Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. AGÚST 1979 31 Bamið, sem Ilúsgangur Einhvern tíma á óskráðum ártölum voru í einhverju landi — þar sem skógurinn blómgast, „gul sítróna grær og gulleplið í skógarlaufi hlær“ — hjón, sem voru svo óheppin að vera þannig gerð frá móður náttúru, að þau gátu ekki átt barn saman. Fyrstu árin var samlyndið ágætt. Karlinn vann við viðarhögg á daginn og seldi til næstu borgar á laugar- dögum það, sem hann hafði unnið af timbri yfir vikuna, og keypti svo það, sem þau þurftu til lífsviðurværis. Er konan vann heima. Þess utan fór hún oft út í skóginn að tína ávexti, svo sem gullepli og fleiri kjarnmikla ávexti. lagði hún af stað út í skóg grátandi og hálf örvingluð. Hugðist hún heldur verða þar til en láta karl týna lífi sínu. Þegar hún hafði ranglað lengi um skóginn, mætir hún þar konu, sem hún hafði ekki séð fyrr. Konan spyr, hvað að henni gangi. Kerling segir, að á því geti enginn maður bót ráðið, sem að sér þrengi. Konan svarar: „Það er einstakt, ef enginn getur hjálpað þér, og engu er spillt, þó að þú lofir mér að vita það.“ Kerling segist þá ætla að segja henni raunasögu- sína. Tekur hún svo til og byrjar á giftingu þeirra, öllum til- flaug þér. Daginn áður en þú átt von á karli þínum heim, skalt þú leggjast á sæng og hafa ungann vel reifaðan fyrir ofan þig. Þegar karl kemur og fær fréttir um að þú hafir alið barn, mun hann vilja sjá það. Skalt þú losa vel um reifin, svo að — þegar karl fer að handleika barnið — losni utan af unganum og hann fljúgi út um gluggann, sem þú skalt hafa vel opinn.“ Daginn eftir kom karl heim. Frétti hann þegar, að kona hans lægi á sæng og hefði alið barn. Varð hann mjög kátur og flýtti sér inn til kerlingar, kyssti hana og bað um að mega fá að sjá barnið. Kerling rétti honum eftir- eða fyrirvinnu þeirra, fór samlyndið smám saman að kólna. Kenndu þau hvort öðru um þann klaufaskap að geta ekki búið til barn, þar sem hver og einn nágranni þeirra átti börn að vild, þó að þeir sýndust hafa minni getu til þess, þar sem þau voru hvað bezt efnum búin þar í byggð. Dag einn sem oftar áttu þau tal saman um þetta og kenndu hvort öðru um, sem vani þeirra var. Urðu þau bæði vond og lyktaði með því, að karlinn sagði um leið og hann rauk út um dyrnar: „Eg er nú búinn að gera það, sem í mínu valdi stendur, og ef þú verður ekki búin að ala mér barn, þegar ég kem heim aftur eftir sex mánaða burt- veru, þá drep ég þig, því að þá er sökin hjá þér.“ Skellti hann svo hurð á stafi og hvarf. Kerling sat nú sorgmædd eftir. Hún gat ekki fundið, að hún ætti sök á að ekkert kom barnið. Tíminn leið sem venjulega, en kerling fann enga þá breytingu á sér, sem benti í þá átt, að hún gengi með barni. Varð hún því áhyggju- fyllri um sinn hag með degi hverjum sem leið. Loks þegar ekki var eftir nema ein vika, þar til karls var von heim, ónýtis, og nú síðast, er karl hennar fór að heiman, hefði hann hótað að drepa hana, ef hún yrði ekki búin að ala honum barn, er hann kæmi heim aftur, og nú væru aðeins sex dagar þangað til. Konan segir þá: „Vertu nú kát. Ég mun geta hjálpað þér ef þú ferð að mínum ráðum." Kerling lofaði að gera það. „Þá skalt þú,“ segir konan, „koma með mér, hér er krákuhreiður stutt frá, ung- arnir komnir undir það á flug. Þangað skulum við fara og taka einn ungann og skaltu hafa hann heim með hann. Karl tók við reifa- stranganum báðum höndum og fór að hossa honum og segir: „Mín hefur augu og mitt hefur nef, — frá mér hefur til þín runnið." í því losnaði utan af unganum og sáu þau á eftir barni sínu út um gluggann. Varð þá kerl- ing vond við karl sinn, að láta barnið fljúga frá sér, en hann varð aumingjalegur og hélt, að það gæti ekki komið fyrir að börn gætu flogið. Karl bað gott fyrir. Svo sættust þau heilum sáttum og iðkuðu sitt fyrra þurra þóf án illinda. Kínverska Sum ykkar hafa e.t.v. lesið þætti í hiaöinu um Kína í sumar. Landið er að mörjíu forvitnilegt og á sér langa og merkilega siigu. Ef við kynnum eitthvað í kínversku. vissum við. að miirg orðin sejíja heinlínis. hvað þau tákna (eins og reyndar oft á íslensku líka). Við skulum taka fáein da'mi. Sódavatn heitir á kínversku ..reitt-vatn*'. kannski álíta þeir. að sótavatnið „sjóði af einska'rri reiði"!!! Rakvél heitir „andlitsskafari". lyfta heitir „upp- og niður-vél". járnbrautar- lest er „eldvajín" og eldspýta er á kínversku „sjálf-lýsandi spýta". Kassa-golf! Golf nýtur meiri vinsælda hér á landi. P]n böggull fylgir skammrifi, bæði er, að íþróttin þykir nokkuð dýr (menn geta þó í þessu eins og öðru komið sér upp áhöldum smám saman) og ekki er unnt að stunda hana að vetrum. Það er því ekki úr vegi að kynna fyrir ykkur kassa-golf, sem allir geta búið sér til og tekið fram þegar þá lystir. Mini-kassa-golfið er búið til úr pappakassaloki og hindranirnar úr stífum papparenningum, sem eru límdir niður. Aðal vandinn er nú í því fólginn að þið reynið að slá kúluna í sem fæstum höggum (kúlan gæti t.d. verið úr gleri eða álpappír) í hinn enda loksins gegnum lítið hlið. Kylfuna er unnt að búa til úr korktappa og eldspýtu t.d., en annars sést greinilega á myndinni, hvernig unnt er að hanna kassa-golfið! Einfalt og ódýrt leikfang!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.