Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1979 Tfllögur Matthíasar Bjarnasonar um Jan Mayen í heild MORGUNBLAÐIÐ hefur fengið til birtingar í heild tillögur þær, sem Matthías Bjarnason, alþm., lagði fram á fundi landhelgisnefndarinnar hinn 23. júlí sl. og mjög hafa verið til umræðu undanfarna daga. Morgunblaðið skýrði frá efni þessara tillagna í fyrradag en hér fara þær á eftir orðréttar: Þess verði óskað, að framhald samningaviðræðna á milli Islendinga og Norðmanna verði sem allra fyrst. ísiendingar bjóði, að viðræðurnar fari fram í Ósló. Þátttakendur frá íslands hálfu verði undir forustu ríkisstjórnar og stjórnarandstaðan eigi aðild að viðræðum. íslendingar bjóði nokkra kosti til lausnar málunum. 1. Norðmenn og íslendingar lýsi yfir, að þeir hafi komið sér saman um sameiginlega fiskveiðilögsögu umhverfis Jan Mayen utan 12 sjómílna landhelgi Jan Mayen. 2. Norðmenn lýsi yfir fiskveiðilögsögu á Jan Mayen-svæðinu utan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu íslands. ísland viðurkenni þessa útfærslu, enda verði jafnhliða gerður samningur um, að Norðmenn og íslendingar veiði að jöfnu þann afla, sem veiddur er utan 12 sjómílna fiskveiðilögsögu Jan Mayen. 3. Samningur verði gerður á milli Norðmanna og íslendinga um útfærslu efnahagslögsögu á Jan Mayen-svæðinu, sem nær til sameiginlegra yfirráða Norðmanna og íslendinga, bæði hvað snertir nýtingu hafs og hafsbotns. 4. Norðmenn lýsa yfir efnahagslögsögu á Jan Mayen-svæðinu utan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu íslands. ísland viðurkenni þessa útfærslu enda verði jafnhliða gerður samningur um að Norðmenn og íslendingar eigi rétt til að nýta að jöfnu auðlindir hafs og hafsbotns utan 12 sjómílna efnahagslögsögu Jan Mayen. 5. Norðmenn og íslendingar lýsi yfir sameiginlegum fiskvernd- araðgerðum á Jan Mayen-svæðinu og verði um það gerður sérstakur samningur, sem þar með útiloki veiðar annarra þjóða, nema samþykki beggja þessara þjóða komi til. 6. ísland leggur til, að Færeyingum verði veitt hlutdeild í veiðum á þessu svæði, t.d. 10%, og verði þá hlutdeild íslands og Noregs 45% til hvors. Samningar þeir, sem gerðir kunna að verða um nýtingu hafsvæðisins umhverfis Jan Mayen og/ eða nýtingu hafsbotnsins, skuli gerðir til frambúðar. Samkomulag verði gert um aflamagn, sem veiða má árlega. Sérstök nefnd, sem skipuð skal tveimur fulltrúum frá hvoru landi fyrir sig, geri tillögur um hvaða fisktegundir megi veiða og hve mikið magn af hverri. Ríkisstjórn- ir beggja landanna hafi endanlegan ákvörðunarrétt um aflamagn og tilhögun veiða. Að því tilskyldu að samningar náist skuldbinda þjóðirnar sig til að ræða saman um hugsanlegar hámarksveiðar af loðnu innan og utan fiskveiðilandhelgi íslands, með það markmið í huga að ganga ekki of nærri loðnustofninum, og skal leita álits þeirra vísindamanna, sem um þessi mál fjalla, hjá hvorri þjóðinni fyrir sig. Norðmenn halda uppi gæslu innan fiskveiðilögsögu Jan Mayen, en íslendingum er heimilt að fylgjast með veiðum skipa og báðum þjóðum skylt að gefa hvor annarri upp afla þeirra skipa sinna, sem stunda veiðar innan þessarar fiskveiðilögsögu. Ennfremur verði lögð áhersla á það, að samningar verði gerðir á milli þjóðanna um vísindalega verndun og veiðar síldarstofns- ins, sem nefndur er norsk-íslenski síldarstofninn eða Norður-Atl- antshafs-síldarstofninn. Álitsgerð embættis ríkissak- sóknara í framsalsmálinu MORGUNBLAÐIÐ hefur snúið sér til Þórðar Björnssonar ríkis- saksóknara og fengið álitsgerð embættis hans vegna óska sak- sóknarans í Gautaborg um fram- sai gæzluvarðhaldsfangans í fíkniefnamálinu. Eins og fram hefur komið byggðist ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um synj- un framsals fyrst og fremst á álitsgerð embættis ríkissaksókn- ara. Bréf ríkissaksóknara til dóms- málaráðuneytisins fer í heild hér á eftir: Efni bréfs: Álitsgerð