Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1979 Kappakstur og umferðaröryggi Ágæti Velvakandi Umferðarmálin ,eru mjög í brennidepli nú um þessar mundir í kringum verslunarmannahelgina, sem oft er nefnd og líklega með réttu mesta ferðahelgi hársins. Nú er þessi blessaða helgi liðin og sem betur fer stórlsysalaust að því er fréttir herma. Annars ferðast undirritaður aðallega með stræt- isvögnunum og líkar vel. Kem ég þá að því, sem mér liggur á hjarta, sem er varðandi umferðina á Kleppsveginum (sem ætti í raun að heita Sundavegur). Kleppsvegurinn er ein af lengstu götum borgarinnar og nær frá Elliðaánum og að Laugarnesi. í framhaldi af Kleppsvegi er síðan Sætún. Á Kleppsveginum er afbragðs „sprettfæri" fyrir bíla, — og virð- ist það óspart notað. Það mun vera um það bil ár síðan, að sagt var frá því að lögreglumenn „hefðu gert sér leik að því“ að stöðva nokkrar af þessum kapp- aksturshetjum með „radartilfær- ingum" á 80 til 100 km hraða. Bílar þessir fengu sérstök „verð- laun“ (sektir). Lögreglumenn hafa í mörg horn að líta og geta því ekki verið alls staðar. Eg vil leyfa mér að beina þeim tilmælum til umferðarmála- stjóra Reykjavíkurborgar að borg- in sjái sér fært að „spandera" svolitlu af hvítri málningu sem nægði til þess að koma hvítur þverstrikum yfir Kleppsveginn gegnt Kleppsvegi 20 en þar er biðskýli fyrir strætisvagna. Á gatnamótum Héðinsgötu og Kleppsvegar ættu einnig að koma hvít þverstrik. Þetta gæti orðið til að auka öryggi gagnandi fólks sem þarna á leið um. Ásgeir Þ. Ólafsson, Kleppsvegi 6. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Hvar eru slagirnir, er spurn- ing, sem krefst svars í varnar- þraut. Austur-vestur á hættu og vestur gefur. Norður S. D109 H. 106 T. ÁKD7 L. KDG9 Vestur S. G H. ÁDG9842 T. G542 L. 4 Vestur spilar út lauffjarka gegn þrem spöðum eftir þessar sagnir: Vestur 3 hjörtu, norður dobl, austur pass og suður þrjá spaða. Félagi tekur kónginn með ás en suður lætur sjöið. Hann skiptir þá í hjartafimm, Sagnhafi lætur sjöið og þú færð á gosann. I hjartaásinn lætur austur þristinn og kóngur- inn kemur frá sagnhafa. Hvað nú? Ekki fást slagirnir á láglitina, svo að austur verður að eiga trompásinn að minnsta kosti. Norður S. D109 H. 106 T. ÁKD7 L: KDG9 Vestur S G H. ÁDg9842 T. G542 L. 4 Austur S. Á432 H. 53 T. 106 L. Á8653 Suður S. K8765 H. K7 T. 983 L. 1072 Þegar þú vilt fá trompun spilar Íú upp á að fá hana og spilar jarta, sem austur trompar með ás og hann spilar auðvitað laufi og trompum þín verður fimmti slag- urinn. Þetta var skemmtileg vörn, sem byggðist raunar á að austur skipti í hjartað í stað þess að leyfa þér að trompa laufið strax. En þessa fullyrðingu ættu lesendur að kanna betur sjálfir. COSPER Ætli hann þoli að fljúga? ■ Lausnargjald í Persíu 43 — Það er eins 'gott þér gerið eins og við segjum. Ég hef nóg af skotfærum. Hún gekk niður stigann með Peters. Hann var ekki með byssu og hafði þar af leiðandi engin tök á því að þvinga hana. En uppi var barnið hennar aðeins fáein skref frá dauða eða misþyrmingu. Á fyrstu hæð mætti hún Brigdet sem var að koma upp. Stúlkan veik tilhliðar og Eileen gekk fram- hjá henni án þess að mæla orð af vörum. Mario var niðri og var að tala við Resnais sem var að spyrja til vegar. Hann hafði haldið Portúgalanum upp á snakki þó nokkra stund. Enginn var f forsalnum. Peters gekk að dyr- unum. Eileen nam staðar. — Gerið það fyrir mig, hvísl- aði hún — kallið hana niður. Ég grátbæni yður. Hann opnaði dyrnar og þau gengu út í sólskinið. Peters tók um hönd hennar. — Verið bara rólegar, sagði hann. — Það verður ekkert barninu að meini ef þér gerið eins og ég segi yður. Komið hingað. Ford Cortínu bfl var lagt handan götunnar. Peters opnaði afturdyrnar og sagði hcnni að fara inn. Resnais kom að í sömu andrá og sté inn í bflstjórasætið. Peters sat og horfði f áttina að húsdyrunum. Dyrnar opnuðust og Madeleina kom í áttina til þeirra. Peters ávarpaði hana á arabisku. — Allt í góðu gengi? — Já, sagði hún. — Barnið var að gráta. Ég lokaði álm- unni. Enginn heyrir til hennar. — Ágætt, sagði hann. — Hringdu niðureftir og segðu þeim að hitta okkur á Orval. Síðan skaitu fara beinustu leið til Heathrow. Losaðu þig við byssuna. Við hittumst síðan á ákvörðunarstaðnum. Resnais ræsti bflinn og ók af stað. — Vinkona mín ætlar að bíða átekta, sagði Peters við Eileen. — Ég sagði henni að fara aftur inn í húsið og drepa barn yðar nema þér gerið það sem við skipum yður. Hún mun ekki hika við það. Hann sá að hún hallaði sér fram og fól andlitið f höndum sér. — Sitjið kyrrar, sagði hann. Hann hafði engar teljandi áhyggur af þessu. Hún átti engra kosta völ. Og fyrst hún hélt að Madeleine yrði eftir myndi hún ekki einu sinni reyna neitt. Barnið var læst inni í barnaberbergjaálmunni. Móðir hennar hafði íarið út, vinnustúlkan hafðu séð það. Eitthvað varð að gera, en hann var ekki alveg viss hvað. Það varð að koma í veg fyrir að þjónustufólkið færi að brjóta heilann um eitt né neitt og það varð Ifka að telja þeim trú um að dyrnar hefðu læst fyrir slysni og eina manneskjan sem __Eftir Evelyn Anthony Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á íslenzku gat gert -það var auðvitað Ei- leen sjálf. Þau máttu ekki bfða of lengi. Nú var klukkan tutt- ugu og fimm mfnútur yfir tólf. Resnais ók f áttina að Baker Street. Peters kom auga á síma- klefa. Hann sagði Frakkanum að nema staðar. — Frú Field — Hann leit á tckið andlit hennar án þess að finna til minnstu samúðar. — Enginn má vita að yður hafi verið rænt. Ég vil leggja áherzlu á það við yður. öryggi barns yðar er undir því komið. Svo og yðar eigið. — Mig skiptir engu hvað verður um mig, sagði Eileen. — Mér er alveg sam hvað þið gcrið mér. En iátið Lucy í friði... Tárin runnu niður kinnar hennar. — Þér verðið að hringja hcim, sagði Peters — Búið til einhverja þá sögu sem mun fullnægja vinnufólkinu. Segið að dyrnar hafi óvart skollið í lás og látið einhvern taka að sér að hugsa um barnið því að þér verðið í burtu um hríð. Ég verð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.