Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1979 41 fclk f fréttum Trompet- meistari + ÞETTA er nú enginn annar en jazzmaöurinn mikli Dizzy Gillespie. Hann var nýlega á jazzhátíð einni mikilli í London þar sem heitir Alexandra Palace. — Þar voru samankomnir margir hinna nafntoguð- ustu jazzmanna, sem eru á meðal vor í dag. — En myndinn var tekin er Gill- espie undirstrikaði sér- staklega með snilldarlegum trompetleik sínum, að hann væri hinn óumdeilanlegi trompetmeistari. Skæruliða- foringi í fjöllum Iraks + EFTIR um það bil fjögurra ára vopnahlé í f jöllum (raks, er foringi Kúrda, Masoud Barz- ani, kominn aftur i fjallahéruð- in, þar sem Kúrdar hafa barizt fyrir sjálfstæði sínu um árabil. Hafa striðsmenn Barzanis hafið hernað aftur gegn stjórnvöld- um landsins. Þessi mynd var tekin af Kúrdaforingjanum Barzani, sem hefur tekið upp merkið að föður sínum látnum. Moustafa Barzani. Masoud er fremstur á myndinni, en liðs- menn hans að baki honum. Var myndin tekin er hann fór yfir landamærin frá íran inn í Irak nú fyrir nokkru. Hann er 33 ára og hefur helming ævi sinn- ar tekið þátt í frelsisstríði Kúrda. Þegar Barzani fór yfir landa- mærin á dögunum. mátti sjá að lið hans var búið Vesturvelda- og sovézkum vopnum. af nýj- ustu gerð. ásamt vopnabúnaði frá heimstyrjaldarárunum. Það var árið 1975 sem stjórnin braut síðast á bak aftur sjálf- stæðisbaráttu Kúrda. 100 þús- und börn + ÞESSI mynd er tekin í brezku nýlendunni Ilong Kong. — í þessum flóttamannahúðum bakvið gaddavírsgirðingarnar, sem umlykja þær, eru nú samankomin 100.000 börn, flóttamenn frá Vietnam. — í þessum gamla Bretakamp, eins og herbúðir Bretanna voru kallaðar hér á heimstyrjaldarárunum, voru áður fyrr flugmenn úr brezka flughernum R.A.F. Brldge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Þátttakan í sumarspila- mennskunni hefir minnkað nokkuð að undanförnu og mættu aðeins 80 manns sl. fimmtudag en þá var spilað að venju á tveimur stöðum. Hreyfilshús Spilað var í tveimur riðlum, 16 og 12 para, og urðu úrslit þessi: A-riðill: Ragnar Björnsson — Þórarinn Árnason 268 Steinunn Snorradóttir — Vigdís Guðjónsdóttir 248 Árni Alexandersson — Ragnar Magnússon 241 Erla Eyjólfsdóttir — Gunnar Þorkelsson 241 B-riðill: Páll Valdimarsson — Runólfur Pálsson 200 Magnús Aspelund — Steingrímur Jónasson 199 Guðríður Guðmundsdóttir — Sveinn Helgason 187 Arnar Ingólfsson — Óskar Karlsson 185 Meðalskor í A-riðli var 210 og 165 í B-riðli. Staðan í heildarstigakeppninni: Magnús Oddsson 11 'k Sveinn Helgason 10 Ragnar Björnsson 10 Þórarinn Árnason 10 Magnús Halldórsson 9 '/z Halia Bergþórsdóttir 9 Domus Medica Spilað var í einum 12 para riðli og urðu úrslit þessi: Sigfús — Valur 194. Gísii — Gissur 193 Bragi — Sigríður 193 Sigríður —Dóra 181 Sigurður — Bragi 176 Staðan í heildarstigakeppn- inni: Valur Sigurðsson 24 Sigfús Árnason 13 Ingólfur Böðvarsson 12Vi Bæði verður spilað í Hreyf- ilshúsinu og Domus Medica nk. fimmtudag og hefst keppnin kl. 19.30. Bridgefélagið Ásarnir Ekki var spilað sl. mánudag en nk. mánudag verður byrjað þar pem frá var horfið. Hafnfirðingar — Hafnfirðingar óskum eftir ábendingum um failega garöa í Hafnar- firöi. Vinsamlegast hafiö samband í síma 50104 eöa 50120 fyrir 17. ágúst. Fegrunarnefnd Hafnarfjarðar ♦ # símanúmer RITST JÓRN 0G SKRIFST0FÖR: 10100 '(> * * & 22480 ■ #1 83033 í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.