna stoðum undir fram komnar óskir um auðlindaskatt á útgerðina eða sölu veiðileyfa, sem fyrst og fremst eru komnar frá talsmönnum iðnaðarins í landinu. í þær vantar hins vegar algjörlega, hvernig hugmyndin er að þetta verði framkvæmt og hvaða afleiðingar þetta myndi hafa, bæði fyrir sjávarútveginn sem atvinnugrein og byggðaþró- un í landinu. „Minnka verður sóknina um 40—65%“ Megin rökstuðningur þeirra fyrir auðlindaskatti eða sölu veiðileyfa er sá, að með því megi takmarka sóknina í fiskstofn- ana, en þeir telja að hún þurfi að minnka um 40—65% Ragnar Árnason segir í viðtali sínu: „Líkönin, sem við notum við þá útreikninga, eru ekki mjög full- komin“, en ályktunin er ótvíræð: „Á grundvelli þessa líkans má fullyrða, að það verður að minnka sókn mjög verulega, um 40—65%. Þetta gildir fyrir ýsu, þorsk og karfa, ufsinn er nálægt því að vera hæfilega nýttur." Ekki fer á milli mála, að skoðanir eru mjög skiptar um þetta atriði og niðurstöður þess- ar stangast í veigamiklum atrið- um á við reynslu seinustu ára. Verður því að taka þær með mikilli varúð, en þó svo, að menn væru sannfærðir um, að þær væru réttar, er vandasamara að framkvæma slíkan samdrátt en þeir félagar virðast gera sér í hugarlund. Af þessu tilefni er ekki úr vegi að benda á, að árið 1975 gaf Rannsóknaráð ríkisins út skýrslu um „Þróun sjávarútvegs — yfirlit um stöðu sjávarútvegs og fiskiðnaðar og spá um þróun fram til 1980.“ Var skýrsla þessi unnin af starfshópi, sem ráðið skipaði og m.a. hafði það hlut- verk að athuga með gagnrýni og meta J)róun í þessum atvinnu- vegi. I skýrslunni er m.a. reynt að meta afrekstur ísl. fiskstofna, afkastagetu flotans og ýmsa aðra þætti, sem áhrif hafa á þróunina, á svipaðan hátt og þeir þremenningar hafa gert. Reynt var að spá fyrir um stærð hrygningarstofnsins næstu 5 ár- in miðað við ákveðnar forsendur, sem hópurinn gaf sér. Þar sem nú eru Iiðin 4 ár af því 5 ára tímabili, sem reynt var að spá fyrir um, er ekki úr vegi að bera spána saman við reynsl- una, en sóknin í þorskstofninn hefir nánast fylgt því mynstri, sem kallað er „þróun b“ í skýrsl- unni (bls. 165): Aflaspá 7 ára fiskur Þorskafli „þróun b“: • og eldri: á ári: þús. þús. þús. 1975 378 214 371 1976 329 154 348 1977 314 213 340 1978 318 141 328 1979 213 72 í athugasemdum með spánni er sérstaklega vakin athygli á, að stærð hrygningarstofnsins (7 ára og eldri) muni minnka úr 214 þús. tonnum í 72 þús. tonn árið 1979, sem nálgast að vera algjört hrun, ef sóknarþungi verði í samræmi við aflaspána. í nýj- ustu skýrslu Hafrannsókna- stofnunarinnar er hins vegar gert ráð fyrir, að hrygningar- stofn þorsks með óbreyttri sókn verði 200 þús. tonn árið 1979, en ekki 72 þús. tonn, eins og spáð var fyrir 4 árum. Það hefir þannig takizt að halda stofnin- um í jafnvægi með óverulegum samdrætti í afla, en fyrst og fremst með ýmsum óbeinum aðgerðum, aðallega með því að draga úr sókninni í smáþorsk með því að loka ýmsum uppeld- issvæðum, tímabundið og til langframa, stækkun möskva, og síðast en ekki sízt brotthvarfi útlendinga af miðunum. Þessi reynsla sýnir okkur, að það er óendanlega mörgum ann- mörkum háð, að