embættis ríkissak- sóknara vegna framkominn- ar beiðni saksóknarans í Gautaborg um að íslenski ríkisborgarinn, G.H. verði framseldur vegna gruns um stórfellt fíkniefnabrot þar í landi. Hér með sendist dómsmála- ráðuneytinu endurrit af úrskurði sakadóms Reykjavíkur frá 25. júlí s.l. ásamt framlögðum skjölum, þar sem talið var, að skilyrði til framsalsins samkvæmt lögum nr. 7, 1962, væru fyrir hendi. Þá sendist ennfremur ljósrit af dómi Hæstaréttar í máli þessu, en þangað skaut varnaraðili úrskurði Varði doktorsritgerð við Edinborgarháskóla ÞANN 3. ágúst s.l. varði Ágúst Kvaran doktorsritgerð í efna- fræði við Edinborgarháskóla. Heiti ritgerðarinnar er „Spectro- scopic studies of noble-gas mono- halidcs“ (litrófsgreiningu litrófa orkuríkra sameinda sem nýlega er farið að nota í laser fyrir orkurfka lasergeisla. Dr. Ágúst Kvaran Andmælendur við doktorsvörn- ina voru prófessorarnir Richard N. Dixon frá háskólanum í Brist- ol og Robert J. Donovan frá Edinborgarháskóla. Ágúst vann að doktorsverkefninu við Edin- borgarháskóla frá haustinu 1975 til vorsins 1978 og við háskólann í Pittsburgh í Bandaríkjunum til ársloka 1978 og naut til þess styrkja frá „The British Council“ og frá Pittsburgh háskóla. Niður- stöður hans hafa birst í sérfræði- tímaritum um eðlisefnafræði. Ágúst er fæddur þann 19.8.52 sonur Axels Kvaran forstöðu- manns skilorðseftirlits ríkisins og Hönnu Hofsdal. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri með fyrstu ágætiseink- unn árið 1972 og BS prófi í efnafræði frá Háskóla Islands árið 1975. Ágúst hefur starfað við stundakennslu við Menntaskólann í Reykjavík (1974) og við Háskóla íslands (1979) og sem sumar- starfsmaður við Raunvísinda- stofnun Háskólans. Hann hefir verið ráðinn sem sérfræðingur við Raunvísindastofnun Háskólans frá 11. september. Ágúst er kvæntur Eddu S. Jónasdóttur og eiga þau eitt barn. sakadóms Reykjavíkur með kæru samkvæmt heimild í 11. gr. fyrr- nefndra laga nr. 7, 1962. Svo sem ljósrit af dómi Hæstaréttar ber með sér, klofnaði Hæstiréttur um málið, en meirihluti hans taldi, að úrskurður sakadóms Reykjavíkur skyldi standa óraskaður, þ.e. að lagaskilyrði framsalsins væru fyr- ir hendi, en minnihluti Hæstarétt- ar var þar á öndverðri skoðun. Með vísan til 14. gr. laga nr. 7, 1962, þykir af hálfu embættisins rétt, að eftirfarandi álit embættis- ins komi fram, bæði hvað snertir þessa umræddu framsalsbeiðni svo og almennt um slíkar beiðnir, sem grundvallaðar eru á lögum nr. 7,1962, um framsal sakamanna til Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar. 1. Samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 9. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, er óheimilt að framselja til refsingar íslenska ríkisborgara á vald erlendra ríkja. Þessi megin- regla er enn í fullu gildi og verður því að líta á þær framsalsheimild- ir, sem lög nr. 7, 1962, kveða á um, sem þrönga og afmarkaða undan- tekningu frá fyrrgreindri megin- reglu. Af því leiðir, að túlka ber þau lög þröngt, enda engin skylda stjórnvalda til framsals þótt skil- yrði til framsalsins séu fyrir hendi samkvæmt lögunum, sbr. upphaf 1. gr. laganna: „Framselja má...“ 2. Að því er mál þetta varðar sérstaklega, þá verður ekki snið- gengin sú staðreynd, þrátt fyrir álit meirihluta Hæstaréttar, að nokkur áhöld eru um skilyrði framsalsins að því er varðar gróf- leika hins ætlaða brotg G.H. Þegar af þessari ástæðu telur embættið, að tilkynna beri framsalsbeið- anda, saksóknaranum í Gauta- borg, að ekki sé að svo stöddu unnt að verða við beiðni hans,' en honum jafnframt tjáð, að íslensk dómsmálayfirvöld muni veita alla þá aðstoð við rannsókn máls þessa, sem unnt sé að láta í té. 3. Rétt þykir að lokum að vekja athygli á samstarfssamningi hinna norrænu ríkissaksóknara frá 6. febrúar 1970, með áorðnum breytingum frá 12. október 1972, sem felur m.a. í sér þá