gera slíkar spár, vegna þess hve sjávarútvegurinn er háður mörgum ytri forsend- um — breytanlegum og óbreyt- anlegum — sem hafa afgerandi þýðingu, en erfitt er að meta, jafnvel fyrir aðila, sem búa yfir meiri reynslu og þekkingu en ég hygg, að þeir þremenningar búi yfir. Þetta breytir hins vegar engu um það, að við erum jafn langt frá því marki, að byggja hrygningarstofninn upp á ný, eins og við vorum fyrir 4 árum. „Fiskiskipaílotinn ætti að jafngilda 80 skuttogurum af minni gerðinni“ Einar Júlíusson hefir nú gert ítarlegri grein fyrir hugmyndum sínum um stærð fiskiskipastóls- ins og því, sem hann kallar „kjörsókn í botnfisk" (Mbl. 11.07.’79). Telur hann, að „fiski- skipaflotinn, þ.e. sá hluti hans, sem er að botnfiskaveiðum, ætti að jafngilda 80 skuttogurum af minni gerðinni eða 450 rúmlestir hver“. Þetta er nánast sá togara- floti, sem nú er í eigu íslendinga (79 togarar um síðustu áramót). Vill hann þannig minnka fisk- veiðiflotann úr 64 þús. smálest- um í 36 þús. smálestir og sé þá hægt að ná 50 milljarða króna ágóða af útgerðinni, sem komi fram í auknum afla og minni tilkostnaði. Athyglisvert er einnig að líta á það, sem Einar kallar „kjör- sókn“, en í grein sinni í Mbl. segir hann: „Við kjörsókn væri afli hvers togara um 170 lestir á viku. Það er að sjálfsögðu mun ' Jón Páll Halldórsson meira (þrefalt) en nú er en þó ekki það mikið meira en getur fengist í góðum aflahrotum að ekki megi áætla með góðri ná- kvæmni hvernig rekstri slíks togara ætti að vera háttað, hverjar breytingar þyrfti að gera á mannafla hans og hvaða kostnaðarauki þessi aflaaukning mundi hafa í för með sér.“ „Já, piltar þá var mér volgt; þá var Sölvi sveittur" mælti kemp- an Sölvi Helgason, þegar hann hafði lagt ítalska reiknimeistar- ann að velli og liðið hafði yfir þann síðarnefnda, þegar honum var ljóst, að Sölvi hafði reiknað tvíbura í eina afríkanska, og það annan hvítan, en hinn svartan. Vonandi hefir ekki liðið yfir neinn, þegar hann las grein Einars Júlíussonar í Mbl. 11. þ.m. en því miður tel ég hug- myndir hans svo víðs fjarri raunveruleikanum, að ég furða mig á því, að hann skuli telja, að hér sé um vísindaleg vinnubrögð að ræða. Slík vinnubrögð eru þvert á móti til þess fallin að almenningur glatar tiltrú sinni til vísindamanna og ég tek undir það með Má Elíssyni, fiskimála- stjóra, að slíkt er bjarnargreiði við alla aðila. I útreikningum sínum reiknar Einar með 170 tonna afla á togara á viku „við kjörsókn", þ.e. 8.840 tonna ársafla. Sé gengið út frá þessum ársafla dregst eftir- farandi tími frá veiðitíma skips- ins: sá aflgjafi, að hægt verði að ná þessum árangri. „A uðlindaska ttur er eina ieiðin“ Helzt er á viðtölum að skilja, að þeir þremenningar hugsi sér að selja veiðileyfi með sama hætti og laxveiðileyfi eru seld í dag eða jafnvel á opinberu upp- boði. „Það myndi leiða til þess, þegar fram liðu stundir, að hagkvæmustu útgerðirnar gerðu út. Þær einar hefðu ráð á veiði- leyfum og þannig fengjum við hagkvæmustu skipin með hag- kvæmustu sóknina". R.