stefnu- mörkun og það hagræði að senda fremur mál hinna ætluðu saka- manna til viðkomandi lands held- ur en að krefjast framsals á þeim, eftir að þeir eru komnir til síns heimalands, og sýnist samningur þessi koma í flestum efnum í stað þeirrar þarfar á framsali saka- manna, sem lög nr. 7, 1962 var ætlað að bæta úr, þótt þar kunni að vera á undantekningar. F.h.r. Jónatan Sveinsson (sign) Landinn ferðast minna en i fyrra STREYMI farþega til íslands í ár er mjög svipað sem af er þessu ári og það var á sama tíma í fyrra. Þó hefur komum íslend- inga til landsins heldur fækkað á sama tíma og straumur útlend- inga hefur aukizt nokkuð. Eink- um virðast þessar breytingar hafa orðið í júlímánuði síðastliðn- um, en þá komu til landsins 9.745 íslendingar, en 11.435 landar í sama mánuði í fyrra. í júlí f ár komu 18.351 útlendingar til landsins, en 18.209 í sama mán- uði 1978. Frá áramótum til júlíloka voru skráðar hjá útlendingaeftirlitinu 87.130 komur til landsins, 37.615 íslendingar, en 49.515 útlendingar. Sjö fyrstu mánuði síðasta árs voru komurnar 87.919, 39.209 íslending- ar, en 48.710 útlendingar. Flestir þeirra útlendinga, sem komu til landsins í síðasta mánuði komu frá Bandaríkjunum eða 3585, 3281 V-Þjóðverji kom til landsins, 2101 Dani, 1497 Frakkar, 1454 Bretar, 1423 Svíar, 1237 Norðmenn og 10002 Svisslending- ar. Frá eftirtöldum löndum kom einn maður í mánuðinuit): Búlgaríu, Jamaica, S-Kórei^ Malasíu, Möltu, Marokkó, Pakist- an, Singapore, Tanzaníu, Thai- landi, Bahrain, Sómaliu og Srilanka. 29 Manueala Wiesler Flaututón- leikar í Skálholti UM HELGINA mun Manuela Wiesler leika verk fyrir einleiks- flautu í Skálholtskirkju. Er þetta fjórða og síðasta helgin er Sum- artónleikar standa þar yfir og hefur aðsókn verið mjög góð. Manuela mun á tónleikunum m.a. frumflytja nýtt verk eftir Leif Þórarinsson, er hann nefnir „Manuelumúsik". Annað nútíma- verk er á efnisskránni eftir franska tónskáldið André Jolivet: Áköll (Incantations), en hér er um einskonar tónbænir að ræða. Auk ofannefndra nútímaverka mun Manuela leika 3 fantasíur fyrir einleiksflautu eftir G. Ph. Tele- mann. Tónleikarnir verða laugardag og sunnudag kl. 15 og er aðgangur ókeypis. Kaffiveitingar eru eftir tónleikana. Messað verður í Skálholtskirkju kl. 17 á sunnudag. (Fréttatilk.) Sumar á Kjar- valsstödum - síðasta sýningarvika í SUMAR var fitjað upp á þeirri nýbreytni að bjóða hópum lista- manna að sýna verk sín undir nafninu „Sumar á Kjarvalsstöð- um“, með það fyrir augum að kynna íslenska list ferðamönnum í borginni og samtimis að vera borgarbúum til ánægju og fróð- leiks. Þrfr hópar listamanna fylla hvern krók og kima með listaverkum, alls 34 listamenn. í vestursal sýnir Septem-hópurinn, Gallerí Langbrók sýnir í kaffi- stofu og austur-gangi. og Mynd- höggvarafélagið sýnir á vestur- gangi og úti á stéttinni. í austur- sal eru málverk eftir Jóhannes S. Kjarval í eigu Reykjavíkurborg- ar. Nú á mánudag, 13. ágúst, bætist við enn ein sýning, þ.e. skipulags- sýning frá Þróunarstofnun. Verð- ur hún í fundarsal, og fyrirlestrar og kynningarfundir í tengslum við hana. Þessa síðustu viku sumar- sýningarinnar verða Kjarvals- staðir einnig miðstöð svonefndrar Reykjavíkurviku. Farið verður í kynnisferðir til Rafmagnsveitu Reykjavíkur og skoðunarferðir á vegum Þróunarstofnunar, haldnir tónleikar inni á Kjarvalsstöðum og útihljómleikar á túninu. Allar sýningarnar sem tengj- ast þannig dagskránni „Sumar á Kjarvalsstöðum“ verða teknar niður 20. þessa mánaðar. Aðsóknin að sýningunni „Sumar á Kjarvalsstöðum" hefur verið mjög góð, um 3.500 manns hafa skoðað hana, og mörg listaverk hafa selst, en flest verkanna eru til sölu. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14 — 22 fram til sunnu- dagsins 19. ágúst. Aðgangur er ókeypis. Fréttatilkynning frá Kjarvalsstöðum).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.