Á. Á undanförnum árum hefir verið unnið markvisst að því að samræma veiðar og vinnslu á hinum ýmsu stöðum. Virðist mér, að 90% af skuttogurum okkar séu nú annað hvort í eigu eða nánum tengslum við ákveðn- ar fiskvinnslustöðvar og sjái um hráefnisöflun fyrir þær, en hjá bátaflotanum er þetta hlutfall sennilega eitthvað lægra. Fisk- vinnsla er nú stunduð á 60—70 stöðum víðsvegar á landinu og er afkoma útgerðar og fiskvinnslu ákaflega misjöfn, eins og kunn- ugt er. Sú staða gæti því hæglega komið upp, að nokkrir aðilar keyptu upp öll veiðileyfin, sem til sölu væru. Vaknar þá sú spurning, hvort leggja eigi þeim skipum, sem ekki geta keypt veiðileyfi. Þessu hefir Einar Júlíusson reyndar svarað þann- ig: „Sjálfur myndi ég leggja til, að helmingur skipaflotans yrði seldur úr landi strax á morgun“. Þetta „bjargráð" gæti haft í för með sér, að fiskvinnslufólk í 30—40 sjávarþorpum víðsvegar um landið væri svipt atvinnu sinni á einu uppboði. Ekkert hefir heldur komið fram um það, hvort erlendir aðilar eða umboðsmenn þeirra eigi að fá keypt veiðileyfi (engar hömlur eru á sölu laxveiðileyfa til þessara aðila). Sú staða gæti því einnig komið upp, að breskir og/eða þýzkir útgerðaraðilar keyptu hér veiðileyfi. „í þessu sambandi er bezta fyrirkomu- lagið það, að þessi veiðileyfi geti gengið kaupum og sölum á milli útgerðarmanna" segir Ragnar Árnason. Þeir mættu því sam- kvæmt kenningunni fela ísl. aðilum að veiða fyrir sig og sigla síðan með aflann óunninn á markað erlendis meðan ísl. verkafólk gengi atvinnulaust heima á Fróni. Það er vafalaust gagnlegt og gott að leika sér með reiknilíkön og ekki efast ég um, að þeim félögum gengur gott eitt til, og þeir vilja auka arðsemi í isl. sjávarútvegi. En meðan jafn mörgum spurningum er ósvarað og óljóst, hvernig þeir hugsa sér að leysa ýmsa þætti þessa máls, 1. Frátafir vegna löndunar: 8.840 : 130 (2.200 kassar á 60 kg. í túr)........................ 68 dagar 2. Sigling á og frá miðum 18 klst. í túr ............... 50 dagar 3. Frátafir vegna viðgerða.............................. 21 dagar 4. Samningsbundnir helgidagar, helgarfrí og frátafir vegna veðurs ....,.......................... 26 dagar 165 dagar Samkvæmt þessu gætu veiði- dagar í bezta falli orðið 200 á ári með því að engin óhöpp kæmu fyrir og tíðarfar væri hagstætt. Þarf togarinn því að afla 44 tonn hvern einasta dag, sem hann er á veiðum. Vissulega vona allir, að afli komi til með að aukast á næstu árum, en að meðalafli togara geti orðið 40—50 tonn á hvern einasta veiðidag tel ég að sé einum of mikil bjartsýni (á seinasta ári var meðalafli minni togaranna 8.7 tonn á úthalds- dag). Ég trúi því a.m.k. ekki, að auðlindaskattur verði útgerðinni ættu þeir að hafa biðlund með boðun kenningarinnar um auð- lindaskatt. Ennþá hafa þeir ekki fært neinar sönnur á, að auð- lindaskattur leiði til bættra lífs- kjara. Þvert á móti bendir margt til þess, að hann gæti leitt til lakari lífskjara, a.m.k. fyrir þá, sem í sjávarútvegi starfa. Ungir menn ættu að hafa hugfast, að það hefir oft reynzt þessari þjóð miður heppilegt að rífa niður, það sem tekið hefir mannsaldra að byggja upp og þróa. Það er hygginna manna háttur að rasa ekki um ráð fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.